Nýja dagblaðið - 21.09.1934, Blaðsíða 2
t
N Ý J A
DAdBLAÐIB
Útvarpstæki
• i Tækin fást með hag- stæðum greiðsluskil- málum í Viðtækja á markaðinn. Yerðið tölnvert lækkað. »
útsölunni Tryggvagötu 28
Orðsending til húsmæðra
Sökum þess að nú hefir með lögum verið tak-
markaður vinnutími sendisveina, eru það vin-
samleg tilmæli vor, að þeir, sem panta vörur
sínar í síma, gæti þess fyrir helgar, að panta
á föstudöguin eða fyrra hluta laugardags.
Félag kjötverzland í Reykjavík
Annaðkvöld 22. sept. kl. 7,30
i Gamla Bio
Arnold
Földe
heimsfrægur celloleikari
Emil Thoroddsen
aðstoðar
Aðgöngumiðar kr. 3,00 stúka, 2,50, og 2,00 hjá
Katrínu Viðar og Bókaverzlun Eymundsens
Fóðurbætir
Bezti fóðurbætirinn er
S.I.S. •fódurbiandan
Reynið hana.
Samband isl. samvínnuíélaga
Til Borg'artiarðar
og Borgarness
eru fastar bílferðir alla miðvikudaga
og laugardaga kl. 10 f. h.
Afgr k Nýju Bitreiðastöðinni.
sími 1216.
Finnbogi Guðlaugsson
Hvert er deiluefnið?
Eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur
Niðurl.
Ég verð víst að fara nokkr-
um orðum um val skólanefnd-
ar á söngkennaranum, sem
augsýnilega er Sigurvin mikiU
þyrnir í augum, enda þótt
hann, að því er hann segir „ef-
ist ekki neitt“ um ágæti
mannsins; mér er spurn, er það
þýðingarlaust atriði í málinu?
Hann ber þennan þaulreynda
söngstjóra og kennara saman
við ungan pilt, óreyndan á því
sviði, þó efnilegur sé, og telur
þá standa jafnt að vígi, nema
hvað pilturinn hafi kennara-
prófið umfram, og hefði því átt
að vera tekinn fram yfir eldri
manninn, sem búinn er meðal
annars að kenna 10 ár við
bamaskólann hér í Reykjavík.
Fyi'st Páll ísólfsson er í grein
Sigurvins nefndur piltinum til
stuðnings, þá vil ég geta þess,
að Páll ísólfsson kom til mín í
tilefni af umsókn Brynjúlfs
Þorlákssonar og sagði mér, að
barnaskólar Reykjavíkur mættu
með engu móti hafna öðrum
eins söngkennara og Brynj úlf-
ur Þorláksson væri, fyrst þeir
ættu völ á honum. Ég er því
ekki í miklum vafa um, hvar
atkvæði Páls -ísólfssonar hefði
fallið í þessu máli.
Dálítið er það einkennilegt,
að bæði Nýja dagblaðið og Al-
þýðublaðið leggja áherzlu á
það, að kennaramir hafi borið
fulan sigur úr býtum í þess-
um málum. Deilan stóð um
tvær stöður, söngkennslu og
handavinnu. Söngkennarinn
iiefir nú verið settur sam-
kvæmt tillögum skólanefndar,
en í handavinnuna kona, sem
skólanefnd hafði mælt með,
sem alménnum kennara.
Fræðslumálastjómin hefir þvi
ekki farið út fyrir méðmæli
skólanefndar.
Adeins
það bezta
er nógu gott
þegar heilbrigði yðar
á i hlut
Epoka-dömubindi
Epoka-belti
Það langbezta en þó
ekki dyrast.
Fæst í
Ingólísapoteki og
Reykjavikurapoteki
Nýkomið
mikið úrval
af allskonav vörum
til tækilærisgjaía
Haraldur Hagan
Sími 3890. Austurstr. 3.
Þá prentar Sigurvin það með
feitu letri, að skólastjórar
beggja bamaskólanna hafi
leyft að hafa það eftir sér, að
engan söngkennara vanti við
skólana. Það hefði náttúrlega
verið viðkunnanlegra, að þeir
hefðu komið með þær mótbár-
ur á skólanefndarfundinum,
sem þeir voru báðir staddir á,
þegar málið var rætt. Eða að
minnsta kosti hefðu þeir átt
að gera Sigurvin nánari grein
fyrir því, hvað fyrir skólanefnd
vekti, fyrst þeir ræddu málið
við hann. Sú skoðun kom fram
á skólanefndarfundinum, sér-
staklega hjá þeim manninum,
sem mest vit hefir á söng og
söngkennslu, að söngkennsla
skólanna væri ekki svo góð
sem skyldi. Skólanefnd vildi
þess vegna fela Brynjúlfi
Þorlákssyni umsjón með allri
söngkennslu skólanna og ætla
honum ekki fulla tímaskrá.
