Nýja dagblaðið - 29.11.1934, Qupperneq 4
4
N f 3 A
DAQBLAÐIÐ
Gula bandið
nýjasta tegund smjörlíkis og sú bezta og ódýrasta,
er nýkomin á markaðinn. Kaupfélag Reykjavíkur
IDAG Annáll
Sólaruppkoma kl. 9.38.
Sólarlág kl. 2.49.
Fíóð árdegis kl. 10.40.
Flóð síðdegis kl. 10.55.
Veðurspá: Hægviðri. Lítilsháttar
snjókoma.
Ljósatimi hjóla og biíreiOa ki.
3.20—9.10.
Söfn, skrifstofur o. CL:
Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10
Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10
þjóðskjalasafnið ............ 1-4
þjóðminjasafnið .............. 1-3
Náttúrugripasafnið .......... 2-3
Heimsóknartimi sjúkxahúsa:
Landspítalinn ............. 3-4
Landakotsspítalinn .......... 3-5
Kleppur ..................... 1-5
Vífilstaðahælið . 12V2-iy2 og 3^-4%
Næturvörður í Ingólfsapóteki og
Laugavegsapóteki.
Næturlæknir: Kristín Ólafsdóttir
Tjarnargötu 10. Simi 2101.
Skemmtanir og samkomar:
Nýja Bíó: Drauganáman kl. 9.
Málverkasýning Guðmundar Ein-
arssonar, Skólavörðustíg 12.
L.eikfélag Reykjavíkur: Straum-
hvörf kl. 8 .
Samgöngur og póstfexðir:
Suðurland til Borgarness.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Iíá-
degisútvarp. 12,45 Enskukennslo.
15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar.
19,10 Veðurfregnir. 19,20 þing-
fréttir. 19,50 Auglýsingar. 20,00
Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er-
indi: Frá útlöndum: List og menn-
ing (Vilhjálmur þ. Gíslason). 21.00
Lesin dagskrá næstu viku. 21,00
Tónleikar: a) Alþýðulög (Útvarps-
hljómsveitin); b) Einsöngur (El-
isabet Einarsdóttir): c) Grammó-
lónn: Chopin: Píanókonsert í F-
moll.
í kvðld kl. 8:
Sjónleikur í þrem þáttum
Eftir
Halldór Kiljan Laxness
ATHS. Frá kl. 4—7 í dag
verður tekið á móti pönt-
unum fyrir nónsýningu 4
sunnudag.
Böm 16 ekkl atfgang.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó
daginn áður en leikið er,
kl. 4—7 og leikdaginn eftir
kl. 1. — Simi 3191.
| Farþegar með e.s. Gullíossi til
í Vestm.eyja og Kaupmannahafnar
; í gær voru m. a.: Hrafnhildur
í Arnórsson. Alfred Gíslason, Skúli
j Sivertseri, Gísli Jónsson vélstjóri,
' Teitur Guðmundsson, Guðm. Sæ-
mundsson, Guðm. Jónsson, Gestur
Guðjónsson, Guðm. Halgason, Vil-
borg Sigurðardóttir, Margrét
Guðnadóttir.
í vikunni 11,—17. nóv. síðastl.
\oru sjö mannslát hér i bænum.
ísfisksalan. Gylfi seldi í Hull í
gær 921 kitt fyrir 1314 sterl.pd.
Júpiter hefir nýlega selt í Bret-
landi 740 vættir fyrir 1112 sterl.pd.
Framsóknaríél. Reykjavíkur hélt
aðalfund i Kaupþingssalnum i
gærkvöldi. Fráfarandi stjóm gaf
skýrslu um starfsemi íélagsins á
arinu. Fór þvínæst fram kosning
stjórnar, endurskoðenda og full-
trúaráðsmanna. — Hermann Jón-
asson forsætisráðherra, sem hefir
\ erið formaður félagsins undan-
farið starfsár, baðst undan endur-
kosningu. Var Hallgrímur Jónas-
son ritstjóri kjörinn formaður fé-
lagsins í hans stað, en meðstjóm-
endur Magnús St.efánsson og Guð-
Jaugur fíósinkranz. í varastjórn
\oru kjörnir Guðbrandur Magnús-
son (varaformaður), Guðm. Kr.
Guðmundsson og Páll Zophónías-
son. — Aðalmenn í fulltrúaráð
voru kjörnir: Hermann Jónasson,
Eysteinn Jónsson, Jónas Jónsson,
Guðbrandur Magnússon, Gísli
Guðmundsson, Vigfús Guðmunds-
son og Guðm. Kr. Guðmundsson.
