Nýja dagblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 1
Félag, sem tók að sér smíðí hafnar- mannvirkja í Rouen heíir dregíð sér 100 milj. franka af opínberu fé og notað miklu verra efní íii verksins en um var samíð Félag, sem fékkst við ýmisleg víðskiíti hefir veðsett verðbréf. sem það ekki átti, fyrir iánum sínum. Skuldir þess eru taldar 2 miljarðar franka Rétt áður éíi Doumergpae lét áf völdum varð uppvíst um nýtt fjársvikamál í Frakklandi. Vakti það miklar sesingar í landinu og hefir án efa átt mikipn þátt í því að hraða stjómarskiptum. 1 stöðugt fá greiddar stríðs- skaðabætur af opinberu fé. Er talið, að félaginu hefði aldrei tekizt að ná þeirri aðstöðu, nema að áhrifamiklir menn í opinberu lífi hefðu veitt því i aðstoð til þess. Hefir sá grun- Skrifstofubygging Chouard-félagsins i Rouen. Hneykslið, sem hjálpaði til að fella Doumergue. Rannsókn stendur nú yfir í málinu og er henni einkum beint gegn þeim feðgum Char- les Levy og Joseph Levy. Þessir fegðar voru aðalmenn hlutafélagsins „Societe Speciale Financiere“. Það var stofnað 1928 af ýmsumi fjárbröskurum, sem höfðu misjafnan orðstír. Hlutaféð var 60 milj. franka. 1 fyrstu tók félagið sér fyrir hendur ýms viðskipti viðkom- andi sykurverzluninni, en þau lánuðust ekki betur en svo, að félagið var innan skamms tíma nær gjaldþrota. Rannsóknin á m. a. að leiða það í ljós, hvem- ig þeim tókst að umflýja gjald- þrot og halda starfseminni áfram. Jafnframt því breytti fél. um viðskipti og fór m. a. að taka fé til ávöxtunar fyrir ýms félög og •instg.kiiaga, sam ur ekki sízt átt sinn þátt í því, að koma á stað æsingum út af þessu máli. Það sem feðgunum er gefið að sök, er að hafa veðsett skuldabréf og eignir þessara umbjóðenda sinna fyrir lánum í ýmsum lánastofnunum. Er t. d. uppvíst, að þeir hafa veð- sett skuldabréf að virði 20 milj. frc., fyrir 13 milj. frc. láni, sem þeir fengu í banka einum í París. Jafnoki Síaviskimálsins Um fleiri svipuð dæmi er vitað, og skipta upphæðirnar oft miljónum kr. Er því ljóst, að hér er um mjög stórvægi- legt fjársvikamál að ræða. En þó er álitið, að enn séu fæst kurl til grafar komin. Skuldir félagsins nema 2 milj- örðum franka. Hafa frönsku blöðin látið óspart í ljósi, að þetta fjársvikaroál sé sizt Frá Jerúsalem rninna en Staviskimálið og þykir þá langt jafnað. En jafn- framt gefa þau í skyn, að það sé óvíst, hvort rannsóknin leiði almenningi allan sannleik- ann í ljós. Því reynist svo, að háttstandandi menn eigi ein- hvern þátt í þessu, þá muni verða reynt að gera sem minnst úr þessu hneyksli. Hneykslið i Rouen. Um líkt leyti varð uppvíst um annað fjársvikamál í Frakklandi, sem er nokkuð ann- ars eðlis. Undanfarin ár hefir j verið unnið að stórkostlegu !' hafnarmannvirki í Rouen, sem er orðin ein mesta siglingaborg Frakklands. Verkið var áætlað j að kosta fleiri miljarða franka ! og hefir þegar verið varið til þessa mannvirkis miklum hluta þess fjár. Þekkt verktökufirma, Chou- ard, hafði tekið að sér að fram- kvæma verkið. í sammngunum ' milli þess og ríkisins var þó tekið fram, að það skuli með- an á verkinu stæði, standa í beinu sambandi við verkamála- ráðuneytið og öll efniskaup til verksins gerð undir eftirliti