Nýja dagblaðið - 16.11.1934, Qupperneq 2
2
1» Ý J A
DASBLABIB
Tilkyiming.
Daginn eftir að fyrsta árásargrein dr. Vestdals kom út í Alþýðublaðinu (þ.
22. okt.) um sviknar og falsaðar matvörutegundir, snérum vér oss til hr. efnafræð-
ings Trausta Ólafssonar forstjóra Rannsóknarstofu ríkisins, og báðum hunn að rann-
saka fyrir oss aldinmauk og saft þá, sem vér framleiðum. Oss hefir nú borist svar
hans, og birtist hér með útdráttur úr skýrslu hans, ásamt til samanburðar ummæli
dr. Vestdals, um nefndar vörutegundir.
Dr. Vestdal segir um:
Aldinmauk almennt
„Að blanda aldinmauk með sterkjuslrópi,
verður að teljast til fölsunar“.
„Mjög lítið var af köfnunarefnis-sam-
böndum og óuppleysanlegum efnum Það
stafar sérstaklega af sterkjumagninu. Auk
þéss var ekki hægt að finna neina fos-
fórsýru. Það bendir til þess, að ekki hafi
verið notaðir nýir ávextir, heldur einvtfrðungu,
éða að mestu leytí pressaðir“.
Trausti Ólafsson segir um:
BLÖNDAHLS aldinmauk.
„í aldinmaukið hafa verið notaðir ávextir
og reyrsykur sem aðalefni. Pressaðir ávext-
ir (þ. e. a. s. ávextir, sem saftin hefir ver-
ið pressuð úr), hafa ekki verið notaðir og
heldur ekki sterkjusíróp. Virðist ekki hægt
að segja annað en að vara þessi sé í fullu
samræmi við nafn það, sem hún ber“.
Kirsiberjasaff almennt.
„Það hefir ekki verið notað hið minnsta af
safa ór kirsiberjum við tilbúning þessa
„kirsiberjasafts“, heldur er um að ræða
vatnsupplausn af sykri, sem látið er í nokk-
uð af ,.essensum“ og tjörulit. til að ná
öáttúrlegum lit safa kirsuberjanna“.
BLÖNDAHLS kirsiberjasaft
„Rannsóknarstofan komst að þeirri nið-
urstöðu, að í saftinni væri að nokkru leytí
berjasaft, en að nokkru leyti sykurupplausn
með essens og svonefndum ávaxtalit“.
Ofanrituð yfirlýsing hr. Trausta Ólafssonar ætti að taka af öll tvímæli um
þessár vörutegundir, og munum vér síst sjálfir spilla fyrir því góða trausti, sem vör.
ur vbrar njóta um allt land.
Magnús Th. S. Blöndahl h.f. - Reyhjavik.
Brjóstsyknr- og sætindaverksm — Etnagerð — Kaffibrensla — Heildsala
Pöntunarfélag
verkamanna, Rvík
hefir opnað útsöludeild í Vallarstræti 4. — Flestar
nauðsynjavörur eru þar á boðstólum, svo sem:
Matvörur, hreinlætisvörur, vinnufatnaður o. fl. —
Vörur sendar heim. --------------------- Sími 2108.
Kanpdm: Kreppuiánasjóðsbréf
og Hlutabréf í Eimskíp
tii söin: Veðdeildarbréf
KaupHöllin,
Opið 4 -6 Lækjarg'ötn 2 Sími 3780.
Prjónavélar
Husqvarna-
prjösavélar
eru viðnrkenndar
fyrir gæði
Þó er verðið
ótrúlega lágt
Samband ísl. samvinnufélaga
Nýtt
hrossabnff
at ungu
Kjötbúðin
Týsgötu 1
Simi 4685
164 menn drepnir
á einni viku
Hinn nýi samgöngumálaráð-
herra Englands, Hore-Betiska,
hefir fyrir skömmu innleitt
r.ýjar reglur fyrir umferð í
Lundúnum.
