Nýja dagblaðið - 01.12.1934, Síða 3

Nýja dagblaðið - 01.12.1934, Síða 3
N Ý 3 A DAGBIpAÐXÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h-f.*4 Ritstjórar: Gisli Guðmundsson, Hallgrímur Jónanen. Ritstjómarakrifstofumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353 Afgr, og auglýsingaskrifstofa: Austuretrœti 12. Simí 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. t lausasölu 10 aura einl Prentsmiðjan Aeta. Morgunblaðið lýsír ísl. bændastétt Fyrir skömmu síðan (25. þ. m.) stóð grein í Mbl. um kjöt- lögin og eldhúsdagsumræðurn- ar. Sú grein endaði á þessum spaklegu orðum: „Og nú er svo komið, að hver einasti bóndi á Suðurlandi er í hjarta sín.u í einu og öllu samþykkur þeirri gagnrýni, sem kjötlögin hafa sætt í biöð- um Sjálfstæðismanna" Mbl. og Vísir — blöð íhalds- flokksins hér í bænum — hafa nítt þessa löggjöf, síðan fyrst að um hana fréttist. Bændur eru því samþykkir, segir Mbl. Það hefir sagt að kjötverðið væri allt of hátt. Bændur taka allshugar fegnir undir það, að blaðsins dómi. Það hefir fullyrt að í heilum þorpuni og kaup- túnum keypti enginn maður kjöt. Bændur játa því, segir blaðið enn. Þingm. íhaldsflokksins segir í Mbl., að „góða verðið“ — ser-v hann kallar og sem er verð síð- ustu ára á þessari vöru — sé ekki lengur til staðar og það se mikið mein. Mbl. segir að bændur fallist á það. Vísir og Mbl. eggja fólk á að borða sem mest af fiski og síld, til þess að forðast „hina dýru fæðu“, kjötið. Bændur segja já og amen við því. En íhalds- blöðin halda áfram. Ef það hrekkur ekki til sem þau höfðu nefnt, benda þau á lýsi og „ýms grös“, er auðvelt muni að leggja sér til munns. Og bændurnir hneigja sig í djúpri auðmýkt, segir blaðið. Mbl. vítir það harðlega, að verðlag kjöts sé miðað „við þarfir bænda, óskor. aðar“ og hið „gífurlega háa verð útiloki menn frá aðkaupa það. Og enn eru bændur sam- mála. Það segir að tjónið af þessu ráðlagi öllu sé mikið og alvar- legt, ekki síður fyrir bændur en aðra. 0g þótt kjötframleið- endur í Árnessýslu einni fengju um 60 þús. kr. meira s.l. haust fyrir sama kjötmagn og í fyrra, fullvissar Mbl. alla sína lesendur um það, að „hver ein- asti bóndi á Suðurlandi er í hjarta sínu í einu og öllu sam- þykkur þeirri gagnrýni, sem kjötlögin hafa sætt í blöðum Sjálfstæðismanna". Skyldi þeim ekki þykja hún sönn og virðuleg, myndin, sem Mbl. dregur upp af sunnlenzk- um bændum, með því að full- yrða, að þeir séu „í hjarta sínu“ sammála „í einu og öllu“ svæsnustu svívirðingargreinum! MbL og Vísis um sjálfa þá og Fullyeldi Islands Félagið Magni sextán ára gamalt Skemmtanir í Hafnarfirði i dag Nýlega var þess minnzt víða um heim, að nú væru sextán ár liðin síðan þjóðirnar létu af blóðbaðinu mikla 1918. Nóvembermánuður það ár er, fyrir vopnahléið, einhver merkasti tími aldarínnar. Þegar deilumar um yfirráð, lönd og lýði, sem háðar voru með stórvirkustu tortímingar- tækjum, þögnuðu og þjóðunum gafst aftur kostur á því að vinna að margvíslegri innbyrð- is viðreisn sjálfra sín. En einmitt um líkt leyti og þessir atburðir gerðust úti í heimi, voru Islendingar að semja frið líka, þótt með öðr- um' hætti væri. Þeir voru — líka fyrir sext- án árum — að tryggja sjálf- um sér frið og sjálfsforræði til þess að geta farið með sín eig- in mál óbundnir og óheftir af íhlutun erlends valds. Á sinn hátt eins og stjóm- málamennirnir í Versölum voru að skipa sjálfstæðismálefnum stríðsþjóðanna, svo sömdu og íslendingar um sitt sjálfstæði við dönsku þjóðina, með þeim stóra mun þó, að sá sáttmáli var í engu nauðungarsamning- ur, heldur reistur á gagnkvæm- um skilningi beggja aðila. Og það, sem eftir er óheimt af fullkominni sjálfstjórn, mun þjóðin sammála um að taka í sínar hendur, þegar samnings- bundið tækifæri gefst. í sextánda skipti halda ís- lendingar 1. desember hátíð- legan sem fullveldisdag sinn. Um flest eða allt hafa þeir að fagna sambandslagasamn- ingunum 1918. Það er sjálfsforræðið, frelsið í umgerð viturlegra takmark- ana, sem Islendingar setja sér sjálfir, er hefir orðið burðarás undir stórfelldum og ómetan- legum framförum á öllum svið- um þjóðlífsins. Löng var hún baráttan fyrir fullveldi íslendinga o g oft harðsótt og torveldleg. Og aldrei er hennar svo minnst og þeirra sigra, sem af henni leiddi, að ekki verði og eigi að geta forystumannsins mikla og vitra: Jóns Sigurðssonar foi'- seta. Lengi