þess. Nú er uppvíst, að firmað hefir dregið sér um 100 milj. frc. Það sem búið er af verk- inu, er komið langt fram úr á- ætlun, og efnið, sem notað hef- ir verið, er miklu lakara en umsamið hafði verið. Reiði almennings Eins og gefur að skilja, hef- ir þetta orðið hið mesta hita- mál í Frakklandi. Og þyngstu ásakanir lenda enn sem fyr á hinum opinberu starfsmönnum, enda virðist sök þeirra augljós , í þessu máli, þar sem verkið i hefir staðið í lengri tíma og ! átti að vera framkvæmt undir j eftirliti þeirra. Er það mjög ó- sennilegt, að forráðamönnum firmans hefði -tekizt að fara : slíku fram, nema hafa fleiri j eða færri af hinum opinberu eftirlitsmönnum í vitorði mo.ð j sér. Þessi tvö fjársvikamál hafa j verið mikið rædd í Frakklandi undanfarið og það er engan- veginn útilokað, að þau geti leitt til nýrra tíðinda á sviði stjórnmálanna. Slík tilefni sem þessi hafa iðulega haft mikil áhrif á stjórnmál Frakka. Nægir í því sambandi að minna á Staviski-málið frá síð- astliðnum vetri Um enga þjóð hefir heimin- um orðið öllu tíðræddara und- anfarið, sem um Gyðinga. Of- sóknimar, sem þeir hafa sætt, hafa vakið um þá afarmiklar umræður. Fjöldi bóka og rita hefir verið gefinn út um hina útskúfuðu þjóð og útvarpið hefir borið af þeim nær dag- legar fregnir um öll lönd jarð- arinnar. Gyðingar flykkjast nú heim til „landsins helga“ og taka sér þar bólfestu á ný. Hefir þeim tekist að koma á mörgum merkilegum1 umbótum í landinu og sýnt mikinn dugn- að í þessu nýja landnámi sínu. I Jerúsalem hafa þeir t. d. byggt upp nýja borgarhluta, sem bera glögg merki evróp- iskrar menningar. Myndin er frá Jerúsalem, nýjum hluta borgarinnar. Ráðhúsið efst til vinstri, hægramegin blaðasölumenn. Að neðan sézt þjóðbókasafnið til hægri, en almenningseldhús til vinstri handar. Sonur hefdur möður sinni i varðhaldj í fjörutiu ár Nýlega hefir orðið uppvíst um fáheyrðan glæp í Rúmeníu. Miljónamæringur að nafni Sera Alexander, hefir haldið móður sinni í varðhaldi í 40 ár á hinn hryllilegasta hátt. Árið 1894 hvarf frú Alex- ander úr borginni Brasow í Rúmeníu, þar sem hún var annáluð fyrir fríðleikssaldr. Sonurinn, sem þá var kornung- ur, skýrði frá því, að móðir sín hefði farið til útlanda og skömmu síðar barst sú frétt út, að hún væri dáin. Árin liðu; og nú voru allir búnir að gleyma henni fyrir löngu. En nýlega heyrði verkamaður, sem var að vinna í húsi sonar hennar, undarlegt hljóð úr einu kjallaraherberginu. Hann skýrði lögreglunni frá þessu. Hún framkvæmdi húsrannsókn og fann frú Alexander í her- berginu, þar sem verkamaður- inn hafði heyrt hið einkenni- lega hljóð. Gamla konan var í hinu hryllilegasta ástandi. Klæði hennar voru hin tötralegustu og aðbúnaður annar að sama skapi. Sonurinn hefir játað fyrir rétti, að hann hafi tekið til þessa ráðs, til þess að hafa einn yfirráð yfir eignum ætt- arinnar. . Frðnskfj fjárlðgin London kl. 20.30 30/11. FÚ. Frönsku fjárlögin voru lögð fyrir neðri málstofu þingsins í dag. Þau gera ráð fyrir út- gjöldum að upphæð 3,700,000 £, og er það heldur minna en fjárlögin í fyrra hljóðuðu uppá. Útgjöld, vegna nýlendanna eru ekki teldn með á fjárlög- unum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.