Nýja dagblaðið - 30.08.1934, Side 4
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
4
ÍDAG
Sólaruppkonia kl. 5.04
Sólarlag kl. 7,50.
Flóð árdlegis kl. 8,55.
Flóð síðdegis kl, 9,20.
Veðui’spá: Norðan gola. Sennilega
úrkomulaust.
Ljósatími hjóla og bifreiða kl.
9,25—3,40.
Sttfn, skrilstolur o. £L
Landsbókasafnið ...... opið kl. 1-7
pjóðskjalasafnið ....... opið 1—4
pjóðminjasafnið ......... opið 1-3
Náttúrugripasaínið ...... opið 2-3
Alþýðubókasafnið .. 10-12 og 1-10
Landsbankinn ................. 10-3
Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3
Utvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4
Útbú Landsb., Klapparst.......2-7
Póstbúsið: Bréfapóststofan .. 10-6
Bögglapóststoían ........... 10-5
Skrifstofa útvarpsins 10-12 og 1-6
Landssíminn ................... 8-9
Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4
Fiskifélagið (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5
Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6
Skipaútg. ríkisins .... 9-12 og 1-6
Eimskipafélagið ............... 9-6
Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4
Sölusamband íslenzkra fisk-
framloiðenda ...... 10-12 og 1-6
Skrifst. bæjarins .... 9-12 og 1-4
Skrifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4
Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4
Skrifst. tolLtjóra .... 10-12 og 1-4
Ríkisíéhirðir .......... opitt 19-2
Tryggingarst. rikisins 10-12 og 1-5
Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6
Skipaskoðunar og skráningarst
rikisins ............. 10-12 og 1-6
Htlmsóknartiml sjúkxahúsa:
Landspítalinn ................ 3-4
Landakotsspitalinn ....... kl. 3-5
Laugaraesspitali .... kl ki. 12Vfc-2
Vífilstaöahælið .. 12%-2 og 3^-4^
Kleppur .................. kl. 1-5
Fæðingarh., Eiriksg. 37 kl. 1-3 og 8-9
Sjúkrahús Hvitabandsins ...... 2-4
Sólheimar ............... opið 3-5
Elliheimilið ................. 1-4
Næturvörður í Reykjavikurapóteki
og lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir: Halldór Stefánsson,
Lœkjargötu 4, sími 2234.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hú-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar.
i9,25 Lesin dagskrá næstu viku.
Grammófóntónieikar. 19,50 Tón-
leikai'. Auglýsingar. 20,00 Klukku-
sláttur. Tónleikar (Útvarpshljóm-
sveitin). 20,30 Fréttir, 21,00 Erindi:
Æfi síldarinnar (Ámi Friðriks-
son). 21,30 Tónleikar: a) Einsöng-
ur (Pétur Á. Jónsson). b) Grammó-
iónn: Danslög,
Skipaíréttir. Gullfoss fór frá
Vestmannaeyjum í gærmorgun ú
leið til Kaupmannahafnar. Goða-
foss kom til Hamborgar í gær-
morgun. Brúarfoss fór frá Leith í
fyrrakvöld á leið til Vestmanna-
evja. Dettifoss fe.r vestur og norð-
ur í gærkvöldi ki. 10. Lagarfoss
kom til ísafjarðar i gærkvöldi.
Selfoss var á Eskifirði i gærmorg-
un.
Undirréttardómur er fallinn í
iiakakrossmálinu á Siglufirði: I
þriggja mánaða einfalt fangelsi
voru dæmdir þóroddur Guðmunds-
son, Steinn Steinar og Eyjólfur
Arnason, Aðalbjöm Pétursson og
Gunnar Jóhannsson voru dæmdir
í tveggja mánaða einfalt fangeisi.
Dómnum verður áfrýjað, segir
Verkiýðsbiaðið.
Annáll
purkleysi hefir verið i Borgar-
firði undanfarna daga og eru víða
úti 100—200 hestár á bæ.
Lnxveiði hefir verið fremur lítil
; Borgarfirði í sumar, en þó sænn-
leg veiði enn á stöng í Hvítá,
Norðurá o. fl. Laxverð hefir verið
luitt og nokkuð flutt af honum
kældum til Englands. Silungs-
ganga er nú mikil.
Slátrun er byrjuð í Borgamesi
og er kjötverðið kr. 1,35 kg.
Y.-D. í K. F. U. M. biður alla
meðlimi sína að koma á fund kl.
