Nýja dagblaðið - 15.01.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 15.01.1935, Blaðsíða 3
NKÝJADAGBLABIB 8 Morgunblaðið heimtar skuldaverziun ByggingarféL verkamanna óskar eftir tilboðum um smíðí á eldhússinnréttíngum í hús félags- ins Þeir, sem kynnu að vilja gera tilboð, vitji uppdrátta og lýsinga tíl Kornelíusar Sigmundssonar, Bárugötu 11 Gróður maður, sem vildi lána áhugamanni B þúsund krónur gegn góðri tryggingu, tii að get.a keypt mjög arðvænlega jarðeign. er beð- inn að senda nafn sitt í lokuðu umslagi auðk, ,,Lán“ á afgr. Nýja dagbl. fyrir 20. janúar, Þagmælsku er heitið. „Nemandínn lærir“ ótrúlega fljótt að hugsa á málinu og bera það fram rétt“ — eftir Eimreiðirmi, — English for Iceland and Porty Stories“. — Fæst I öllum bókabúðum. sem vilja fylgjast vel með erlendum og innlendum nýjungum og gangi al- mennra mála þurfa að lesa adal mf gagn stjornarinnar. Nýja dagblaðið er blað félagslyndra og framssekinna manna. Hringið í aíma 2323 eða komið á afgr. Austurstr. U — og gerist áskr.vfendur að blaðinu. Gjöf til Þingvallábæjar NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefamli: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritatjórar: Gísli Guðmundsaon Hallgrímur Jónaason. R il «t jómarsk rifstofumar Laugnv. 10. Símar 4373 og 2353 afgr. og auglýsingaakrifstofa: Austurstrœti 12. Simi 2323. Askriftal-gjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Tekju- og eignaskatturinn íhaldsmenn í bæjarstjórn Reykjavíkur eiga sem von er talsvert erfitt með að gera flokksmönnum sínum grein fyr- ir því, hvernig á því stendur að þeim dettur í hug að hækka skattana til bæjarsjóðs (útsvör cg neyzluskatta) um 30% sam- tímis því, sem þeir berja sér á brjóst og hrópa um drápsklyfj- ar á atvinnuvegunum. I Mbl. og Vísi er nú gripið til ýmsra fáránlegra úrræða til að draga athygli Reykvíkinga frá þessari gífurlegu hækkuu bæjargjaldanna. í því sambandi hafa bæði þessi málgögn farið með raka- laus og- vísvitandi ósannindi um hækkun tekju- og eignar- skattsins til ríkisins á síðasta Alþingi. Jón Þorláksson er látinn segja það í Mbl., að greinar- góður maður hafi „sagt“ hon- um, að tekju- og eignarskatts- hækkunin muni nema 650 þús. kr. í Reykjavík einni. Og helzt er svo að skilja, að þessi sami dánumaður hafi „sagt“ borgar- stjóranum, að skatthækkunin gildi bara í Reykjavík og hvergi annarsstaðar! Saurblað Jakoks Möller tek- ur svo nokkrum dögum síðar alveg í sama strenginn, nema hvað skatthækkunin hefir á þessum dögum aukizt um 50 þús. og er komin upp í 700 þús. kr.! Sannleikurinn er sá, að tekju- og eignarskattshækkunin verð- ur, eftir því sem næst verður komizt um 450 þúsund krónur á öllu landinu. Það er ekki gott að sjá, hvernig blaðasnápar íhaldsins ætla að fara að því að láta Reykjavík borga 650—700 þús. af 450 þús. (!) og það jafnvel, þótt öll hækkunin kæmi niður á Reykjavík! En hitt er þó vit- anlegt, að talsvert af hækltun- inni kemur niður utan Reykja- víkur. Þegai' gripið er til slíkra ráða eins og Mbl. og Jakob Möller gera í þessu máli, þá má vissulega gera ráð fyrir, að málstaðurinn sé slæmur og erf- itt sé um rökin. Og íhaldsmenn í Reykjavík vita það líka vel, að sá tími nálgast óðum, er þeirra iwli- tíska höfuðvígi fellur — hér í höfuðstaðnum. í öllum