Þeir tímar sem honum voru
ætlaðir áttu að skiftast á
milli beggja skólanna, yrðu það
þá sennilega ekki nema 7—8
st. á viku, sem kæmu á hvom
skóla. Þeir söngkennarar, sem
við skólana eru, hafa kennara-
próf og geta því kennt aðrar
námsgreinar en söng, enda
fjölgar bömum alltaf í báðum
skólunum, svo það væri undar-
legt, ef ekki væri hægt að ráð-
stafa þessu ósköp fyrirhafnar-
lítið. Hitt er náttúrlega rétt, að
ef ekki hefði verið um það að
ræða, að tryggja sér starfs-
krafta Brynjúlfs Þorlákssonar
sérstaklega, þá hefði sennilega
enginn söngkennari verið ráð-
inn að skólunum í haust.
Allt það, sem Sigurvin Ein-
arsson telur upp, að kennar-
amir vilji gera fyrir bömin,
kemur þessu máli ekkert við.
Mér hefir aldrei dottið í hug
að efast um! velvild kennaranna
til barnanna. Ég hefi aðeins
sagt, að rödd kennaranna
heimtaði eintóma kennarafróða
menn að bamaskólunum, og að
rödd aðstandenda bamanna
segði, að þeir yrðu þá að vera
færir um að taka að sér að
kenna sérgreinamar á borð við
sæmilega sérfróða menn. Hver
efast um það, að bæði kennar-
ar og aðstandendur hafi ótal
margt fleira að segja; það mál
er bara ekki til umræðu í þessu
sambandi.
Ég neita því að lokum af-
dráttarlaust, að þessar greinar
mínar séu skrifaðar af nokkr-
um kala til kennarastéttarinn-
ar, eða yfirleitt til nokkurs
manns. Er það hart, að mega
ekki ræða almenn velferðarmál
þjóðarinnar, án þess að vera
borið slíkt á brýn. Ég er mleira
að segja sannfærð um, að ég
er mikið sannari vinur kennar-
anna en þeir menn, sem reyna
að telja þeim trú um, að þeir
geti kennt það, sem þeir hafa
aldrei lært að neinu ráði.
Aðalbjörg Sigurðairdóttir.
Nýkomnar har-
monikuplötur:
Alex og Richard:
Firkanset Slöjfe — Tre-
kant — Alle Mand paa
Dæk — Paa Kryds i
Biskayen — Tvedbalbtis
Polka — Fynsk Polka
— Kvæservalsen — En
gammeldags Mazurka.
Gellin og
Borgström:
Familievalsen (Sólskina-
valsinn) — Otte gun-
ande Valse — Kok-
Kuk-Vaise — Klinke-
Valse — Sextur — Du
er en Pokkers Tös —
Melanie-Marzurka —
Femöre-Valsen o. m. fl.
Hljóðfærahtisið,
Bankastræti 7 Sími 3656
Atlabdð,
Laugavegi 38 Sími 3015
iVv:
iii
IVEGGMYNDIR,
Rammar og mnramm-
anir, bezt á
Freyjugötu 11.
Sími 2105.
HILLING islenzkurTango
eftir Þóri Jónsson, útsett af Roy Wat-
ling — Fæst i Hljóðfærahúsi Reykja-
vikur, Atlabúð og hjá K. Viðar.
Jakob Möller
í pílsi?
Fyrir nokkru skrifaði „sjálf-
stæðiskona“ í Vísi grein, sem
hefir tvennskonar márkmið: í
fyrsta lagi að koma inn óá-
nægju bæjarbúa með kjötverð-
ið. Það er talað um „hið gífur-
lega verð á kjötinu", og kjöt-
verðlagsnefnd kennt um. —
„S j álf stæðiskonan" gleymir
því, að áður en verðlagsnefnd-
in kom til sögu var kjötverð
í bænum kr. 1,80 pr. kíló, en
lækkaði við ákvarðanir nefnd-
arinnar strax um1 12 aura kg.
Síðan hafa frekari lækkanir
orðið, svo nú er heildsöluverð
hér 1.25 kg.
Hitt áhugamál „sjálfstæðis-
konunnar" er, að spilla fyrir
sölu á Flórasmjörlíki því, sem
Kaupfélag Eyfirðinga fram-
leiðir og býður nú með niiklu
lægra verði en hægt var að fá
aðrar smjörlíkistegundir fyrir.
Og þetta er gert, að þvi er séð
verður, af hreinni óvild við
starfsemi samvinnumanna. —
Það er rósmálaður atvinnuróg-
ur.
En þessi klausa í Vísi gefur
sterkan grun um það, að höf-
undurinn sé „kynvillingur".
Að hann sé að vísu í karl-
mannsmynd,en kjósi að feia
blygðun sína í pilsi óákveð-
innar trúarsystiu.
Slík tilfelli eru svo tíð með
þeim, sem! í Vísi rita. Allir
kannast við greinar Páls og
Jakobs með undirskriftinni
„Gömul kona“ o. s. frv.