Nýja dagblaðið - 13.10.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 13.10.1934, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 nýja dagblaðið Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, Hallgrimur Jónasson. Ritstjórnarskrifstofumar Laugav. 10 Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. l,50ámánuði. 1 lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Landsreikningar og fjárlðg Sá ósiður hefir tíðkast á Al- þingi hing’að til, að áætla út- gjaldaupphæðir fjárlaganna á ýmsum liðum talsvert lægri en vitað var, að þær þyrftu að verða. Hitt hefir líka tíðkast, að samþykkja útgjöld í sérstök. um lögum og tillögum, án þess að taka þau útgjöld inn í fjár- lögin. Þessi óvandvirkni hefir það í för með sér, að áætlun fjárlaganna stenzt aldrei — og getur ekki staðizt, ef ríkis- stjómin á að fara eftir lögum að öðru leyti. Landsreikningur- inn sýnir þá alltaf mun hærri útgjaldaniðurstöðu en staðið hefir á f j árlögunum* 1 fyrir sama ár. * Hinn nýi fjármálaráðherra hefir nú ákveðið að gangast fyrir því, að þessu verði kippt í lag. I fjárlagafrumvarpi því, sem hann hefir lagt fyrir þing- ið, hefir hann því gert sér far um að áætla allar upphæðir svo nærri lagi, sem hægt er að komast, þegar byggt er á reynslu undanfarinna ára sam- kvæmt landsreikningunum. — Sömuleiðis hefir hann gætt þess, að allar upphæðir, sem fyrirmæli eru um í lögum, væru teknar inn í fjárlagafrumvarp- ið. En þessi sjálfsagða umbót á vinnubrögðum hefir það vit- anlega í för með sér, að út- gjaldaupphæðin í þessum fjár- lögum verður hærri en hún hef- ir verið í f járlögum undanfar- inna ára. Þetta er líka óspart notað af íhaldsmönnum á þingi og blöðum þeirra. SKk faisrök lætur þeim, að venju, vel að bera fram fyrir almenning. Hinn rétti samanburður í þessum efnum fæst vitanlega með því einu móti, að bera út- gjaldaupphæð fjárlagafrv. nú (sem er rétt áætluð) saman við útgjaldaupphæðir undanfarinna ára eins og þær hafa reynst, en ekki eins og þær voru áætl- aðar, því að þær áætlanir voru rangar. En þá verður að nota landsreikningana við samanburð inn. Sá samanburður verður á þessa leið, ef tekin eru þrjú síðustu ár: Árið 1931 voru greiðslur ríkissjóðs samkvæmt lands- reikningi 18,2 milj. kr. Árið 1932 voru greiðslumar 13,9 milj. kr. Árið 1933 voru þær um 15 milj. króna. En í fjárlagafrumvarpi stjómarinnar fyrir árið 1935 Samvinimfélög • r sjomanna Framsóknarflokkitrinn mun láta bera fram frumvarp, sem getur samvinnuútgerð sjómanna miklu hagstæöari kjör en tiðkast hefir. Mjög víða á landinu hafa út- gerðarfyrirtæki kaupmanna hrunið, og sjómenn sem unnu áður við þau, eru atvinnulaus- ir og án atvinnutækja. Verður þá úr fyrir flestum þeirra, að freista að mynda sjálfbjargar- lög. Isfirðingar tóku þannig á málunum er íhaldsmenn höfðu strandað með sjálfstæðan at- vinnurekstur, byggðan á sam- keppnis fyrirkomulaginu. — Framsóknarflokkurinn veitti Isfirðingum brautargengi með ríkisábyrgð, að hrinda máli þessu í framkvæmd og hefir sá rekstur verið myndarlegur, þó að við mikla erfiðleika hafi verið að etja. Sjómenn í mörg- um öðrum kauptúnum hafa fylgt fordæmi Isfirðinga. Eftir því sem kreppan harðnar hrynja fleiri af hinum gömlu fyrirtækjum, og allar líkur benda til, að samvinnuútgerð verði að koma í staðinn, eða að annars verði ekki um neina útgerð að ræða, þar sem margt fólk hefir áður stundað fisk- veiðar. En fram að þessu hafa engin landslög verið sett um þetta efni, og tilraunir þær sem gerðar eru víða um land, eru nokkuð sundurleitar, og mikil hætta á að þær mistak- ist á ýmsum1 stöðum, ef ekki verður bætt úr með skynsam- legu aðhaldi um stofnun og rekstur þessara fyrirtækja. Framsóknarmenn tóku þetta mál að nokkru