Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 13.10.1934, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 13.10.1934, Qupperneq 1
Mk DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, laugardaginn 13. október 1934. 243. blað Einn áS þeim mönnum sem seldi Lárusi Jóhannessyni kröfu á Afengisverzlun ríkisíns var Rosenberg hóteleigandi Rosenberg haíði samið um að takast á hendur vínsölu fyrir 10°|0 í stað 33*18 °lo sem goldið hafði verið áður, en hótel- verð vínanna stóð í stað. - Undirréttur hefir dæmt Lárusi mismuninn og álagn- ingu umfram 75°|0 eða samt. kr. 62,190,50 í fyrradag féll dómur í und- irrétti í máli, sem Lárus Jó- hannesson höfðaði skömmu eftir síðustu áramót gegn Guð- brandi Magnússyni f. h. Áfeng. isverzlunarinnar og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Hafði Lárus fengið urnboð hjá Alfred Rosenberg, eiganda Hótel ísland til að höfða málið og eru málavextirnir í stuttu niáli þessir: Rosenberg keypti Hótel Is- land vorið 1928. Fyrverandi eigandi hótelsins, Jensen-Bjerg, hafði fengið munnlegt leyfi ríkisstjómarinnar til vinveit- inga, þegar Spánarundanþágan gekk í gildi og rekið þær síð- an. Öll vínin voru keypt hjá Áfengisverzluninni. Áfengis- verzlunin réði einnig útsölu- verði vínanna og voru þau seld 25% hærra verði en á venju- legum útsölustöðum', svo sem tíðkast á hótelum erlendis. Frá þessu útsöluverði fékk Jensen- Bjerg 331/3% í sölulaun. Þegar eigendaskipti urðu, leitaði hinn nýi eigandi, Rosen- berg, leyfis ríkisstjórnarinnar til þess að mega halda vínsöl- unni áfram. Leyfið fékkst með því skilyrði, að sölulaunin yrðu aðeins 10% og leyfið væri upp- segjanlegt, hvenær sem væri. Heldur stefnandi því fram, að þegar þannig var komið, hafi Áfengisverzlunin selt Rosenberg vínin of háu verði, því telja verði þetta heildsölu- viðskipti, en lög heimili mest 75% álagningu. Heldur stefn- andi því ennfremur fram, að umframálagningin hafi numið alls kr. 79.756,23, reiknað til 1. febr. 1930, en þá var hótelið svift vínveitingaleyfi. Krefst Lárus að þessi fjárhæð verði endurgreidd að viðbættum' vöxt. um. Síðar hefir hann þó lækk- að kröfuna niður í kr. 62.190,50. Áfengisverzlunin byggir sýknukröfu sína á því, að hér sé um samning að ræða, sem veitingamaðurinn hafi gert af frjálsum vilja qg sótzt eftir og væri því samningurinn full- bindandi fyrir hann, hvort heldur hann hefði leitt til hagn- aðar eða taps. í forsendum dómsins segir: „í máli þessu er enginn ágreiningur um það, að smá- söluverð vínanna (hótelverðið) hafi verið sett með löglegum hætti. * En rétturinn lítur svo á, þar sem hér var um heild- söluviðskipti að ræða milli Áfengisverzlunar ríkisins, sem heildsala annarsvegar og veit- ingamannsins sem1 smásala hinsvegar, að þá hafi veitinga- maðurinn einn átt rétt til mis- munarins milli löglegs heild- söluverðs og löglegs smásölu- verðs, nema einhver atvik liggi til er sýni það, að hann hafi afsalað sér eða fyrirgert rétti sínum“. Á þessum forsendum byggir undirréttur síðan svohljóðandi dóm!: Því dæmist rétt að vera: Stefndir, Guðbrandur Magn- ússon f. h. Áfengisverzlunar ríkisins og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, greiði stefnandanum Lárusi Jóhannes. syni hrm. kr. 62.190,50 með 5% ársvöxtum frá 29. des. 1933 til greiðsludags innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður fellur niður. Vidtal vid forstjóra Afeugisverzlanarínnar. Nýja dagblaðið hitti Guð- brand Magnússon forstjóra Áfengisverzlunarinnar að máli. Kvað hann undirréttardóm- inum verða áfrýjað. Þá skýrði hann frá því, að fjárhæð sú, sem undirréttur tildæmdi Lárusi Jóhannessyni, væri byggð á meðalálagningu Áfengisverzlunarinnar á því Framh; á 4. gíðu Elsti aaðkýfingar heimsins liggar fyrir daaðanum. Kirkjustríðið í Þýzkalandi Bisknpinn i Bayern rektnn úr embœtti. Brottreksturinn vekur miklar easingar gegn nazistastjórninni. London kl. 17, 12./10. FÓ. Miiller, ríkisbiskup