Varamenn: Sigurvin Einarsson,
Gunnar Árnason, Aðalsteinn
Kristinsson og Páll Zophóníasson.
Að loknum aðalfundarstörfum
flutti Jónas Jónsson alþm. erindi
um störí skípulagsnefndar. — þá
íór og fram inntaka nýrra félaga.
Fundurinn var vel sóttur.
Straumroí, hið nýja leikrit eftir
H. K. Laxness, kemur i bókaverzl-
ítnir í dag.
Sjúkrasamlag Rvíkur biður þess
getið, að þeir samlagsmenn, sem
ætla að skifta um lækna við
næstu áramót, verða að tilkynna
það fyrir 1. desember. Samlags-
menn verða því að athuga, að á
morgun er síðasti dagur til þess
að tilkynna læknaskifti.
Dansleikur stúdenta að Hótel
Borg 1. desember. Aðgöngumiðar
verða seldir í Háskólanum í dag
frá 5—7 og á morgun frú 1—7.
Missöyn var það í blaðinu í gær
að Ingibjörg Ingólfsdóttir frá
Fjósatungu hefði verið meðal far-
þega frá útlöndum með „Drottn-
ingunni" í fyrradag. Átti að vera
Ingibjörg Einarsdóttir frá Eyrar-
landi.
Að marggefnu tilefni eru kaup-
cndur blaðsins, sem búa í húsum
þar sejn eru lokaðar útidyr og
engin dyrabjalla, beðnir að leið-
beina afgreiðslunni eða unglingun-
um sem bera út blaðið, hvemig
helzt sé hægt að koma blaðinu til
skila.
Enginn minntist á Möllerl það
hefir vakið eftirtekt ýmsra, sem
hlýddu á eldhúsdagsumræðumar,
að enginn stjómarandstæðingur
fann ástæðu til þess, að minnast
á Jakob Möller og brottvikningu
hans úr embætti eða finna að
þeirri ráðstöfun við stjómina. —
þessi þögn skýrir sig sjálf eins og
geðvonzka Vísis nú um þingtim-
ann!
Kosiaboð
Þeir sem gerast nýir kaup-
endur Nýja dagbiaðsins
í dag
og borga blaðgjaldið íyrir
næsta mánuð fá í kaupbæti
10 hefti
, af tímaritínu Dvöl
Irskur borgararétt-
ur og brezkur
London kL 17, 28/11. FÚ.
I þingræðum, um frumvarpið
um borgararétt, gerði De Val-
era þá athugasemd, að þegar
frumvarpið hefði verið sam-
þykkt mundi enginn maður í
Irlandi vera brezkur þegn, og
árangurslaust fyrir nokkum
að leita ensks borgararéttar.
Hann sagði, að frumvarpið
væri í fullu samræmi við
Westminster samþykktirnar.
Ungmennast. Edda.
Skemmtnm
í G.T.-húsinu föstud. 30. nóv.
kl. 9y2 e. m.
1. Ræða.
2. Einsöngur.
3. Upplestur.
4. Danz (3ja m. hljómsv.).
Allir templarar velkomnir og
gestir þeirra.
Aðgöngumiðar fást í G.-T.-
húsinu á föstud. eftir kl. 4.
Skemmtinefndin.
Einvígið fórst fyrir!
Berlin kl. 8 ,28/11. FÚ.
Tveir franskir þingmenn,
Bouillon og Goy, ætluðu að
heyja einvígi í gær, en einvíg-
isvottunum tókst að sætta þá á
síðasta augnabliki, þar sem
það upplýstist, að öll deila
þeirra var byggð á misskiln-
ingi. Þingmenn þessir eru sinn
úr hvorum hægri flokki.
Óleyfilegar
ÞEIR STYRKÞEGAR
bæjarins, sem vilja vera með í
stofnun félagsskapar sér til
hagsmuna, .gjöri svo vel að
leggja nöfn sín og heimilisföng
í lokuðu umslagi, inn á af-
greiðslu Nýja dagblaðsins fyr-
ir 5. n. m.
Forgöngumennimir.
Verzlið vid þá
að öðru jöfnu, sem auglýsa
í Nýja dagblaðinu
útvarpsstöðvar
Berlin kL 8, 28/11. FÚ.
I Memelhéraðinu og Lithauen
hefir þessa dagana heyrst til
tveggja óleyfilegra útvarps-
stöðva, sem senda á sömu öldu-
lengd og stöðin í Kovvno, og
eyðileggja útvarp frá henni á
stóru svæði, enda er því lýst
yfir í útsendingum stöðvanna,
að þær séu beinlínis settar upp
til þess að trufla fyrir Kowno.
