Nýja dagblaðið - 20.10.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 20.10.1934, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐX& S Fiskveiðar og fiskverzlun íslendinga Flestir munu hafá búizt við, að þeir menn, sem tekið hafa að sér forystu í útgérðarmálum þjóðarinnar, myndu gera ^ein- hverjar víðtækar tillögur um vandamál þessa atvinnuvegar á yfirstandandi alvörutímum. — Síðan samningurixm var gerður við Spánverja eru liðnir marg- ir mánuðir, en ekkert hefir ból- að á neiniun slíkum tillögum. Fiskframleiðsla 4 síðustu ára Islendingar hafa fram að þessu getað selt alla fiskfram- leiðslu sína, þótt illt verzlunar- árferði og sleifarlag á fisk- verzluninni hafi oft gert það torvelt. Síðastliðin fjögur ár hefir saltfiskframleiðsla landsins til útflutnings verið sem næst því, er hér segir, miðað við verkað- an fisk: 1930 ca. 70 þús. tonn. 1931 — 65 — — 1932 — 70 — — 1933 — 69 — — Þessi sömu ár hefir verið fluttur úr ísfiskur sem hér segir: Árið tenn krónur 1930 11240 fyrir 3,841 milj. 1931 18738 — 6,295 — 1932 23045 — 4,735 — 1933 12843 — 3,171 — Á sömu árum hefir verið fluttur út freðfiskur sem hér segir: Árið tonn krónur 1930 1273 fyrir 191.732,00 1931 69 — 24.075,00 1932 269 — 68.973,00 1933 432 — 85.580,00 Innflutningstak' markanir í öðrum löndum Allt til skamms tíma voru engar hömlur lagðar á innflutn- ing íslenzks fiskjar erlendis. En árið 1932 byrjuðu breyting- ar í þessu efni. 1 Þýzkalandi hefir ísfisksala verið torvelduð með háumi tollum, og á árinu 1932 takmörkuðu Englendingar með viðskiptasamningi inn- flutning á fiski. Má ekki flytja ixm héðan til Bretlands nema um 13000 tonn af nýjum fiski á árí og um 5300 tonn af óverkuðum saltfiski. Er hér um' mjög mikla takmörkun að ræða á saltfiskinnflutningnum, því cð á árunum 1927—1930 var flutt til Bretlands um 10 —18 þús. tonn af saltfiski á ári. En alvarlegasti atburðurinn í þessu efni skeði á yfirstand- anda ári, þegar Spánverjar tak_ mörkuðu innflutning á fiski héðan. Innflutningurinn héðan til Spánar var, 3 síðustu árin, sem verzlunarskýrslur ná til i um 31500 tonn á ári að meðal- tali af allskonar fiski. En eftir samningunumi, sem gerðir voru við Spánverja í vor, er heimilt að flytja þangað 16600 tonn á ári, svo lengi sem samningur- inn stendur eða aðeins rúman helming af áðumefndum meðal. innflutningi. Þótt þessi inn- flutningur hafi í reyndinni orð- ið nokkru meiri á þessu ári, þá j er samt óvarlegt að treysta því, að svo verði áfram. Markað vantar fyrír 15-20000 tonn Aðalmarkaðslönd íslendinga fyrir fisk, að undanteknum Spáni og Stóra-Bretlandi, era Portugal og Italía. Þar hafa að vísu enn ekki verið lagðar hömlur á innflutninginn og í lengstu lög verður að vona, að til þess komí ekki. En það er með öllu ólíklegt, að um nokkra verulega aukning á innflutningi til þessara landa geti orðið að ræða í bráðina. Niðurstaða þessara athugana verður því sú, að okkur vant- ar xnarkað fyrir sem svarar 15 —20 þúsund toiuxuin af verk- uðum fiski, miðað við fram- leiðslu undanfarinna ára, ef Spánarsamningnum er strang- lega framfylgt og engin ný markaðsúxræði finnast. Frv. Ólafs Thors um Fískiráð Að því var vikið í upphafi þessa máls, að ekki hafi komið fram opinberlega neinar tillög- ur um úrræði, til umbóta á fiskverzluninni, frá þeim mönn. um1, sem mest hafa um hana fjallað. Hér skal þó ekki gengið fram hjá tillögum Ólafs Thors, sem birtast í frv. til laga um’ fiskiráð, sem hann fyrir nokkr- um dögum hefir látið birta í Mbl., útbýta á Alþingi og lesa upp í útvarpið, ásamt geisi- langri „greinargerð“ í 11 köfl- um. Má um þetta innlegg segja hið fornkveðna, að „umbúð- imar eru vætt, innihaldið lóð“. Þótt leitað