Nýja dagblaðið - 31.10.1934, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
DAOBLADID
IDAG
Annáll
Félaö ungra Framsóknarmanna
Sólaruppkoma kl. 8.08.
Sólarlag kl. 4.13.
Flóð árdegis kJ 11.40.
Flóð siðdegis kl. 12.00.
LjóMtlmi hjólft og btlntði kl.
4,50—7,30.
Veðurspá: Norðangola. Bjartviðri.
Stfln, akxiíatohur o. IL
^nndsbókasaínið ...... 1-7 og 8-10
Alþýöubókasafnið ... 10-12 og 1-10
pjóðskjaiasafnið ............. 1-4
Landsbankinn ................ 10-3
Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3
Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4
Útbú Landsb., KlappanL .... 2-7
Póithúsið: Bréfapóststofan .. 10-6
Bógglapóstatofan ........... 10-5
Skrifstofa útvarpsins 10-12 og 1-6
l.andssíminn ................. 3-9
Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4
Fiskifélagið (Skrifstt.) 10-12 og 1-5
Skipaútg. rikisins .... 9-12 og 1-6
Eimskip ...................... 9-6
Stjómarráðsskrifst .. 10-12 og 1-4
Samb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6
Sölus.b. ísl. fiskfr.l. .. 10-12 og 1-6
Skrifst. bæjarins .... 9-12 og 1-4
Skrifst lögmanns .... 10-12 og 1-4
Skrifst tollstjóra .... 10-12 og 1-4
Bafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6
Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5
Tryggingarst. rikisins 10-12 og 1-5
Skrifstofa lögreglustj. 10-12 og 1-4
Hstmsóknartiml sjákrahúsai
Landspitaiinn ................ 3-1
Landakotsspítalinn ........... 3-5
L&ugamesspítali ........... 12VÍ-2
Kleppur ...................... 1-5
Vifilstaðahœlið 12ya-iya og 3%-4%
Elliheimilið ................. 1-4
Fœðingarh., Eiriksg. 37 .. 1-3 og 8-9
Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4
Næturvörður 1 Ingólfsapóteki og
Laugavegsapóteki.
Nœturlæknir: Daniel Fjeldsted,
Aðalstrœti 9, simi 3272.
Skemmtanlr og samkomnr:
Nýja Bió: Krakatoa og í dal
dauðans, kl. 9.
SsmgBngur og póstferðlx:
Súðin kl. 9 1 . hringferð austur
um land.
Dagskxá útvarpslns:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir.
19,20 þingfréttir. 19,50 Auglýsing-
ar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir.
20,30 Einar Benediktsson sjötugur:
a) Erindi (Kristlnn Andrésson);
b) Kvæðalestur (Kristján Albert-
son; Guðmundur Finnbogason); c)
líinsöngur (Pétur Jónsson).
Annað kvöld kl. 8
Jeppl é Fjalli
Gamanleikur i 5 þáttum.
eftir Holberg.
DanzsýnÍDg á undan
Aðgöngumiðar séldir i IBnó
daginn áður en leikið er,
kl. 4—7 og leikd&ginn eftir
kl. 1. — Sími 3191.
Skipairéttir. Gullfoss er á leið
frá Vestm.eyjum. Goðafoss fór frá
I-Iamborg i gær. Dettifoss var á
Blönduósi i gær. Brúarfoss fór frá
Leith í gær á leið til Vestmanna-
eyja. Lagarfoss er í Kaupmanna-
höfn. Selfoss er á leið til Vestm.-
c-yja.
Kaupendur blaðsins gera því
greiðo — og spara sjálfum sér
ónæði —, borgi þeir blaðgjöldln
án itrekaðra rukkana.
pórbergur pórðarson endurtekur
síðara hluta erindis síns um
Rússland: „Er .þetta það sem
koma skal?" í Iðnó í kvöld kl.
hálfníu. Aðgöngumiðar eru seldir
í Hljóðfærahúsinu og bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
Gunnlaugur Briem verkfræðing-
ur hefir nú búið mál á hendur
Ottó Arnar til þess að hnekkja
illkvittnislegUm aðdróttunum, sem
i fyrravor birtust í Árbók út-
varpsnotenda viðkomandi starfi
hans sem verkfræðings útvarps-
ins. — þegar Maggi Magnús tók
við stjórn i Fémgi útvarpsnot-
anda, fann hann engan hæfari til
þess að annast um riðstjórn á Ar-
bók félagsins heldur en Ottó
Arnar og lýsti því yfir í blöðum,
að hann væri „viðurkcnndur sér-
fræðingur i útvarpsmálum", enda
væri bókin full af fróðleik! — Er
engum efa bundið, að Félag át-
varpsnotanda hefir þegar beöið
fullkominn álitshnekki af því, að
beita fyrir sig manni eins og
Magga Magnús í útvarpsumræðum
og Otto Arnar sem ritstjóra.
