Nýja dagblaðið - 25.09.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.09.1934, Blaðsíða 2
1 N Ý J A DAOBLAÐIS Nýtt dilkakjöt úr Dalasýslu seljum við 1 heilum skrokkum oæstu daga. Kfötverzl. Heröutoreid Dansskóli r Asu Hanson byrjar fyrst í október. Sjáið auglýsinguna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og nluttekn- ingu við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Hólmfríðar Pálsdóttur. Guðlaug Hjörleifsdóttir. Sigurður Kristinsson. Helga Jónsdóttir. Jakob Kristinsson. Lára Pálmadóttir. Aðalsteinn Kristinsson. María Jónsdóttir. Fríkirkjuveg 7 Sími 4565 í glugga hjá Eymundsen. TWO NEW ENGLISH BOOKS ENGKLISH FOR ICELAND, Containing Rules for Pron- unciation, Help in using the Dictionary and only those parts of Grammar which differ from the Icelandic, with Explanations of com- mon Idioms and some Read- ing Exercises with Remarks FORTY STORIES, From short and easy to longer and more difficult. Bav Howard Little Útvarpstæki uýjar gerðir komuar r- á markaðinn. Yerðið töluvert lækkað. é Tækin fást með hag- stæðum greiðsluskil- —= málum í ■ '■■■-= Viðtækjaútsöluuni Tryggvagötu 28 BEZTU CIGARETTURNAR í 20 stk. PÖKKUM, SEM KOSTA kr. 1.20 — ERU COMMINDfR WESTMINSTER. VIRGINIA. OIGARETTUR Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá TÖBAKSEINKASÖLU RÍKISINS Búnar til af Westminster Tobacco Company Ltd. LONDON. Veggfódur Mjög fjölbreytt úrval var að koma. Nýjasta tízka. Uálning & Jarnvörur Sími 2876 Laugaveg 25 Sími 2866 Allar upplýsing- A i h A ar í síma \J/[ pv IS Tjarnargötu 16, g| 1 | i gf eftir kl. 20>/2. V/ IV/ V Uppboð. Við opinbert uppboð, er fram fer við Flugskálaveg í Vatnagörðum, miðvikudaginn 26. þ. m., kl. 3V-> síðd., verður celt til burtflutnings, flug- mannahúsið. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. LÖGMAÐURINN 1 REYKJAVÍK. Nýkoxnið mikið urval af allskonar vörum til tækitserÍBgjafa Haraldur Hagan Sími 3890. Austurstr. 3. DÍVANAR, DÝNUR og alls konar stoppuð hús- gögn. — Vandað efni. Vönduð vinna. Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzlun Reykjavíkm-. Fyrirspurn til stjórnar I. S. I. í dönskum blöðum! hafa kom- ið fram! margar rangar frá- sagnir um íslenzka íþrótta- menn og íþróttavöllinn hér, út af komu H. I. K. hingað í sum- ar. Hefir stjóm íþróttasam- bands íslands gert nokkuð til að leiðrétta þessar röngu frá- sagnir? Eða ætlar hún að gera það, og þá hvenær? Eða finnst henni ekki ástæða til að leið- rétta slíkar frásagnir sem þessar t. d.: að yfirborð íþróttavallarins sé storkin hraunleðja, að það sé ekki í fyrsta sinn sem K. R. gengur út af leik- velli í kappleik, að íslenzkir knattspyrnu- menn leiki með vetlinga á höndum, að við séum ekki í F. I. F. A. o. s. frv. Þetta eru aðeins fá dæmi gripin af handahófi. Ef til vill er stjórn í. S. í. búin að leiðrétta þessar röngu frásagnir danskra blaða þó ég hafi ekki orðið þess var. En ef svo er, vill þá ekki stjórnin segja til þess í hvaða blaði eða blöðum hún hefir gert það og hvenær? N. Málalok Út af grein frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, „Hvert er deilu_ efnið?