sé með logandi ljósi um alla þessa ritsmíð Ó. Th. fyrirfinnst ekki ein ein- ast frumleg hugsun eða tillaga um fiskveiðar Islendinga eða fiskverzlun. Þar er hraflað saman nokkrum staðreyndum, sem1 hverjum manni eru kunn- ar, máske að nokkrum tölum undanteknum, án þess að af þeim séu dregnar nokkrar ályktanir. Aðalkjami þess máls er sjálfsagt stofnun fiskiráðs- ins, sem frv. fjallar um. í þessu ráði eiga að vera sjö menn- VerkefnumJ þeirra er lýst í 2. gr. frv., sem hljóðar svo: „Verkefni fiskiráðs er að rannsaka og gera tillögur um ! > breyttar og nýjar aðferðir um framleiðslu og sölu sjávar- afurða, útvegun nýrra markaða og annað, sem lýtur að vexti og viðgangi sjávarútvegsins". Ekkert vald Ráðið hefir ekkert vald, að því er séð verður. Það á að safna skýrslum og senda þær atvinnumálaráðherra, og ef það gerir tillögur, þá „á það að gera það sem í þess valdi stendur“ til að fá útgerðannenn til að framkvæma tillögumar. Þegar á það er litið, að nefndin hefir ekkert vald, verður erfitt að sjá, með hvaða móti hún á að fá útgerðarmenn til að gera það, sem henni kann að detta í hug að stinga upp á. Þá er og ekki heldur, að því er séð verð- ur, gert ráð fyrir að ráðið hafi ráð á neinu fé nema til að borga sjálfu sér kaup,. en það á að greiðast úr verðjöfnunar- sjóði fiskútflytjenda. Skipun ráðsins er líka ákaflega fárán- leg. Af þeim sex aðilum, sem auk ráðherra eiga að tilnefna menn í ráðið, eru Sölusamband ísl. fiskframleiðenda, og Sam- lag ísl. matésíldarframleiðenda, aðeins bráðabirgðastofnanir, er enginn getur sagt, hvort verða til eftir næstkomandi áramót. Þá er og Félag ísl. atvinnurek- enda einn aðilinn. Félag þetta er annaðhvort alveg nýstofnað eða í fæðingunni. A. m. k. hefir ekki orðið vart við, að það væri starfandi hingað til. Væri hér um stofnanir að ræða, sem störí uðu á öruggum grund- velli, þá væri á engan hátt at- hugavert, að þær tilnefndu mennina. En það er eftir öðru í þessu fra., að Ó. Th. hefir notað tækifærið til að sparka í samvinnufélög landsins, þótt óbeint sé, með því áð ætla þeim ekki að eiga neinn þátt í tilnefningunni, eins og áður hefir verið vítt hér í blaðinu. Samvinnufélögin hafa undan- farin ár haft a. m. k. 10—15% af öllum fiskútflutningi lands- manna. Játning Ó, Th. Ó. Th. segir sjálfur um; þessa nefndarskipun, að hún „þurfi ekki að reynast óhagnýt“. (sbr. bls. 4 í greinargerðinni). Hann vlrðist eftir þessu vera þeirrar skoðunar, að það sé ekki alveg víst, að nefndin verði vita gagnslaus(!) en út yfir það virðist trú hans ekki ná, og er þá mikið haft fyrir litlu. Það er öllum landsmönnum! kunnugt, að viðskiptamálin, og þá ekki sízt sala framleiðslu- varanna, en aðal viðfangsefni okkar nú á tímum. Það er því gremjulegt að sjá formann stærsta stjórnmálaflokksins í landinu vera að hafa þessi mál ! að fíflskaparmálum til að leiða 1 athyglina frá þeirri aðkallandi nauðsyn að reyna að ráða fram úr fisksölumálunum af skynsemd og stillingu og á þann hátt, að það beri árangur strax. Ólafi má þó virða það til vorkimnar, að þessi gagnslausa uppástunga hans er að sjálf- sögðu sprottin af því, að hann hefir fundið, að eitthvað þurfti að gera, en hefir skort til þess manndóm og hugsun að bera fram tillögur, sem einhvers væru nýtar. En þetta er því átakanlegra seni Ólafur er sá maður í Sjálfstæðisflokknum, sem allra manna mest ætti að hafa fengizt við fiskverzlun og ætti þvr að vera fær um að leggja eitthvað ga.gnlegt til þeirra mála. Hvað er framundan? Það er ekki tilgangur þess- arar greinar að bera fram full- gerðar tillögur um úrlausn þeirra vandamála, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. En þó skal bent á nokkur við- fangsefni, sem bíða bráðrar úr- lausnar. 