til meðferðar á flokksþinginu í vetur. Þar v^r samþykkt, að styðja að sam- vinnuútgerð og að bæta láns- kjör útvegsmanna. Litlu síðar ritaði Eysteinn Jónsson um málið í blað flokksins í Rvík. Tillögur þær, sem hann bar fram, eru líklegar til að verða að miklu gagni fyrir þennan þátt útgerðarmálanna. Mesta mein sjómannanna, sem! leggja út í bátakaup fyrir samvinnufélög sín, er að þá vantar venjulga mikið af hin- um óhjákvæmilega höfuðstól, eru greiðslur rikissjóðs áætlað- ar 13,7 miljónir króna. Það er Iægra en greiðslumar hafa reynst samkvæmt landsreikning unumj 1931, 1982 og 1933, jafn. vel lægra en 1932, sem þó er greiðslulægsta árið. Ef áætlun stjórnarinnar fyr- 1 ir árið 1935 stenzt — og það er það sem stefnt er að með því að hafa áætlunina nákvænia — þá er síður en svo ástæða til óánægju, samanborið við und- anfarin ár. En almenningi ber að varast hinn falska samanburð íhalds- blaðanna. og að lánsstofnanir vilja ó- gjarnan lána nema lítið út á báta vegna sjóveðshættunnar. Fiskiveiðasjóður, sem á að vera til að létta fyrir með bátakaup, telur sig þurfa hús eða jarðeign að veði, ef hann lánar til að byggja bát. Sjálf- ir bátarnir raunverulega lítt veðhæfir, því að vegna for- gangskröfu skipsmanna um kaupgreiðslu og fleiri slík út- gjöld, þykir óvarlegt að lána út á bátinn. En Eysteinn Jónsson sýndi fram á, að einmitt með sam- vinnuskipulaginu á að vera hægt að auka veðhæfi bát- anna, ef til vill svo mikið, að það verði nægilegt til að tekizt geti skipti milli banka og báta- eigenda. Þar sem allir, hásetar og yfinnenn á bát, eru eigendur bátsins og starfrækja hann, og hafa innbyrðis samninga um að þeir fái kaup sitt eftir því, sem1 atvinnan gengur, eftir að báturinn hefir fengið sinn hlut, þá er sjóveðshættan orðin lítil. Þá er báturinn orðinn veðhæfur. Landstjórpin mun hafa í hyggju að bera fram frv. um þetta efni, sennilega í þá átt, að heimila Fiskiveiðasjóði, að lána til samvinnuútgerðar, sem uppfyllir viss skilyrði, með ndkið hagstæðari kjörum held- ur en hingað til, og á þann hátt, að ríkið þurfi ekki bein- línis að ganga í ábyrgð fyrir hvert samvinnufyrirtæki, sem byrjar á útgerð, eins og nú hefir tíðkast um stund. Þetta getur orðið að miklu gagni, ef málið nær fram að ganga, en það er ekki nóg. Samvinnuútgerðarfyrirtækin í landinu þurfa bæði hentugri stofnlán en þau hafa og líka meira eftirlit. Mjög oft byrja þessi fyrir- tæki með sárlítið fjármagn, út- vega sér ríkisábyrgð fyrir stofnláni, hitta síðan umboðs- n.enn fyrir erlendar bátasmíða- stöðvar, falla í hendur þeirra, sæta vondum innkaupum og ganga að hættulegum greiðslu- skilmáluni, sem síðar geta orð- ið ríkissjóði að baga. Síðan koma bátamir, sem hafa verið rnisjafnlega vel valdir. Þá vantar stundum veiðarfæri, legufæri, salthús, fiskihús o. s. frv. Byrjendur í útgerð geta stigið mörg víxlspor í þessum framkvæmdum. Duglegir sjó- menn eru ekki alltaf jafn fimir í fjármálaefnum, eins ig að draga auð úr skauti hafsins. Ríkið er í ábyrgð fyrir flestum, ef ekki ölluni þessum fyrirtækjum. Því ber akylda til að hjálpa þessum útgerðarfé- lögum og gæta hagsmuna sinna um leið. Og þar er ekki nema um eina leið að velja. Ríkið hefir sína eigin sjávarmálaskrif- stofu, Skipaútgerð ríkisins. Þar er yfirstjóm strandferða, landhelgisgæzlu og björgunar- mála. I Skipaútgerðinni ætti líka að vera yfirumsjón með þeim útgerðarfyrirtækjum, sem landið styður, beinlínis eða óbeinlínis. Á þann hátt gætu hin ungu útgerðarfyrirtæki fengið stuðning sjofróðra og ráðhollra manna um bátabygg- ingar og bátakaup, og þar ætti jafnframt að geta verið starfhæft eftirlit með útgerð hvers einstaks félags, frá ári til árs. Með því móti má tryggja það, að útgerðarfyrh’- tækin