Nýja dagblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 2
2 N Ý 3 A ÐA6BLASIS fíófe/ Borg f í dag kl. 3—5 e. b.: ^ Kveðjiihljómleikar Arthnr Eoseberry Einungis »hjt« músík „Tiger Ragu, „I want to be happy“, „Moaning the Blues“, „Man from the Soutb“, „I will he. glad wheu you’r Dead — you raeeal you‘\ „Bheese and Crackers“, Fumbling the Kays“, ,,Shine“, ,,B flat Blues“, ete. Ennfremur „Acoordian Solos" leiknar af Mr. EILLY FEAHSL, sem kom með Brúurfossi í gær og tekur við stjórn hljómsveitarinnar í stað Roseberys. I kvÖld leikur Mr. ROSEBERY í síðasta síhd. Komiö á Borg. BorðiS á Borg. Bóið á Borg. Jólabas&r hefi ég opnað í Liverpool-kjallaranuni, Vestur- götu 3. Sem að vanda gott úrval af barnaleik- föngum og allskonar jólavarningi. — Jólabosar minn er þekktur fyrir góð og grcið viðskipti. Lítið inn. Amatörverzlun Þorleiís Þorleifssonar Sími 4G83 Hagyrðinga- og kvæðamannafélagið hefir kvæðaskemmtun í Varðarhúsinu við Kalk- ofnsveg sunnudaginn 2. dcs. kl. 4 síðd. Þar kveða rímur hinir góðkunnu kvæðamcnn fé- lagsins. Þar lesa sögur og kvæði hinir æfðu upplesarar félagsins. Aðgöngum. á 1 kr. við inng. Húsið opnað kl. 3'/s. Stjórnin Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANiNAHÖFN Biðjið kaupmann yðar um B.B. munntobak Fæst alisstaðar. ■ 1 Vegna 75 ára afmælis E. H Kvaran & v. 1 I er komin í bókaverzlanir mjög vönd- uð útgáfa af ljóðum skáldsins. Ljóðin eru bundin í alsinkn, gylt í sniðum og framan við bókina er ný mynd af skáldinu ásamt formála. — Kostar .1. .j-* kr. 8,50. Leikhúsið Halldór Kiljan Laxness: Straumrof Straumrof, hið nýja leikrit H. K. Laxness, var sýnt í fyrsta sinn í Iðnó s. 1. fimmtu- dagskvöld, en um líkt leyti kom það í bókabúðir. Þetta er fyrsta leikrit hins glæsilega höfundar, og fyrsta íslenzkt leikrit, sem hinn danski leik- 'stjóri Leikfélags Reykjavíkur býr á svið. Hafa menn því vafalaust gengið í Iðnó fullir forvitni og eftirvæntingar. Sennilega hafa þeim brugðizt vonir, er búizt hafa við mestu. Og ef einhverjir hafa ætlað að sjá annanhvorn byrjandann verða sér til hneysu, hafa þeir líka farið erindisleysu. Hér er eigi tóm né rúm til að skýra frá gangi leiksins né dæma hann sem skáldrit. En hann fer vel á leiksviði, byrj- ar með litlum áhrifum, en held- ur sífelldri stígandi og auknum krafti til loka. Meðferð Leik- félagsins á honum er sæmileg, en þó naumast jafn-vönduð og vænta hefði mátt um leikrit eftir merkilegasta nútíðarhöí- und þjóðarinnar. Soffía Guðlaugsdóttir leikur vandasamasta hlutverk leiks- ins, frú Kaldan, og gerir það prýðilega. Sýnir hún svo að varla skeikar öll hin sterku og mörgu geðbrigði hinnar móður- sjúku konu, bæði meðan hún er umhyggjusöm, fómandi móðir, og engu síður eftir að hún hefir misst taumhaldið á dýrinu í sjálfri sér. — Níní Stefánsscn leikur öldu dóttur hennar. Það er kornung leik- kona og kemur hér fram í fyrsta sinni, svo að eigi má vænta af henni mikils þroska í listinni. Yfirleitt leikur hún mjög sómasamlega eftir ástæð- um, að því fráskildu, að hún talar svo óskýrt, að eigi heyr- ist nema fram í miðjan sal, og stundum eru áherzlur hennar ekki meira en svo íslenzkar. En