„Earl Kitchener" kominn fram.
Eins og sagt var í útvarpsskeyti í
gær, fannst á Glámaströnd við
Hólmavík stjórnpallur og tveir
björgunarhringir með nafninu
„Earl Kitchener" írá Hull. pótti
þetta benda til, að togarinn heíði
farizt. En svo reyndist þó ekki.
Hann kom til Akureyrar á mánu-
daginn. Skipið var stórskcmmt
og tveir menn mikið meiddir. —
Skipstjórinn var kalinn á fótum,
enda hafði hann staðið við stýrið
í samfleyttar 54 kl.st.
Rannsókn hefir dómsmálaráðu-
neytið skipað út af matvöruföls-
ununum, sem Jón E. Vestdal tel-
ur sig hafa komizt að.
Skráning atvtnnuleysingja fcr
fram í Goodtemplarahúsinu 1., 2.
og 3. nóv. næstkomandi frá kl. 10
árd. til kl. 8 að kvöldi.
Bæjarstjómarfundur verður á
morgun á venjulegum stað og
tíma.
Höfnln í gær. Geir kom af veið-
um. Lyra kom frá útlöndum. ,
Togari strandar. Togarinn Mac
Lay strandaði nálœgt Minnidölum
í Mjóafirði 1 fyrrakvöld. Voru
nokkur skip við strandstaðinn 1
íyrrinótt og tókst að bjarga öllum
mönnunum i gœr. Voru þeir all-
þrekaðir. Togarinn Garðar íór
með skipbrotsmennina til Norð-
fjarðar, nema skipstjórann, sem
varð eftir á bæ í Mjóafirði, því
hann var aðfram kominn af vos-
búðinni.
Sóknarnefnda- og prestafundur-
inn hófst í gær. í dag verður
þetta tekið fyrir: Kl. 10 morgun-
bænir, kl. 10V2 Jón Jónsson læknir
flytur erindi um kirkjusöng i ka-
tólskum sið hérlendis. Kl. 4 síðd.
Hvert stefnir i trúmálum og sið-
ferðismálum þjóðar vorrar? Frum-
I mælandi verður Sigurbjörn Á.
I Gíslason. Kl. 8% Sr. Sigurjón
Árnason flytur erindi í dómkirkj-
unni um Barthstefnuna.
Dánardægur. Nýlega er látinn
Jón Magnússon Klausturhólum.
heldur fund í Sambandshúsinu n. k. fimmtudag kl. 8V*
Fundarefni: Þingmál
Frummælandi Gísli Guðmundsson alþm.
S t j ó r n i n
Meðlerð munaðar-
leysingja í Frakk-
landi
Á eyjunni Belle-Isle við
vesturströnd Frakklands, hefir
ríkið m. a. uppeldisstofnanir
fyrir börn, sem eru heimilis-
laus. En uppeldið þama er með
þeim hætti, að nýlega hefir
vakið afar djúpa gremju um
allt landið.
Munaðarleysingjamir í þess-
um stofnunum hafa verið
barðir miskunnarlaust.
Eitt skifti gekk sú misþyrm-
ing svo langt, að bömin risu
upp sem einn maður, réðust á
kennarann — og flýðu að því
loknu burtu.
En þeim var náð um nóttina.
í slagviðriskulda voru þau
látin afldæðast í garðt hælisins
um1 nóttina og lamin miskunn-
arlaust með bareflum.
20 gæzlumenn hafa veríð
kærðir fyrir misþyrmingar.
Þessir óhamingjusömu mun-
aðarleysingjar, sem hafa unnið
það eitt til saka, að eiga engan
að, eru látin ganga í fötum,*
sem minna á fangabúning.
Þeim er haldið að strangri
vinnu og höfð undir járnhörð-
um aga, þau eru barin, lokuð
inni í einsmannsklefum, svelt
o. fl.
Nýlega hefir vitnazt, að í
bamahæli rétt utan við París
hafa 4—6 ára gömul böm
verið höfð saman með ýmis-
konar glæpamönnum, jafnvel
morðingjum. Dag eftir dag eru
þau undir stöðugum áhrifum
hinna spilltustu manna þjóðfé-
lagsins. Þó er þetta uppeldis-
stofnun ríkisins.
Kennarar við þessi heimili
eru oft tilfinningarlitlir mis-
indismenn. Einn þeirra gaf
nýkomnum starfsbróður sínum
eftirfarandi ráðleggingar:
„Láttu aldrei neitt eftir
bömunum. Berðu þau í hvert
sinn og tækifæri gefst. Var-
astu einungis að beinbrjóta
þau eða særa, svo ekki komi
til neins uppistands. Og láttu
þau ekki lyfta upp höndunum
þegar þú berð, því þá sjást
för á höndunum.
