Nýja dagblaðið - 15.01.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 15.01.1935, Blaðsíða 4
4 * Ý J A DAQBLABIB IDAG Sólaruppkoma kl. 10.02. Sólarlag kl. 3,14. Flóð árdegis kl. 2.10. Flóð síðdegis kl. 14,40. Ljósatími hjóla og biíreiða ki. 3,20—9,50. Veðurspá: Allhvöss sunnanátt. Hláka og' rigning. Sötn, skrilstolur o. IL I.andsliókasaínið ..... 1-7 og 8-10 Aiþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 Náttúrugripasaínið ........... 2-8 pjóðminjasafnið .............. 1-8 pjóðskjalasafnið ............ 1-4 Landsbankinti .............. 10-3 Búnaðarbankinn ...... 10 12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst...... 2-7 I'ósthúsið: Bréfapóststofan ... 10-6 Bögglapóststofau .......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins . 10-12 og 1-6 Landssiminn ................. 8-9 Búnaðaríélagið ........ 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (Skiifst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútg. rikisins .... 9-12 og 1-6 Eimskip ....................... 94» Stjórnarráðsskrifst. ... 10-12 og 1-4 Samb. ísl samv.íél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfr.l. .. 10-12 og 1-6 Skrifst kœjarins ...... 9-12 og 1-4 Skrifst. lögpnanns .... 10-12 og 1-4 SkrifsL tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan .. 9-12 og 1-6 Skipa- og skránÆt. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Stjórnarráðsskrifst........... 10-12 Skrifstofur bœjarins ........ 10-12 Skrifstofa lögreglustj. 10-12 og 1-4 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Ueímsóknartimi sjúkrahúM: t.andspítalinn ................. 3-4 Landakofsspítalinn ............. 3-5 Vífilstaðahælið . I2Ví-lVít °K l.augarnesspítali ............ 12^-2 Kleppur ........................ 1-5 F.lliheimilið .................. 1-4 Faíðingarh., Eiríksg. 37 . 1-3og8-9 Sjúkraliús Hvítabandsins . 2-4 Næturvörður í Reykjavlkurapó- teki og lyfjabúðiniii Iöunn: Nreturlæknir: Daniel Fjeldsted, Aðalstrœti 9, sími 3272. Skemmlanlr og samkomor: Nýja Bió: Sakleysið úr sveitinni, kl. 9. Gamla Bíó: Flökkustelpan, kl. 9. Dagskró ótvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 12,45 Enskukennsla. 15,00 Veðurfregnir 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi Stóirstúkunnar: Bindindi og nú- tíðin (Friðrik Á. Brekkan stór- templar). 19,50 Áuglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Himneskir gestir (Jóhannes Askelsson jarðfr.). 21,00 Tónleikar: a) Píanó-sóló (Emil Thoroddsen); b) Grammófónn: íslenzk lög; c) Danslög. Skiðalsrð á sunnudaginn. Eins og sagt var frá í blaðinu fyrir helgina œtlaði Skíðafélagið að efna til íerðar upp á Hellisheiði a sunnudaginn, en af henni varð ekki, því bílar komust ekki upp á heiðina, vegna ófærðar. Um 30— 40 manns fóru þó á bílum upp undir Vífilfell og voru þar í brekk- unum um daginn. Láta þeir vel af lerðinni og að færi hafi verið hið ákjósanlegasta. Gaynfræðaskóli Reykjavikur held- tir árshátið sína n. k. föstudag í Iðnó. Skemmtiskráin verður fjöl- breytt. GAMLA BfÓI mm Flökkustelpan Frá MJólkursttlunefnd Atk væðagreiðslíi n i Saar með ANNV ONDRA. og SUNDMYNDIN gullfallega síðasta sinn í kvöld. Anná.11 Skipaíréttir. Gullfoss var í gær í