þetta ætti leikkona að geta lagað með góðum vilja. Vert er að lofa það, að aldur og útlit hæfa hér hlutverkinu, en það er meira en unnt er að segja um þær, sem oftast hafa farið með ung kvenhlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur undan- farið. Bryujálfur Jóhannesson leik- ur Loft Kaldan, átakalaust hlutverk, slétt og vel. —- Þor- steinn ö. Stephensen leikur Dag Vestan, annað aðalhlut- verkið, vel og myndariega. — Lakastur er leikur Indriða Waage. Hann gerii' úr Yman, unga hljómlistarmanninum, sama viðundrið og hann hefir oft sýnt á leiksviði áður, og virðist hvorki hafa tök né skilning á hlutverkinu. Vafalaust eru mjög skiptar j skoðanir um það, hvernig ; Gunnari Hansen hefir tekizt að i búa leik þenna á svið og búa honum umhverfi. —. Margir ; kunna vafalaust illa við loft- lausa og þaklausa veiðikofann, eigi sízt af því, að það, sem úti sézt, gefur aðrar hugmynd- ir og vekur önnur geðhrif en við á og leikstjórinn ætlast til, eftir því sem ráða má af grein hans í leikskránni. Menn’ heyra óveðrið, en sjá heiðan himin; heyra steypiregn, en sjá fjallið gegn um blátært loft. Og áhrifin, sem leikstjórinn segir, að fjallið eigi að hafa, hefir það kannske á Dana, en ekki á Islending, sem alinn er við fjöll. Þá býzt ég við, að margir kunni því illa, að sjá kertaljósið í kofanum skína á fjallið og mynda stóran skugga af því á bláan himin óveðurs- næturinnar I Leiknum var mjög vel tekið og áhorfendur létu dynjandi lófaltlapp túlka fögnuð sinn. Enda á leikurinn mikla aðsókn skilið, engu síður en margt það, sem hér hefir verið vel sótt áður. K. Vísir stækkar (pappirlnc) List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna; alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna. (St. G. St.). Borð búnaður úr Bilfurpletti, sérlega vandað- ur og smekklegur, hjá HARALDUR HAGAN Austuratmti 8. Simi 8890. Kommúnistum smyglað til Danmerkur Nýverið voru nokkrir komm- únstar dæmdir í Hamborg 1 margra ára fangelsi fyrir það, að hafa hjáipað skoðanabræðr- um sínum tií að flýja úr landi. Fiskibátur var leigður hjá gömium þýzkum sjómanni. Hann tók mest 15 manns, auk. áhafnarinnar. Þannig varð nokkrum hóp komíð úr landi og til Danmerkur. En svo varð áhættan of stór við að koma kommúnistunum 1 land, og þessari aðferð varð að hætta. Var þá fenginn danskur bát- ur, er sigldi til múts við hinn þýzka og tók flóttamennina um borð, en skilaði aftur komm- únistiskum flugritum í bátinn þýzka, er átti að lauma inn í landið. Auk kómmúnistanna, sem dæmdir voru í allt að 6 ára fangelsi, fékk hinii aldraði sjómaður, sem vann þetta sér til lífsframdráttar, 4 ára fang- elsi og aðstoðarmenn hans nokkru sketomri tíma. 85 krónur. Dívanar, allar tegundir. Fjaðradýnur, allar teg., Dýnur í barnarúm. Og allar tegundir ftf stoppuðum húsgögnum. Aðeins fallegar og góð- ar vörur með sann- gjörnu verði. — Alltaf er gott að eiga viðskiptl við Húsgagnaverzlunina við Dómkirkjuna i Reykjavik Góð bók Ier einhver bezta tæki- færisgjöfin. — Flestir bókamenn lesá Nýja dagblaðið. Vegna þeasa er gott að minna á góðar bsakur í biaðinu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.