Nýja dagblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 3
N D 1 D NÝJA DAGÐLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.t." Bitstjórar: Grisií GuðinundawHi. Hallgrimur JónaaMm ititstjórnarskrilatofumar Laugav. 10 Símar Í373 ogSSJ53 Afgr. og aiiglýsingaakrifBtofa: Austurstrwti 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausaaölu 10 aura «int - Prentsmiöjan Acta. Mikil lann fyrir létfa vinnu Mörgum manni kemur það iindarlega fyrir sjónir, þegar ihaldsmenn bregða Framsókn- armönnum um háar launa- greiðslur. Morgunblaðs-menn vita, að það var leiðtogi þeirra, sem samdi við Egg- ert Claessen um 40 þús. kr. árslaun til 10 ára. Menn vita, að þeir bjuggu til lögin um embætti Jakobs Möller, sem fékk 15—16 þús. kr. á ári. Og að síðustu vita menn, að þeir borga Richard Thors, Kristjáni Einarssyni og Ólafi Proppé 24 þús. kr. hverjum árlega fyrir að selja fislt landsmanna. Á sama tíma eiga sjómenn og út- vegsmenn í sárri vök að verj- ast ura afkomu sína. En þessir menn sem íhaldið fær til að ráðstafa fiski hinna fátæku eru settir við þetta ríkmann- lega borð á kostnað hinna vinnandi stétta. Lárus Jóhannesson og Rosenberg Mjög mæltist það illa fyrir, er Lárus Jóhannesson lokkaði Rosenberg veitingamann á Uótul ísland til að reyna að svíkja samninga þá um vín- verzlunina, er hann gerði við Framsóknarstj órnina 1928. — Rosenberg samdi um að fá 10% álag á það, sem hann seldi á hótelinu, og fram til 1980 tókst Framsóknarstjórn- ,inni þannig að auka tekjur ríkissjóðs um 60 þús. á þessum eina lið, borið saman við að M. G. hefði stýrt þeim málum eins og áður var. Fjárlöginl935 Stuðningsflokkar núverandi landstjórnar hafa tekið með mikilli festu á starfinu við fjárlögin. Meirihluti nefndar- innar gætti í einu ráðdeildar og festu og lagði megináherzlu á gætilega fjármálastjóm, jafn- framt því að atvinnulífið væri eflt. Þá varð sú nýjung, að um- ræðum í sameinuðu þingi var lokið á tveim dögum, og hefði getað verið styttri, ef „komm- únistar sveitanna“, Þorsteinn Briem og Hannes Jónsson, hefðu ekki haldið uppi löngu málþófi, algerlega að tilefnis- Jausu. En langstærsta nýjungin í sambandi við fjárlögin er það, að enginn af þaim þing- Njósnaríið nazista Tíivera híns þýzka borgara er éerð nær óþolandi Óttinn við fangabúðirnar Hinn almenni þýzki borgari þjáist af ógn ófrelsins. Erfið- leikar daglegs lífs eru að Verða honum ofurefli. Hversu feginn yrði hann ekki við að mega — þó ekki væri nema fáeinar vik- ur — draga andann í hreinu lofti, lofti persónufrelsis. En það eru langsamlega fæstir, sem eru þess umkomnir að komast úr landi. Það kostar fé og auk þess eru reistar við út- flutningi fólks strangar hömlur. Nýlega erfðu 3 systkini mikl- ar eignir eftir látinn föður. Þau kusu að hverfa úr landi, en til þess þurfu þau að gjalda 22 miljónir marka eða um 14 hluta eigna sinna. Friður einkaliís- ins rofínn En njósnimar um einkalíf fólks, eru ef til vill þyngsta bölið. Það má svo segja, að nær því sérhvert skref hins al- menna borgara sé athugað af njósnandi augum spæjarans. Einkalífi hans er í raun lokið. Lög og reglur þess nýja þjóð- skipulags heimta aðgang að heimilisháttum hans og gerð- um, og vei honum, ef skoðanir og hugmyndir hans falla ekki saman við þær kröfur. Vörukaup fólksins eru und- ir eftirliti. Menn verða að gæta þess að láta ekki sjá sig allt of vel búna í klæðaburði. I blaði, sem1 heitir Westfálische Landes. zeitung, var þess getið ekki alls fyrir löngu, að sá sem léti sjá sig prúðbúinn á götu. t. d. í enskum ullarfötum, þegar allur fjöídinn yrði að ganga í gróf- um eftirlikingum, hann gæti skoðast sem tákn fjandseminn- ar við innlenda framleiðslu, er vægi aftan að þjóðinni. Út úr orðum blaðsins mátti fullvel skilja, að slíkur „landráðamað- ur“ skyldi eiga það á hættu, að fötin væru rifin , tætlur á líkama hans. En dugi ekki þvílíkar áminn- ingar má búast við að njósnar- arnir ráðist inn í fataklefa fólks og matvælageymslur. Og örlög- eigendanna eru þá undír því komin, hversu hinum snuðr. andi sendimönnum segist frá „rannsóknunum". Vilji menn t. ö. ekki gefa mönnum sem styðja stjórnina, flytur breytingartillögu til út- gjalda, en