líaupmannahöfn. Goðafoss er á leið til Austfjarða frá Hull. Detti- foss var í gær á leið til Aberdeen frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss var í Reykjavík í gær. Lagarfoss var í gær á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss var í Reykjavík t gær. Trúloíun. Nýlega hafa opinberað sina ungfrú Magnea Kristjánsdótt- ir frá Húsavík og Eggert Benónýs- son frá Háafelli í Skorradal, er nú vinnur hjá Útvarpinu. Dómur í blfreiðarslyssmálL í gær féll dómur í undirrétti í máli bilstjórans, sem ók yfir litla telpu við byggingu á homi Blómvalla- götu og Ásvallagötu 19. sept. síð- astl. Beið telpan bana. Slysið varð með þeim hætti, að bílstjórinn var að „bakka“ út af veginum og upp nð sandhrúgu, þar sem telpan var að leika sér. Dómur féll þannig að bilstjórinn var sýknaður af því uó vera valdur að slysinu, en hinsvegar dæmdur í 40 kr. sekt, sökum þess að hreyflar bifreiðar- innar reyndust ekki í lagi. Veðrið í gær. Hláka með 5—8 stiga hita á Suðvesturlandi. Hæg suðaustan átt óg slydda á Norð- vesturlandi. Á Norðausturlandi var hægviðri og 2—4 stiga frost Dánardægur. Nýlátnar eru 1 Vesturheimi, Ragnheiður Eiríks- dóttir 76 ára gömul, ættuð úr Eiða- þinghá i Suðurrnúlasýslu og Sig- riður Jónsdóttir, 84 ára gömul, ætuð af Langanesi, Ragnheiður fór til Ameriku 1907, en Sigríður 1890. (Eftir Lögbergi). Hæstiróttur. í gær var kveðinn upp dómur í Hæstarétti, sem eig- endur e.s. Nonni höfðuðu gegn eig- anda m.s. Minnie. Hafði Nonni 13. maí 1933 dregið Minniei um 40 sjómílur og kröfðust eigendur hans borgunar fyrir, en hinir neit- ðuu að greiða. Dómur Hæstaréttar féll þannig, að eigendur Minnie voru dæmdir til að greiða 3000 kr. Ungmennafélaglð Framsókn í Landakoti í VesturSkaftafellssýslu átti nýlega 25 ára afmæli. Félagið hefir starfað með miklu fjöri, alit frá upphafi til þessa dags. það á orðið gott bókasafn og hefir beitt sér fyrir sundkennslu og öðrum íþróttaiðkunum, skógrækt o. fl. þrir af stofnendum eru enn i fó- lagiriu: Helgi Jónsson, Seglbúðum (fyrsti form. félagsins), kona hans, Geirríður Karlsdóttir og Magnús Auðunsson. Skip sekkur. Skipið Phönix frá þingeyri sökk á laugardagsnótt- ina. Hefir það iegið þar fyrir grunnfærum, síðan það hœtti sild- veiðum í sumar. Er talið óvíst, hvað vaida muni, en helzt haldið nð togari hafi rekizt á skipið og sökkt þvi. prátt fyrir það, þó Mr. Howard Little léti af starfi sínu sem frétta- ritari fyrír stórblaðið Times í London hér um árið, hefir þó blað- ið sýnt Mr. H. Little þann sóma að minnast hlýlega á kennslubæk- ur hans í útgáfu þeirri, er fjallar um nýjar bækur. X. Mjólkursöluneíndin hefir á- kveðið að veita mjólkurfram- leiðendum í Reykjavík og Hafnarfirði kost á að velja um hvort þeir selja mjólk sína í gegnum samsöluna eða selja hana beint til neytenda ógeril- sneydda samkv. ákvæðum 5. greinar laganna um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. Enda gildi um þessa sölu ákvæði þau, sem sett verða í reglugerð um hana. Þrem dögum eftir birtingu reglugerðar með þessum ákvæð- um skulu þeir, sem selja mjólk sína beint, tilkynna mjólkur- sölUnefndinni, hvort þeir óski framvegis að selja mjólk sína samkv. þessum ákvæðum og setur nefndin þeim þá frest til að koma framleiðslu sinni í samræmi við þau. / Ennfremur: Þai' til öðruvísi hefir verið ákveðið, heimilar mjólkursölunefndin framkv.