8 í kvöld. Sagt frá fyrirhugaðri
skemmtiferð.
Surprise er kominn af síldveið-
um og er að búast á ísfiskveiðar.
— Kópur er einnig hættur síld-
veiðum og kom hingað f fyrra-
dag.
Enskur toyari kom hingað inn
til viðgerðar í fyrrinótt.
Utsvörin. Um næstu mánaðamót
falla dráttarvextir á seinnihluta
útsvara þessa árs.
Yngsti sonur Alfons fyrv. Spán-
arkonungs lézt nýlega af afleið-
ingum bílslyss. Var hann stadd-
ur ásamt fjölskyldu sinni í Aust-
urriki, þegar slysið vildi til. Syst-
ii hans stýrði bílnum, sem hann
var í, en henni var ekki kennt um
slysið og enginn farþegi meiddist,
nema hann.
Athygli skal vakin á auglýs-
ingu Sambands isl. samvinnufé-
laga — Fóðurvörur — á öðrum
stað hér í blaðinu. Fóðurblanda
S. í. S. er mjög ódýr og góð mið-
að við aðrar fóðurvörur. Yfirleitt
hafa slíkar vörur hækkað mjög í
verði erlendis nú undanfarið.
Nemur verðhækkun maí—ágúst
að meðaltali um 35% á ýmsum
fóðurvörum og á sumum miklu
meira.
Farþegar með Gullfoss frá Rvík
28. ág. til Kaupmannahafnar: Pró-
fessor Jón Helgason m/frú, Geir
Borg, Oddgeir þórðarson, Theodor
Matthiesen, Frk. Kamban, Dr. Ól.
Daníelsson og frú, Tryggvi Svein-
björnsson, þórður Albertsson.
Klemens Tryggvason, Jón Bjama-
son, Bjöm þórarinsson, Guðni
Guðjónsson, Magnús Pétursson,
Rafn Jónsson, Gestur Ólafsson,
Páll Ólafsson, Ragnar Ólafsson,
Magnús Runólfsson, Margrét Sig-
urðardóttir, frú Ingibjörg Stefáns-
dóttir, Sigurður þorkelsson, Gísli
þorkelsson, Gunnar Björgvinsson,
Erlingur þorsteinsson, þorsteinn
Guðmundsson, Guðm. Amlaugs-
son, Jón Sigurðsson, Zophonías
Pálsson, þorsteinn þórðarson,
Sigurjón Jónsson, Óskar Magnús-
son,sr. Knútur Amgrimsson og frú
o. fl.
Farþegar með e.s. Dettifoss til
norðurlands: Sigurður Jónsson,
Ásgeir þorbjömsson, Einar Guð-
johnsen, Bertel Andrésson, Sigríð-
ur Snæbjörnsson, Loftur Bjarna-
son, Anna Guðmundsdóttir, Ingi-
Ljörg Guðmundsdóttir, Sigríður
Halldórsdóttir, Aðalsteinn Richter,
Lilja Bjarnadóttir, Kristbjörg Ól-
afsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir,
Jón þorbergsson, þorbergur Jóns-
son o. fl.
Gestir í bænum: Bjami Bjama-
son alþm. Laugarvatni, Egill Thor-
arensen, Sigtúnum, Trausti Árna-
son verzlunarmaður, Stykkis-
hólmi.
Til Borg-arftardar
og Hreðavatns
iara bilar n. k. laagardag' kl. 1
• Odýra #
aa^lýsin^ arnar.
Sími 1515
— Lækjargötu 4 —
HEHLA
Sími 1515
Nýtt hvalrengi * fæst í
Tryggvagötu, bak við verzl.
Geirs Zoéga, sími 2447.
Söngmenn.
Nokkra góða söngmenn vantar
í Karlakór Reykjavíkur. —
Upplýsingar hjá söngkennara
Sigurði Birkis, sími 4382, kl.
9—11 f. h.
Árbók Ferðafélagsins 1934 cr
nýkomin út. Efni hennar er leið-
ar.lýsing um þingeyjarsýslur. Eru
þar lýsingar af ýmsum fegurstu
stöðum landsins. Steindór Stein-
dórsson náttúrufræðingur ritar
um Mývatnssveit, og er ritgerð
hans prýdd ágætum myndum.
Hitt ritar dr. þorkell Jóhannesson.
