Nýja dagblaðið - 16.09.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
S
Skóla.xiefnd
kennaraval
Svar til irú Adalbjarg-ar Sigurdardóttur
Út af grein minni „Til hvers
er kennaráskólinn ?“, í Nýja
dagblaðinu 11. þ. m., skrifar
frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
form. skólanefndar, samnefnda
grein 14. þ. m. í sama blað.
Eru það varnir fyrir skóla-
nefndina út af vali hennai’ á
kennurum til bamaskólanna,
er ég gerði að umræðuefni.
Þessar eru helztu vamir frú-
arinnar:
1. Að skólanefndin hafi ekki
afgreitt þetta mál á svo
skömmum tíma, er ég segi.
2. Að einn af þeim 4 um-
sækjendum, er ég tel réttinda-
lausa, en skólanefnd mælti
með, hafi kennararéttindi.
3. Að 2 af sömu umsækjend-
um hafi nefndin aðeins mælt
með til vara.
4. Að sá fjórði þeirra hafi
tvímælalaust staðið hinum 70
til 80 umsækjendunum framar
sem barnakennari.
5. Að kennarar frá kennara-
skólanum séu svo illa búnir
undir starf sitt í kennslu
söngs, handavinnu og teikn-
ingu, að þeir geti ekki innt
þessi störf af hendi í barna-
skólum.
Leggur frúin aðaláherzluna
á þetta atriði.
Skal ég þá fara nokkrum
orðum um hvert þessara at-
riða fyrir sig.
1. Frúin segir, að fundur
skólanefndar hafi staðið
„nærri 4 klst.“ en ekki' 2—3
klst., eins og ég segi, en að
þeir tveir menn, sem1 nýir eru
í nefndinni, hafi óskað, að 2
fundir yrðu um malið.
Efnislega hefi ég þá farið
hér rétt með, að á skömmum
tíma hafi málið verið afgreitt,
og er það aðalatriðið, þótt
nokkrum mínútum muni á
fundartímanum.
2. Ég kvað ekki aðra hafa
kennararéttindi en þá, sem
hefðu kennarapróf, og taldi
því að 4 af þeim, er meðmæli
skólanefndar fengu, væri rétt-
indalausir. Það skal fúslega
játað, að ennþá múnu vera í
lögum, því miður, þau ákvæði,
að 3ja ára kennsla veiti þessi
réttindi. En sýnilega hefir
skólanefndin látið sig þessi
lög engu skifta, því að um
hina 3 umsækjenduma skeytti
hún þessu ekkert. Jafnframt
má geta þess, að einn umsækj-
inn, sem hefir kennarapróf, og
þar á_ meðal próf í söng-
kennslu, hefir stundað nám 1
Hljómlistaskólanum og hefir
mjög góðan vitnisburð frá Páli
Isólfssyni, er settur skör
lægra. Er þetta í samræmi
við það sem frúin segir í grein
sinni:
„Ef það (fólk) hefir að auki
alménna kennaramenntun og
próf, þá er það gott og bless-
að, og sjálfsagt að kennara-
menntaði maðurinn sitji fyrir
stöðunni að öðru jöfnu“.
í þriðja lagi má nefna það,
að skóíastjórar beggja bama-
skólanna hafa leyft mér að
hafa það ’ eítir sér, að engan
söngkennara vanti við skól-
ana, og þó er þarna verið að
velj a söngkennara.
Um ágæti þessa manns ef-
ast ég ekki neitt. Ég- hefi
ekki einu sinni á hann minnst.
Eru því hugleiðingar frúar-
innar um það, að ég vilji koma
bæjarbúum til annars skiln-
ings á hæfileikum hans, ekki á
rökum byggðar.
3. Meðmæli skólanefndar
með tveim réttindalausum um-
sækjendum afsakar frúin með
því, að þeir hafi verið valdir
til vara og fái því sennilega
ekki kennarastöður!
Til hvers voru þá „meðmæl-
in“? Því sennilega veit skóla-
nefndin, að samkv. 1. gr. laga
nr. 75, 1919, um skipun bama-
kennara og laun þeirra, er ekki
leyfilegt að skipa slíka kenn-
ara.
4. Um konu þá, er skólan.
mælti aðallega með til handa-
vinnukennslu er það sama að
segja, að það fer algerlega í
bága við nefnd lög. Hver er
afsökunin þar?
