Nýja dagblaðið - 18.12.1934, Page 2
I
K f i A
DAOBIiABIB
ENGIN JÓLAGTÖF
er kærkomnari en gott viðtæki og ekkert heimili má fara á
mis við þá margvíslegu ánægju og fróðleik, sem það veitir.
HIÐ LÁGrA verð OG HINIR HaGKVÆMU greiðslu-
SKILMÁLAR GERA NÚ ÖLLUM KLEIFT AÐ EIGNAST
VIÐTÆKI
Leitið applýsinga í útsölum vorum:
VIÐTÆKiTAIJTSÖLUííNI, Tryggvagötu 28, Sími 4510
og VERZL. FALKANUM, Laugaveg 24, Sími 3G70
Viðtæki inm áhvertheimili
TiðtíBkjaveizlun ríkisins
Sími 3823 — Lækjargötu 10 B.
Bakarar I
og þeir aðrir, setu vildu tryggja sór
R j ó m a I
hjá okkur til hátíðanna, geri svo vel H
að senda pantanir sínar sem fyrst. —
Mjólkurbú Flöamanna 1
Tjarnargötu 10 — Sími 4287. H
Gefið jólagjafir
sem veita yl og gieði
í öllum skilníngi
Prjónastofan Malin
Laugaveg 20, slmi 4690.
Gefið yður sjálfum í jólagjöf
Salmonsens Leksikon
Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar
Aðalumboðsmaður
Cruðjón Jónsson
Vatnsstig 4 — Simi 4285
Gula bandið bezi
i jólabakstuvinn
Nótnasair ið
„SAMHLJOMAR
verður kærkomin jólagjöf
öllum þeim sem leika á
hljóðfæri. Fæst í hljóð-
færaverzlunum bæjarins og
nokkrum bókabúðum, einnig
hjá útgefanda, Kristni Ing-
varssyni, Hverfisgötu 16.
Annáll
Trúlofnn. Ally Jóhannesdóttir
Bárugötu 34 og Guðni Jensson loft-
skeytamaður.
Arsrit Laugaskólans er nýlega
komið út, vandað að efni og frá-
gangi að venju. Ritstjóri þcss er
nú þóroddur Guðmundsson írá
Sandi.
Nýja stúdentablaSið kemur út í
dag. Fjölbreytt efni að vanda. —
Söluböm mega koma í liáskólann
milli kl. 0 og 10 f. h.
Arabiskar nætur: Æfintýri úr
þúsund og einni nótt, i þýðingu
eftir Tómas Guðmundsson og Pál
Skúlason, er nýútkomin bók. Eru
þarna ýms frægustu og vinsælustu
œfintýri úr þúsund og einni nótt,
svo scm: Aladdin, Ferðir Sind-
baðs, Sagan af Ali Baba og hin-
um fjörutíu ræningjum o. fl. —
Myndirnar eru eftir Eggcrt Lax-
dal og Tryggva Magnússon.
Vetrarhjálpinni hafa borizt þess-
ar gjafir: Nýr fatnaður og fata-
efni allskonar frá verzluninni
Geysir fyrir ca. 450 kr., frá verzl-
un Ágústu Svendsen fyrir ca. 100
kr., frá G. Bjarnason og Fjeld-
stcd fyrir ca. 270 kr., frá verzlun
L. H. Muller fyrir ca. 300 kr., frá
Verzlunin Björn Kristjánsson fyr-
ir ca 230 kr., frá verzlunin Dyngja
fyrir ca 150 kr., frá Fatabúðinni
fyrir kr. 250.00. Peningar: Frá
Vígahrappi kr. 10,00, þorstcini Jó-
hannessyni kr. 10,00, Sveinssyni
kr. 10,00, Gamla kr. 10,00, Guð-
mundi kr. 15,00, K. E. ltr. 10,00,
B. G. kr. 10,00, S. þ. kr. 35,00, þ. E.
kr. 10,00, I. þ. kr. 10,00, Árna Jó-
lmnns. kr. 20,00, Magnúsi Benja-
minssyni & Co. kr. 200,00, Ás-
mundi Gestssyni 1 skpt. kol. —
Matvörur: Frá O. Johnson &
Kaaber: 1 pk. hveiti, 2 pokar hveiti
(5 pd.) 50 kg. melis, 100 kg. strau-
sykur, 10 kg. kaffi, 50 pk. Crisp
Com.
Guðbrandur Jónsson:
f \
Gyðingurinn gangandi
og önnur ótvarpserindi
Reykjavík 1934. - Bókaverzlun Sigurðar Krist-
jánssonar.
Bók þessi hefir inni að halda
10 erindi er höf. hefir flutt
í útvarpið smám saman und-
anfarið og lagað síðan til út-
gáfu. Fæst af því, sem flutt
er hér í útvarpið, kemur
nokkuru sinni á prent, og má
það kallast ekki stórmikið tjón.
En öðru veifi koma þar erindi,
sem vel eru þess verð, að þeim
sé fengin betri geymsla en
bráðfleygar og hverfular öld-
ur loftsins og stundar-athygii
hlustandans, sem venst æ meir
á að láta það fara út um ann-
að eyrað, sem inn kemur um
hitt.