Er þar m. a. lýst hinum fögru
sveitum, Kelduhverfi og Öxarfirði,
í Norður-þingevjarsýslu vestan-
verðri. Mun margan fýsa að
kanna þessar leiðir, eftir að hafa
lesið um Ásbyrgi, Dettifoss, Jök-
úlsárgljúfur, Hl.jóðakletta, Grettis-
hœli o. fl. í ritgerð þessari, og
þá eigi síður, er menn minnast
þess, að á þessum stöðvum og
um þær hefir þjóðskáldið mikla,
Einar Benediktsson orkt ýms sín
dýrðlegustu ljóð. Er þetta áreiðan-
lega ein bezta árbókin, sem út
hefir komið. En skaði er, og raun-
ar óverjandi, að útgáfan skuli
hafa dregist þangað til nú, að
sumarferðum er að mestu lokið.
En ráð mun að tryggja sér ritið
í tíma. því að sennilega verður
það uppgengið á næsta vori. Hef-
ir svo farið um sumar Árbækurn-
ar, að þær eru nú lítt fáanlegar.
Atvinnubótavinnan. Undanfarna
daga hafa um 130 manns unnið í
atvinnubótavinnu hjá bænum og
mun tilætlun að fjölga það mikið
í dag eða næstu daga að 175 menn
verði í vinnunni,
í sparisjóði Landsbankans hefir
verið komið fyrir nýtízku bók-
haldsvél, þeirri fyrstu þesskonar
hér á landi og var byrjað að nota
hana i gær. Eru slíkar vélar mik-
ið notaðar í bönkum erlendis.
Leiðir af starfi þeirra töluverðan
vinnusparnað og bókhaldið verð-
ur miklu öruggara. Landsbankinn
á aðra slíka vél, en hún mun ekki
tekin í notkun fyrst um sinn.
Vélar þessar mun hann hafa keypt
fyrir nokkrum árum.
Ungverski fiðluleikarinn Karoly
Szenássy hélt hljómleika í Gamla
Bíó í fyrrakvöld með aðstoð hr.
Fritz Dietrich. Á leikskránni voru
6 lög, þar á meðal 2 eftir Papa-
nini, en auk þess lék hann nokk-
ur aukalög. Hr. Szenassy sýndi
mikla leikni í meðferð viðfangs-
efnanna, og var hrifning áheyr-
enda mikil, blómum rigndi yfir
listamanninn og lófatakinu ætlaði
aldrei að linna.
Eldborg, hið nýkeypta skip
samvinnufél. Grímur í Borgarnesi
kom hingað í fyrrinótt frá Bergen.
Skipið er smiðað í Noregi fyrir
tveimur árum síðan og er 282 smál.
að stærð. Er það hið vandaðast.a
og traustasta, enda upphaflega
ætlað til Grænlandsveiða. Nú
mun það eiga að fara á ísfisk-
veiðar. — Er þetta fyrsta. fiski-
skipið, sem Borgnesingar eignast.
Fimm bátar frá Akranesi hafa
sundað síldveiði í Faxaflóa í sum-
ar með reknetum: Ver, Víðir, Bára,
Alda og Hafþór. Um síðsutu
iicdgi hafði Ver veitt 883 tunnur,
Víðir 528, og Bára 325, og hafði
veiði þeirra öll vérið fryst til
beitu á Akranesi. Alda liafði lagt
á land á Akranesi 334 turinur, og
Hafþór 84 tunnur, og hefir sú
v.eiði verið fryst, en auk þess hafa
þeir bátai’ lagt nokkuð af veiði
sinni annarsstaðar á land. — FÚ.
Hef verið beðinn að kaupa
notað útvarpstæki fyrir lítið
verð.
Sig. Jónsson, S. í. S.
Saltfiskbúðin er vei birg af
nýjum fiski. Sími 2098.
Tyggigúmmí, Disseto, Át-
súkkulaði, innlent og útlent.
Kaupfélag Reykjavíkur.
Hafliða þú hitta skalt
hann á bezta hvalinn.
Sækir til hans sjófang allt
sérhver drengur valinn.
Við Saltvatnsborgina, sem skrit'-
:ið er um á öðrum stað í blaðinu,
ei lítil íslenzk nýlenda. Fiuttu
allmargir íslendingar þangað, að-
allega frá Vestmannaeyjum á síð-
nri hluta 19. aldar og gerðust
mormónai'. Hafa þeir haldið sam-
an félagsskap, þrátt fyrir óru-
fjarlægð frá samlöndum sínum.