Og hér er um að ræða
kennslukonu í handavinnu við
kennaraskólann, einmitt í
einni þeirra nánrsgreina, sein
frúin segir, að hafi verið van-
rækt þar. Samt vill skólan.
taka þessa kennslukonu það-
an, þótt henni sé sennilega
ætlað að vera þar áfram, eftir
því sem frú A. S. segir. Og
svo gerir landsfundur kvenna
nú í sumar samþykkt um að
tekin sé upp handavinnu-
kennsla í kennaraskólanum!
5. Frúin vítir kennaraskól-
ann fyrir skort á viðunandi
söng-, handavinnu. og teikni-
kennslu. Um það segir hún
meðal annars:
„Hitt má kennarastéttin
ekki láta sér detta í hug, að
kennarar taki að sér þá
kennslu, sem þeir geta ekki
verið færir um að leysa af
hendi, nema því aðeins að þeir
læri þær námsgreinar ein-
hversstaðar annarsstaðar en í
kennaraskólanum, eins og
hann er og hefir verið; á eg
þar aðallega við söng og
handavinnu".
Auk þess vitnar hún í sam-
þykkt frá 4. landsfundi
kvenna nú í sumar, er hljóðar
svo:
„4. landsfundur íslenzkra
kvenna skorar á fræðslumála-
stjórnina að sjá um, að nú
þegar sé tekin upp kennsla í
kennaraskólanum, í samræmi
við hina nýrri starfshætti
bamaskólanna í nágranna-
löndunum, sérstaklega í handa-
vinnu og teikningu“.
Kennarar í þessum greinum
' við kennaraskólann nú undan-
farið hafa verið þessir:
I söng Sigfús Einarsson, í
handavinnu Halldóra Bjarna-
dóttir í 8 ár, fram að 1930, er
kennslan var niður löggð
vegna húsnæðisleysis, en síð-
astliðinn vetur Amheiður
Jónsdóttir, í teikningu Bjöm
Björnsson nú um nokkur ár.
Hvort þessir starfsmenn
kennaraskólans eiga þann dóm
skilið, sem hér er felldur, skal
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum
að móðir okkar, Hólmfríður Pálsdóttir, andaðist
að heimili sínu, Fjölnisveg 11 hér í bænum, kl.
1 í nótt.
Reykjavík, 15. sept. 1934.
Aðalsteinn Kristinsson. Sigurður Kristinsson
ég ekki dæma um.
Frúin segir að ég tali með
íyrirlitningu um utanfarir
kennara. Þetta er rangt. Ég
lofa kennara fyrir framhalds-
nám sitt, eftir að hafa numið
uppeldis- og kennslufræði í
kennai’askóla hér. En ég tel
lítilsvirði utanfarir sumra
þeirra, er ganga fram hjá
þessu námi. Því aðeins má
vænta góðs árangurs af slík-
um utanförum kennara, að þeir
hafi áður fengið almenna
kennaramenntun og helzt nokkra
starfsreynslu líka. Ég vítti, að
skólanefndin spillti fyrir þessu
framhaldsnámi kennara, með
vali á mönnum í kennarastöð-
ur, án þessa náms. Ég vítti
það einnig, að lög væru brot-
in í þessum efnum, sem auð-
vitað eru byggð upp af þeirri
reynslu menningarþjóðanna að
þetta nám! mégi ekki vanta,
sem er aðalatriði um alla
bamakennslu.
Frúnni finnst hún sérstak-
lega geta knésett bamakenn-
ara í réttindakröfum þeirra,
þar sem hún talar um, að ef
einhver kennari án kennara-
prófs við kennaraskólann sækti
um stöðu við barnaskóla, þá
myndi barnakennarastéttin
andmæla rétti hans til slíkrar
stöðu.
Þetta finnst frúnni fjar-
stæða!
Hún virðist þarna, sem
oftar, gleyma einu höfuðatrið-
inu í þeim kröfum, sem allar
menningarþjóðir gera til
þeirra, er taka sér barna-
kennslu að lífsstarfa, því, að
hafa numið og tekið próf í
uppeldisfræði og kennslu, auk
þeirra námsgreina, er kenn-
araefnið á síðar að kenna.
Þessi sjálfsagða krafa til
barnakennara er auðvitað
vegna þess, að nemendur
þeirra eru á þeim aldri, þegar
sálarlífið er sem óðast að mót-
ast og því vandinn enn meiri
fyrir þá kennara en hina,
sem hafa andlega og líkam-
lega þroskaðri nemendur.
