Nýja dagblaðið - 13.11.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 13.11.1934, Blaðsíða 4
4 II t » A dagblabib IDAG Sólaruppkoma kl. 8.45. Sólarlag kl. 3.35. Flóð árdegis kl. 9.00. Flóð síðdegis kl. 9.25. Veðurspá: Austankaldi. Dálítil rigning. Ljósatltni hjóla og bitreiða kl. 4,20—8,05. Sötn, skrifstoiur o. fL Landsbókasafnið ..... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn ...... 1012 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Fósthúsið: Bréfapóststofan ... 10-6 Bögglapóststofan ........... 10-5 Skrifstofa útvarpsins . 10-12 og 1-0 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ....... 10-12 og 14 Fiskifélagið (Skriíst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútg. rikisins .... 9-12 og 1-6 Eimskip ..................... 9-6 Stjómarráðsskrifst. ... 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfr.l. .. 10-12 og 1-6 Skrifst. bæjaríns ..... 9-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 14 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 14 Hafnarskrifstofan ..... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Skrifstofa lögreglustj. 10-12 og 14 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landspítalinn .............. 34 Landakotsspítalinn .......... 3-5 Kleppur ..................... 1-5 Vifilstaðahælið . 12y2-l% og 3y24i/2 Næturvörður 1 Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4, simi 2234. Samgttngur og póstferðir: Brúarfoss til Leith og K.hafnar. Suðurlandspóstur kemur. Skemmtanlr og samkomur: Nýja Bíó: Hefðarkona heilan dag kl. 9. Dagskrá útvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 12,45 Enskukennsla. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 þing- fréttir. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Starfshættir Alþingis (For- ,seti samein. þings, Jón Baldvins- son). 21,00 Tónleikar: a) Píanó- sóló (Emil Thoroddsen); b) Gram- mófónn: íslenzk lög; c) Danslög. Innbrot var framið í vöru- geymslu Jóns porlákssonar & Norðmanns, Bankastræti 11, að- faranótt sunnudagsins sl. Hafði þjófurinn snúið lásinn af hurðinni og brotið læsinguna. þar var ekk- ert að hafa nema eldavélar, lino- leumstranga o. þ. h., sem örðugt var að' taka með sér. Tilraun hafði verið gerð til að komast inn í. herbergi, sfem afgreiðslumaður- inn hefir til umráða, en ekki hafði það heppnazt. Mun þjófurinn ekki hafa haft neitt upp úr innbrot- inu. VeðriS i gær. Austanátt og rign- ing um allt land. Á Austurlandi var vindur hægur, en allhvasst á norðvesturlandi. Mest úrkoma var á suðausturlandi. Úrkoma var mæld mest á Fagurhólsmýri, 33 rnm.; H-iti yar.frá 2—6 stig. Annáll Skipairéttir. Gullfoss kom til Leith i fyrradag. Goðafoss fór vestur og norður i gærkvöldi. Dettifoss er í Hamborg. Bniarfoss vnr væntanlegur til Reykjavíkur í morgun. Lagarfoss var á Fáskrúðs- firði í gær. Selfoss er á leið til Hull. Farþegar með Goðafossi vestur og norður voru: Kristján Jónsson, Sigríður Klemensdóttir, Hólmfríð- ur Gunnarsdóttir, Kristján Eyj- ólfsson, þórunn Rögnvalds, þor- lákur Helgason, Hrefna Guð- mundsdóttir, Sigurrós Sigurjóns- dóttir, Grímur Snædal, Henry Háifdánarson, Steinarr Guðmunds- son. Höínin. Tryggvi gamli fór til Englands í gær. Hafði hann tekið bátafisk til útflutnings á Stein- grímsfirði. Lyra kom í gærkvöldi frá útlöndum. Brúarfoss var væntanlegur að vestan i nótt. Línuveiðarinn Fróði ætlaði til Dýrafjarðar í gærkvöldi með margt farþega. Hrútasýning var haldin hér í bænum á sunnudaginn. Fjórir hrútar af fimmtán, sem komu á sýningarstaðinn, fengu 1. verð- laún. Voru þeir frá 91—96 kg. á þyngd. Samúel Ólalsson fyrv. fátækra- fulltrúi andaðlst sl. sunnudag aft- ir langa vanheilsu. Vörubirgðir úr þrotabúi Kaupfé- lags alþýðu verða boðnar upp í Bröttugötusalnum kl. 10 í dag. Vörubirgðirnar eru metnar á 10 