Nýja dagblaðið - 31.10.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 31.10.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, miðvikud. 31. október 1934. 258. blað La n dhelgis varnirnar Pálmi Loftsson útgerðarstjórí gerir tillögur um nýja skipun á landhelgisvörnunum, sem spara rikissjóði mörg hundruð þúsund krónur á árí Pálmi Loftsson útgerðarstj. hefir gert tillögur til lands- stjórnarinnar og Alþingis uni gerbreytingu á skipulagi land- helgisgœzlunnar og björgunar- málanna. Gæzlukostnaðurinn nú langt úr hófi er Gæzlukostnaður er nú 800 þús. kr. á ári, ef Ægir, óðinn og Þór eru í gangi allt árið. Ríkið hefir ekki efni á, að verja svo miklu fé til gæzlunn- ar. Undanfarin ár hefir Magn- ús Guðmundsson látið 1—2 af varðskipunum liggja með fullri skipshöfn til að spara kol og olíu. Sjá allir, að ekki er það hin rétta leið í málinu, enda reyndist spamaðurinn við þetta hverfandi lítill, en land- helgisþjófamir óðu uppi við strendurnar og björgunarstarf- semin var mjög léleg. Björgunarskútur - gæzluskip Nú er fyrir forgöngu Slysa- vamafélaganna verið að safna fé í björgunarskútu við Faxa- flóa. Verður það 60 smál. bát- ur með 180 hestafla vél og verður hann byggður að sumri. Jafnframt er verið að safna fé í aðra björgunarskútu á Vestfjörðum og þá þriðju fyrir norðan. Vafalaust verður hin fjórða byggð fyrir Austurland. Pálmi Loftsson telur, að hver björgunarskúta muni þurfa um 50 þús. kr. rekstrar- styrk árlega og þá upphæð verður ríkissjóður að greiðn, því ekki er hægt að ætlazt til, að Slysavamafélögin geti stað- izt hann á eigin spýtur. Nýtt skipulag Leggur Pálmi Loftsson til, að þegar slysavamadeild á- kveðins landshluta hefir safn- að nægu fé til byggingar björgunarskútu, þá sé gengið þannig frá því, milli félaganna og ríkisins, að ríkið taki að sér rekstur skipsins gegn því að það verður þannig byggt, að nota megi það til landhelgis- gæzlu og það taki að sér land- helgisgæzluna á þvi svæði, sem því er ætluð björgunarstarf- semi. Jafnframt verði selt 1—2 af núverandi gæzluskipum. 1 framtíðinni verða þá allt að firoim minni gæzluskip og eitt Frönsk stjórnmál Fráför Sarraut og þing radikal- sósialistd'flokksins Pálml Loftsson, útgerðarstjóri. stórt, Ægir. annaðhvort óðinn eða Betri gæzla og um 300 þús. kr. minni eyðsla. Þetta skipulag á gæzlu. cg björgunarstarfseminni ætti ekki að þurfa að kosta nema 500—550 þús. kr. Er hér því um! mikinn spamað að ræða, þar sem strandgæzlan ein kost- ar nú 800 þús. kr. og við þetta myndi svo bætast allur rekstr- arkostnaður björgunarskip- anna, ef þau yrðu eingöngu höfð til björgunarstarfsemi. En auk sparnaðarins myndi gæzlan verða miklu áhrifameiri en nú og miklu oftar hægt að ná til að bjarga bátum úr sjávarháska. Fjárveitinganefnd hefir málið til meðferðar og er von á tillögum hennar innan skamms. Nýlega varð franski innan- ríkisráðherrann, Sarraut, að láta af ráðherrastörfum. Und- ir hans embætti og dómsmála- ráðherrans, Cheron, heyrði það að komast til fullrar vitneskju um Staviskimálin. Þegar það tókst ekki og hið ægilega kon- ungsmorð í Marseille leiddi til harðra árása á stjóm lögreglu- málanna sáu báðir ráðherrarnir þann kost vænstan að láta af störfum. Sarraut er einn af fremstu stjómmálamönnum1 Frakka. Hann vann sér fyrst mikið álit sem landsstjóri í Indó-Kína og byrja ráðherra feril sinn sem nýlendumálaráðherra og gat sér mikinn orðstír í því starfi. Hann hefir setið í mörgum ráðuneytum og var forsætis- ráðherra um tíma í fyrrahaust. Innanríkisráðherra varð hann í febrúar síðastl. vetur, þegar Doumergue myndaði ráðuneyti sitt. óánægja með stjóm Dou- mergue hefir verið innan flokksins og farið heldur vax- andi og ekki mun hún hafa minnkað við fráför Sarrauts. Orsökin til þess eru hinar svæsnu árásir íhaldsflokkanna, sem1 ekkert hafa látið ógert til að rægja foringja flokksins, þrátt fyrir stjómarsamvinn- una. Var því jafnvel búizt við, að þing flokksins, sem háð hef- ir verið þessa dagana, myndi samþykkja að slíta allri sam- vinnu við íhaldið, en það myndi leiða til nýrra