Áttu þær að vera til aukins
öryggis, einkuml fyrir gangandi
fólk. En eftir frásögnum
enskra blaða að dæma, hafa
þessar nýju reglur stóraukið
erfiðleikana í umferðinni; m.
k. meðan almenningur hefir
verið að venjast þeim.
Nýlega eða fyrstu dagana í
þ. m. stöðvaðist öll umferð á
sex km. löngu svæði í miðju
borgarinnar. Bifreiðarnar sátu
fastar í endalausum röðum og
mörg þúsund lögregluþjóna
réðu ekki við neitt.
í parlamentinu hafa þessi
mál orðið allmikið umræðuefni.
Einn þingmaður lét svo um-
mælt:
„Ég þurfti 25 mín. til þes?
að aka í bíl 500 metra, leið
sem tekur mig 7 mín. gang“.
Frá 20.—27. okt. voru drepn-
ir á götum heimsborgarinnar
164 menn cg 4611 slasaðir meir
og minna.
Stjómin
á lieikfól. Reykjaviknr
Það er ekki nema sjálfsagt
að viðurkenna og muna það,
sem L. R. hefir vel gert — og
mikinn meiri hluta þess, sem
bezt hefir verið gert á sviði ís-
lenzkrar leiklistar er að finna
í starfsemi L. R. — Þetta gef-
ur þó ekki félaginu, eða stjórn
þess, á nokkum hátt rétt til
að slá slöku við eða aðhafast
neitt það, sem fyrirsjáanlega
yrði íslenzkri leikmennt og leik.
starfsemi til hnekkis eða
ininnkunar. Flestir undruðust
mjög, þegar það fréttist, að
hin núverandi stjórn félagsins,
liefði ráðið til sín útlending til
þess að hafa á hendi leikstjórn
og- framkvæmdastjórn fyrir fé-
lagið í vetur. Og hvernig' átti
útlendingur að vera fær um að
segja til um meðferð íslenzks
máls á leiksviði ? — Engan veg.
inn. Um þá hlið málsins, sem
sneri að sjálfu leiksviðinu —
útbúnaði og fyrirkomulagi á
því — gat aftur verið öðru
máli að gegna. En hvað skeð-
ur? Um hvorttveggja hefir
reynslan borið hið raunalegasta
vitni.
Menn hafa í nokkur undan-
farandi kvöld haft tækifæri til
þess að sjá sýningar á fyrsta
leikritinu — Jeppi á Fjalli eft-
ir Holberg — sem félagið sýn-
ir undir stjórn útlendingsins,
og er vissulega ekki hægt að
segja að sú framreiðsla rétt-
læti á nokkum hátt það ger-
ræði leikfélagsstjómarinnar, að
fara að ráða til sín útlending
þenna. Til þess að rökstyðja
þetta skulu hér tilfærðar að-
eins nokkrar af allra augljós-
ustu smekkleysunum og vit-
leysunum, sem bomar eru á
borð fyrir áhorfendur af þess-
um1 nýja leikstjóra.
Að ógleymdum dönsunum á
undan leiknum, sem eru algjör
meiningarleysa og alveg út í
hött, reka menn fyrst augun í
svarta hengið, sem dregið er
fyrir leiksviðið á milli aðal-
leikatriðanna. Þurfti þetta
ltengi endilega að vera svart —
líktjald — með hörð og drep-
andi áhrif á heildargang leiks-
ins? Því var ekki eins hægt að
hafa það t. d. gulleitt eða
grænleitt, svo það samræmdist
betur heildarblæ landslagsins á
bakvið ?
