Nýja dagblaðið - 16.09.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 16.09.1934, Blaðsíða 4
4 N Ý JT A DAQBLADIÐ IDAG Sólaruppkoma kl. 5,53. Sólarlag kl, 6,50. Flóð árdegis kl. 10,05. Klóð siðdegis kl. 10,45. \ eðurspá: Stimiingskaldi á aust- an. Víðast úrkomulaust. Ljósatimi hjóla og biíreiOa kl, 7,25—5,20. Söín, skriístofnr o. IL Alþýðubókasafnið ............ 4-10 þjóðminjasafnið .............. 1-3 Náttúrugripasafnið ........... 2-3 l.andsbókasafnið .... opið kl. 1-7 Listasafn Einars Jónssonar kl. 1—3 Fósthúsið....................10—11 Landsaíminn ........... opinn 8-9 lmgregluvarðst. opin allan sólarhr. Messnr: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 5 séra Ámi Sig- urðsson. I Landákotskirkju kl. 9 hámessa pg kl. 6 guðsþjónusta með pré- dikun. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, séra Gurðar þorsteinsson. Heimsóknartíml sjúkrahúsa: I.andspítalinn .............. kl. 2-4 L.uidakotsspitalinn ............ 3-5 l.uugarnesspítali ... ....... i2ya-2 Vililstaðahælið .. 12%-2 og 3%-4% Kleppur ...................... 1-5 l'n'ðingarh., Eiriksg. 37 1-3 og 8-9 Sólheimar ..................... 3-5 Sjúkrahús I Ivítabandsins .... 2-4 Kuisóttahúsið .................. 3-5 Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Guðm. Karl Péturs- son, sími 1774. Næturlæknir aðra nótt: Kristín Ólafsdóttir. Tjarnargötu 10. Sími 2161. Skemmtanir og samkomur: Kl. 4 í K.R.-húsinu, hlutavelta. Kl. 9% í Iðnó: dansleikur. Selfjallsskáli: dans frá kl. 4. Samgöngur og póstferðlr: Suðurland væntanlegt frá Breiða- firði. ísland til Færeyja og Khafnar kl. 8. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa i Dómkirkjunni (síra Bjarni Jóns- son), 15,00 Miðdegisútvarp: Tón- leikar frá Hótel ísland. 18,45 Barnatími (síra Friðrik Hallgrims- son). 19,10 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 19,25 Grammófóntónleikar: 1 ríó í B-dúr, eftir Schubert. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Grammófónn: Meh- delsohn: Fiðlukonsert i E-moll. 20,30 Fréttir. 21,00 Upplestur: Kafli úr leikriti (Halldór Kiljan Lax- ness). 21,30 Danslög til kl. 24,00 (þar af frá Hótel Borg kl. 22,30— 23,30). A mánudag: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Grammófóntónleikar: For- leikir að óperum. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar: Alþýðulög (Útvarps- hljómsveitin). 20,30 Fréttir. 21,00 | I'rá útlöndum: „Guð ræflanna" (Vilhj. þ. Gíslason). 21,30 Tónleik- ar: a) Einsöngur (Pétur Jónsson); b) Grammófónn: Beethvoen: Son- ate pathetique. Annáll Dánardægur. Frú Pálsdóttir andaðist í heimili sonar síns Hólmfríður fyrrinótt að Aðalsteins I tjarvero ntini ca. 2—3 vikur annast Guðm. Dansleikur í kvöld Kristinssonar framkvæmdastjóra Karl Pétursson læknir læknis- hér í bænum. Hennar verður nán- störf mín. kl. 9i/2 hefst fjörujjasti dansleikur haustsins ar minnst hér í blaðinu. Skipafréttir. Gullfoss fer vestur og norður á morgun, aukahafnir: Patreksfjörður og þingeyri. Goða- foss