Nýja dagblaðið - 10.01.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 10.01.1935, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLABIB Nautgripa- og MJélkurtSlufélag Reykvíkioga heldur samkvæmt áskorun fund í Varðar- húsinu í dag kl. 2. Fundarefni gerilsneyð- ingarkostnaður. S t j ó r n i n . Míkil útsala byrjar á morgun í Verzluninni Snót, Vesturgötu 17, Þar verða ýmsar vörur seldar um og undir hálfvirði, svo sem: Barnakápur og- annai barnafatnaður, prjónatreyjur, peysur og fleira. — Afsláttur af öllum öðrum vörum verzlunarinna)'. ------Ekkert lánað heim og engu skift. —-— Verzlun Snót, Vesturgötu \1. Fóðurbætir Bezti föðurbætirinn er S.I.S. - Fódnr blanda. Reynið hana. Samband isl. samvinnufélaga MT AuglýsiDgar i Nýja dagblaðiou auka viSskiftin, M.s. Dronning Alexandrine fer í kvöld kl. 6, til ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Akur- eyrar. Þaðan sömu leið til baka. . \ Farþegar sæki farseðla í dag fyrir hádegi, Fylgibréf yfir vörur komi í dag fyrir liádegi. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. - Sími 3025. E.s. Lyra fer héðan í dag kl. 6 síðd. til Bergen um Vestm.eyjar og Thorshavn. Flutningur tilkynnist fy v- ir hádegi í dag. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. tlic. BjarnasoR h Smiili Ný verðlakkun; Strausykur 20 aura Vs kg. Molasykur 25 —----- Kremkex 1,10 —----- Fíkjukex 1,10 —----- Matarkex 1,00 — — — Kaffi, ódýrt. Allt mjög ódýrt í stæm kaupum. Verzlunin Baldur Framnesveg 23. Sími 4454. reykjapipnr með hálmsíum í munnstykkinu verndar heilsuna frá hinum skaðlegu áhrifum reykinganna. Sjöpunkt pípan er gerð sam- l:væmt 7 kröfum vísindanna um fullkomna pípu. Fátakramálin og þjéðfélagií Ávarp frá Styrkþegafé- lagi Reykjavíkur. Herra ritstjóri! Við vildum biðja heiðrað blað yðar fyrir eftirfarandi línur: Það er alkunna, að hér í Revkjavík eru menn og kopur, sem ásamt börnum sínum lifa við svo þröngan kost, slæm húsakynni og ónógan klæðnað að heilsu þeiri'a er stefnt í voða, þetta/ fólk er ýmist að- komufólk, sem ekki hefir unnið sér sveitfesti hér, eða fólk, sem getur ekki gengið þann þrönga veg, er liggur til þess lífs, er þurfamanninum er áskilið að lifa. Mikill meirihluti þessa fólks munu þó vera beinir styrkjieg- ar bæjarins, þó segjum við ekki með þessu, að þeir' allir líði skort, það væri of mikið sagt, heldur fer það eftir því, hvað þeir eiu dug'legir að afla sér krónu og krónu fram yfir styrk þann, sem álitið er að riægi þeim. Hinir aldurhnignu borgarar bæjarins, sem áður hafa lagt drjúgan skerf til þess að gera Reykjavík að þeim eítirsótta stað, sem hún nú er orðin, eiga ekki skilið, að þeim sé þröngv- að á álla vegu, þegar heilsa og kraftar eru þrotnir. Þeir hafa jiegar lagt allt sitt starf fram í þágu þjóðfélagsins, hver eft- ir sinni getu og þeir hljóta að ei'ga inni. Allir þeir, sem í gegn um baráttu lífsins hafa orðið fyrir sjúkdómum, eða slysum, eða hverskonar lömun það er, sem útilokar þá frá að vera sjálf- um sér nógir, þeir hafa þá fall- ið fyrir þeim óvinaher, sem mannkyiiið á í höggi við, þeir hafa barizt þar sem hættan var nfest og verið ofurliði bornir, þeir hafa einnig lagt inn til þjóðfélagsins sinn lífeyri og þaö á enginn með að skera hann svo við neglur sér, að lífskjör þeirra verði að mun verri en annara. Þá eru það menn, sem fallið hafa í greipar þeirra lasta, sem þjóðfélagið hefir alið og jafn- vel