Hóti einhver að kæra þig,
þá láttu sem þig skifti þa3
engu. En ætli hann að gera úr
þvi alvöru, þá hlauptu á eftir
honum og berðu hann svo, að
hann geti ekki gengið“.
Hann var miðaldra maður og ve)
Játinn af öllum, sem hann þekktu.
Isfisksalan. Egill Skallagríms-
son seldi i fyrradag í Hull 1104
vættir íyrir 1530 sterlingspund.
Hjónabnnd. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Elín
Pálsdóttir og Kristján Einarsson,
bílstjóri. Heimili þeirra er í Garða-
stræti 11.
Oeymsla
.Reiðhjól tekin til geymslu
á Laugavegi 8, Laugavegi
20 og Vesturgötu 5. Sótt
heim ef óskað er.
0rninn
Símar:
,4661 & 4161.
Kunningi!!
LÍTTU Á HANN MANNA!
SERVUS - BOLD
Biddu um þessi rakblöð. Þau
fást í nær öllum verzlunum
bæjarins. Lagersími 2628. —
Pósthólf 873.
65 aura
kosta ágætar rafmagnsperur
hjá okkur, 15—25—40—60
watta. Kafíistell, ekta postulín,
6 manna, 3 teg.,
aðeins kr. 10.00
Vekjaraklukkur, ágætar 5.75
Tannburstar í hulstri 0.50
Rakvélar á 1.00
Sjálfblekungar og skrúf-
blýantar, settið 1.50
Vasaljós með battaríi 1.00
Battarí, sérstök 0.35
Vasaljósaperur 0.15
og margt fleira ódýrt hjá
K. EINARSS. & BJÖRNSSON
Bankastræti 11.
Borð búnaður
úr silfurpletti, sérlega vandað-
ur og smekklegur, hjá
HARALDUR HAGAN
Austurstræti 3. Sími 3890.
Fréítir úr N.-Þing.
Framh. af 1. síðu.
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn telur að bráða-
birgðalög um kjötsölu stefni i
rétta átt til viðreisnax land-
búnaðinum og skorar á Alþingi
að staðfesta þau*.
Auk þessa rætt um ýms inn-
anhéraðsmál og þingmanni
kjördæmisins falið að fara
frám á framlag til vega og
brúa og útvega ábyrgð ríkisins
íyrir láni til rafstöðvar hér í
Þórshöfn.
Krakatoa
Stórfenglegasta eldgosa-
mynd, sem tekin hefir
verið.
I dal dauöans
Spennandi Cowboy-sjón-
leikur.
Aðalhlutverkið leikur
Cowboy-kappinn
TOM TAYLER.
® Odýru §
auglýsingarnar.
Kaup
og
sala
HILLUPAPPlR fæst í
Kaupfélagi Reykjavikur.
Saltfiskbúðin er vel birg af
nýjum fiski. Sími 2098.
Fallegu lampana og allt til
rafmagns, kaupa menn í raf-
tækjaverzlun Eiríks Hjartar-
sonar, Laugaveg. 20. Sími 4690.
Laufásbúðin vel birg af nýj-
um fiski. Sími 4956.
Gúmmísvampar góðir til að
þvo glugga, glasaþurkur, gólf-
klútar og tausnúrur.
Kaupfélag Reykjavíkur.
Kennsla
Kennum að taka mál og
sníða. Saumastofa Ólínu og
Bjargar, Miðstræti 4.________
Hafnfirðingar! Kenniáorgel.
M. Karlsdóttir, Víðistöðum.
Orgelkennsla. Kristinn Ing-
varsson, Hverfisgata 16.
Kenni sænsku.
Eiríkur Baldvinsson Lækjarg.
6 A. Heima kl. 1—2 og 6—7.
Þýzku kenni ég. Einnig ís-
lenzku, dönsku o. fl. alm. náms-
greinir. Axel Guðmundsson.
Símj 1848.
„English lessons". Hallgrím-
ur Jakobsson, Grettisgötu 6A.
Sími 2572.
Tilkynningar
Beztu og ódýrastar allskon-
ar viðgerðir á skófátnaði. Skó-
vinnustofan, Njálsgötu 23, sími
3814.
Atyinna
i
Velvirka stúlku vantar mig
til morgunverka frá 1. nóv. —
Guðrún Daníelsdóttir Lauga-
veg 76.
DlVANAR, DÝNUR og
allskonar stoppuð hús-
gögn. — Vandað efni.
Vönduð vinna.
Vatnsstíg 3.
H úsgagnaverzlun
Reykjavíkur.