1. Vemdun þeirra f'iskmai’k- aða, sem við nú höfum. 2. Öflun nýrra markaða fyr- ir saltfisk. 3. Aukning framleiðslu og sölu á freðfiski. 4. Skipulagning á sölu ís- fiskjar og fiskveiðunum1 í sam- bandi við þá sölu. 5. Aðrar þekktar aðferðir til fiskverkunar, sem kyxmu að gefa nýja möguleika. Til þess að vemda þaim fiskmarkað, sem við nú höfum, virðist sjálfsagt að leita sam- vinnu við þær nágrannaþjóðir, sem eru okkur vinveittar og sem sjálfar gætuj haft gagn af vinsamlegri samvinnu í þessum efnum. Má þar fyrst og fremst tilnefna Norðurlandaþjóðimar. Er þetta atriði mjög aðkallandi Fyrir öflun nýrra markaða fýrir saltfisk era vitanlega nokkrir möguleikar. En á því eru þeir annmarkar, að sala á fiski til Suður-Ameríku og.ann- ara þeirra landa, sem helzt kæmú hér til greina, er áhættu- söm og ekki líkleg til að gefa jafngóða raun og sala til þeirra markaðsstaða, sem við nú þekkjum mest. Þess er þvi ekki að vænta, að sérstakir fram- leiðendur gætu' tekið á sig þá áhættu, sem þessu er samfara, enda myndi flesta þeirra skorta aðstöðu til þess að hafa þessar framkvæmdir á hendi. Um framleiðslu og sölu á frosnum fiski er nokkuð það sama að segja. Einstakir fram- leiðendur myndu ekki hafa bol- magn né aðstöðu til þess að gera nægilega stórar og varan- legar tilraunir, Sala og framleiðsla ísfiskjar hefir ætíð verið ákaflega nýja DAGBLAÐIÐ Útgeíandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, Hallgrímur Jónasson. Ritstjómarskrifstofumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Preijtsmiðjan Acta. skipulagslaus. Mestur hluti ís- fiskjar, sem út hefir verið fluttur, hefir verið veiddur á togara og engin tök verið á því að afla þess fiskjar, sem út- gengilegastur hefir verið á hverjum tíma. Á þessu hefir þó orðið nokkur breyting upp á síðkastið með því að íslenzk- ir og erlendir togarar hafa keypt fisk af bátum, en allt hefir þetta verið gersamlega skipulagslaust. I sömu veiði- stöðina koma oft miklu fleiri togarar á sama tíma en unnt er að geti fengið sig afgreidda. Svo geta liðið langir tímar svo að engir togarar koma, svo að bátarnir verða að veiða í salt. Menn þora ekki að leggja í þann kostnað, sem af því leiðir að veiða sérstaklega verðmik- inn fisk, svo sem kola og smá- lúðu, af því að allt er í óvissu um söluna. Hinn takmarkaði markaður í Bretlandi er því fylltur af verðlitlum fiski, þó vitanlegt sé, að hér mætti bera margfalt meira verðmæti úr býtum en nú er gert, ef fiski- veiðunum væri skynsamlega hagað. Er þetta á hvers manns vitorði, sem fiskiveiðar stunda, og kynni hafa af þeim malum. Er mjög auðvelt að skipuleggja þessar fiskiveiðar og gera þær miklu arðvænlegri en þær' eru nú með þeim veiðitækjum og aðstöðu í landi, sem nú eru til. Má þar t. d. nefna, að í fjölda- mörgum veiðistöðum eru til frystihús, sem gætu geymt ís- varinn fisk í kössum, svo að bátarnir gætu haldið áfram stöðugum veiðum, og flutninga. skip eða togarar safnað fiskin- umi samán og flutt hann til markaðslandanna. Samtök - Skipulag Heildarhagsmunir Ber allt að sama brunni um það, sem nefnt hefir verið hér að framan, að einstaklingun- um verða umbætumar ofurefli nema með samtökum. Og höf- uðskilyrði til þess, að hægt sé að koma umbótum við fljótt og vel, er það að framleiðendur myndi öflug og varanleg sam- tök með frjálsum félagsskap að svo miklu leyti, seiú hægt verður við að koma, en að öðru leyti með aðstoð löggjafar- valdsins. Sölumiðstöð sú, sem slíkur félagsskapur myndar, þarf að stjómast af færam og víðsýn- um mönnum, sem hafa hags- muni atvinnuvegarins í heild fyrir augum, en ekki sérstakra atvinnurekenda.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.