var því haldið fram, að sú fámenna og fátæka þjóð, þeira megin bjargræðisveg, og það á erfiðustu neyðartímum. Það er ekki beinlínis stór- brotinn manndómurinn, virðing- in fyrir sjálfum sér og áhug- inn fyrir velferð sín og sinna, sem íhaldsblöðin og flokkur þeirra ætlar íslenzkri bænda- stétt í brjóst borin. En þetta er allt í samræmi við skoðanir og háttu þeirra forystumanna, semi nú stjórna íhaldsflokknum og blöðum hans, En hitt kann og að hugsast, að bændur þakki mannlýsing- ar Mbl. á viðeigandi hátt — við tækifæri. sem byggi þetta mannraúna- land, ætti þess engan kost fyrir sakir fámennis, skorts á vel- megun og menningu, að fara með málefni sín sjálf. Forsjá annara valda, fjarlægra og ókunnugra, átti hún að hlíta unf flest mikilsverðustu atriði í tilveru sinni og lífi. En um leið og minnst er á fengið fullveldi, ber að meta það og viðurkenna, hve hinir ráðandi stjórnmálaflokkar sam. bandsþjóðar vorrar, tóku kröf- um Islendinga í raun og veru sanngjarnlega, þegar til skarar skyldi skríða. Islenzka þjóðin fór að vísu ekki fram á ann- að en það, sem hún átti ský- lausan rétt að hljóta. En réttur og sanngimi var um þær mundir ekki sá hvers- dagsmatur í skiptum þjóðanna — og er naumast enn — að ekki beri að viðurkenna þá kosti, hvenær sem ástæða er til. Aldrei í þjóðarinnar sögu fyrr né síðar hefir það sann- ast ljósar og betur, hve frelsið og sjálfstæðið er henni mikils virði, en einmitt á þeim sextán árum, sem liðin eru síðan 1. des. 1918. En um leið fylgir því ærinn vandi. að gæta frelsis og sjálf- stæðis lítillar þjóðar. öldur, sem vilja brjóta niður helgasta rétt mannanna, frelsi andans, trúar og skoðana, hafa flætt yfir Norðurálfuna undan- farin ár og bælt undir faldi sínum margar dýrmætustu eigindir mannanna. Og sérstaklega við tímamót sem þessi mun það hugheil ósk hvers góðs manns í landinu, að þeir bölbrekar nái aldrei til á- hrifa inn yfir landsteina ís- lands,til spillis og eyðileggingar því frelsi, sem unnið var með langri, harðri en gifturíkri bar- áttu þjóðarinnar. ALLIE eiga að borða ís- lenzkan mat á sjálfan iull- veldisdaginn Hangikjöt Hákarl HarðEisk Glænýtt ísl. smjör Kryddsíld Söl Lambasvið, súr og ný og einnig slátur ALLT þetta fæst í verzlun Kristínar J. Hagbarð Sími 3G97 Gott land til nýræktar á Suðurlandsund- irlendinu fæst til kaups og í- búð fyrir fjölskyldu á sama stað. Til viðtals á afgreiðslu blaðs- ins í dag frá kl. 11—121. h. Kvöldskemmtun í Goodtemplarahúsínu. 1. Ræða, síra Jón Auðuns. 2. BJarni Björnssou syngur gam- anvísur og hermir eftir alþing- ismönnum og ýmsum öðrum þjóðkunnum mönnum. 3. Tvísöngur (Gluntame). Síra Garðar þorsteinsson og Amór Halldórsson stud. med. 4. Dans. — Góð músik. TRÚLOFUNARHRINGAR ávalt fyrirliggjandi. HARALDUR HAGAN, Austurstr. 3. Sími 3890 Á Hótel Bjöminn Ðansleikur Hljómsveit Farkaz. Morgunblaðið Morgimblaðið mælir fast með því, að bezt sé að auglýsa í blöðum, sem koma út að morgni dags. Það auki bezt viðskiftin yfir daginn. Og sé þetta rétt, þá bera auglýsingar í Nýja dagblaðinu mestán rangur. Mbl. hefir að minnsta kosti oft sagt ósannara «n þ*tta. . . . . _ Skemmtanirnar hef jast kl. 9. Aðgöngumiðar seldir i day í Brauðsölubúð Ásmundar Jónsson- ar, Strandgötu 31, í Alþýðubrauðgerðinni og við innganginn. — — Allur ágóðinn rennur tU HeUisgerðis. — — Háskóla Islands Dregið verður í 10. flokki 10. og 11. desember. 2 0 0 0 vinningar — 4 4 8 9 0 0 krónur. Stærstu vinningar: 50 þús., 25 þús., 20 þús., 10 þús. 2 á 5 þús., 5 á 2000, 50 á 1000, 100 á 500 kr. Endurnýjunarfrestur I Reykjavík og Hafnarfirði framlengdur tU 5. desember. Samkvæmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber að framkvæma þrifaböðun á öllu sauðfé hér í lögsagnarumdæminu. Út af þessu ber öllum sauð- fjáreigendum hér í bænum að snúa sér nú þegar til eftirlitsmannsins með sauðfjárböðunum, herra lögregluþjóns Sigurðar Gíslasonar. — Sími 1166 og 3944. Borgarstjórinn í Reykjavík, 29, nóv. 1934. Tómas Jonsson e. u. tekur til starfa í dag og er afgreiðslanhjá Sláturfélagi Suð- urlands við Lindargötu. Sími 1249. Verða þar daglega á boðstólum nýorpin egg, stimpluð og flokkuð og er það trygging fyrir vörugæðum. Eggin eru seld í pappaöskjum með 10 stykkjum í hverri, og í stærri kössum. Lækkað verð, en eggin aðeins seld gegn staðgreiðslu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.