stjórnarskipta. Albert Sarraut. Einkum var búizt við því, að til harðra átaka myndi koma milli þeirra, sem eru á móti stjóminni og Herriots, sem á sæti í stjóminni og er aðalfor- ingi flokksins. Nú segir í útvarpsskeytum, að flokksþingið hafi samþykkt að styðja ekki stjómarskrár- breytingu Doumergue um þing- rof. Það þýðir, að Doumergue mun ekki takast að koma henni fram á næsta þingi. Tjónid á. Þórsliöfn Einkaskeyti frá frétta- ritara Nýja dagblaðsins á Þórshöfn í gærkvöldi. Til viðbótar. fregnum um skemmdir af ofviðrinu síðustu laugardagsnótt, skal þetta tek- ið fram: Sjór gekk yfir þjóðveginn innan við þórshöfn, braut hann á stórum parti og skolaði burtu ofaníburði, en hlóð sums- staðar á hann grjóti, svo að hann er langt um ófær á tveggja km. svæði. Á Syðralóni urðu skemmdir á túni. Fjárhús brotnaði og nokkrar kindur tók út af fjör- unum. Á Völlum í Þistilfirði tók sjórinn 20—30 kindur. Á Læknisstöðum á Langa- nési braut sjórinn fiskhús og skolaði 20—30 skippundum af fiski, er þar voru, langt upp á land. Mikill hluti túnsins á Læknisstöðum fór undir möl og stórgrýti. Á Brimnesi urðu skemmdir á túni af grjótburði. Gekk þar sjór í bæjarhús, en olli þó ekki miklu tjóni á húsum, en miklu skolaði út af tómum tunnum og lýsi er bóndinn átti. Tjónið á Þórshöfn og þar í nágrenni, er stórmikið og til- finnanlegt, því sumir menn hafa misst aleigu sína. Frá Alþingi Útflutningsgjald Frv. stjómarinnar um út- flutningsgj. var í fyrrad. til 2. umr. í neðri deild. Urðu all- miklar umr. um málið. Með þessu frv. er ákveðið að fella í einn lagabálk lög nr. 70 frá 1921 og þau lög sem síðan hafa verið sett um sama efni með þeim aðalbreytingum, að út- flutningsgjald af landbúnaðar- afurðum falli niður og lækka stórlega útflutningsgjald af síld o. fl. afurðum. Fjárhagsu. hafði klofnað í málinu. Meiri- hl., Sigfús Jónsson, Ásgeir og Stefán Jóhann vildu að frv. yrði' samþ. án efnisbreytinga, en mimuhl., ól. Thórs og Möller, vildu ennfremur fella niður 1 kr. útflutningsgjald af síldar- mjöli og fóðurmjöli. Fjármála- ráðh. sagði, að þó útflutnings- gjöld væru yfirleitt óheppileg- ur tekjustofn, væri ekki fært vegna ríkissjóðs að ganga lengra í niðurfellingu þeirra en gert væri með frv. Jónas Guðmundsson flytur brtt., sem1 hann tók aftur til 3. umr. um að ferfalda útflutn- ingsgjalda af þurkuðum fiski- úrgangi, en fella með öllu nið- ur gjald af fiskimjöli í þeim tilgangi að bæta aðstöðu inn- lendra fiskimjölsverksmiðja. Frv. var samþ. án efnis- Fcnmh é 2. aUSu. Ifélllr úr llorBur-Diiieyjarsýslg Almennur þingmálafundur á Þórshöin skorar á Alþingi að staðfesta kjötlögin Fréttaritari Nýja dagblaðs. ins á Þórshöfn ritar blaðinu á þessa leið: í haust hafa verið hér um slóðir sífelldar rigningar og Hæsti trillubátur mun hafa tæpl. 200 skippund eftir sum- | arið. Er það talinn góður afli hér. Eigandi og formaður þe3s báts er Marino Ólason. Á þeim stormar af og til. Hey eru j sama bát fór Marino frá Vest- mikil úti ennþá, einkum á Langanesi utan til. Þar hafa aðeins komið 3 þurkdagar síð- an sláttur byrjaði. Var það uni miðjan sept. Náðu menn þá nokkru af töðum, en stór- skemmdum. Eru þar miklar töður óhirtar ennþá og úthey. Heyskapur er almennt lítill og lélegur. Garðrækt fer mjög í vöxt hér um' slóðir. Uppskera í haust víða góð, þó eru kar- töflur minna vaxnar en í fyrra. Fiskafli var góður hér í Þórs- höfn í júlí og ágúst. I vor var aftur aflaleysi og haustafli brást að mestu sökum ógæfta. Afli hér því varla 1 meðallagi. mannaeyjum til Þórshafnar vorið 1933 í tveim áföngum, sem var talin hættuför á svo litlu fari. Fiskafli á Skálum var lakari en á Þórshöfn og hömluðu vindar þar sjósókn. Sama er að segja um aflabrögð í Gunnólfsvík og Bakkafirði. Slátrun sauðfjár er lokið hár á Þórshöfn. Var hún með mesta móti og mun hafa verið slátrað nálega 7000 fjár. Dilk- ar voru mjög rýrir til frálags. Nýlega var haldinn hér í Þórshöfn almennur þingmála- fundur. Var þar meðal annars rætt um kjötsölulögin. Var Framh. á 4. síðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.