öðrum höfuðborgum Norðurlanda, er íhaJdið búið að tapa meirahlut- anum. Það ei' engin vafi á því, að Mjólkursölunefndin hefir, i feins og auglýst var í blöðum í fyrradag. ákveðið að vörur frá búðum mjólkursamsölunnar skuli aðeins seldar gegn stað- greiðslu, eða gegn mjólkurmið- um, sem menn geta fengið keypta fyrirfram, svo að ekki þurfi að af'henda peninga í hvert skipti, sem keypt er. Þetta fyrirkomulag er vitan- lega alveg sjálfsagt, bæði vegna samsölunnar sjálfrar og kaupendanna. Smákaupmenn- irnir hérna í bænum hafa margir hverjir fengið að kenna óþyrmilega á því, hversu var- hugaverð vörulánin eru fyr- ir verzlunarreksturinn. Og fyrir kaupendurna sjálfa er skuldaverzlunin líka allt annað en æskileg, þar sem hjá henni er hægt að komast. Á stað eins og Reykjavík, þar sem menn yfirleitt fá tekjur sínar í peningum vikulega eða mán- aðarlega, eru lánsviðskipti við búðir yfirleitt ekki anr.að en slæm venja. Mönnum kemur það yfirleitt sízt betur að þurfa að greiða háar upphæðir eftir á — sem þeir stundum' naum- ast hafa fylgst með, hverjar yerða — en að borga nauð- synjar sinai' jafnóðum og' vita þannig daglega, hvernig hag- tir heimilisins stendur. Þá er önnur hlið á þessum lánsviðskiptum, sem segja má að enn meir komi kaupendun- um í koll, en það eru skulda- töpin. Því að hver sú verzlun, sem á annað borð getur haldið áfram rekstri, reynir að ná inn aftur töpunum með. því að hækka álagning á vörum til skilamannanna. Það er vitað, að mikið af álagningu verzlana hér í bænum er einmitt vegna skuldatapanna*). *) þar á ofan kemur svo hinn gííurlegi innheimtukostnaðúr. 43 þús. kr. á ári greiðir Reykjavíkur- bær nú fyrir innheimtu bæjar- gjaida með vatnsskatti og 37 þús. kr. fyrir innheimtu rafveitunnar. hin frámunalega gáleysislega framkoma íhaldsmanna í fjár- málum á síðasta Alþingi hefir orðið flokknum til stórkostlegs álitshnekkis. Og það er heldur ekki von, að nokkur maður geti í alvöru treyst þeim flokki, sem þykist vera á móti öllum sköttum, þar sem hann er í minnahluta, en notar svo að- stöðu sína til að hækka stór- kostlega skattana í þessu bæj- arfélagi, þar sem hann hefir völdin, og tækifærin til að spara! ósannindavaðall1 eins og um 700 þús. kr. tekju'skattshækk- unina á Reykvíkingum eru skammg'óður vermir. Höfuð- staðurinn er vaxinn upp úr því að trúa úreltum pólitískum labbakútum eins og „moðhaus- unum“ og Jakob Möller. En út af þessari sjálfsögðu ákvörðun mjólkursölunefndar rís nú Morgunblaðið upp með háværum mótmælum og fár- legasta munnsöfnuði. Kallar blaðið staðgreiðslufyrirkomu- lagið „nýtt hnefahögg í andlit Reykvíkinga“ og seg'ir að með því sé verið að gefa í skyn, að Reykvíkingar séu „óreiðu- menn og svikahrappar í við- skiptum“(!). Og mörg önnur álíka viturleg' ummæli eru í þessum sunnudagslestri þeirra Mbl.-manna. Nýja dagblaðið hefir að vísu heyrt, að „moðhausamir“ hafi síðan blaðið kom út, fengið á- minningu hjá ýmsum greindari flokksmönnum sínum fyrir þetta frumhlaup sitt. Enda reka ýmsir sanntrúaðir íhalds- menn hér vöruviðskipti með staðgreiðslu eingöng'u. Lyfja- búðirnar hér í bænum munu' t. d. varla vilja láta segja það um sig, að þær heimti stað- greiðslu fyrir meðöl, af því ^ð þær álíti, að allir þeir, sem verði veikir, séu „óreiðumenn og svikahrappar“! En vegna Mbl. sjálfs mætti rifja upp fyrir því ýmislegt, sem það hefir áður sjálft sagt, um' svona mál. Bæði Mbl. og ísafold hafa t. d. á sínum tíma flutt ákaflega harðorðar árásir á kaupfélögin fyrir það, að þau lánuðu bændum úttekt og leyfðu þeim að skulda, og einn af helztu mönnum Mbl.