Sumstaðar eru þessar sömu
kröfur einnig gerðar til kenn-
ara við æðri skóla, og er það
án efa réttmætt, þótt hér og
víða annarsstaðar sé enn látið
nægja með aðra sérmenntun.
í þessu sambandi má benda
á, að við einn merkasta kenn-
araháskóla í Evrópu, hefir
merkur læknir kennt „ana-
tómi“ við ágætan orðstír, en
hann hefir ekki réttindi sem
barnakennari og kæmi því alls
ekki til mála, sem kennari við
barnaskóla í því landi. Er það
af þeirri einföldu ástæðu, að
hann hefir aðeins þessa sér-
fræðiþekkingu, en ekki al-
menna uppeldisfræðismennt-
un, sem þar er heimtuð við
kennslu barna. Sama má
segja um annan kennara við
tíama skóla í leirmótun, bast-
vinnu og annari terklegri
kennslu.
Kennarastéttin íslenzka hef-
ir sýnt það og sannað, að
henni er það sérstakt áhuga-
mál, að kennarar verði sem
bezt menntir. Um framhalds-
menntun kennara hafa þeir
rætt hvert kennaraþingið á
fætur öðru, og méðal annars
samið sérstakt frumvarp þar
um, sem birt var í Mennta-
málum í marz 1932, þótt enn
hafi það ekki orðið að lögum.
Frúin segir, út af samþykkt
kennara um réttindi þeirra:
„Þetta er nú rödd kennar-
anna“, og minnir síðan á, að
foreldrar vilji líka hafa eitt-
hvað um skólamál að segja.
Ég vil spyrja: Hvenær hafa
kennarar amast við afskiftum
foreldra af fræðslu barna
sinna? Eru foreldrafundirnir,
sem kennarar hafa haldið,
vottur þess? Er áhugi þeirra
til framhaldsmenntunar, umi
betri vinnuhætti í barnaskól-
um, um ferðalög skólabarna,
um meiri og betri kennslu-
tæki, um betra húsnæði, um
mjólkur. og lýsisgjafir, um
sund- og íþróttanám, um leik-
velli, um hæli fyrir veikluð
börn, um sérskóla fyrir vand-
ræðabörn, um1 skoðun kvik-
mynda o. m. fl. — er þetta
einhver önnur „rödd“ en sú, er
allir foreldrar vilja, til uppeld-
is barna sinna?
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „BlafJaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gísli Guðmundsaon,
Tjamargötu 39. Sími 4245.
Ritstjómarskrifstefumar
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Sími 2323.
Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Kennurum ber ekki að biðj-
ast undan réttmætum ásökun-
um, en þeir krefjast sannmæl-
is skilyrðislaust.
Að lokum segir frúin, að
hér sé um hagsmunamál kenn-
ara að ræða, sem bezt verði
borgið með því, er landsfund-
ur kvenna bendir á, svo að
aðstandendur barna verði á- •
nægðir.
Heldur frúin að landsfundur
kvenna hafi opnað kennurum
einhverja innsýn í þessi mál?
Og hver er þessi óánægja að-
standenda barna? Ég hefi gert
hér að framan grein fyrir því,
við hvað þetta og annað slíkt
hefir að styðjast.
En „lofið“ um kennarana í
endi þessarar löngu greinar
frúarinnar er í svo miklu ó-
samræmi við það, semí á und-
an er gengið, að ég held að hér
sé farið húsavilt, þetta hafi
átt að vera um einhverja aðra.
Sigurvin Einarsson.
Tung’nmálaskólimx
Laugaveg 11
Tímar byrja á þriðjudag 18. þ. m. — Kennt er:
Enska, danska, vélritun og verzlunarbréfaskriftir.
NB. Þýzka einnig kennd. — Viðtalstími kl. 3—5
fyrst um sinn.
Lára Pétnrsdóttir
Selfjallsskáli og Þingvellir
eru skemmtistaðirnir i dag.
O er simanúmeriö
Steindórs
Vera Símillon
- * t-
MjólkurfélagBhúsinu. Simi 3371. Heimasími 3084
Ókeypis ráðleggingar á mánudögum kl. 6V2—7Vz.
w Allt með íslenskum skipum! f
158