var á Akureyri í gær. Detti- foss fór frá Hamborg í gær. Brú- arfoss kom til Leith kl. 11 í morgun, Lagarfoss var í Kaup- mannahöfn í gær, en Selfoss í Iíeykjavík. Gjaldkeri Sumargjafar greiðir reikninga til félagsins á morgun kl. 10—12 og 1—3. Silfurbrúðkaup eiga í dag Sig- valdi Ivaldalóns læknir og frú hans Margarete. Málverkasýning. Fyrsta mál- verkasýningin á þessu hausti er opnuð í dag, er það hinn ungi málari Jón Engilbei'ts, sem sýnir verk sín í Oddfellowhúsinu, uppi. Haim er þegar orðinn vel kunnur hér og í Osló, sem hann hefir oft sýnt, m. a. á Norsku ríkissýn- ingunni siðastliðið haust, þar sem hann var eini útlendingurinn. Jón hefir um 30 olíumyndir á sýning- unni og hafa sumar þeirra verið sýndar erlendis, en flestar hafa aldrei verið sýndar áður. Jón er sagður mjög ólíkur öðrum íslenzk- um máiurum og hafa persónu- einkenni hans komið æ betur fram nú síðastliðin ár, og er hann tai- inn i hópi okkar efnilegustu yngri listamanna. Sýningin stendur aðeins yfir í tæpa viku, þar sem Jón á að sýna í Kaupmannahöfn um næstu mánaðamót. ísfisksalan. Surprise seldi í fyrradag í Grimsby 1557 vættir •fyrir 820 sterlingspund. Fyrsta hlutavelta haustsins verð- ur haldin i K. R. húsinu í dag og byrjar kl. 4 e. h. þarna verður margt nytsamra muna eins og \ enja er á K. R. hlutaveltum. það verða margir, sem fara rík- ari þaðan út en þeir komu þang- að inn. Fjögur mannslát voru hér í bænum i vikunni 26. ágúst — 1. september. Halldór Kiljan Laxness les kafla úr leikriti eftir sig í útvarpinu í kvöld. Barnalieimilið i Grænuborg lauk störfum i gær. það tók til starfa 1. júní og hafa síðan verið þar til jafnaðar 68 börn, á aldrinum 2i/2—11 ára. Verður í næsta blaði sagt ítarlega frá þessari merkilegu stofnun, sem ráðandi menn þessa Læjar hafa sýnt of lítinn skilning hingað til. SIGURÐUR SIGURÐSSON. i Iðnó Ihaldsleiðtogarnir og réttarfarið Kramh. af 1. síðu. nieiriháttar menn þess flokks séu hafnir yfir lögin. Allt sem þeir gera og þurfa að gera, er gott. Þeir, sem hafa fylgst með þróun Gustafs Sveinssonar geta ekki varizt þeirri hugsun, að hann hafi mjög breyst við það að verða einn af leiðtog- um íhaldsmennskunnar. Það er mikill munur á hinum hóg- láta og prúða skólastjóra á Hvítárbakka og formanni Varð- arfélagsins og íhaldsspari- sjóðsins, eins og hann talaði og skrifaði nú í vor, sem leið. Og þetta er ekki undarlegt. Kéttarfarskenningar íhaldsins eru hættulegar þeim sem trúa þeim. Það merkilegasta um þær er, að þær skuli ekki hafa komið enn fleiri mönnum heldur en vitað er nú, út á glapstigu og ólán. Þegar sam- an fer hið sjúka fordæmi um daglega eyðslu, og sífelldar fortölur í blöðum og sam- kvæmum, um að óhætt sé fyrir þá sem komist í „betri manna röð“, að afla sér fjár eins og bezt gengur í hvert sinn, án þess að spyrja um, hvað sé rétt eða rangt, þá er ekki furða þó að fjársvik magnist og raun ber nú vitni um. Það er sorglegt að hugsa til þeirrar glæpamennsku, sem stefnt hefir verið að í réttar- farsmálunum. Undanfarið