ríkisvaldið tekið sér einka- rétt á að hafa á boðstólum, eig- um við þar sér í lagi við áfeng- ið. Það er öllum ljóst, að áhrif þess er ölvun, sem gerir menn ósjálfráða um athafnir sína)', flestir þekkja hinar laðandi kenndir, sem örfa til áfram- haldandi nautnar þess, svo að jafnvel þeir, sem taldir eru á hærri þroskastigum, falla fyrir valdi þess, er þá að vænta, að hinir þroskaminni, sem þjóð- félagið hefir engan sóma sýnt, geti staðizt? Þar næst eru böinin. Það er ekki nóg að þau séu í ábyrgð einstaklinganna eða foreldr- anna. ÞeiiTa ábyrgð er í mörg- um tilfellum svo takmörkuð, ýmsar ástæður liggja að því. Ómegð, veikindi, atvinnuleysi, fátækt og ýmsar aðrar orsakir gera það nauðsynlegt, að þjóð- félagið grípi inn í, á þann hátt að heilsu, líkamlegum og and- legum þroska barnanna sé borgið. Hinir ráðandi menn og efn- uðu borgarar verða að skilja það, að þessi óhanxingj ubörn eru hluti þeirrar kynslóðar, sem á að bera byrðarnar með þeii'ra eigin börnum og' að ráða miklu um það, hvort þau verða máttarstólpar þjóðfélagsins eða byrðar þess. En það er ekki nóg að minna hina ráðandi menn á skyldur þeirra. Ilver einstaklingur verður að finna til þess að hann sé ábyrgur þátttakandi, starfandi fruma í þjóðlíkamnaum, fædd tii þéss að uppfylla skyldur sínar, hver sá, sem er sér þess meðvitandi og breytir samkvæmt því, hann getur borið höfuðið hátt og krafizt inneignar sinnar, þegar kraftar hans þrjóta. Hann þarf ekki að ganga fram sem auðmjúkur ölmusti- maður með bænarmál á vörum fyrir fátækrastj órnii-nar, sem vanalega hafa drottnunarsvip- inn á andlitinu og dómsvaldið á tungunni. F. S. R. eða Félag styrkþega í Reykjavík, er stofnað vegna langvarandi meðvitundar um slæma stjórn á fátækramálum bæjarins, vegna skýlausra sannana um alvarleg mistök og óv er j andi harðnesk j utök, sem einstaklingar hafa verið beittir, vegma erfiðleika þeirra, sem eru því samfara fyrir veiklaða styrkþega að fá ítr- ustu. nauðsynjar sínar af- greiddar, konur hlaupa frá börnum sínum eða hafa þau með sér í fanginu verða svo að bíða 2—3 tíma eða gefast upp, reyna næsta dag og fá þá er- indi sínu fullnægt eða þá ekki. Á sumum stigum þessarar af- greiðslu er tíminn svo .stuttur, að enginn vegur er til að allir fái afgi-eiðslu, þegar einn klukkutími er ákveðinn til að afgreiða menn svo tugum skipt- ir og margir taka frá 10—20 mínútur hver, þetta ásamt svo mörgu, mörgu fleiru verður að lagast. F. S. R. biður því alla styrk- þega hér í bæ að fylkja sér undir merki þess, að treysta samtökin með því að gjörast meðlimir þess. Það er enginn of veikur og enginn of smár til . þess að vera þar með, það er trygging fyrir því að eftir hon- um sé munað og að kjör hans verði skilin, og oætt ef með þarf. Tryggingin liggur í því, að félagið er samsett af þeim mönnum, sem hafa líka eða sömu reynslu og þið sjálf. Lát- ið enga blygðun fyrir því að vera „styrkþegi"'* hafa áhrif á ykkur, hún á engan réit á sér og því síður ef þið hafið innt af hendi hinar þjóðfélagslegu skyldur meðau ástæður r.ru til. F. S. R. vdl hafa vináttu við alla flokka án tillits til skoðana þeirra á öðrum málum. Það starfar' ekki að neinu leyti á flokkspólitískum grundvelli, en tekur á móti útréttri hjálpar- hönd hvaðan, sem hún kemui'. Það vill ekki þyngja byrðai bæjarfélagsins, heldur að fleiri Framh. á 4, síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.