Nýja dagblaðið - 18.12.1934, Qupperneq 3
N Ý 3 A
DAOBla AÐIÐ
i
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjórar.
Gísli Guðmundsson.
Hallgrímur Jónasson.
Ritstjórnarskrifstofumar
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353
afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint
Prentsmiðjan Acta.
Bændaumhyggia
í orði og verki
„Já, slíkur maður að tala um
fjármál“.
Það var Þorsteinn Briem,
sem komst þannig að orði í
eldhúsumræðunum og um Jón-
as Jónsson.
1 stjómmálabaráttunni hefir
engínn séð sér ávinning í því að
bera það á J; J., að hann not-
aði þingmennsku sína eða
stjórnmálaaðstöðu sér til per-
sónulegs fjárframdráttar. Flest
ar aðrar tegundir af óhróðri og
níði hafa andstæðingarnir bor-
ið & hdhn. En að J. J. væri fé-
gjarn maður sjálfur, það hefir
j afnvel' ósvífnustu hatursmönn-
umi hans ekki fundizt vænlegt
að halda fraftl.
Út frá þessum forsenduni eru
orð Þ. Briem skiljanleg. „Já,
slíkur maður að tala um fjár-
mál“. Mdður, sem kann ekki að
roaka krókinn þegar aðstaða
fæst til.
Hér getur sálusorgari okkar
talað digurbarkalega.
Var það ekki hann, sem
keypti jörð norður í Eyjafirði
og seldi hana aftur tíu sinnum
dýrar en hann hafði keypt og
það án þess að gera þær um-
bætur á henni, sem áberandi
væru?
Með þeim og svipuðum að-
gerður hefir verðið — í jarða-
braskinu — lagt það ok á herð-
ar bændanna, sem þeir fá ekki
undir risið.
Það er ekki lagfæring á þes3U
eða öðru þvílíku, sem Þorst.
Briem heimtar nú bændunum
til handa, né reyndi að hrinda
í framkvæmd meðan hann var
ráðherra. Hann telur sjálfan sig
mikinn bændavin og vill nú
heimta þeim til handa margt og
mikið, sem hann veit að ekki
er hægt og sem honum datt
ekki í hug að gera meðan hann
var sjálfur ráðherra.
En Þ. Br. hafði víðar aðstöðu
til þess að sýna bændaum-
hyggju sína í verki en í ráð-
herrastól.
Hvernig hefir honum farizt
við þann bónda, er hann hefir
yfir að ráða sem' landseta?
Því er þannig varið, að prest
ur hefir ráð á tveim kotum,
Presthúsum og Kalmannsvík, og
hefir hann að jafnaði leigt hið
síðarnefnda, sem tilheyrir Innri
Akarnesshreppi, en Presthús
hefir hann nytjað sjálfur og
látið leiguliðann hirða fénað
sinn. Það kot er í Ytri-Akraness
hreppi. Nú var það fyrir nokkr-
uml árum, að nýr landseti kem-
ur að Kalmannsvík. Það er blá-
fátækur ómagamaður, sern
Framkvæmdir
Sambands íslenzkra samvinnufélaga
Sápu- og efnagerðín »Sjöfn«
á Akureyri
Haustið 1932 juku Kaupfélag
Eyfirðinga og Samb. ísl. sam-
vinnufél. nýjum þætti í uppi-
stöðu sinna stórfelldu fram-
kvæmda, er komið var fótum
undir „Sjöfn“, nýja verksmiðju
til sápu- og efnagerðar.
Húsnæði fékk verksmiðjan í
kjallara og skúr áföstum! við
smjörlíkisgerðina á Akureyri.
Var gætilega á stað farið, en
ötullega unnið, svo að verk-
smiðjan reyndist brátt sam-
keppnisfær við aðrar verk-
smiðjur sápu- og efnagerðir.
