Nýja dagblaðið - 01.12.1934, Page 1

Nýja dagblaðið - 01.12.1934, Page 1
2. ár. Reykjavík, laugardaginn 1. desbr. 1934. 285. blað Ný skipun lögreglumálanna í undirbúningi Gamla landssímastöðín verð- ur gerð að lögreglustöð Viðtal við Hermann Jónasson dómsmálaráðherra Nýja dagblaðinu hafa borizt fréttir um það, að ríkisstjórnin hefði í undirbúningi nýja skip- un á lögreglumálunum og í sambandi við það, að gera gömlu landssímastöðina að lög- reglustöð. 1 tilefni af því sneri blaðið sér í gær til dóms- Hermann Jónasson dómsmálaráChera. málaráðherrans, Hermanns Jónassonar, og spurðist fyrir um, hvað málum þessum liði. Það er rétt, segir dómsmála- ráðherra, að ég hefi látið at- huga, hvort ekki myndi hægt að gera gömlu landsímastöðina að lögreglustöð. Það húsrúm, sem lögreglan hefir nú, er bæði of lítið ig á ýmsan hátt óhentugt. Samrýmist líka iila að hafa lögreglustöðina í sama húsi og margar aðrar skrif- stofur. En fyrirkomulagi gömiu landsímastöðvarinnar er þann- ig háttað, að gera verður á henni nokkrar breytingar, áður en hægt er að gera hana að lögreglustöð. Ég hefi því falið húsameistara að gera tillögur um þær breytingar á henni, sem gerðu hana héntuga til þessara afnota. Hefi ég nýlega fengið uppdrátt og tillögur húsameistara og hefi ég í huga að komá þeim; í fram- kvæmd fljótlega. Breyfíngap á lögreglumál- unum óumflýjanlegap Hefir stjórnin í hyggju að koma nýju skipulagi á lögreglu. : málin? Um þessi mál eins og mörg fleiri, svarar dómsmálaráð- herra, verðum við að styðjast við erlenda reynslu. í Noregi og Danmörku er nú unnið að því, að koma nýju og endur- bættu skipulagi á þessi mál, sem á margan hátt ætti að geta orðið okkur til fyrirmyndar. Erlend reynsla sýnir, að skip- un þessara mála hér á landi er orðin að mörgu leyti úrelt. Ýmsar breytingar og sumar allstórvægilegar eru óumflýjan- legar. Ég hefi því í undirbún- ingi að koma nýju skipulagi á þessi mál, þar sem farið verð- ur eftir fenginni erlendri reynslu að svo miklu leyti sem okkar kringumstæður leyfa. En þar sem enn er ekki full- komlega ákveðið, hvernig frá þessu verður gengið, vil ég ekki ræða hin einstöku atriði, j að svo stöddu. Þó skal ég geta j þess, að komið verður á miklu nánara samstarfi milli lögregl- unnar og tollgæzlunnar annars- vegar og lögreglunnar og rík- isvaidsins hinsvegar. Bæjarsfjópn hcfíp ekki áfrýjað lögregluþjóna- málinu Við athugun, sem ég hefi gert á fyrirkomulagi tollgæzl- unnar úti á landi, er ljóst, að þar skortir mikið á góða yfir- stjórn og eftirlit og verður fcætt úr því mjög fljótlega. Hvað líður lögregluþjónamál- inu frá síðastl. vetri? Eins og kunnugt er féll und- irréttardómur í málinu í ágúst- mánuði síðastl. Dómurinn var á þá leið, að bæjarstjórn væri óheimilt að setja aðra menn í lögregluþjónsstöður en þá, sem lögreglustjórinn hefði mælt með, „og er setning bæjar- stjómar á fundi 28. okt. 1933 á þeim 7 mönnum, sem gagn- stefnandi, sem lögreglustjóri, ekki hafði bent á í lögreglu- þjónsstöður, ógild“, segir í dómnum. Máli þessu hefir ekki verið áfrýjað af borgarstjóra eða bæjarstjórninni og verður því að líta svo á, að þeir aðilar hafi sætt sig við þessi mála- lok. Sveinn Björnsson sendihcrra. Hann er nýkominn til lands- ins frá Kaupmannahöfn. Hann hefir verið sendiherra íslands í röskan hálfan annan áratug og aflað sér mikils trausts og mikilla vinsælda í því ábyrgðarfulla starfi, bæði hér