Nýja dagblaðið - 30.08.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 30.08.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DA8BLAÐIÐ 3 Morgunblaðið óttast að bændur fái of hátt verð fyrir kjtttið NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.f." Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39. Sími 4245. Ritstj^rnarskrifstefumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Dr. Oddnr Oddur Guðjónsson skrifar grein í Mbl. í gær. Segist hann hafa „tekið til greina“ ráð- leggingar Nýja dagblaðsins um að kynna sér útflutningsverzl- un bænda. En Oddur segir jafnframt, að „árangurinn hafi orðið annar“ en Nýja dbl. hafi búist við. Nýja dagbl. hafði nú ekki gert sér neinar ákveðnar vonir um árangurinn af þessari sjálfsfræðslu Odds. Ungur menntamaður, sem skrifar Morgunblaðsmál, gengur í þjónustu einhverrar verstu afturhaldsklíku í landinu og þykist eftir fáeina mánuði „pligtskyldugur“ til að reka horn og klaufir í alla pólitíska andstæðinga téðrar klíku, gef- ur ekki tilefni til mikilla vona. Annars virðist fáfræði þessa hagfræðidoktors vera nokkuð átakanleg ennþá í þessum efn- um. Hann heldur t. d., að frystihús fyrir kjöt hafi ekki verið byggð fyr en eftir 1932! Hann virðist heldur ekki hafa hugmynd um, að það voru samvinnufélög bænda, sem höfðu forgöngu á sínum tíma um byggingu sláturhúsa hér á landi. En ýmislegt fleira er skrítið í greininni. 0. G. telur kaup- mönnum það til gildis, að þeir hafi ekki „beinlínis staðið á móti þessum framförum“, þ. e. bættri meðferð afurða! Fyr mætti nú vera. Lítið hefir maðurinn að segja húsbænd- um! sínum til lofs, ef það er helzt þetta, að þeir hafi ekki „beinlínis staðið á móti“ fram- förunum. Kaflar í greininni sýna þó, að höf. hefir skilið sum atriði þessa máls, þótt ekki hafi hann kunnað að draga af þeim ályktanir. Hann segir t. d.: „Vöruvöndun og bættar að- ferðir í framleiðslu landbúnað- arafurða er fyrst og framst mál, sem veit að framleiðend- unum sjálfum". Og á öðrum stað: „Á það má einnig benda, að. meiri ástæða er fyrir sam- vinnufélögin en kaupmenn að beita sér fyrir umbótum á meðferð og framleiðslu land- búnaðarafurða". Af þessum forsendum 0. G. ætti nú hver sæmilega greind- ur maður að geta dregið þá ályktun, að heppilegra sé, að samvinnufélögin ráði afurða- sölunni en að kaupmenn séu þar til kvaddir, jafnvel þótt þeir vildu lofa því að standa í Tímanum í fyrradag birt- ist greinarkorn með fyrirsögn- inni: „Hvað fengu bændur fyrir kjötið í fyrra?“ Var grein þessi rituð til að leið- rétta ýmsar vitleysur, sem Mbl. hafði sagt um kjötmálið. En Mbl. hefir haldið því fram áður, að samvinnufélög þau, sem aðallega selja á Reykja- víkurmarkaðinum, hafi ekki þurft á markaðsumbótum að halda, og að skipulagming kjöt- sölunnar væri því komin á gegn vilja þeirra og aðallega knúin fram af Sambandi ísl. samvinnufélaga. í Tímanum var sýnt fram á, hvílík fjarstæða þetta væri. Það var bent á, að bæði Slát- urfélag Suðurlands og Kaupfé- lag Borgfirðinga hefðu tekið þátt í undirbúningi fram- kvæmda í þessu máli frá upp- hafi og fulltrúar frá þeim unnið að samningu bráða- birgðalaganna. En jafnframt var sýnt fram á það með töl- um: 1. Að félögin, sem aðallega bafa notað innlenda markaðinn höfðu a. m. k. eins mikla þörf fyrir skipulagningu og sam- bandsfélögin, sem sendu út fryst kjöt, því að méðalverðið í fyrra á innlenda márkaðin- um hefir verið lægra en með- alverðið á frystikjöti Sam- bandsfélaganna. 