Nýja dagblaðið - 13.11.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.11.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavik, þriðjudaginn 13. nóvbr. 1934. 269. blað JEðstu prestar Hitlers Hneykslanleé meðferð á opinberu fé I kirkjudeilunni í Þýzkalandi hefir stjómin orðið slá undan. Jafnvel hefir legið við borð, að Miilier ríkisbiskup segði af sér, og hans hægri hönd, Jáger, hefir hrökklazt úr embætti. Er það í fyrsta sinn, eftir byltingu nazista, sem mótstaðan gegn þeim hefir knúð stjómina til undanhalds. Þjóðin hafði verið rænd nær öllu frelsi. En trúarbragðaþrældóm. inn þoldi hún ekki. Deilan er að vísu hvergi nærri útkljáð enn. Myndin er af dómkirkjunni í Berlín, Miiller biskupi til vinstri og Jáger til hægri. Nýtt leikrit eftír Halldór Hiljan Laxness. Leiktélag Beykjavikur sýnír brádlega Straumrof, uýsaminn sjdnleik, ettir Halldór Kiljan Laxness. Nýja dagblaðið átti í gær viðtal við formann Leikfélags Reykjavíkur, Láms Sigur- bjömsson, og spurði hann að, hvaða leikrit yrði sýnt næst hjá félaginu. — Jeppi á Fjalli verður sýndur nokkmm sinnum enn, segir Lárus, m. a. verða tvær sýningar á sunnúdaginn kero- ur. En næsta leikrit, sem fé- lagið sýnir, er „Straumrof“ eftir Halldór Kiljan Laxness og verður frumsýningin 23. þ. m. 1 leikritinu eru aðeins fimm hlutverk, hjónin Loptur og Gæja Kaldan, dóttir þeirra Alda Kaldan og tveir unnust- ar, Már Ýman og Dagur Vest- an. Aðalhlutverkið, frú Kaldan, leikur Soffía Guðlaugsdóttir, Lopt Kaldan leikur Brynjólfur Jóhannesson, dótturina leikur ný og óþekkt leikkona, Níní Stefánsson, dóttir Jóns Stef- ánssonar listmálara. Unnust- ana leika Indriði Waage og Þorsteinn ö. Stephensen. Leikritið er í þrem þáttum. Fyrsti þáttur gerist á heim- ili Kaldans í Reykjavík, en annar og þriðji í veiðiskála uppi til fjalla. Gunnar Hansen hefir leik- stjómina á hendi og hefir einnig gert teikningu af tjöld- unum. Sennilegt er að þetta leikrit Kiljans verði leikið í Kaup- mánnahöfn um líkt leyti, á Betty Nansen leikhúsinu, og að Betty Nansen sjálf leiki að- alhlutverkið. Gunnar Hansen hefir þýtt leikritið á dönsku. Englendíngar og Saardeilan London kL 17, 12/11. FÚ. Fyrirspum kom fram í neðri málstofu enska þingsins í dag um þátttöku Englendinga í aukinni löggæzlu í Saar. For- sætisráðherra skýrði frá því, að aðalritari Þjóðabandalags- ins hefði mælst til þess, að þjóðir þær, sem tækju þátt í bandalaginu, veittu lið til þess að auka lögregluliðið utan Saar, þar til atkvæðagreiðslunni væri lokið í janúar. Hann sagði einnig, að nokkrir fyrv. brezkir liðsforingjar hefðu sótt um að taka þátt í liðsöfn- un og hefði umsóknum þeirra verið vísað til Saamefndarinn- Vélbáturinn ölver nær landi efiir mikinn hrakning. Eins og skýrt var frá í sunnudagsblaðinu, vom menn famir að óttast um vélbátinn „ölver“ frá Álptafirði við ísa- fjarðardjúp á laugardaginn og voru skip á þeim slóðum beðin að leita hans. Þessi ótti reyndist ástæðu- laus. „ölver“ kom til Álpta- fjarðar aðfaranótt sunnudags- ins, hjálparlaust. Höfðu skipverjar átt slæma útivist. Hafði vélin bilað og tók viðgerðin rúmar 9 klst. Á meðan urðu þeir að yfirgefa lóðimar og létu reka undan veðrinu. Þegar viðgerðinni var lokið, var farið að leita lóðanna og fundust þær eftir langa leit. Alls tók róðurinn tvo sólar- hringa í stað tæplega eins, að öllu forfallalausu. Voru menn því farnir að óttast um bát- inn, því veður var slæmt á köflum. ar. En hitt sagði hann, að ekki væri satt, sem! sumir hefðu borið út, að Englendingar ein- ir tækju þátt í þessari liðsöfn- un, heldur hefðu aðeins tvær umsóknir frá enskum mönnum verið teknar til greina. Einnig kvað hann það ósatt, að lið- söfnun færi fram leynilega. Þorsteíxm Briem lannar „sjálíkjörnu“ sjóðsstjórn inni. Verðnr Kreppuiánasjóðnr látinn greiða 20— 30 þús. krónnr á nœsta ári fyrir að gera sama og ekki neitt? Störfum kreppulánasjóðs er nú um það bil lokið. Sjóðnum hafa borizt 2800 umsóknir. Þegar hafa verið veitt um 2000 lán, en synjað um 300. Óafgreiddar eru enoi um 500 lánbeiðnir, en mestur hluti þeirra verður afgreiddur fyrir áramót. 