Á leiksviðinu í Iðnó er kom-
ið fyrir vél til að sýna skýjafar
og hefir hún verið notuð öðru
hvoru síðan hringtjaldið var
útbúið þar 1930. Vél þessi
gengur fyrir rafafli og sýnir
hreyfingu skýjanna sólarsinnis
á tjaldinu. Þetta var eins nú,
en svo höfðu málaramir verið
látnir mála tré við veginn, sem
stormurinn er látinn sveigja í
þveröfuga átt!! — eða svo var
það á þeirri sýningu, sem ég
sá. Slíka samstillingu(M) nátt-
úruaflanna hefi ég ekki séð fyr
á neinu leiksviði, sem ætlast
er til að tekið sé alvarlega, né
heldur í hinni dönsku náttúru,
séfn þó verður að telja nokk-
umveginn ábyggileg'a heimild í
þessu tilfelli. Eftir reynslu
minni á tilbúningi leiktjalda,
þá hefði ég talið vel kleift! að
láta málarana útbúa trén í
samræmi við skýjahreyfingu
vélarinnar, eða að öðrum kosti
að gera ljósameistaranum að-
vart um þetta svo snemma, að
hann hefði getað breytt gangi
vélarinnar.
Þegar Jeppi vaknar 1 rúmi
barónsins , talar hann um hina
miklu dýrð í kringum sig.
Hvar var hún? — Uppi í leik-
sviðsloftinu, svo áhorfendumir
sæju hana ekki og dytti bví
ekki í hug hið sama og Jeppa?
Veggirnir voru auðir og tómir
— vinstra megin háar gler-
hurðir, gripnar úr nýjustu
þýzkri byggingagerð, borðið
átti víst að vera í „rokoko“-stíl
og í'úmstuðlarnir á rúmi bar-
ónsins voru í einhverjum snún-
um jólakertisstíl. Allt var þetta
sitt úr hverri áttinni, stíllaust,
fátæklegt, — vanvirðulega
meiningarlaust og hefi ég aldrei
fyr séð svefnherbergi baróns
frá tíð Jeppa svo aumlega út-
lítandi. Hvar var stílþekking-
in ? Það var engin furða þó
Jeppi ætti erfitt með að komast
í reglulega hrifningu yfir allri
þessari dýrð og þessu skrauti.
Um hlutverkin ætla ég að
segja sem minnst, en ýms
þeirra voru herfilega misskil-
in — málfærið víða ófært, eins
og von var, og þar að auki var
svo leikritið sjálft fremur illa
þýtt (af L. S.).
Þetta er miður glæsileg
reynsla á þessum útlendingi,
sem persónulega er víst sagð-
ur bezti dregnur, en sem sýnir
sig að vera á engan hátt færan
um að bæta íslenzka leikmennt
hið allra minnsta. Við þetta
bætist svo, að stjórn L. R. hef-
ir ráðið þenna mann án þess
að bera slíkt undir félagsfund
og meira að segja neitað t. d.
undirrituðum félagsmanni um
að sjá samninginn við þennan
mann, og brotið þannig lög fé-
lagsins.
Hafi núverandi stjóm L. R.
talið sér nauðsynlegt að losna
við Harald Björnsson sem leik-
stjóra — en H. B. og Indriði
Waage hafa undanfarin ár ver-
ið leikstjórar félagsins og báð-
ir sýnt meiri getu og smekk á
þessu sviði en hinn umræddi
útlendingur — þá var nær fyr-
ir hana að leita annað eftir
hjálparhellu en til þessa út-
lendings. Guðmundur Kamban
er íslendingur og auk þess
vafalaust menntaðasti íslend-
ingurinn í leikhúsmálum yfir-
leitt. Því var ekki reynt að
bjarga félaginu með því að leita
til hans fyrst nauðsynlega
þurfti að reyna að losna við
þá menn, sem einna helzt höfðu
haldið félaginu uppi undanfar
ið? Hann getur þó eitthvað.
En afglöpin eða óstjómin er
ekki öll sögð enn, nei sei-sei hei.
Þegar aðalfundur félagsins var
háldinn í vor, voru engir reikn-
Framh. á 4. síðu.