Þýzka- lands, hefir svift Meiser, bisk- up yfir Bayem, embætti sínu, og leyst upp ríkiskii’kjuna í Bayern, og skipað svo fyrir, að Bayern skúli hér eftir verða skipt í 2 biskupsdæmi, og skuli ríkisbiskupinn sjálfur skipa biskupa, til þess að gegna þeim embættum. Meiser hefir 1 verið sviftur embætti sínu, ! vegna þess, að hann neitaði að framfylgja lögum stjórnarinn- i ar um þýzka allsherjarkirkju. Óhemju æsingar urðu í Bay- ern, þegar þessi tíðindi frétt-i ust, mest kvað að þeim í Mún- chen, þar sem fólk streymdi saman og fyllti kirkjur mót- mælenda, og einkum St. Matt-! híasarkirkjuna, þar sem Mei-1 ser biskup flutti afar harðorða ræðu, þar sem hann komst svo að orði, að kirkjan og Guðs- kristni hefði verið saurguð með þessum aðgerðum. Annar klerkur fiutti ræðu yf. ir múg þeim, er safnast hafði saman úti fyrir kirkjunni, þar sem1 Dr. Meiser talaði. Komst hann svo að orði: „Ef að vér verðurn allir trúir biskupi vor- um, þá mun enginn prestur í Miiller biskup. Bayern missa embætti sitt“. Þegar að Meiser biskup ók frá kirkju sinni, í bifreið, fylgdi múgur manna á eftir bifreið- inni og hrópaði látlaust: „Yér krefjumst þess að fá að hafa biskup vom!“ Það mun ekki fjarri sanni að kalla hinn mikla auðkóng Bandaríkjanna, Rockefeller, elzta auðkýfing heimsins. Nýlega átti hann 95 ára af- mæli. Það tilefni gaf auðvitað næga ástæðu til þess, að ame- rísku blöðin fluttu margar myndir af gamla maninum og langar greinar um æfiferil hans. En sjálfur mun hann ekki hafa vitað mikið um það, sem fram fór. Hann hefir undanfar- ið legið mjög þungt vhaldinn og er búizt við dauða hans á hverri stundu. Frá Alþmgi Frá neðri deild í gær: Gunnar Thoroddsen flytur í neðri deild frv. um opinberan ákæranda. Konungur skal eftir tillögum hæstaréttar skipa op- inberan ákæranda. Skal ákæru- valdið tekið af dómsmálaráð- herra og lagt í hendur hans. Sömuleiðis valdið til fullnaðar- ákvörðunar um rannsókn, máls- höfðun og áfrýjun opinberra mála. . Ákærandinn sæki fyrir hæstarétti þau opinber mál, sem þangað verður skotið. Laun hans (hæstaréttardómaralaun) og skrifstofukostnaður greiðist Framh. á 2. síðu. Uppreísnin heldur áfram á Spáni. 100 uppreisnarmenn grafnir lifandi. London kL 16, 12./10. FÚ. Frá Spáni er það helzt talið til tíðinda í dag, að augljóst þykir, að uppreisnin í Asturiu er ekki enn fullkomlega brotin á bak aftur, en jafnframt virð- ist það augljóst, að ekki geti liðið nema fáir dagar, þangað til svo verður. LRP. 12./10. FÚ. Fregn kemur um það, að 100 uppreisnarmenn í Asturiu hafi verið grafnir lifandi með þeim hætti, að sprengikúla, sem skofc ið var af stórskotaliði stjóm- arinnar, hafi gersamlega lokað námugöngum, þar sem upp- reisnarmenn höfðu leitað hæl- is. Ennfremur er skýrt frá því, að 150 uppreisnarmenn hafi fundizt dauðir í þorpinu Cam- pomanes, þar sem flugvélar stjómarinnar höfðu látið rigna sprengikúlum. Fjöldi manna er sagt, að einnig hafi beðið bana í dag, vegna sprengikúlnaskota. Tvær flugvélar stjómarinnar, sem þátt töku í þessum árás- um, urðu fyrir slysum. Hrap- aði önnur þeirra, og særðust báðir þeir, sem í henni voru. KONUNGSMORÐIÐ Italír sýna .Jugo-Slöfum vináttumerki Allt með kyrrum kjörum í Jugo-Slavíu London kl. 17, 12./10. FÚ. Dubrovnik, herskipið, sem flutti lík Alexanders konungs' til Júgóslavíu, kom til Messina- sunds snemma í morgun. Itölsk herskip komu þar á móti því, og skutu 21 skoti og fylgdu því síðan út fyrir landhelgi Italíu. Þessi kurteisi hefir dregið til muna úr andúðinni gegn Italiu í Júgóslavíu, sem farið hefir vaxandi síðustu dagana. Minniháttar óeirðir hafa átt sér stað á einstaka stað í Júgó- slavíu, en lögreglunni hefir al- staðar tekizt að bæla þær nið- ur, og er allt með kyrrum kjör- um í landinu. María drottning og Pétur konungur eru nú á leiðinni heim. Síðdegis í dag fóm þau í gegn um Austurríki. Framh. á 4. gíðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.