-flokks- ins gaf út bók um þetta mál, sem dreift var ut um allt land. Voru þessi skrif sprottin af því, að Mbl. áliti, að bændur væru „óreiðumenn og svika- hrappar í viðskiptum“? Nú er það auðvitað svo, að aðstaða bænda til að greiða út- tekt sína er allt önnur en manna hér í bænum, þar sem þorri bænda getur ekki komið afurðum sínum í verð nema tvisvar á ári, og því ómögulegt -að komast hjá einhverrj láns- verzlun. Kaupfélag Reykjavíkur hefir síðan það var stofnað haft þá reglu að selja eingöngu gegn staðgreiðslu eða fyrirframborg- un, alveg eins og samsalan ætlar að gera nú. Ef til vill heldur Mbl., að félagsmennim- ir hafi ákveðið þetta af því að þeir hafi álitið, að þeir væru sjálfir „óreiðumenn og svika- hrappar"! Þetta fyrirkomulag hefir gefizt vel og menn yfir- leitt verið mjög ánægðir með það. Og- fyrsta árið, sem félag- ið hafði opna búð, skilaði það félagsmönnum 10% arði af við- skiptunum, auk tillaga til sjóða. Það hefir engum skuld- umi tapað, og ekki þurft að skattleggja skilamennina af ]æim ástæðum. Það munu líka flestir skilja, að þessi árás Mbl. út af stað- greiðslunni er gerð gegn betri Gunnar Gunnarsson er einn af þeim tslendingum, sem dvelja langdvölum erlendis, en bæði fylgjast með hér heima af lífi og sál og eru sverð og skjöldur þjóðar sinnar og ætt- lands meðal erlendra þjóða. En hann er líka einn af þeim, sem þannig er ástatt um, er við hér heima sýnum litla ræktar- semi eða samhug, svo sjáanlegt sé. Undanfarin ár hefir það tíðkast, að ýmsir rithöfundar dveldu um tíma á Þingvöllum að sumrinu og byggju þá í Þingvallabænum. — Gunnar Gunnarsson dvaldi þar fyrir nokkru. Hefir hann nú gefið Þingvallabænum öll skáldverk sín, 12 bindi í ágætisbandi. Er þetta gott fordæmi sem Gunn- ar* hefir gefið þarna og sýnir m. a. hans ræktarhug til ætt- jarðarinnar. Þegar menn dvelja utan- vitund, í von um að takast megi að æsa upp einhverja lítt hugsandi menn gegn samsöl- unni og spilla þannig markað- inum fyrir bændum. En þessi fúlmannlega tilraun blaðsins til lands, verða þeim skýrari tengsl þau, sem þeir eru knýtt- ir ættlandinu og samhugur þeirra vex með fólkinu, er þar stríðir og starfar. Annmark- arnir hverfa í huganum og allt verður ljúfari og samfelldari heild. En upp úr Ijúfri draum- móðunni, sem er sambland af endurminningum, óskum, þrám og öðru, sem orðin fá ekki náð, rísa staðir, menn og mál- efni, sem sérstaklega er kært. Og einn þeirra staða, er hátt ber í hugum margra íslend- inga, ekki sízt þeirra, sem utanlands dvelja, eru Þing\æll- ir. Er það líka vel farið, þvi með vaxandi menningu og ræktarsemi, eru Þingvellir vel til fallnir að verða nokkurs- konar helgistaður íslenzku þjóðarinnar — reglulegur þjóð- garður íslendinga í þess orðs beztu merkingu. V. G. að vinna skemmdarverk, mun engan árangur bera. Því sem betur fer er allur þorri Reyk- víkinga stórum greindari og betur innrættari menn en snáp- arair við Morgunblaðið.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.