þús. kr. Farfuglalundur verður í Kaup- þingssalnum kl. 9 í kvöld. Far- íuglafundirnir eru með allra á- nægjulegustu samkomum hér í bæ. þar kemur saman ungt fólk alstaðar að af landinu og skemmt- ir sér við ræðuhöld, upplestur, söng, dans, sameiginlega kaffi- drykkju o. fl. f>að sem sérstak- lega einkennir þessar samkomur ungmennafélaganna, er hve frjálslegar og óþvingaðar þær eru og skemmtikraftarnir ólam- aðir og veittir og þegnir af góð- um hug heilbrigðrar æsku. Heiðarkona heilan dag heitir myndin, sem nú er sýnd i Nýja Bíó. Er það' amerísk tal- og tón- mynd. Hún hefir fengið góða dóma í erlendum blöðum og talin vera mjög skemmtileg. Dætur Reykjavíkur II. heitir ný bók eftir þórunni Magnúsdóttur. Sumi höfundur gaí út fyrir tæpu ári síðan smásögur undir þessu nafni og fengu þær góða dóma. Skemmdimar á LanganesL - Skemmdirnar á þórshöfn og norð- anverðu Langanesi af völdum brimsins mikla á dögunum hafa verið metnar á 23 þús. kr. Símakappskák fór fram aðfara- nótt sl. sunnudags milli Taflíé- lags Hafnfirðinga og Taflfélags Akureyrar. Teflt var á 10 borðum. Úrsíit urðu þau, að Hafnfirðing- ar unnu 6, gerðu 3 jafntefli og unnu þannig með 7% gegn 1%. Einu tafli var ekki lokið og geng- ur dómur um það. Taflið stóð yf- ir frá kl. 21 að kvöldi til kl. 9 að morgni. Nazistar héldu skemmtun á Hó- tel Borg á laugardagskvöldið. Mun þar hafa gerzt sitthvað sögu- iegt og hefir blaðið heyrt, að mönnum hafi verið varpað þar út, vegna þess að þeir vildu ekki bera einkennismerki nazista eða hrópa „Heil Hitler". — Yfirleitt mun skemmtunin hafa farið þann- ig fram, að hún var vel samboð- in þeim flokki, sem fyrir henni gekkst. Hvalur laskar skip* London kL 20.30 10/11. FÚ. Hvalveiðaskip kom til hafn- ar í Nýja Sjálandi í dag, og hafði furðulega sögu að segja. Hvalveiðamönnum hafði tekizt að festa skutulinn í stórhveli, en í fjörbrotunum lenti hvalur- inn undir skipið, og kastaði því í loft upp, en það kom þó niður á réttum kili. Við þetta sprakk sprengja, og varð ein- um manni að bana, en hval- veiðamenn vissu ekki til að orðið hefði annað tjón, fyrr en þeir urðu þess varir, að talsvert vatn var komið í skip- ið, og var þá haldið til hafnar með svo miklum hraða, sem unnt var, og stórhvelinu sleppt. Qsfjórn og sukk á meðferð styrktarfjár til atvinnuleysingja. London kL 19Æ0, 11/11. FÚ. Senator Borah hefir ráðizt á meðferð opinberra hjálpar- sjóða fyrir atvinnuleysingja í Bandaríkjunum, og hefir for- stjóri hjálparstarfseminnar skipað rækilega rannsókn á úthlutun atvinnuleysisstyrkja, og falið Senator Borah að að- stoða við rannsóknina. Kaupondur blaðsins eru minntir á að tilkynna afgreiðslunni tafar- laust, ef þeir verða fyrir vanskil- um á blaðinu. Útflutningurinn. Um seinustu mánaðamót nam útflutningurinn 37.2 milj. kr. og er það tveim milj. kr. minna en á sama tima í fyrra. Innflutningurinn. Um seinustu mánaðamót nam innflutningúr- mn það sem aí er þessu ári 40.1 milj. kr. og er það 2.3 milj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. þá var útflutningur 0.4 milj. kr. hærri en innflutningurinn, en nú (T innflutningurinn 2.9 milj. kr. íineiri. í dag eru 29 ár síðan að Hákon VII. var kjörinn til konungs í Noregi. í Tideus Tegn segir nýlega, að meðal bóka, sem Nationalforlaget í Oslo gefur út i haust, verði skáldsaga eftir Snorra Hjartarson (Snorrasonar alþm.), sem hann nefnir: Höit flyver ravnen. Mynd af Snorra fylgir þessari frásögn blaðsins. Hlutavelta Dýravemdunarfélags ins s. 1. sunnudagskvöld stóð yf- ir frá kl. 4—12. þar voru margir ágætir munir. Verðmesta dráttinn hlaut Sveinn Ólafsson Lækjarg. 