“ í Nýja dagblaðinu 20. og 21. þ. m. vil ég taka þetta fram: 1. Frúin talar um „laga- ákvæðin um sérgreinamar“ sem ekki hefðu mátt ganga í gildi fyr en kennaraskólinn hefði fengið framhaldsdeildir. Ég þekki ekki þessi laga- ákvæði, hygg að þau séu ekki til, og skil því ekki hvað frúin á við. 2. Þeirri ásökun frúarinn- ar, að ég vilji flæma fólk frá barnaskólum landsins, er þar hefir starfað við góðan orðstír svo árum skiptir, hirði ég ekki um1 að svara. Ég vænti að þeir, er lesið hafa greinar mínar, finni lítið tilefni til slíkra um- mæla. 3. Frúin segir, að ekki hefði söngkennari verið ráðinn nú að skólunum, ef ekki hefði átt að tryggja sér starfskrafta þess manns, er skólanefndin mælti með, og eigi hann að hafa um hálfan kennslustundafjölda móts við aðra kennara. Það hefir þá verið rétt hermt, að engan söngkennara vantaði til skólanna. En þarna er þá búið til starf handa ákveðnum manni, vegna hæfi- leika hans. Það er vel, þegar ríki og bær hafa ráð á að sýna góðum starfsmönnum slíkan sóma. 4. Frúin segir: „Því miður hefir Sigurvin lagabókstafinn með sér“. Þar með hefir hún þá játað, að gerðir skólanefnd- ar í þessum efnum væru á móti lögum. Þessi játning er sönnun þess, að ég fór með rétt mál, skólanefndin með rangt, þar sem ég vítti það að hún mælti með réttindalausum umsækjendum í kennarastöður. Um þettá hefir deilan staðið, og eru því allar mótbárur frú- arinnar þýðingarlausar. I sam- ræmi við þenna málstað minn hefir fræðslumálastjóri og kennslumálaráðherra afgreitt málið, með því að taka ekki til greina meðmæli skólanefndar með þeim kennurum. Ég læt hér með lokið skrif- u m mínum um málið nema að eitthvert nýtt tilefni gefist. Umrætt deilumál er afgreitt. Kennarastéttin hefir haldið hlut sínum. En hún má vera á verði framvegis, eigi réttur hennar ekki að verða minnkað- ur. Sigurvin Einaisson. Allt með islenskum skipum! •§* Margt er Ifkt með skyldum Ætla þeir Valtýr og Jón Kjartansson að hætta að éta kjöt og fara að lifa á „skepnufóðri“ eins og Sigurjón á Ála- fossi? Þeir Morgunblaðsmenn hafa birt mynd af Sigurjóni á Álar fossi, sennilega til að sýna það, að hann sé enn lifandi og í sæmilegum holdum, þó hann hafi lifað mestmegnis á „skepnufóðri“ undanfarin 16 ár. Grein þessi er einn liður í baráttu þeirra Jóns Kjartans- sonar og Valtýs til að æsa bæjarbúa gegn því að kaupa kjöt. Þeir þora ekki að ganga hreint til verks, heldur halda þeir sýningu á Sigurjóni og eftir honum eiga svo sanntrú- aðir að breyta. Það getur svo sem1 vel verið að þeir þrífist vel á „skepnu- fóðrinu“ Jón og Valtýr, svona hvað holdafar snertir, en ef þvl skyldi „slá inn“ gæti verið hætta á ferðum, því „Moð- hausinn“ og „Fjólupabbinn“ méga ekki mikið missa. — Meðal annara orða Sigurjón sæll. Hvað mundir þú segja við því, ef sveitabændur neituðu sér um að kaupa dúkana þína eins og þú neitar þér um' kjöt- kaupin ? Þeim hefir sem sé ekki ennþá tekizt að framleiða einungis ull á sauðfénu. Það fylgir alltaf dálítið af kjöti méð. XX. Gullfoss fer í kvöld um Vestmannaeyj - ar og Austfirði (Eskifjörð, Norðfjörð og Seyðisfjörð). Þaðan til Osló og Kaupmanna- hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi í dag.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.