heima og í Danmörku. Sveinn Björnsson hefir tekið m. a. þátt í mörgum mikils- verðustu samningagerðum ís- lenzka ríkisins við aðrar þjóð- ir, bæði á sviði beinna fjár- mála og verzlunarviðskipta. En auk embættisstarfa sinna hefir hann flutt fjölda fræð- andi erinda um ísland í Dan- mörku og víðar á Norðurlönd- um. Tveir drengir brenna til bana London kl. 17, 30/11. FÚ. Tveir 14 ára drengir brunnu til bana í dag í norður Lond- on. Drengirnir höfðu nýlega lokið skólagöngu sinni og voru farnir að vinna fyrir sér í verksmiðju. Þeir höfðu verið sendir út í geymslu, til þess að sækja cellaloid og veit enginn hvernig það atvikaðist, að eld- ur kom upp í geymslunni. En hann magnaðist svo mikið og ótt, að ógerningur var að bjarga dreugjunum Ufaudi Mesta mannvirki á Norðurlöndum Kalnndborg kl. 17, 30/11. FÚ. í dag komst í fyrsta skifti á brúarsamband milli Fjóns og Jótlands. Litlabeltisbrúnni er að vísu ekki lokið, því að ennþá vantar nokkra metra á það, að brúarsporðurinn sé kominn á fast land á Fjóni. En bráða-l birgðabrú úr timbri hefir ver- ið lögð yfir bilið, sem eftir er,! og gekk aðalverkfræðingur brúarsmíðinnar í dag fyrstur manna yfir brúna. Margir komu í dag til þess að skoða brúna, einkum margir Þjóð- verjar. Verkinu miðar ágætlega áfram, og búist við því, að brúin verði fullgerð á tilsettum tíma, 15. maí, og verður hún eitt mesta mannvirki á Norð- urlöndum. sá Anker Engelund prófessor er hefir yfirumsjón með smið Litlabeltis-brúarinnar. Fifldjarfur ræningi stelur gimsteinum London kL 17, 30/11. FÚ. Tvö fífldirfskuleg rán voru framin um hábjartan daginn í dag í mesta verzlunarhverfi Lundúnaborgar. Maður kom inn í gimsteina- búð í Westend í kvöld og bað um að sér yrðu sýndir nokk- urir hringir. Þegar skartgripa- salinn kom með bakkann með hringjunum, þreif maðurinn hann og rauk út í bíl, sem beið á götunni fyrir utan og þaut af stað. Á fyrstu gatna- mótum rakst hann þó á flutn- ingavagn og laskaðist bíllinn, en þjófurinn var sloppinn þeg- ar skartgripasalinn og aðstoð- armaður hans komu á staðinn, en þeir höfðu elt bófann unz hann hvarf inn í mannþröng- ina. Snemma í morgun var fram- ið rán á póstafgreiðslu í sama borgarhluta, meðan póstaf- greiðslan var lokuð í örfáar mínútur. Þjófarnir komust hindrunarlítið inn og óku burt með peningaskáp, sem 1 var mikið af frímerkjum og dálítið af lausafé. Saarmálið ræt! í Genf Bcrlln kL 8, 30/11. FÚ. I gærkvöldi var tilkynnt í Genf, að Þjóðabandalagsráðið mundi aftur koma saman næst- komandi miðvikudag, 5. des. Mun þá verða rætt um Saar- málið og kæru Jugoslava út af konungsmorðinu. Hraðlest ekur á bifreið 80 menn slasasf, margir láfa lífið Bcrlln kL 8, 30/11. FÚ. Alvarlegt járnbrautarslys varð á járnbrautarstöðinni í Torino síðdegis í gær. Hrað- lestin frá Milano til Torino ók á almenningsbifreið er gekk á teinum, og mölbraut hana. En um leið sprakk benzíngeymir bifreiðarinnar og stóð hún samstundis í björtu báli. Far- þegamir urðu að skríða út um glugga bifreiðarinnar, og slös- uðust þeir nær því allir eitt- hvað, og flestir alvarlega. Alls voru það um 80 manns, seth meiddust, og eru sumir þegar látnir, en vonlaust talið um líf allmargra. Evangeline Booth tekur við embætti London kL 17, 30/11. FÚ. Evangeline Bóoth, yfirforingi Hjálpræðishersins, kom til Englands í dag, til þess að taka TÍð störfum gínum.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.