10 B. Voru það matvörur fyrir á annað hundrað krónur. Mun fé- lagið með hlutaveltu þessari hafa fengið góðan fjárstyrk, enda styrktu bæjarbúar það bæði með gjöfum á hlutaveltuna og einnig með því að sækja hana og draga upp öll númerin og sýndu þeir þannig velvild sína til málefnisins. Lttgboðin gæsasteik. þar eð út- flutningur á gæsum frá Litaven var fyrir nokkru stöðvaður, hefir landsstjórnin séð sig knúða til að gera sérstakar ráðstafanir svo að bændur, sem stunda alifugla- rækt, tapi ekki markaðinum. — Strandferðir Bergur Jónsson. og Gísli Guð- mundsson flytja þáltill. um! að láta fella niður úr samningum milli íslands og annara ríkja >au ákvæði, er komi í veg fyr ir það, að Islendingar geti tek- ið strandferðimar í sínar íendur. Smjörlíki Landbúnaðam. neðri deildar flytur frv. um þá breyt. á 1. frá 1933 um smjörlíki, að allt smjörlíki sem framleitt er hér á landi skuli bætt með A- og D-fjörefni eftir fyrirmælum, er ráðh. setur og ekki á ann- an hátt. Ennfremur að áður en ráðh. hefir fyrirskipað með augl. um blöndun smjörlíkis með smjöri, má ekki verzla með smjörlíki blandað smjöri, og eftir að slík auglýsing hef- ir verið birt, má ekki selja smjörlíki öðmvísi blandað smjöri en fyrir er iriælt. Einfalt ráð við borgarastyrjöld! London kl. 20.30, 10/11. FÚ. Óeirðir hafa ennþá orðið í Cuba, og eru það atvinnuleys- ingjar, sem hafa valdið þeim. Stjórnin hefir tilkynnt, að hún muni bæla allar óeirðir niðar með harðri hendi, en eitt blað- ið í Cuba hefir bent stjóm- inni á það, að öruggasta leiðin til að bæla niður óeirðir sem þessar, sé, að veita atvinnu- leysingjunum vinnu — en þó ekki of stranga. tramsóknarfélag Borgarfjarðar Nýja Bió Heíðarkona heilan dag (Lady for a Day) Ljómandi skemmtileg amer- ísk tal- og tónkvilcmynd. — Aðalhlutverkin leika: May Robson, Warten Wflliaju Jean Parker o. fl. Sýnd síðasta slnn i kvttld kL 0. • Odýrn # Mflýsingaraar. Kaup og sala Ágæt kryddsíld nýkomin í verzlun Kristínar J. Hagbarð. Sími 3697. Hmvötn, hárvötn og hrein- lætÍHvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavflrar. Fallegu lampana og allt til rafmagns, kaupa menn í raf- tækjaverzlun Eiríks Hjartár- sonar, Laugaveg. 20. Sími 4690. S&ltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. VÍNBER fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. || Tilkynningar | Hefi síma 2869. Dr. Max Keil, Tjarnargötu 10, B. Beztu og ódýrastar allskon- ar viðgerðir á skófatnaði. Skó- vinnustofan, Njálsgötu 23, sími 3814. Kjólar og frakkar á full- orðna og börn eru saumaðir fyrir sanngjamt verð á sauma- stofunni á Suðurgötu 14. |j Átvinna ||| Fyrir skömmu hélt Fram- sóknarfél. Borgfirðinga fund í Borgamesi til þess að ræða landbúnaðarmálin á Alþingi. Fundinn sóttu um 60 manns. Á honum vom m. a. niættir þingmaður Mýrasýslu Bjarni Ásgeirsson og Jónas Jónson, form. Framsóknarflokksins. Á fundinum kom fram! mikil ánægja um það, hverng ríkis- stjómin hefir tekið á landbún- aðavmálunum. Stúlka vön jakkasaumi ósk- ast. — Bjami Guðmundsson, Hverfisgötu 53. ílösk og lipur stúlka, vel að sér, sem er vön afgreiðslu, get- ur fengið stöðu hálfan eða all- an daginn. Meðmæli frá fyrri húsbændum nauðsynleg. Tilboð merkt „Stundvís" leggist ó af- greiðslu blaðsins. Húsnœði 3 herbergi og eldhús eða lítið hús, óskast til leigu 15. þ. m. eða 1. des. Má vera utan til í bænum. A. v. á. Herbergi með sérinngangi óskast. A. v. á. Herbergi óskast, helzt ná- lægt miðbænum! eða vestan- vert í bænum. A. v. á. Kennala Og um s. 1-. mánaðamót ákvað stjórnin að skylda alla opinbera btarísmenn ríkisins og aðra þá, sem vinna við hálfopinberar stofn- onir, að kaupa ákveðið magn af gæsakjöti í hlutfalli við tekjur þeirra. Er með þessu ætlazt til að 200 þús. gæsir seljist á innlendum markaði. Biano og orgelkennsla. Hljóð- færi til æfinga getur komið til greina. Lorange, Freyjugötu 10 Orgelkennsla. Kristinn Ing- varsson, Hverfisgata 16._______ Hafnfirðingar! Kenni á orgel. M. Karlsdóttir, VíSistöðum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.