Útvarpsstjómin í Lithauen er
að láta rannsaka málið, og
þykir líklegt að önnur stöðin
muni vera nálægt höfninni í
Memel. Truflunarstöðvar þess-
ar senda báðar á þýzku, og
kalla sig afkáralegum nöfnum.
Giftingarathöfn
útvarpað
London kL 20.30 27/11. FÚ.
Giftingu hertogans af Kent
og- Marinu prinsessu verður
útvarpað, og hafa sérstakar
ráðstafanir verið gerðar til
þess, að útvarpið heyrist sem
bezt í öllum löndum Evrópu.
Því sem fram fer, verður einn-
ig útvarpað á stuttbylgjum, til
þess að brezkir þegnar í fjar-
lægari löndum geti fylgzt með
því, og auk þess verður gerð
hljómþlata af því, til þess að
hægt sé að útvarpa því í stutt-
bylgju útsendingunum til
'brezku nýlendanna.
í gær var í Ed. frv. um útvarps-
rekstur ríkisins afgreitt sem lög
frá Alþingi. I Nd. fór fram atkvgr.
við 2. umr. um frv. um sildar-
verksmiðjur ríkisins. Frv. var vís-
uð til 3. umr. með nokkrum
breytingum. Var sú efnismest, nð '
stjóm verksmiðjanna skulu eftir |
breytinguna skipa 5 menn, þar af j
4 kosnir hlutfallskosningu af Al- J
þingi til 3ja ára, en formaður j
skipaður af atvmrh. tíl ein» árs. '
í frv. átti ráðh. að skipa alla
stjómina og áttu þá að sitja í
henni 3 menn. Önnur merk mál i
Nd. voru tvö frv. frá landb.n. um
lækkun vaxta af fasteignaveðslán-
um landbúnaðarins, og tvö frv. um
skipulagningu sjávarafurða m. m.
(fiskimálanefnd og síldarútvegs
nefnd). Eru bæði þau mál kunn
lesendum blaðsins, enda meðal
stærstu mála, sem fyrir þinginu
bggja.
Nýja BIÓ
Drauganáman
Ovenjulega spennandi ame-
rísk tai- og tónmynd.
Aðalhlutverkin leika:
Sheila Terry, John Wayne
og undrahesturinn Duhe.
Aukamynd:
Vatnshræddi sundkappinn
bráðfjörug amerísk tal- og
tónmynd. — Aðalhlutverkið
leikur skopleikarinn frægi
Joe E. Brown.
Bðm l& ekki aðgang.
§ Odýru f
ftaflýBÍngarnar.
Kaup og sala
Hefi til aölu standlampa með
tækiíærisverði, klæðaskápa
tvísetta og þrísetta. Verð frá
75 kr. Uppl. í síma 2773 fré
kl. 7—9 síðd.
Glænýtt kjötfars og fiskfara.
Pantanir óskast fyrir kl.. 10.
Farsgerðin. Simi 3464.
Homafjarðarkartöfluraar .
góðu, eru ennþá tiL Pokinn
á 10 krónur.
Kaupfél. Reykjavfkur.
Grammófónn og enskar
tungumálaplötur til sölu méð
tækifærisverði. A. v. á.
Glænýtt fiskfars og kjötfars
fæst í dag. Farsgerðin, sími
3464._________________
Nýr upphlutur
með öllu tilheyrandi, er til
sölu með tækifærisverði. Uppl.
Túngötu 5, miðhæð. Simi 8505.
K J ö T af fullorðnu fé. —
Verð: Læri 50 aura Yz kg.,
súpukjöt 40 aura V2 kg.
Kjötbúð Reykjavíkur,
________Vesturg. 16, simi 4769.
LUMA ljósaperurnar eru
komnar aftur.
Kaupfélag Reykjavíkur.
Fallegu lampana og allt til
rafmagns, kaupa menn í raf-
tækjaverzlun Eiríks Hjartar-
sonar, Laugaveg. 20. Simi 4690.
Harðfiisk hvítan og bragð-
góðan selur Kaupfélag Reykja-
víkur.
Saltfiskur
1. fl. Spánarmetinn, fæst í
Kaupfélagi Reykjavíkur.
^^Imm^mmmummm
Tapað-Fundið
j Tapast hefir göngustafur úr
1 svartviði með fílabeinshand-
íj fangi. Skilist á afgr. blaðsins.
Brún skjalataska hefir tap-
i ast. Einnig tvö ritsett „Melbi“.
Finnandi er vinsamlega beðinn
að gera afgreiðslu blaðsina að-
vart.
Húsnæði
Góð íbúð til leigu nú þegar.
A. v. á.