1 stjórn sjóðsins eiga sæti Tryggvi Þórhallsson bankastj., Pétur Magnússon bankastjóri og Jón Jónsson frá Stóradal. Tryggvi er sjálfkjörinn í stjómina, sem aðalbankastjóri Búnaðarbankans, en Pétur og Jón eru skipaðir af Þorsteini Briem, samkvæmt tilnefningu landbúnaðarnefnda þingsins, en þar áttu þeir sæti og kusu báðir sjálfa sig og fengu þann- ig fleiri atkvæði «n Ingólfur í Fjósatungu, sem samvinnu- menn óskuðu eftir í stjómina! Þar sem störfum kreppulána- sjóðs verður lokið að mestu um áramótin, væri sjálfsagt, að stjórnin hætti þá störfum, og bankastjórum Búnaðarbank- ans yrði falið að sjá um stjóm sjóðsins, fyrir litla eða enga þóknun. En hin núverandi stjóm sjóðsins er mjög kostn- aðarsöm, því Þorsteinn Briem skipaði, að hver nefndamiaður skyldi hafa 600 kr. laun á mánuði. Ef stjómin héldi á- fram á næsta ári með óbreytt- um launum, væru um| 22 þús. kr. eytt, sem með hagkvæmara skipulagi mætti spara að mestu. Landbúnaðamefnd hefir haft þetta mál til athugunar og leggur til, að landbúnaðarráð- herra geri nýjar ákvarðanir um launagreiðslur fyrir stjóm sjóðsins. en telur ekki fært að leggja stjórnina alveg niður, þar sem Þorsteinn Briem hafi skipaó hana til ársloka 1935. Annars eru laun kreppulána- sjóðsstjómaiinnar gott dæmi um ógætni fyrv. ríkisstjómar í fjármálum, þegar stuðnings- menn hennar áttu í hlut. Einn nefndarmaður fær t. d. 19.200 kr. í bankastjóralaun, þing- mannskaup að auki, en eigi að síður finnst Þorsteini Briem forsvaranlegt að bæta við laun hans 7200 kr. fyrir stjóra kreppulánasjóðs. Pétur Magn- ússon hafði einnig fyrir 7200 kr. bankastjóralaun, þing- mannskaup og ríflegar greiðsl- ur fyrir málflutning, er hann annaðist fyrir ríkissjóð. Ganga má að því vísu, að tillaga landbúnaðarnefndar verði samþykkt og má telja víst, að launin verði lækkuð svo um munar. Char le sigurvegariim í Ástralíuflugið er langstór- felldasta flugkeppnin, sem enn- þá hefir verið efnt til. Meðan flugið stóð yfir var um' ekkert meira rætt í heimsblöðunum. Fjöldi manna um allan heim beið úrslitanna með eftirvænt- ingu. Hver myndi verða sigur- vegarinn í þessari miklu flug- keppni og hljóta há verðlaun og heimsfrægð að launum? Sigurvegarinn varð Englend- ingurinn Charles Scott. Þeim, sem kunnugastir voru, kom það ekki á óvart. Tvisvar áður hafði hann sett met á flugleið- inni frá Englandi til Ástralíu. 1931 flaug hann frá Lympne á Suður-Englandi til Port Dar- win 1 Ástralíu á 9 dögum 3 klst. og 40 mín;. 1932 fór hann þessa leið á 8 dögum, 20 klst. s Scott Ástralíultuginu. og 47 mín. I Ástralíufluginu varð tími hans 71 klst. og var vegalengdin þó töluvert lengri en hann fór í þessum fyrri flugferðum sínum. Charles Scott er 80 óra ganiall. Hann byrjaði flugnám sitt fyrir tólf árum. Nokkm eftir að hafa lokið prófi fór hann til Ástralíu og var þar í fjögur ár. Þar fór hann í marg- ar erfiðar flugferðir. Einu sinni flaug hann t.d. 4000 km., yfir þvera Ástralíueyðimörkina En honum er fleira til lista lagt. Hann er ágætur íþrótta- maður og hefir getið sér mik- inn orðstír sem hnefaleikari. En uppáhalds list hans er þó hljómlist. Faðir hans er líka hlj ómsveitarstj óri og sjálfur leikur Scott mætavel ó fiðlu. .

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.