Nýja dagblaðið - 13.10.1934, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Barnastúknfnndir
byrja
Allar barnastúkur hér í bænum byrja vetrarstarfsemi
sína á morgun. — Fundimir byrja á sama tíma dags og vant
er. Hjá st. „Unni" og „Iðunni“ kl. 10 f. h., hjá st. „Svöfu“
kl. 1V4, hjá st. „Æskunni" og „Díönu“ kl. 3 e. h.
Félagar, munið að á morgun þurfið þið að sækja fundi í
ykkar stúku.
F. h. gæzlumanna
Gissur Pálsson,
Umd. gæzlumaður.
Skemmiun
heldur V. K. F. Framsókn í IÐNÓ í kvöld kl. 9.
Skemmtiatriði:
1. Reinholt Richter skemmtir.
2. Kristján Kristjánsson: einsöngur.
Emil Thoroddsen við hljóðfærið.
3. Dans til kl. 4.
Hljómsveit Aage Lorange.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 4 síðdegis. Sími 3191.
Húsinu lokað kl. IIV2.
K á p n t a u
Kjólatau
H a n z k a r
Fleira nýkomiö
Verziun Kristínar Sigurðardóttur
Laugaveg 20 A Sími 3571
Norðlenzka
kjöiið
reynisi bezi.
fæst i heilum skrokkum og smásölu hjá
Kjöíbúð R ey kj avíkur
Sími 4769.
*
Nýtt dilkakjöt
frá. Hvammstanga
seljum við í heilum skrokkum í dag- og næstu
daga.
Kjöivevzlunin Herðubreið
Fríkirkjuveg 7 Sími 4565
Höfum til
Samband isl. samvínnufélaga
Guðmunduv Björnson
sjöiugur
Guðmundur Bjömson land-
læknir eins og hann er enn
kallaður manna á meðal er
sjötugur í dag. Guðmundur er
Húnvetningur að ætt, fæddur
að Gröf í Víðidal, en alinn upp
að Marðarnúpi í Vatnsdal.
Guðmundur Björnson varð
að láta af embætti fyrir fáum
árum síðan vegna skyndilegrar
heilsubilunar. Hefir hann síðan
setið í helgum steini án þess að
geta starfað. En hann er
minnugur, andleg'a hress og
málreifur, er gesti ber að garði.
I stuttri blaðagrein er ekki
unnt að rekja til neinnar hlítar
starfsferil Guðmundar Björn-
sonar. En sá ferill er bæði
langur og glæsilegur. Fóru sam_
an í fari hans afburðagáfur,
glæsilegt fjör og drengilegur
áhugi fyrir högum lands og
þjóðar. Eins og að líkum lét
voru störf hans og forganga
umfangsmest á sviði heilbrigð-
ismála. Hann varð héraðslækn-
ir í Reykjavík 1895. Varð hann
þá þegar ráðunautur stjómar-
innar um hinar stærstu ráð-
stafanir í heilbrigðismálum og
undirbjó þings og stjórnarráð-
stafanir þær, sem gerðar voru
í holdsveikismálum, berkla-
vamamálum, vömum gegn því
að næmir sjúkdómar bærust til
landsins. Hann hafði með hönd.
um kennslu í háskólanum', veitti
forstöðu yfirsetukvennaskólan-
um, gerðist frumkvöðull um
nýjungar í heilsuvemd barna.
Hann samdi heilbrigðissam-
þykktir þær, er út voru gefn-
ar. í berklavamamálunum lét
Guðmundur sérstaklega mikið
að sér kveða. Hann átti megin-
þátt í að hrinda fram með áhuga
og forgöngu stofnun Heilsu-
hælisfélags Islands, sem' reisti
með fulltingi þings og stjórn-
ar Vífilsstaðahæli. Og síðar að-
stoðaði hann með hinum
mesta dugnaði Heilsuhælisfélag
Norðurlands, er Kristneshæli
var reist.
Guðmundur Bjömson hefir
látið mjög til sín taka ýms mál,
er miðað hafa að heilbrigði ís-
lendinga, önnur en sjálf lækna-
vísindin. Um og eftir aldamót-
in hóf hann forgöngu um vatn3-
veitu Reykjavíkurkaupstaðar.
Þótti mikið í ráðizt og þurfti
að halda fast á málum.
Hann gerðist frumkvöðull að
stofnun Slysavarnafélags Is-
lands og fyrsti formaður þess.
— Hann ritaði merkilega grein,
er hann nefndi „Næstu harð-
indi“, þar sem hann brýndi
íyrir þjóðinni hættu þá, semj
henni getur verið búin af
völdum náttúruhamfara.
Þá eru enn ótalin störf Guð-
mundar í opinberum málum.
Hann tók sæti á Alþingi árið
1905 og átti sæti þar lengi síð-
an. Hann var ritari meirihluta
nefndarinnar í ritsímamálinu og
ritaði mikið álitsskjal um það
mál. Hann var formaður í milli-
þinganefnd, sem hafði með
höndum fánamálið og hélt því I
máli með lipurð og festu. Rit- |
aði hann þá fánabókina, sem
hafði að geyma megin fróðleik
um málið.
Á síðari þingárum var Guð-
mundur Björnson forseti efri
deildar og þótti sjálfkjörinn til
þess vegna glæsimennsku og
skörungsskapar. Hann átti á
forsetaárum sínum þátt í mik-
ilvægri breytingu þingskapa
Alþingis og mun mega telja,
að þau beri svip þann, er hann
gaf þeim með orðsnilli sinni og
vitsmunum.