I fyrrahaust, 1933, var ráð-
inn til verksmiðjunnar ungur
sérfræðingur þýzkur, pharma-
cokemiker, Frank Hiiter. Óx
verksmiðjunni nú svo fiskur
um hrygg, að henni nægði
hvergi nærri það rúm, er hún
hafði. Var því byggt yfir gæru-
rotunina úti við „Gefjunni", en
gærurotunarhúsið tekið undir
vélar og vinnustofur sápu- og
efnagerðarinnar. Varð þá líka
fyrst færi á því, að koma full-
komnu nýtízku sniði á fram-
leiðsluna, er hæfilegt húsrúm
var fengið, og með því unnt að
færa sér fullkomlega í nyt
kunnáttu hins unga sérfræð-
ings.
Frank Huter er ættaður úr
Austur-Prússlandi, frá Königs-
bérg, og er að vísu borinn til
iðnar sinnar, þar sem; faðir
hans er meðeigandi og stjórn-
andi mestu sápu- og efnagerðar
Austur-Þýzkalands, verksmiðj-
unnar „L. Gamm! und Sohn“,
sem stofnuð er 1812.
Forstjóri og
forsjá
„Sjöfn“ er nýlega flutt í hin
nýju heimkynni, og framleiðsl-
an þegar hafin með hinum
nýju vélum. — Tíðindamanni
Dags, sem hefir ritað grein þá,
er hér birtist nokkuð stytt,
segist svo frá heimsókn sinni
í verksmiðjuna:
Ungur maður, bjartleitur,
opnar fyrir mér. Það er hr.
Húter sjálfur. Hann býður mig
velkominn, er hann veit erind-
ið, fer með mér sjálfur um alla
, verksmiðjuna og skýrir hvað
eina fyrir mér, en ella hefði
mín Saga þaðan lítil orðið.
Ég þarf þó ekki aðstoð hans
til þess að taka eftir því, hve
hátt er undir loft, þegar inn í
verksmiðjuna er komið, hve
bj art allsstaðar er og þrifalegt,
jafnt í verkstæðunum sem í
baðherbergi með vatnssalerni,
og í fataskiptastofu starfs-
fólksins. Allsstaðar er auðsætt
hið heilbrigðilega sjónarmið,
allsstaðar auðsær vottur um
þýzka iðnaðarhirðu, en til meiri
lofstírs á því sviði, verður
ekki jafnað. Er það vel, að
verksmiðjur mesta samvinnu-
félagsskapar á Islandi eigi það
lof skilið.
Loft er í verksmiðjunni, og
fer sú starfsemi verksmiðj-
unnar, sem að sápugerðinni
lýtur, fram bæði uppi og niðri,
en þeirri starfsemi einni verð-
ur hér lýst að sinni.
Þar aem aápan
er soðin
Þegar upp er komið, verða
fyrir auganu tveir hyldjúpir
og foraðsvíðir járnstrokkar,
og bullar sem í Víti í báðum,
líkt og grámyglug hraunleðja
að sjá. Hver strokkurinn tekur
um 6000 lítra, en venjulega
eru ekki soðnir nema 4—5000 í
einu. 1 öðrum er soðin hand-
sápa, sólsápa og stangasápa,
en blautsápa í hinum. Járnið í
strokkunum er 1 cm. þykkt;
utan ura er girt með stöfum,
en einangrað á milli, til þess
að hitinn geymist sem! bezt í
strokkunum. Gegn um hvern
ketil, lóðrétt á botnflötinn,
gengur járnás, og lóðrétt á
hann fest 4 skrúfublöð, sem
ganga stöðugt, og halda sápu-
grautnum: í sífelldri umferð,
ekki einungis í hring um ás-
inn, heldur róta einnig grautn-
um í sífellu frá botni til yfir-
borðs, svo að allt blandist sem
bezt. I báðum strokkunum er
soðið við yfirhitaða gufu, um
200—250°, sem er* leidd frá
gufukatli með 7 loftþyngda
þrýstingi.
