Nýja dagblaðið - 13.11.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 13.11.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DABBLABIÐ 3 nýja dagblaðið L'tgulaiidi: „Blaðaútgáfan h.f." Ritstjórar: Gísii GuOniundaaon, Hallgrímur Jónasson. Ritstjórnartikrifstofurnar Laugav. 10 Síniar 4373 og 2853 Afgr. og auglýsiugask.riistofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðj&n Acta. Ósanngjörn afnotagjöld Ýmsum símanotendum, sem búa í úthverfum bæjarins, gengur dálítið erfiðlega að skilja réttlætið í gjöldum þeim, er þeir þurfa að greiða af símatækjum sínum, saman- borið við samskonar gjöld annara, er búa inni í bænum. Þeir, sem t. d. búa suður í Skildinganesi, þurfa að borga a. m. k. 30—45 kr. hærra upp- setningargjald fyrir síma en bæjarbúar innan Hringbrautar. En þótt ýmsum finnist í þessu nokkur ósanngimi, er raunar ekki óeðlilegt að uppsetningar- gjaldið sé þar eitthvað hærra, sem línur þarf lengri, enda þótt innan bæjarins sé. En meginfjarstæðan og ó- sanngirnin gagnvart úthverfa- mönnum liggur í öðru. Þeim er einnig gert skylt að greiða miklu hærri afnotagjöld en öðrum bæjarbúum. Ásamt miklu hærra uppsetn- ingargjaldi fyrir að fá símann heim 1 fyrstu, bætist við milli 40—50 kr. hærra afnotagjald árlega en inni í borginni. Verður naumast fundið nokkurt réttlæti í þvílíkum skatti, enda hefir honum verið mótmælt t. d. af símanotendum, sem búa í Skildinganesi. Má sennilega segja, að engir bæj- arbúar sæti eins slæmum kjör- um í notkun símans og þeir, er búa sunnan bæjarins. Það liggur í því, að hin svo- kölluðu fjarlægðargjöld eru ekki miðuð við miðstöð síma- kerfisins, símstöðina, eins og sjálfsagt mætti þykja, heldur við Hringbraut. Símanotandi sem t. d. býr suður við Grímstaðaholt, verð- ur að greiða tvöfalt fjarlægð- argjald (fyrir tvo fyrstu 500 métrana), meðan annar síma- notandi, sem býr í sömu fjar- lægð frá símstöð austur í bæ, þarf engin fjarlægðargjöld að borga. Það miklu lengra er út að mörkum Hringbrautar í þá átt en suður á bóginn. Þessi ranglátu aukagjöid eiga engan rétt á sér. Þau koma hart niður á efnalitlu fólki, sem orðið hefir kleifara að búa og byggja yfir höfuð sér í úthverfunum en inni í bænum. Er þess að vænta, að atvinnumálaráðh. taki þetta mál til athugunar og leiðrétti það óréttlæti, sem símanotend- ur m. k. þessa áðumefnda út- hverfis eiga við að búa. SimanotandL Ski n og skúrir Hækkandi stjarna. Bátar Stokkseyringa Alþingi í fyrrahaust sam- þykkti að ábyrgjast 85 þús. kr. fyrir útgerðarfélög á Stokkseyri. Stóðu sjómenn þar uppi mjög atvinnuvana, og þorpið í miklum fjárhagslegum vandræðum, því að hinir gömlu íhaldsforkólfar höfðu siglt at- vinnulífinu og málum þorpsins í strand. Sjómenn á Stokks- eyri létu í vor semja við báta- smiðju í Danmörku um smíði þriggja báta og er hver þeirra 16 smálestir. Hinn fyrsti er á leið heim, en tveir eiga að leggja af stað bráðlega. Út- gerðarfélag þetta á við margs- konar erfiðleika að etja, en íramtíð þorpsins veltur að miklu leyti á, að þessi tilraun heppnist, því að ef ekki getur borið sig útgerð sjómanna sjálfra, þá hættir öll útgerð á Stokkseyri. Mjólkurfélag;e- máliö Fyrir nokkru síðan komst upp, að forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, Eyjólfur Jóhanns. son, hafði staðið í sviksamlegu sambandi við undirmenn í Landsbankanum, og fengið þar fé að láni, án vaxta, án leyfis yfirmanna bankans og á þann hátt, að það var bæði brot á reglum bankans