— Sa, er þessar línur skrifar,
mætti tveim ungum mönnum hér
á alþingishátíðinni frá þessari ís-
lenzku byggð og töluðu þeir all-
vel íslenzku. Er það ætið eins og
liressandi smáæfintýri að finna
íslenzkumælandi menn fædda og
uppalda á meðal stórþjóðanna.
Islenzka mormónanýlendan í Utah
væri þess verð að sagt væri frá
henni almenningi til fróðleiks og
skemmtunar eins og svo mörgu
öðru, sem er að frétta af fjar-
lægum samlöndum okkar, sem
alltaf muna okkur hér heima, en
sem eru of oft okkur gleymdir að
mestu. v.
Húsnnði
2 herbergi með aðgangi að
eldhúsi til leigu 1. okt. í húsi
mínu við Tjarnarbraut.
ólafur Þ. Kristjánsson,
Hafnarfirði.
3 iierbergi með öllum ný-
tízku þægijidum, sem næst
miðbænum, óskast 1. okt. Uppl.
í símum 4950 og 4951.
Lítið herbergi í Suðaustur-
bænum óskast 1. okt. A. v. á.
Gott herbergi óskast með
miðstöðvarhita. A. v. á.
Herbergi, lítið og snoturt,
óskast 20. sept. eða 1. okt.
Uppl. í síma 1248.
Forstofuherbergi með öllum
þægindum1 til leigu nú þegar
eða 1. okt. á Bjamarstíg 4.
Knattspyrnan í gærkvöldi i 2.
aldiirsflokki milli K. R. og Vals
fór þannig að Valur vann með
1 :0. Mótið heldur áfram á föstu-
dag og þá keppa Fram og Valur
kl. 7 é. m.
Skól&mál Reykjavíkur
Framh. af 1. síöu.
bent, að hún sé til þess óþrifn-
aðar, að ekki megi lengur una
við.
— Teljið þér ekki nauðsyn á
sérstakri stofnun fyrir veikluð
börn bæjarins, á skólaskyldu-
aldri, sem ekki eiga samleið
við nám með heilbrigðum böm-
um?
— Jú, það er nauðsyn á því.
En það er eins uni það sem
aðrar framkvæmdir, er kosta
peninga, að hún kemur ekki
fyr en fé er veitt til hennar.
Það hefir komið til orða, að
skólinn við laugarnar, sem nú
á að fara að byggja, verði síð-
ar stækkaður um eina hæð
handa veikluðum bömum.
— En hvað verður um van-
gefnu bömin?
— Það er að ýmsu leyti erf-
iðara við það að fást. En þau
þurfa að vera sér við nám og
í fyrra var nokkur tilraun gerð
í því, sem gafst vel, með því
að kenna nokkrum þeirra inni
í Franska spítala. Ég býst við,
að eitthvert slíkt fyrirkomulag
verði haft framvegis.
— Hvað finnst yður um
mjólkur- og lýsisneyzlu bama
í skólunumj?
— Mjólkurneyzlan er nauð-
synleg, því að með því er það
tryggt, að bömin fari ekki al-
veg á mis við þessa ómissandi
fæðutegund. En ég tel lýsis-
gjafir engu síður nauðsynleg-
ar og þær em ekki dýrar.
— Hvað segið þér um það,
að lexíunám í skólunum sé
minnkað, en að verklegt nám
komi í staðinn?
— Ég tel það rétta stefnu
til umbóta á starfsháttum
skólanna og vænti þess, að
með því nái nemendumir meiri
þroska og fjölhæfni, námið
verði þeim ánægjulegra og í
meira samrænu við lífið.
Eins og af þessu má sjá, og
áður var vitað, er það að
mestu leyti á valdi bæjar-
stjórnarinnar, hvaða umbætur
verða á skólamálum bæjarins,
þar sem þangað verður að
sækja það fé, er til þeirra
þarf. En skólanefndin, sem
kosin er af bæjarstjóminni, er
þó sá aðili í þessum málum,
serfi að réttu lagi á að ráða
mestu. Verður því að ætlast til
þess, að ekki sé gengið fram
hjá ákvörðunum hennar, enda
þótt eitthvert fé þurfi til
þeirra framkvæmda, því að til
þess er hún kvödd til starfa,
að hún sjái þessum málum vel
borgið.