vor liefir þessi maður vel vitað um hegningarvert athæfi sitt. En hann ætlar að fljóta í skjóli flokks síns, láta ryðja óvenju- lega hæfum mánni úr yfir- stjóm réttarfarsmálanna í höfuðstaðnum með pólitískri ofsókn, setjast í sæti hans, með öllum þeim afleiðingum sem leiddi af hinni brotlegu aðstöðu. Hver áhrifin hefðu orðið fyrir bæinn og landið, af þessháttar skiftum við lög og rétt, þarf ekki að fjölyrða Hljómsveit Aage Lorange spila nýjustu „*lagai*“. LJÓSBREYTINGAR. Aðgöngumiðar í Iðnó eftir kl. 3 í dag. Húsinu lokað kl. HV2. Þriðjndaginn 18. sept. kl. 7,30 i Gamla Bio ■ Arnold F ö 1 d e heimsfræg'ur celloleikari Emií Thoroddsen aðstoðar Aðgöngumiðar kr. 3,00 stúka, 2,50, og 2,00 hjá Katrínu Viðar og Bókaverzlun Eymundsens. JON ENGILBERTS Málv^rkasýning f Oddfellowhúsinu uppi Opin daglega tr& 11—7 Áusturbæjarskólinn Verð fyrst um sinn til viðtals á skrifstofu skólans (geng- ið inn í suðurálmu) kl. 10—12 daglega. Á þeim tíxna verður tekið á móti til innritunar 8 ára bömum, sem ekki tóku próf í vor og öðrum bömum, er ekki hafa áður verið í skól- anum, en eiga að vera þar í vetur. Þess er einnig óskað að aðstandendur bama, sem eiga að vera í 8. bekk komi til viðtals. SKÓLASTJÓRINN. Hvalveiðabátur kom hingaö í gær til að fá vatn. Er hann frá iiorsku „móðurskipi", sem legið rei'ir á Faxaflóa hátt á annan mán- uð og hefir það þrjú önnur smærn skip til aðstoðar við veiðamar. Sigurður Sigurðsson læknirverð- iu' fjarverandi úr bænum 2—3 vikur. A meðan gegnir Guðmund- ur Karl Pétursson læknir störfum hans. Skrásetning nýrra háskólaborg- ara fer fram í skrifstofu háskól- ans daglega kl. 10—12. Stúdentar sýni stúdentsprófsskírteini sitt við skrásetningu og greiði um leið skrásetningargjaldið, 15 krónur. Nýir áskrifendur að Nýja dag- hlaðinu fá blaðið ókeypis til 1. okt. og D v ö 1, sem enn fæst frá upphafi, fá þeir með tækifæris- verði. um. En þetta sorglega atvik ætti að kenna leiðtogum íhaldsins tvennt. Fyrst, að sú leið, sem þeir hafa farið og mælt með, leiðin um tvöfalt réttarfar, er orðin ófær, og verður til óláns eins, þeim sem þannig stefna, og í öðru lagi, að hirðuleysi svokallaðra ,,yfirstétta“, um forlög og framtíð þeirra manna, sem brjóta lögin, og þola hegningu, er beinlínis stórvítaverð. Lögin eiga að ná jafnt til allra. Fangelsin eiga að vera mannúðleg, og þeir menn, sem afplána brot sitt í fangelsi, eiga eftir á, að hafa fullan rétt til að lifa og starfa í mannfélaginu, eins og skuld þeirra hafi verið greidd. J. J. Miðbæjarskólinn Aðstandendur bama, sem ætlast er til að verði í 8. bekk Miðbæjarskólans næsta vetur, eru beðnir að koma til viðtals við mig í kennarastofu skólans einhvem daginn í næstu viku (17.—22. sept.) kl. 5—7 síðd. — (Inngangur um norðurdyr hússins). SKÓLASTJÓRINN. Selfjallsskáli er opinn í seinasta sinn í dag. Dans frá kl. 4. — Spilamr: Pétur, Marteinn og Guðni. — Ferðir frá Steindóri. Ath.: Ef rignir, dansað í skálanum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.