2. Að innanlandsmarkaðin- um stafaði hætta af kjöti úr héröðum, sem ekki hafa frysti- hús, vegna þess, að saltkjöts- verðið er það lágt, að bændur úr þeim héröðum neyðast til að senda það í samkeppni á innlenda markaðinn, ef þeir eiga ekki uppbótar von ein- hversstaðar að. Meðalverð til bænda á öllu frystu kjöti, sem Sambands- félögin höfðu til sölumeðferð- ar var 77 aurar pr. kg. að frá- dregnum öllum kostnaði, þar með töldunj slátrunarkostnaði. Verð til bænda hjá Slátur- félagi Suðurlands var 80 aurar ekki „beinlínis á móti fram- förum“! Að lokum: Kjötverðlags- nefndin er skipuð fulltrúum frá þeim aðilum, sem hér eiga fyrst og fremst hlut að máli, sölufélögum bændanna og neyt- endum í bæjunuml Verzlunar- ráðið hefir ekki méiri kröfur til að eiga fulltrúa í nefndinni en t. d. skipshöfnin á „Suður- landinu“, sem flytur kjötið hingað úr Borgamesi, nema síður sé. Bændur eða neyt- endur þurfa ekkert að sækja til s verzlunarráðsins viðvíkj- andi kjötsölunni. Og ef dæma skal eftir reynslunni um af- urðasöluna, sem drepið hefit- verið á hér að framan, er heldur ekki neinna sérstakra heilræða að vænta úr þeirri átt. pr. kg. af fyrsta flokks kjöti, 70 aurar á annars flokks kjöti og 60 aurar á þriðja flokks kjöti. En þar frá dregst slátr- unarkostnaður 80 aurar á kind og önnur gjöld 4*4% af kjöt- verðinu. Hjá Kaupfélagi Borgfirðinga var útborgað verð til bænda 72 aurar fyrir fyrsta .flokk, 63 aurar fyrir annan flokk og 54 aurar fyrir þriðja flokk. Gert er þó ráð fyrir einhverri uppbót á því verði, en óvíst, hver hún verður. Saltkjötið var eins og kunn- ugt er, í lágu verði, eða um 62 aura fyrsta flokks dilka- kjöt. Þetta misskilur nú Mbl. á þann hátt, að alltaf eigi að greiða verðuppbót á allt út- flutt kjöt og þá verðuppbót eigi að taka af innanlands- kjötinu jafnvel þótt það sé í lægra verði! Út af þessu legg- ur svo blaðið langa prédikun um rangsleitni, sem framin verði gagmvart sunnlenzkum bændum til hagsbóta fyrir norðlenzka bændur. Býst blaðið sýnilega við, að kjósend- ur þeirra Jörundar og Bjarna í Árnessýslu muni verða stór- lega snuðaðir af kjósendum Jóns á Akri og Magnúsar Guð- mundssonar fyrir norðan*)! Þessi nýjá fjarstæða sýnir, að Mbl. skilur hvorki upp né niður í málinu. Því að í 6. gr. kjötlaganna segir svo um verðjöfnunartillagið: „Verðjöfnunarsjóði skal var- ið þannig: c. tíl verðuppbótar á útflutt dilkakjöt. Verðuppbótin má þó ekki vera svo há, aS nettóverS útflutta kjðtslns verði hennar vegna fyllilega eins hátt og nettóverð sömu tegunda af kjöti, sem selt er á verðhæsta innlendum markaði . . Ef ritstjórar Mbl. nenntu að lesa bráðabirgðalögin og skildu þau, myndu þeir auð- veldlega geta séð, að það er al- veg útilokað, að verðlægsta innanlands kjöt yrði með verð- jöfnunárgjaldinu látið standa straum af uppbót á verðhærra útflutningskjöt. Enda næði slíkt vitanlega engri átt. Lög- in segja einmitt, að verðið á útflutta kjötinu, að viðbættri uppbót, megi ekki vera „fylli- *) Öðru vísi mér áður brá. 1931 vildu Mbl. og Vísir að íhalds- menn í Rvík hættu að kaupa mjótk og kjöt af Árnesingum. — Annars er samanburður Mbl. á búskap í einstökum héröðupa býsna hlálegur, sem von er, þar sem um fjalla menn, sem naum- ast þekkja kind frá kú. Blaðið segir t. d. að bændur í þingeyjar- sýslum fái „nál. helmlngi vænni dilka-----en í Árnessýslu". Auð- \itað er t'éð vænna fyrir norðan, en fróðlegt væri samt, ef blaðið vildi birta meðalþyngd dilka i þessum sýslum. lega eins hátt“ og á innan- landskjötinu. Mbl. lætur að lokum í ljós mikinn ótta um það, að kjöt- verðið, sem bændur fá á inn- anlandsmarkaðinum muni verða látið „hækka méir en skattinum nemur“. Muni þá bæði fást verðuppbót á útflutt kjöt og verðhækkun frá því senl áður var fyrir bændur í nágrannasýslunum. Sú verð- hækkun segir blaðið, að muni verða „tilfinnanleg fyrir neyt- endur“ í Reykjavík. Ihaldið er víst ekkert að hugsa um það núna, að lága verðið undanfar- in ár hafi verið „tilfinnanlegt“ fyrir