Fitan, sem * „Sjöfn“ notar í
handsápur sínar, er eingöngu
kókos- eða olíupálma-olía, á-
samt hreinustu dýrafeiti, sem
völ er á. I blautsápu sína not-
ar „Sjöfn“ aðeins línoliu, en
alls ekki lýsi, hverrar tegundar
sem er, og er það nó notað enn
allvíða við blautsápugerð. Ger-
ir það sápuna ódýrari, en rýrir
hreinsunarmagn hennar. En
hér er viðkvæðið: Einungis hið
bezta.
Handsápan er sæpt með na-
trónlút, en blautsápan með
kalilút. Lúturinn er geymdur í
tveimur járngeymum og er
blásinn úr þeim með gufuafli
upp i geyma, er greyptir eru
í vegginn uppi á loftinu, en
frá geymunum liggja hólkrenn-
ur til sápusuðukatlanna. Má
lesa á mæli, hve mikið af lút
er í hvert skipti hleypt um
hólkrennurnar í suðupottinn.
En hver lúthlaða tekur um
! 2500 lítra (2V2 m3),
Framh.
HáRarl og ilmvötn
Harðfiskur ug spil
Neftóbak og' niðursoðuar bauniJ•
Soðin svið og sultutau
sígarettur og- hvalur
Hangikjöt og kaffibrauð
Kristalsglös og rófur
Súkkulaði og sölin fræg
og svo er það langtum fleira.
Af vörum hefi svoddan sæg
að sjaldan var það meira,
Krlstin J. Hagbarð.
Hangikjöt til jólanna.
Biðjið verzlanir yðar um hangikjöt úr reykhúsi S.
1. S. Þá er tryggt að þér fáið vel reykt kjöt.
Jólahangikjötið er af sauðum af Hólsfjöllum. Það
er vænsta sauðakjöt landsins
PantiÖ aom tyrat.
Samband isl. samvínnufélaga
Kol -- Koks.
UPPSKIPUN stendur yfir í dag og næstu daga á
hinum þekktu ensku kolum „Best South Yorkshire Ass-
ociation Hard“ og ennfremur á ensku koksi.
Notið góða verðið til að byrgja yðurupp.
lengi er búinn að vera í Innri-
Akranesshreppi. En þannig var
ástatt um Kalmannsvíkina það
ár, sem mun hafa verið 1931,
að ekki var farandi inn í nokk-
um kofa, allt var að falli kom-
ið, en þetta átti allt að byggja
mjög bráðlega, en á meðan svo
stóð skyldi bóndi hafast við í
kofum Presthúsa, er voru
nokkru skárri. En þótt undar-
legt megi virðast, þá hefir
þessi verndari bændanna gleymt
að byggja yfir fátæka bóndann,
sem býr í Karlmannsvík, en
lifir í Presthúsum. Og svo kom
það í ljós um! alþingiskosning-
amar í vor, a8 bóndi þessi og
kona hans vom ekki á kjörskrá
í Innri-Akraneshreppi eins og
þau höfðu þó alltaf verið. Og
vegna hvers? Vegna þess, að
þessi bóndi hafði ekki „eldstó“
á jörðinni, sem hann var skrif-
aður á og nytjaði, Þannig kom
bændaumhyggjan niður á þess-
um skjólstæðing Þorst. Briem,
bláfátækum bónda. Hann var
sviftur sjálfsögðustu nmnnrétt-
indum.
Þvílík er hin sanna um-
hyggja bændavinarins, þar sem
framkvæmd kemur í staðinn
fyrir orð.
SkagabúL
Kolasalan s.f.
Símar: 4514 og 1845.
A ð v ö r u n
Þeir sem selja hangikjöt eru hérmeð aðvaraðir um,
að greiða ber af því verðjöfnunargjald til kjötverölags-
nefudarinnar.
Reykjavík, 17. desember 1984.
Kjötverðlagsnefndin