Nýja dagblaðið - 16.11.1934, Side 1

Nýja dagblaðið - 16.11.1934, Side 1
NVJA DAGBLAÐIÐ 2. ár. m p ?i nj tíí ■ X) ' RM Reykjavík, föstudaginn 16. nóvemb. 1934. 272. blaö Frá ftmdi kjarstjórnar í fsx K jsín niðurjöfnunarnefnd. Atvínnubótavinnan verður aukin næstu daga. Oheyrileg haröyðgi fátækrastjórnar- innar við barnsmæður. Bæj aratj ómaríundur var hald- inn í gær. Stóð hann í rúmar 3 klst. og voru mörg mál til umræðu. Skal hér getið þeirra helztu. Aðalbjörg Sigurðardóttir upplýsti, að fátsékrastjómin hefði oft sýnt bamsmæðrum mikla harðýðgi og nefndi til eftirfarandi dæmi: . Ung og fátæk stúlka hafði alið bam og fengið sveitar- styrk til að greiða kostnaðinn við sængurleguna. Eftir ástæð- um stúlkunnar hefði verið sjálfsagt, að styrkurinn væri óendurkræfur. En fátækra- atjórnin hefir ekki fallizt á það, því hún hefir tekið nokk- uð af barnsmeðlaginu til greiðslu á sveitarskuldinni. Ólafur Friðriksson skýrði frá öðru svipuðu tilfelli. Stúlka hafði fengið úrskurð fyrir því, að henni bæri að fá greitt meðlag fyrir tvö ár. En þegar stúlkan kom! að vitja peninganna, var henni sagt, að koma síðar. Þannig gekk lengi. Loksins fékk hún þó 200 kr. Þegar hún kom að vitja um afganginn, var henni sagt, að hann fengist ekki greiddur og hún ættí að greiða tíl baka af þeiml peningum, sem hún hafði áður fengið! Stúlkan var bláfátæk og bú- in að safna miklum skuldum í þauí tvö ár, sem hún hafði ekki fengið neitt meðlag. Slík framkoma fátækra- stjómarinnar er með öllu 6- verjandi og verður að gera ráðstafanir til þess, að slíkt komi ekki fyrir framvegis. En vel er þetta í samræmi við önnur verk íhaldsmanna, að beita rangindum við þá, sem eru máttarminnstir, á sama tíma og þeir stofna mörg dýr, óþörf embætti handa gæðing- um sínum (borgarritari, ritari við rafveituna, forstöðumaður ráðningarskrifstofu o. fl.). Atvlnnnbótavinnan Bæjarráðið bar fram tillögu þess efnis, að bæjarsjóður tæki 60 þús. kr. lán til aukn- ingar atvinnubótavinnunni gegn 26 þús. kr. frá ríkissjóði og skuli 200 mönnum bætt við í atvinnubótavinnuna strax og lánið er fengið. Ríkisstjómin hefir þegar gefið loforð fyrir þeirri upp- hæð, sem getur í tillögunni. Borgarstjóri og Jón A. Pét- ursson hafa undanfama daga, að tilhlutun bæjarráðsins, reynt að fá þetta lán fyrir bæjar- sjóðinn, hér í bönkunum, en ekki fengið fyrir því nein á- ákveðin loforð. Tillaga bæjarráðsins var samþykkt. Miklar umræður urðu út af þessari tillögu. Skýrði Aðal- björg Sigurðardóttir frá því, að um 100 konur hefðu leitað til ráðningarskrifstofu kvenna. — Heimilisástæður þessara kvenna væm þannig, að þær gætu ekki farið í vist. Sýndi það bezt, hvílík nauðsyn væri á því, að koma á atvinnubóta- vinnu fyrir konUr. Niðurjöfnunarnelndin Kosnir voru fjórir menn í niðurjöfnunamefnd. Kosningu hlutu: Sigurbjörn Þorkelsson kaup- maður, Gunnar Viðar, hagfræðingur, Ingimar Jónsson skólastjóri, Jón Guðjónsson bókari. Allir voru þeir endurkosnir, nema sá síðastnefndi, sem kemur í stað Sigurðar Jónas- sonar, en var áður varamaðui hans. Varamenn vom kosnir: Sveinn Benediktsson, Sigurður Kristjánsson, Sigurður ólafsson, Kristínus Amdal. Skattstjóri er fimmti maö- urinn, sem á sæti í niðurjöfn- unarnefndinni. Ihaldld þakkar Nokkrar umræður urðu um þvottakvennafél. Freyju. Fé- lagið hefir samið við ríkis- stofnanimar o. fl. um taxta á þessari vinnu og forgangsrétt félagskvenna til að njótahenn- ar. óskaði félagið samskonar Frarnh. á 4. siðu. með Grikkjum og Albaníumönuum London kl. 17, 15/11. FÚ. Nýlega hefir gengið mikill orðrómur um það, að stjórnin í Albaníu beiti gríska minni- hlutann harðneskju, í því skyni að eyða grísku