Ég gæti trúað, að ýmsum,
sem hlýtt hafa á þessi erindi,
þyki fróðlegt að lesa þau. Það
er nú einhvernveginn sitt hvað
að hlýða á og lesa. Hið talaða
orð getur vakið athyglina, en
það er miklu erfiðara að hafa
full not af því en hinu ritaða
máli. „Bókstafurinn blífur“
segir fomt orðtak. En hið tal-
aðá orð skilur oft ekki annað
eftir en slitrótta minningu og
dvínandi bergmál innan úr
hugskotinu, úr því rödd mæl-
andans er þögnuð, eða skrúfað
er fyrir útvarpið.
Guðbrandur Jónsson er lip-
ur rithöfundur, snjall orðsins
flytjandi og margfróður um
fom og ný efni. Mætti vera, að
þess kenni á stundum, að hon-
um er fulllétt urh mál, eða þá
hitt, að hann getur ekki stillt
sig um koma að góðri athuga-
semd eða snjallri setningu,
sniðugri sögu, eða ofurlítiUi
gráglettni, 'þótt þetta eigi kann-
ske stranglega tekið betur við
í einhverju öðru samhengi. En
eftir á að hyggja, þeir ströngu
menn ættu að íhuga það, að
betra er að rekast á snjalla
setningu eða sniðuga sögu, þótt
í hálfgildings útúrdúr sé, en
l'ara slíks á mis ’með öllu, sem
oft vill verða.
Að efni til em erindin harla
sundurleit. Fyrirsagnirnar gefa
hugmynd um þetta: Gyðingur-
inn gangandi, Appollonia
Schwartzkopf, Maria Stuart,
íþróttir og met, Jón ÞorláksSOn
skáld, Fossinn horfni (Rjukan-
fossinn), Don Bosco, Öskudag-
ur. Siðaskiptamenn og Jól.
Hér er ekki unnt að leggja
dóm á erindi þessi. Þau eru
skemmtileg aflestrar og ljós
hverjum manni. Mér þykir rétt
að vekja athygli á þeim. TU
þess áð vera ekki allt of sam-
kvæmur sjálfum mér ætla ég
samt að segja það, að Jón Þor-
láksson þykir mér beztur, Siða-
skiftamenn íhugunarverðastir
og öskudagur fróðlegastur. Err
indin um jólin auðvitað tilVal-
in lesning handa þeim, sem
bókina fá í jólagjöf. Kalli ein-
hver þetta dóm læt ég slíkt
ekki á sannast. Það er auð-
vitað bara sleggjudómur.
ÞorkeU Jóhannesson.
Síðasti musterisriddarinn Parcival l-ll.ö.
Bókaútgáfan „NorðrP'
Bók þessi er vandað rit, er
skýrir ítarlega og um leið
skemmtilega frá síðustu viður-
eign krossfaranna og Muham'-
eðsmanna í Gyðingalandi,
heimför Musterisriddaranna úr
landinu helga og heimkomu
þeirra til Evrópu, og ofsóknum
og eyðingu reglunnar af hendi
Filippusar Frakkakonungs hins
fríða og Klemensar páfa 5.
Inn í hina fjörlegu og glæsi-
legu lýsingu af riddaralífi mið-
aldanna fléttar höfundurinn
nokkuð nákvæmri lýsingu
af því hvemig kirkjumálunum
var þá stjórnað. Hann sýnir
oss hve samvizku- og trúar-
snauður þáverandi páfi var í
afskiftum sínum við hina
glæsilegu riddarareglu, er allt-
af var reiðubúin til að lifa og
deyja fyrir kirkju sína. Hann
sýnir oss gegndaríausa kúgun
valdhafann'a og kaldranalega
grimmd þeirra, sem ekki skirr-
ast við að sýna þóknanlega
undirgefni í því að vera vilja-
laus verkfæri í höndum þeirra.
Hann sýnir oss einnig hvemig
sviksemin og ódrengskapurinn
mótaði líf sumra, sem skreyttu
sig með riddarabúningi og
höfðu lofað að lifa fyrir hinar
1933 og ’34.
háu hugsjónir reglu sinnar.
Og hann gefur oss einnig
glögga hugmynd um hreystina,
glæsileikann og drengskapinn,
sem margur riddari miðald-
anna sýndi í öllu lífi sínu og
starfi. Og inn í alla frásögu
þessa gefur hann hugðnæma
lýsingu af ástum þeirra Parci-
vals og Ariönu, stjúpdóttur Id-
zeddins pasja.
Hér er bók er sýnir oss hin-
ar æðstu hugsjónir mannlegs
lífs, og stendur að því leyti
framar ýmsu af nútíðarbók-
menntumj vorum, sem' virðast
ekki hafa annað markmið en
það að benda mönnum ofan í
sorann og steypa þá í það
form, sem lægstu hvatir
þeirra vilja.
Af því hlýtur bókin að vera
kærkomin öllum þeim, sem
unna því sem göfugt er ogvilja
hlúa að því. Hún er þroskandi
fyrir alla og þá ekki sízt fyrir
unglinga, sem jafnan hrífast
mest af því, sem fagurt er,
göfugt og gott.
Um þýðingu og frágang bók-
arinnar skal ekki fjölyrt hér,
en geta þess, að það er hvoru-
tveggja í samræmi við efnið.
Framh á 4. slfiu