- stjóra sínum að greiða ein- stökum framleiðendum innan lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og nágrennis, ef þeir eru ekki í mjólkurbúi, andvirði mjólkur þeirra, enda sjá mjólkursamsalan þeim fyr- ir gerilsneyðingu mjólkurinnar. Starlsmenu Mjólkursamsölunnar. Eins og kunnugt er, verður Arn- þór þorsteinsson framkvæmdar- stjóri Mjólkursölunnar. Auk hans vinna á skrifstofu samsölunnar Jóhannes Helgason fulltrúi og Jón Brýnjólfsson skrifstofumaður. Eft- irlitsmenn með mjólkurbúðunum verða Gunnlaugur Ólafsson og Ei- ríkur þorsteinsson. Afgreiðslumað- ur á vörugeimslustöð samsölunnar verður Jóhann Eiríksson. Nordens Kalender 1935, ársrit norræna félagsins er komið út. Flytur það greinar um margvísleg efni eftir ýmsa þekkta Norður- landahöfunda, og stendur síst að baki fyrir árgöngum, sem getið hafa sér mikinn orðstír. M. a. birt- ist þarna yfirlitsgreln um islenzka list eftir Guðmund frá Miðdal og fylgja hennl 18 myndir af högg- myndum og máiverkum eftir ís- lenzka listamenn. Eru myndimar af verkum eftir Einar Jónsson (1), Ásmund Sveinsson (1), Sigurjón Ólafsson (1), Ásgrím Jónsson (2), Jóhannes Kjarval (3), Jón Stefáns- son (1), Guðmund Thorsteinsson (2), Finn Jónsson (2), Guðmund Einarsson (1), Jón þorleifsson (1), Kristínu Jónsdóttur (1), Gunnlaug Schewing (1) og Gunnlaug Blön- dal (1). þá ritar Sigurður Nordal prófessor stutta grein um Tómas Guðmundsson og kvæði Tómasar um vesturbæinn birtist þarna hæði á frummálinu og í sænskri J’ýðingu. Guðlaugur Rósinkranz, sem á sæti í ritstjóm Nordens Kalender, skrifar um starfsemi deildar norræna félagsins hér á landi. Er það áreiðanlega mikill vinningur fyrir íslenzku þjóðina, að listamanna hennar skuli jafn veglega getið í víðlesnu Norður- landariti. Farfuglafundur verður í Kaup- þingssalnum ki. 9 í kvöld. þar skemmtir æskufólk sér saman að vanda alstaðar að af landinu við í-æðuhöld, upplestur, söng, dans, sameiglnlega kafíidrykkju o. <*. frv. Framh. af 1. síðu. London kl. 17 14./1. FÚ. í allan dag hafa allslionar getgátur og flugufregnir geng- ið um Saar, og eftiivænting og æsingar manna á meðal, hefir farið vaxandi, livað svo mikið að því, að það hlaut að leiða til óeirða, oo' í dap- brauzt út hardagi milli Þýzkalandssinna og andstæðinga þeirra. Samein- aðir andstæðingar Þjóðverja hófu mótmælagöngu fyrir framan aðalstöðvar þýzka sam- bandsins. Snerist það á móti op- varð úr götubardagi, og not- uðu menn skammbyssur og livað annað, er að vopna mátti verða. Lögreglan kom á vett- vang og stöðvaði hún bar- dagann, án þess að taka neinn fastann. Þrír særðir menn voru fluttir á sjúkrahús. Andstæðingar Þjóðverja eru sagðir vera í undirbúningi með mótmælaskjal, gegn því, að þeir liöfðu sætt áreitni við þetta tækifæri og önnur. Húsið þar sem atkvæðin eru talin, hefir verið undir sterkri gæzlu lögreglunnar í allan dag. Talningin hófst kl. 5 síðd. í dag og heldur áfram í nótt. Atkvæðin verða tvítalin. Þýzka sambandið telur sig hafa fengið 80% atkvæðanna, en andstæðingar segja að það hafi ekki verið yfir 60%. Kalundborg kl. 