Hér hefir stuttlega verið
drepið á starf Guðmundar
Björnsonar. Um manninn sjálf-
an verð ég að vera fáorður,
enda bera störfin manninum
fágætlega glæsilegan vitnis-
burð. Um manninn sjálfan
verður þó ekki unnt að láta
þess ógetið, að hann er vits-
munamaður með afbrigðum,
gerhugull, fjölfróður, mælskur
í bezta lagi og málhagur á
óbundið mál og bundið, hrók-
ur alls fagnaðar og hlítir vel
spakmæli hinum fornkveðnu
þeim, að „glaður og reifur
skyli gumna hverr, uns sinn
bíður bana“.
Ég vil leyfa mér mín vegna
og fyrir hönd þeirra, sem lesa
þessar línur að flytja þessum
merka manni árnaðaróskir á
sjötugsafmæli hans og þakkir
fyrir mikil og merkileg störf.
Reykjavík, 12. okt. 1934.
Jónas Þorbergsson.
Norræna
idnþingid
o
Iðnaðarmenn á Norðurlönd-
um hafa komið á hjá sér sam-
tökum, um: að gangast fyrir
fundum 3. hvert ár. Eru þeir
nefndir norrænu iðnþingin. —
Dagana 10.—11. sept í haust
var 6. norræna iðnþingið hald-
ið í Kaupmannahöfn og mætti
þar fulltrúi frá íslandi í fyrsta
sinn. Það var Helgi Hermann
Eiríksson skólastjóri.
Á þinginu var gefin skýrsla
um iðnaðarástandið í hverju
landi frá því seinasti fundur
var haldinn. Á skýrslunum sást
að skilningur stjórnarvaldanna
á gildi iðnaðarstéttarinnar fer
vaxandi og þau leggja alltaf
meiri og meiri áherzlu á iðn-
fræðsluna.
Iðnaður og stjórnmál.
Þetta mál var tekið til um-
ræðu á þinginu 0g samþykkt
svohljóðandi tillaga:
„6. Norræna iðnþingið hefir
komizt að raun um það, að á-
hrif iðnaðarmanna á stjórn-
málastarfið gagnvart atvinnu-
málum í hinum norrænu lönd-
um, er ekki í réttmætu hlut-
falli við þjóðfélagslegt gildi
iðnaðarstéttarinnar. — Þingið
skorar því á alla norræna iðn-
aðarmenn, að vinna að því, að
áhrif þeirra í þeim stjórnmála-
flokkum, er þeir tilheyra, efl-
ist sem mest og að áhugamál-
um iðnaðarmanna sé sinnt
eftir föngum“.
Norrænir iðnaðarmenn
styðja alþjóðasamvinnu.
\
Alþjóðasamvinna iðnaðar-
manna var seinasta málið á
dagskránni. Um það var gerð
þessi samþykkt:
„6. Norræna iðnþingið lýsir
yfir því, að það hafi samúð
með hinni vaxandi, alþjóðlegu
samvinnu á sviði iðnaðarmála;
Þessa samvinnu telur þingið
þeim mun gleðilegri, þar sem
núverandi tímabil er þekkt að
því, að leggja áherzlu á þjóð-
lega einangi’un'á öllum sviðum.
Þingið mælir með því, að nor-
ræn iðnsambönd gangi í al-
þjóða iðnsambandið, þó fyrst
um sinn sem tilraun“.
Mannaskifti.
Þá var rætt um það á iðn-
þinginu hvort ekki væri rétt
að koma því á, að skifta á
sveinum milli landa. Var gerð
samþykkt þar að lútandi.
1 sambandi við það var Is-
lendingum boðið að senda 2—3
vélasmiði til Danmerkur, til
þess að kynna sér gerð, með-
ferð og hirðingu landbúnaðai’-
véla.
Frá Alþingi
Framh. af 1. síöu.
úr ríkissjóði. Frv. þetta var til
umr. í neðri deild í gær.
Dómsmálaráðherra Hermann
Jónasson sagði að þetta frv.
stefndi í rétta átt að vissu
leyti. Málið heyrði undir al-
menna rannsókn og endurskoð-
un réttarfarsmálanna. Sú rann.
sókn, sagði ráðherrann, að væri
þegar alllangt á veg komin á
hinum ýmsu greinum réttar-
farsmálanna, svo sem meðferð
einkamála, hegningarlöggjafar,
méðferð opinberra mála og
dómaskipunar. Eftir að hann
tók við dómmálunum hefði
hann hert á þessari rannsókn,
sem hann taldi mjög aðkall-
andi, þar sem þjóðin byggi við
afarúrelt skipulag á öllum rétt-
arfarsmálum. Hinsvegar taldi
ráðherrann ekki hyggilegt að
taka þessa einu grein réttar-
farsmáianna, ákæruvaldið út
úr, því hinar ýmsu greinar
þessara mála, voru að meira
eða minna leyti hver annari
háðar.
Ráðherrann kvaðst mundi
næstu daga bera fram þál.till.
um skipun þriggja manna
nefndar til þess að framkvæma
endurskoðun réttarfarsmál-
anna fyrir næsta þing.
Frv. var vísað til 2. umr.
í gær var einnig vísað til 2.
umræðu frv., sem Thor Thors
flytur um breytingu á lögum
um þingsköp þess efnis, að gera
skýrari ákvæðin um kosningu
til efri deildar og skyldur þing.
flokka til þess að velja þangað
hlutfallslega tölu sinna flokks-
manna. Einnig kveður frv. á
um rétt þingmanna til þess að
krefjast atkvæðagreiðslu um
úrskurði forseta.