verði rekin með nægi- legri framsýni og gætni. Það er ekki sýnilegt annað en að framtíð margra sjávar- þorpa velti á því, að sam- vinnuútgerð komist þar á og verði rekin á heilbrigðum grundvelli. En það getur ekki orðið nema sjómennirnir sem eiga þessi fyrirtæki og vinna fyrir þau, læri af reynslu þeirra samvinnufyrirtækja, cr áður hafa starfað hér á landi. I þeim efnum er enginn sigur unninn, nema þar sem saman fer dirfska og gætni. Nú eru mörg þessi fyrirtæki í hrein- um voða, af því þau vantar í einu fjáiTOagn og nægilega reynslu um skipaval og rekst- ur þeirra. Núverandi landstjóm ætlar að hrinda þessu máli áfram, og það ætti að takasr, ef þeir mörgu menn, sem eiga undir samvinnuútgerð um framtíð sína og sinna, vilja styðja að heppilegri lausn á skipulagi þeirra útgerðarmála. J. J. Hljómleíkar Eggerts Hljómleikar Eggerts Stef- ánssonar í fyrrakvöld, voru ekki eins vel sóttir og búast hefði mátt við, þar sem hann er nú á förum héðan innan skamms, og þetta því síðasta tækifærið, í bili, til þess að hlulsta á þennan ágæta lista- mann. En þeir sem komu í Gamla Bíó í gærkvöldi, urðu ekki fyrir vonbrigðum, og létu það óspart í ljósi, að svo miklu leyti sem íslenzkur þunglama- skapur leyfir. Þegar maður sér Eggert á söngpallinum dettur manni ósjálfrátt í hug bar- dagahetja eða víkingur, svo stórbrotinn er svipurinn og fasið mikilúðlegt, enda er hann víkingur í ríki listarinnar. Það er því engin tilviljun, að hann syngur Ásareiðina eftir Sigvalda bróður sinn með þeim þrótti og styrk, sem fær mann ósjálfrátt til að gera sér í hugarlund hve mikilfenglegt ferðalag óðins er í gegnum krapavaðal himingeimsins. En hann á líka til lotndng og til- beiðslu eins og þegar hann syngur Ave Maria, eftir Schu- bert og draumlynda viðkveamni N azisminn í Danmörkn Nazisminn virðist eiga erfitt uppdráttar í Danmörku. Þó eru í þar nokkrir nazistar og hafa þeir stundum verið að reyna að sameina sig í flokk. En það befir gengið báglega og hefir hver „sprengingin“ og bylting- in rekið aðra innan flokksins. Veldur því einkum að enginn hefir fundizt hæfur „foringi“, en margir sótt eftir þeirri tignarstöðu. Myndin er af Schmidt presti, sem er eini fulltrúi þýzka flokksins í Suður-Jótlandi á Fólksþingi Dana. Hefir hann undanfarið verið að reyna að sameina flokksbrotin þar suð- urfrá í „Den tyske Front“, er hann nefnir svo. En samkomu- lagið hefir ekki reynst betra en það, að aðalmálgagnið, „Nordschlesvigsche Zeitung“ hefir neitað að birta greinar eftir Schmidt. Spáir það ekki góðu um endurreisn flokksins. í „Mamma ætla að sofna“, nýju ágætu lagi eftir Sigvalda Kaldalóns, sem vafalaust verð- ur mjög vinsælt meðal alþýðu, eins og flest lög Kaldalóns. Af öðrum lögum á söngskránni má sérstaklega nefna „Stig sol“ eftir J. Backer Lunde og „Erl- könig“ eftir Schubert, að ó- gleymdum Klukknahljóðunum eftir Kaldalóns. Yfirleitt má það um Eggert segja, að hann syngur eftir því sem áheyrend- urnir gefa ástæðu til; hann getur verið þungur og hljóm- blær raddarinnar dálítið ótær, ef áheyrendumir eru tómlátir, en þegar hann kemst í sam- band við fólkið, þá opnast flóðgáttir raddarinnar og tón- amir streyma fram hreinir og skærir með meiri fyllingu og glæsileik, en flestir aðrir söngmenn vorir eiga til, og meðferð og skilningur við- fangsefnanna er í fullu sam- ræmi við anda lags og ljóðs; á bak við allt finnur maður næma sál listamannsins með glögga innsýn í hlutverkið, sem hann hefir til meðferðar. — Að endingu söng E. St. þrjú aukalög, þar á meðal hið hug- næma Leise flehen meine Lie- der eftir Schubert. Hr. Garl Billich úr hljóm- sveitinni á Hótel ísland að- stoðaði söngvarann með prýði. V—r.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.