og lögum landsins. Undir eins og hljóð- bært varð um málið var ölluni almenningi ljóst, að hér var um að ræða vísvitandi sviksemi, og af hættulegu tægi. Forstjóri Mjóikurfélagsins sá og, að svo var, bað stjórn Mjólkurfélags- ins um traustsyfirlýsingu og fékk hana. Hefir slíkt komið eitt sinn áður fyrir hér á landi, að embættismaður, sem sann- ur var að stórkostlegur afbroti, fékk samþykkt traust frá stéttarbræðrum sínum, þó að hver einstakur félagmaður af- neitaði verknaði hans. Síðan reyndi forstjórinn að útvega sér traust hjá fulltrúaráði fé- lagsins, en það vildi ekki verða við þeirri ósk. Málið var síðan rannsakað og dæmt af settum1 lögreglustjóra Gústaf Jónas- syni. Féll dómurinn mjög í áframhaldi af trausti félags- stjórnarinnar, því að Eyjólfur var raunverulega sýknaður, með því að dæma hann tii hegningar, sem ekki á að fram- kvæma. Það fer að verða mjög vandalítið að lifa fyrir fjár- svikara hér á landi. Þeir mega lokka starfsmenn ríkisins til lögbrota. Þeir mega þverbrjóta hegningarlögin ár eftir ár. Hin- um umkomulausu er hegnt taf- arlaust fyrir hverja smáyfir- sjón. En eftir dómi Gústafs Jónassonar, þá verður Eyjólf- ur Jóhannsson að leika leik sinn með starfsmenn Lands- bankans nokkur ár enn til þess að hann geti fengið dóm. — Mörgum munu þykja þetta undarleg lög. Deila út af heiðarsmerki Þegar Magnús Torfason átti 40 ára embættisafmæli 1. nóv. s. 1. lagði dómsmálaráðherra til, eins og venja er við slík tækifæri að svo löng þjónusta í þágu ríkisins væri viðui’- kennt með heiðursmerki. En er málið kom til íhaldsmanna í orðunefndinni, voru . sumir þeirra hinir tregustu og gekk til jafningjatilfinning við M. T. Forsætisráðherra lét sér ekki líka þessi svör og taldi, að hér væri einmitt um slíkt tilfelli að ræða, þar sem heið- ursmerki ætti við. Mun suma mennina í orðunefnd hafa grunað, að þeir væru komnir á nokkuð tæpt vað, og ekki úti- lokað, að Hermann Jónasson legði til, að skipulagi nefndar- innar yrði breytt, ef hún liti svo á hlutverk sitt, að hún væri eingöngu til vegna íhalds- manna. Fór svo, að nefndin tók upp þann kostinn, sem beztur var, að láta enga póli- tíska hlutdrægni koma til greina í þessu efni. ** ,Einn og tvo í róðri‘ Ólafur Thors o. fl. þingm. í- lialdsins hafa fært fram, sem ástæðu gegn tékju. og eigna- skattsfrv., að það rýrði tekju- stofna bæjar- og sveitarfélaga, ef að lögum yrði. 1 þeim anda fluttu þeir þá fjarstæðu brtt., að helmingur skattsins skyldi renna til sveitar. og bæjarfé- laga. Við atkv.greiðslu hefir þó sýnt sig, að þrír íhalds- menn í neðri deild gátu ekki greitt till. atkvæði. Greiddu þeir Jón Ólafsson og Gunnar Thoroddsen atkv. á móti till., en Jón Sigurðsson sat hjá. Svo fór um sjóferð þá. „Alltaf drepur hann af sér menn, einn og tvo í róðri“. Á hitt eru í- haldsmenn steinhættir að minnast, að frumv. íþyngi lág- tekjumönnum frá því sem ver- ið hefir. Nýr Borgarnesbátur Frv. Bjama Ásgeirssonar og Gunnars Thoroddsen um að ríkið ábyrgist 200 þús. kr. lán fyrir h/f. Skallagrím í Borgar- nesi og legði fram allt að 50 þús. kr., sem hlutafé í félagið til þess að félagið kaupi nýtt flutningaskip, er annist flutn- inga á Faxaflóa í stað E/s. Suðurlands, var samþ. til 3. Iumr. í neðri deild í gær með þeim bréytingum, að skipið annist einnig flutninga á hafn- ir við Breiðafjörð, og því skil- ! yrði, að félagið útborgi ekki j arð af hlutafé sínu, méðan ; ríkisábyrgðin stendur. Verzliö við þá að öðru