Nýja dagblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 4
4 N Ý J A D A B I DAG Sólaruppkoma kl. 9,17. Sólarlag kl. 4,06. Flóð árdegi^ kl. 2,25. Flóð síðdegis kl. 15,00. Veðurspá: Stinningskaldi á vestan. Snjóél og bjart á milli. Ljósatimi hjóla og biíreiða kl. 4,25-8,55. Söfn, skriístolur o. tL: Landsbókasaínið ...... 1-7 og 8-10 AlþýðubókasafniO ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 Náttúrugripasafnið ........... 2-3 þjóðminjasaínið .............. 1-3 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn ...... 1012 og 1-3 Útvcgsbankinn ....... 10-12 og 14 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan ... 10-6 Bögglapóststofan .......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins . 10-12 og 1-6 Landssiminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ....... 10-12 og 14 Fiskifélagið (SkrifsU.) 10-12 og 1-5 Skipaútg. ríkisins .... 9-12 og 1-6 Eimskip ....................... 96 Stjórnarráðsskrifst ... 10-12 og 14 Samb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfr.l. .. 10-12 og 16 Skrifst. bœjarins .... 9-12 og 14 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 14 Helmsóknartlmi ijókrfthósa: Landspitalinn .................. 34 l.andakotsspltalinn ........... 3-5 VífilstHðahsplið . 12Vi lVí og.l^-éVs Laugurnesspltali ........... 12Ví-2 Kleppur ....................... 1-5 Ellihpimilið ................... 14 Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Sjúkraiuis llvítabandsins ..... 24 N'ffturvöröur í Reykjavíkfirapó teki ng lyfjahúðinni Iðunn: Na'lurlæknir: Danlel Fjeldsted. Aðalstra’ti 9, simi 3272. Sketnmtanlr oc samkomnr: Nýja Bíó: Iljarta mitt hrópar á þig, kl. 9. Gemla Bió: Carioc.a, kl. 9. Iðnó: Piltur og stúlka, kl. 8. Samgöngur og póstíerðlr. Suðurland tiy Borgarness. Norðan og vestanpóstur fara. Goðafoss frá Akureyri. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 12,45 F.nskukennsla. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi: Land og saga, V (Einar Magnús- son menntaskólakennari). 19,S0 20,00 KJukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (síra Sig- urður Einarsson). 21,00 Lesin dag- skrá næstu viku. 21,10 Tónleikar: a) Útvarpshljómsveitin; b) Ein- söngur (Eggert Stefánsson); c) Danslög, 1 kvöld kl. 8. Piltur og stúlka Alþýðusjónl. með söngvum eftir Emil Thoroddsen Aðgöngumiðar seidir kl. 4—7 dag- inn fyrir, og eítir kl. 1 daginn, sem leikið er. — Sími 3191. (FtYíNQ ÖOWfl TO RíO) (Flying down to Rio) Músík- og dansmyndin fræga, sem farið hefir sigur- för og gagntekið allan hinn dansandi heim. Heyrið „CARIOCA“ Sjáið „CARIOCA" og þið hafið ekki séð fall- egra dansað. Aðgm. seldir frá kl. 1. Annáll Skipafréttir. Gullfoss fer vestur og norður kl. 8 árd. Goðafoss kom til Isaíjarðar um hádegi í gær. Dettifoss fór frá Hull í fyrradag á leið til Vestmannaeyja. Brúarfoss var í gær á leið til Grimsby. Lag- arfoss var á Blönduósi í gærmorg- un. Selfoss fór frá Hull í fyrradag á leið til Antwerpen og London. Farþegar með e.s. Gullfoss vest- ur og norður: Víglundur Möller og frú, Lúðvílc Möller, Áslaug Sveins- dóttir, Svafa Sveinsdóttir, Adolf Björnsson, Jakob Hals, Jóhannes Jónasson, þonnóður Eyjólfsson konsúll, Árni Gislason, Jóhann Ey- firðingur, R. Thorkildsen, Herr Lackenbroch. Ungur efnilegur maSur auglýsir i blaðinu í dag, að hann vilji leggja fé í fyrirtæki gegn því að íá atvinnu við það. Tíminn kom út í fyrradag. Síð- an Nýja dagblaðið fór að koma út hafa menn hér í