þjóðerni i Albaníu, og hafi látið loka grískum skólum, bannað kenn- urum að kenna og jafnvel látið handtaka foreldra, sem ekki vildu hlýðnast þeim fyrirmæl- um. Hefir þetta valdið miklum æsingum og óánægju í Grikk- landi, og hafa verið haldnir fjölmennir fundir í mótmæla- skyni, þar sem skorað er á grísku stjómina, að gera ráð- stafanir til þess að vemda rétt hinna 200 þús. Grikkja, sem búa í Albaníu. Svo mikið kveður að þessari óánægju, að gríska stjórnin hefir fundið sig knúða til þess að lýsa yfir afstöðu sinni og skora á þjóðina að taka í málið með ró og stillingu. Magimos hefir látið tilkynna, að fyrir allar athafnir, sem brjóta í bága við skuldbinding- ar Grikklands út á við, muni verða stranglega refsað. Knattspyrnukeppni um heimsmeistaranafnbótína Eng'lendingar unnn keppnina London kl. 17, 15/11. FÚ. ítalskur knattspymuflokk- ur, sem keppt hefir í Englandi og beðið ósigur fyrir heima- mönnum, hélt heimleiðis í dag. Einn knattspymumaður af hálfu ítalanna, meiddist í upp- hafi leiks og var fluttur á járnbrautarstöðina í sjúkra- börum. Foringi flokksins benti á hinn særða mann um leið og lagt var af stað og sagði: „Þarna sjáið þið orsökina til ó- sigurs okkar, en ef þér bjóðið oss aftur, þá munum vér með ánægju koma“. Blöð á meginlandinu ræða mjög um leik þenna. Blöðin í Austurríki og Ungverjalandi halda því fram, að Bretinn verði ekki sigraður i knatt- spyrnu, þegar hann sé sóttur heim. Enska loftslagið og hin sterka samhygð hins mikla •nska múgs með sínum mönn- AlUfyiir máiefnið Myndin er af þrem ungum stúlkum úr verkfallinu mikia og nýafstaðna í Ameríku, þær fara eftir götmn stórborgar- innar ineð auglýsingaspjöld á baki og brjósti til stuðnings málefnum verkfallsmanna. Sogsvirkjunin Jón Þorláksson borgarsíjóri og Sig- urður Jónasson framkv.stj. fara utan ti! þess að semja um lán og efniskaup vegna virkjunarinnar. Jón Þorláksson borgarstjórí fór utan í gærkvöldi í því skyni að leita tilboða fyrir Reykjavíkurbæ um lán til Sogsvirkjunarinnar og um efni til virkjunarinnar, ef pening- amir fást til framkvæmda. Er ætlunin sú, að leita aðal- lega fyrir sér í Svíþjóð um hvorttveggja. Sigurður Jónasson forstjóri fór somuleiðis utan í gærkvöldi. Verður hann eftirlitsmaður af um við slík tækifæri, verði út- lendingum ofurefli. Þýzk blöð ræða einnig mikið um þenna knattleik, og telja einróma, að leikur Bretanna hafi verið með afbrigðum góð- ur. Þau saka Italina um1 rudda- legan leik, einkum í síðari hluta kappleiksins. Le Martin lætur í ljósi, að ef leikurinn yrði endurtekinn, þá mundu ítalir vinna, og að þeir myndu hafa unnið, ef einn bezti maður þeirra hefði ekki gengið úr leik í upphafi, vegna slysa. Eru þess varla dæmi, að fylgst hafi verið með knattspymukappleik með jafn- mikilli athygli út um allan heim. hálfu ríkisstjómarinnar með efniskaupum þeim, sem gerð kunna að verða, ef borgar stjóranum tekst að útvega lán- ið. Flugslys London kl. 17, 15/11. FÚ. Mikið flugslys varð 1 Ástra- líu í morgun. Ný flugvél, sem send hafði verið til Ástralíu, til þess að halda uppi flugferð- um á hinni nýopnuðu flug- póstleið milli Ástralíu og Singapore, hrapaði í Qeensland hálfri stundu eftir að hún hafði haldið af stað frá Long Beach. Þeir 4 menn, sem í flugvél- inni voru, fórust allir. Flugvél- in var eign „Quantus Com- pany“. Hefir félagið hætt við að láta vélar sínar fljúga þessa leið, þangað til lokið er rannsókn um orsök slyssins. Þykir sú rannsókn einkum skifta miklu vegna þess, að fyrir mánuði týndist flugvél af sömu gerð og frá þessu sama félagi á leið frá Habart á Tas- maniu til Melboum*.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.