bændurna. En það eiga heldur ekki að verða kosning- ar í sveitunum á næsta vori! Furðulegur rítdómur I nýútkomnu hefti Eimreið- arinnar er ritdómur eftir Joch- um M. Eggertsson um bókina „Land og lýður“, sem Jón Sig- urðsson í Yztafelli hefir samið en Menningarsjóður gefið út. Ritdómur þessi er frá upphafi til enda strákslegt hnoð af ill- kvitni. og hártogunum, þar sem að vísu er bent á nokkrar frásagnarvillur, en sem sumar stafa beinlínis af prentvillum eins og til dæmis „Arnarfjarð- arheiði“ fyrir „Axarfjarðar- heiði“. — Ritdómarinn þykist vera áttafræðingur miklu meiri en höfundur bókarinnar • og eru flestar hártoganir hans af þeim toga spunnar. Mundi þó verða deilt um áttvísi hans og ratvísi, og þeim mönnum, sem ráðið hafa vali bókarinn- ar til útgáfu á vegum Menn- ingarsjóðs betur trúandi til réttdæmis um gildi hennar heldur en Jochum M. Eggerts- syni. Ritdómarinn þykist hvergi finna í bókinni frásagnir um „lýðinn“ í landinu. Samt hneykslast hann á lýsingum höfundar á fólkinu á götum Reykjavíkur. Og óvandlega hefir hann lesið bókina, þar sem honum hefir sézt yfir niðurlagskafla í öllum héraðs- lýsingum, þar sem lýst er búnaðarháttum landsmanna og öðrum atvinnuháttum, fram- kvæmdum þeirra, framförum og séreinkennum um ýms menningarleg efni. Eða mundu slíkar lýsingar eiga að lúta að einhverju öðru en „lýð“ þeim, sem landið byggir? Það er að vísu sízt furðu- legt að ritdómur sem þessi hefir orðið til. Maðurinn, sem hefir ritað hann, er kunnur að því einu, að setja saman bækur, sem að efni og fram- setningu eru svo furðulegar, að nálega tekur fram öllu því, sem strákslegast hefir verið ritað og heimskulegast á ís- lenzka tungu. — Hitt er miklu meiri furða, að ritstjóri Eim- reiðarinnar skyldi telja riti sínu samboðið, að birta svo illkvitnislegan og einhliða þvætting innan um! meira og minna vel gerða ritdóma Eim- Hestnr skolbrúnn, er í óskilum á Álfta- nesi, mark hálft af aftau hægra, atig aftan vinstra. Frekari upp- lýsingar um hestinn gefur Ingv- ar Eyjólfsson, Sviðholti. Takið eftir! Dvergasteinn, Smiðjustíg 10 tekur að sér viðgerðir á alla- konar landvélum, gerir tilboð í smíði á handriðum, grindum og rörum. Brúnsuða á stálmunum, svo sem byssuhlaupum. Munið að líkkistuhandföngin eru framleidd í Dvergasteini Sími 4094. Pósthóli 386. „Amatörar“ VeriS vandlátir meS vinnu þá er þér kaupiS. — Látið mig framkalla, kopiera og stækka myndir yðar og berið þaS saman við það, sem þér áSur hafiS reynt. Ljósmyndastofa SIG. GUÐMUNDSSONAR I.ækjai-götu 2 Sími 1980 reiðarinnar. Vekur það óþægi- legan grun um það, að rit- stjóranum, sem hefir gert rit sitt að dulbúnu íhaldsmál- gagni, hafi látið vel í munni það pólitíska ómetisbragð, sem er að ritdómi þessum öllum og sem virðist vera ritaður frem- ur af persónulegum og póli- tískum fjandskap heldur en af einlægri tilraun, að segja kost og löst á bók. Ritdómur þessi er því ó- prýði á ritinu og ritstjóran- um fyrst og fremst til minnk- unar. n. Kappróðrarmót Armanns var háð laugardaginn 25. þ. m. kl. 5 síðd. í Skerjafirði. Tvær bátshafnir kepptu, báðar frá Glímufélaginu Ármann og bar A-liðið sigur úr býtum. Reri það vegalengdina, 2000 metra, á 7 mín. 49,9 sek. B-liðið var 7 mín. 51 sek. Sjóveður var ekki gott, töluverð alda, og gerði það ræðurunum að mun erfiðara fyrir. A-liðið reri á Gretti og eru ræðarar þessir: Ásgeir Jóns- son, Max Jeppesen, Axel Grímsson og Óskar Pétursson forræðari. Stýrimaður: Guð- mundur Pálsson. í B-liðinu, sem reri á Ár- mann, eru ræðarar: Loftur Helgason, Sigurfinnur ólafs- son, Ágúst Sæmúndsson og Loftur Erlendsson forræðari. Stýrimaður: Svavar Sigurðs- son. •f* Allt með utenskuin skipnm! *§%\

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.