jöfnu, sem auglýsa í Nýja dagbladinu Antoni Eden Þessi enski stjóramálamað- i hann kosningu fyrir íhalds- ! flokkinn. ur var nýverið á ferð um Norð- urlönd í opinberri heimsókn. Hann er nú sá maður, sem einna mest ber á í utanríkis- málum Englendinga — að frá- Anthony Eden. töldum þeim ráðgjafanum, sem fer beinlínis með þau mál, en það er, eins og kunnugt er, Sir John Simon. Hann er 43 ára gamall, af allkunnri ætt og alkunnum stjómmálamönnum. — Braut hans hefir legið gegnum Eton og Oxford og inn í parlament- ið enska. Eins og svo margir aðrir, var Eden sendur til vígvall- anna 1914—18. En 1923 hefst stjórnmálaferill hans. Þá náði Þeim flokki hefir hann fylgt jafnan síðan, en staðið þar þó lengst til vinstri. Sá, sem einna fyrstur kom I auga á gáfur hans og hæfi- leika, var Chamberlain, sem veitti Eden ritaraembætti í ,ut anríkisráðuneytinu. Brátt hækkaði Eden í tign og áliti. Hann varð einskonar aðstoðarráðherra eftir 1931 ,og hægri hönd John Simons. Um skeið var allmikið uiri það talað, að Mac Donald flytti J. Simon úr stöðu hans og fengi honum í hendur innanríkismál- in. Þá átti Eden að verða utan- ! ríkisráðherra. Nú gegnir A. Eden í raun og j veru störfum utanríkisráðherr- , ans að allmiklu leyti. Hann ! mætir út á við fyrir hönd i brezka ríkisins, þegar J. Sim- | on er hindraður frá því sjálf- j, ur. Og í Genéve er það hann, j, sem oftast kemur fram fyrir Englands hönd. Honum er spáð mikilli fram tíð. Stjórnmálahæfileikar hans eru taldir frábærir og ýmsa órar fyrir því, að leið hans muni áður en langt um líður, liggja upp í forsætisráðherra- stól Brethlands. Afgreidd þingmái Þessi stjórnarfrv. hafa verið afgreidd sem lög frá Alþingi: 1. Frv. um framlenging á bráðabirgðaverðtolli frá 2. júní 1933 til ársloka 1935. 2. Frv. um að lög um verð- toll frá 15. júní 1927 með þeim breytingum er síðar hafa ver- ið á þeim gerðar, skuli gilda til ársloka 1935. 3. Frv. um staðfestingu á bráðabirgðalögum frá 28. júní s. 1. um að lög um útflutning á kjöti frá 19. júní 1933 skuli gilda til 1. júlí 1935. 4. Frv. um að ríkisstjórnin (Áfengisverzlunin) hafi einka- leyfi til þess að framleiða hér á landi ilmvötn-, hárvötn, and- litsvötn, bökunardropa, kjama (essensa) og einkainnflutning á pressugeri. Með þessum lög- um er numið úr lögum' bann við því, að Áfengisverzlunin selji sjúkrahúsum vín og ó- mengaðan „spiritus“. 5. Frv. um hagfræðiskýrsl- ur, er skyldar tryggingarskyld iðnfyrirtæki til þess að láta hagstofunni í té árlega skýrsl- ur um starfsemi sína og enn- fremur útgerðir innlendra og erlendra skipa, er stunda fólks- og vöruflutninga hér við land samkvæmt ferðaáætlun, skýrsl- ur um tölu strandferða, við- komustaði, tölu farþega og flutningsmagn. Sem lög hafa og verið af- greidd frá Alþingi þessi frv. einstakra þingmanna: Frv. um hlutaruppbót sjómanna og frv. um endurkosningu1 bæjar- stjórna (ísafjörður). Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið í Aðalstræti 8 í dag kl. 10 árd. og verða þar seldar allar vörur úr verzl. Kaupfélags Alþýðu, báðum búðum, svo og áhöld, þár með talið kassaapparat, samlagningarvél ritvél, reiðhjól. vogir o. m. fl. Þá verða og seld húsgögn og myndasafn. Greiðsla fari fram við batíiarshögg. Lögmaðnrinn í Reykjavik. Karlmannaföt Karlmannafrakkar. Drengjaföt. Síðar buxur. Pokabuxur. , Skíðabuxur. Káputau. Kjólatau. Ferðateppi.. Band. Lopi. Lan g a veg 1 0 Sími 2838.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.