17 14./1. FÚ. Frönsk blöð skýra frá því í dag, að tugir þúsunda af Saar- vúum séu nú í undirbúningi með það, að flytja til Frakk- lands, ef landið falli í hendur Þjóðverjum að lokinni talningu atkvæða. Ennfremur er frá því skýrt að tekið muni verða á móti þessu fólki, ef það vilji gera sér að góðu þau húsa- kynni og aðra þá aðhlynningu, sem unnt er að láta því í té méð svo stuttum fyrirvara. Mjólkursamsalan Framh. af 1. síðu. skilningi á þessi mál viður- kenna, að þeim beri að sjálf- sögðu að njóta þess hagnaðar, sem hið nýja skipulag getur þeim framast veitt. Svo undarlega vill til, að tvö blöð hér í bænum, Morgunblað- ið og Vísi, þykjast nú svo mjög bera hag neytenda fyrir brjósti, að þau telja bændur ekki mega hagnast neitt á hinu nýja skipulagi. Samtímis og þau þykjast þannig bera hag neytenda fyrir brjósti, ráðast þau á mjólkur- sölunefndina fyrir að hafa lækkað brauðverðið í bænum. Aldrei áður er þess heldur minnzt, að þessi blöð hafi kraf- izt verðlækkunar á mjólk eða annari nauðsynjavöru. Neytendur skilja vel, hvað hér liggur á bak við. Þeir vita að ástæðan til þessara skrifa er ekki umhyggja fyrir þeirra hag, heldur illkvitni og haturs- hugur til bænda. Þeir munu feýna að þeir unna öðrum stétt- um réttlætis, en láta ekki egna sig til neinna óvitaverka. Nýja BI6 Sakleysiö iir sveitinni Bráðskemmtileg þýzk tal- og tónmynd. — Aðalhlutverkin leika fjórir vinsælnstu skop- leikarar þjóðvcrja, þau: Luice English, Ralph Arthur Roberts, Alexa von Engström og Curt Verpermann. Eldflugvélar Fátt er það, sem menn keppa meir eftir en hraðanum. Það er eins og mestöll tilvera mann- anna sé undir því komin að ná honum sem fyllstum. Hvert eitt samgöngutæki, sem byggt er, verður að hafa þann mesta hraða, sem mögulegur er. Ein uppfynding í þágu hrað- ans er eldflaug eða „Raketta“, sem hugsvitsmenn hafa hugs- að sér að senda um geiminn með ýmiskonar boð og sending- ar frá mönnunum, hvorum til annara. Þessar tilraunir haf mrgr mistekist að þessu, „eldflaugin“ sprungið á leiðinni, eða eitt- hvað annað verið að. Hinn þýzki eldflaugarsór- fræðingur, Gerhard Zucker, kom nýlega til Englands í þeim erindum að gera tilraun með bréfaflutning á þennan hátt. Að þessu hefir G. Zucker einungis gert tilraunir sínar með póstsendingar með eldflug á litlum vegalengdum. Nú er aftur í ráði að í Englandi verði 600 póstbréfum skotið með eldflaug yfir sundið milli suð- urstrandar landsins og eyjuim- ar Wight. Astfangirm gegnum viðtæki Síðastliðinn nýjársdag hélt ítalskur greifi, Caneva di Ri- varolo brúðkaup sitt í Lundún- um með hinni glæsilegu út- varpssöngkonu Eve Becke, sem ýmsir útvarpshlustendur hér hafa heyrt í gegnum viðtæki sín. Um upphafið að kynningu þeirra fórust greifanum þann- ig orð. Það var eitt kvéld fyrir nokkrum mánuðum' síðan, að ég stillti viðtæki mitt af tilviljun á London. Það var Eve sem söng. Og ég varð samstundis hrifinn af röddinni. Ég gerði mér ferð til London nokkru síðar og í einu sam- kvæmi tókst mér að fá mig kynntan fyrir Eve Becke. Nú hefir hún fallizt á, að verða konan mín og á nýjársdag hringja klukkurnar okkur til brúðkaups. |*fi ftllt með Islenskmn skipum!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.