slíkar tillögur koma margar frá andstæðingum stjórnarinnar. Með þessu er ríkisstjórnin og flokkar þeir, sem hana styðja, að freista að inníeiða hér ensku regluna: að stjórnin beri alla aðalábyrgð á fjármálunum. eins' mikið til „vetrarhjálpar- innar“ og foringjum þess fyrir- tækis þóknast, eiga þeir á hættu að sæta ópum og fyrir- litningu. Og ýms blöð hafa prentað nöfn þeirra og farið um þá svívirðingarorðum jafn- framt og lesendur voru hvattir til að klippa nöfnin út og geyma og muna. Gyðingurinn ekkl onn&ð en dýr Og þá ríður ekki síður á því, að gæta vel orða sinna um dag- leg umræðuefni í viðskiptalíf- inu. Á stjónimál minnist vit- anlega enginn. Mörgum kaup- j mönnum og vörubjóðum hefir : verið kastað í fangelsi fyrir : það að láta falla orð i þá átt, við viðskiptavini sína, að Þýzkaland væri statt í nokk- : urri kreppu og ekki væri hægt að fá hráefni inn í landið. í Potsdam ‘ voru nýlega allir slátrarar teknir fastir og búð- um þeirra lokað. Enginn vissi hvað tilefnið var. Og það reyndist heldur ekkert. Á einum stað gáfu yfirvöldin j út svofellda yfirlýsingu: „Hér með lofa ég að launa hverjum þeim með 100 mörkum, í hvert sinn og einhver getur tilkynnt j nafn manns, sem dreifir út ósönnum orðrómi“. Fólkið er umkringt njósnur- um. Margir vilja innvinna sér 100 mörk. Og kærunum rignir niður. Leiti fólk læknis, verður að ganga úr skugga um það, að hann sé ekki af Gyðingaætt- um. I einu þýzku blaði stóð, í því sambandi, m. a. þessi klausa: „. . . er Gyðingurinn annað en dýr, sem Guði er þóknanlegt að tortímist?" „Hver sem leitar ráða hjá lækni af Gyðingaættum er ekki einungis fjandmaður þjóðar- innar, heldur stofnar hann lífi sínu í hættu". Krlstinn Andrésson mag. heldur fyrirlestur um Sjálfstætt fóik eítir Halldór Kiljan Laxness, sunnudaginn 2. des. kl. 5a/« ( Iðnó. Aðgöngumiðar á eina krónu seldir við innganginn. Verzlið við þá að öðru jöfnu, sem auglýsa í Nýjft d&gbi&ðism Nýiar bæknr: Bjarni Thor&rensen: Urvalsljoö: (íslenzk úrvalsljóð II.) Kristján Albertson, rith., hefir valið kvæðin og rit- ar íonnála um „Bjama Thorarensen sem þ.jóðskáld íslendinga“. Bókin er í litlu broti innb. í mjúkt alskinn, gylt að ofan, og er frágangur allur hinn sami og á fyrsta bindi í þessu safni, Úrvalsljóð Jónasar Hall- grímssonar, sem kom út 1. desember í fyrra, og er verðið hið sama. Jakob Jónsson: Framheldslif og nútím&þekking- pessi bók er iræðirit um sálarrannsóknir nútímans eftir séra Jakob Jónsson, prest á Norðfirði, mun vera hið eina rit, sem frumsamið er á íslenzku, er gefur yfirlit yfir þetta mál í heild sinni, sanv kvæmt nýjustu rannsóknum. Höfundur tekur fullt tillit til heilbrigðrár gagnrýni, sem fram hefir kom- ið, og skýringa frá öðrum en spiritistum, og kemur bókin því að notum fyrir þá, sem vilja kynna sér málið frá fleiri en einni hlið. Sjö myndir (dulræn- ar ljósmyndir, vaxmót o. fl.) eru í bókinni. Kinar H. Kvaran rithöf. ritar fonnála fyrir bókinni. V'erð bókarinnar er kr. 6.00 hft. og kr. 8.00 ib. í gott band. Tómas GuOmnndsson: Fsgra veröld 3. útgáfa, kemur eftir helgina. þessi ljóðabók, sem átti því einstaka láni að fagna, að tvær útgáfur seldust af henni á rúmum rnánuði í fyrra, er nú komin út í 3. útgéfu. Verðið er hið sama og áður kr. 5.00 hlt. og kr. 7.50 ib. ASalsala oiangretndra bóka er hjá: B«ík<iviírslim - Síini 2720 Asninn ötnndsjúki saga handa bðrnum 1 Ijóðum og litmyndum. Freysteinn Gunnavsson þýddl, Kostar kr. 2,00. Litið skritið Barnarim með litmyndum. — Kostar kr. 1,75, Kisa veiðikló Barnasaga með lltmyndum. — Kostar kr. 1,60, Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala; Bókhlaðan, Lækjargötu 2. — Simi 3736. Vera Simillon Túngötu 6 — Slmi 3371 ókeypis ráðleggingar fyrir kvenfólk á mánudögum l/f7 —*/,8 síðdegis Viðtalstími fyrir karlmenn á mánudögum og fimtmu- dögum kl. 8—10 FREYJU kaffibætisduftið — nýtilbúið r- inniheldur aðeins ilmandi kaffib®ti, ekkert vatn eða ðnnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kafflbætis- duftið drýgst, heilnæmaat og be«t. Og þó er það ódýrara en kaffh bseti 1 stðngum. Notið það bazta, sem nnnið er í landinu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.