Reykjavík og nágrannakauptúnunum veitt Tím- anum minni athygli, af því að liann hefir flutt talsvert af grein- um, sem áður voru búnar að lcoma : Nýja dagblaðinu. En með ára- mótunum varð breyting að mun á Timnnum, bæði stækkaði hann i broti og tlytur nú hvert blað mik- ið ofni, sem ekki hefir áður birzt i Nýja dagblaðinu. Er því tæp- lega hægt fyrir menn hér í ná- grenninu að fylgjast vel með þjóð- málunum, ncma þeir lesi Timann. Trúlofanir. Síðastliðinn laugar- dag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Ólafía Guðbjörnsdóttir Fram- nesveg 9 A og Tómas Guðmunds- son, þórsgötu 20. — í gær opin- beruðu trúlofun sína Margrét Sig- urðardóttir verzlunarmær og þórð- ur Guðmundsson verzlunarmaður. Grlímufélagið Ármann heldur skemmtikvöld í Iðnó niðri föstud. 1. febrúar. Til skemmtunar verður: Ben. G. Waage, forseti í. S. í. flyt- ur erindi, Einar Sigurðsson syng- ur nokkur lög o. fl. Einnig verður dansað og leikur þá hljómsveit Aage Lora,nge. Félögum er heimilt að taka mcð sér gesti. Aðgangur kostar kr. 1,50 fyrir manninn. Maður drukknar. Samúel Guð- mundsson, II. vélStjóri á togaron- um Sviða, fannst drukknaður í höfninni í Hafnarfirði í fyrradag. Var hann einn eftir í skipinu á mánudagskvöldið og var hans ekki saknað fyr en á þriðjudagsmorg- un. Var þá hafin leit að honum og fann kafari lík hans í höfninni rétt við skipið. Samúel heit. var kvongaður maður, en barnlaus. Atvinnuleysíngjaskráning fer fram hér í bænum í dag, á morg- un og laugardaginn. Skráningin fer fram i Goodtemplarahúsinu við Vonarstræti og stendur frá kl. 10 árd. til kl. 8 að kvcldi. Hvítbekkingamót verður haldið í Oddfellowhúsinu næstk. laugar- dagskvöld kl. 9. Aðalfundur verkakvennafélagsins Framsókn var haldinn í fyrra- kvöld. Jónína Jónatansdóttir, sem verið hefir íormaður félagsins í 20 ár skoraðist undan endurkosn- ingu vegna vanheilsu og var Jó- hann Egilsdóttir bæjarfulltrúi kos- in íormaður í hennar stað. Auk hennar eiga sæti í stjórninni Sig- ríður Ólafsdóttir (varaform.), Jóna Guðjónsdóttir (ritari), Áslaug Jónsdóttir (gjaldkeri) og Helga Óiafsdóttir (fjármálaritari). Sjaldan bregður mær vana sín- um. Vísir segir í gær, að Nýja dagblaðið hafi kallað konurnar, sem sóttu húsmæðrafundina á dög- unum „samsull af versta íhalds- pakkinu". þetta er venjulegur Jakob-ínu Möllers sannleikur, því Nýja dagblaðið sagði að þær kon- ur, sem íengu sig til að ganga í pólitsikt félag með Pál frá þverá og Ragnhildi í Háteigi sem leíðar- stjörnu væru „samsull af versta íhaldspakkinu", svo viðhaft væri orðbragð, sem íhaidsblöðin temja sér. Dylst engum, ekki einu sinni Vísisritstjóranum, að þetta er ákaflega réttilega sagt. En það er ekki furða, að menn, sem þannig meðhöndla sannleikann, verði hissa ef einhver tekur mark á orð- um þeirra, og víst bendir það til ekki fullkomins samvizkuleysis, þegar Vísir z’áðleggur mönnum í fyri’adag að trúa sér ekki eins og „heilagri ritningu"! Höfnin. Saltskip kom hingað í gær. Kailsefni er nýlega farinn vestur á fjörðu og tekur þar fisk til útflutnings. Skjaldarglima Ármanns fer fram annað kvöld í Iðnó og hefst kl. 8V2. Keppendur vei’ða 10. Keppt er um nýjan skjöld, því Lái’us Salomonsson vann skjöldinn, sem keppt var um í fyrra, þá í þriðja sinn og þar með til fullrar eignar. Veðrið i gær. Vestan átt um allt land með alihvössum hríðaréljum á Vesturlandi og Norðurlandi. Austanlands var veður hægara og bjart ' veður. Frost var frá 1—4 stig um allt land. Hjarta mitt hrópar á þig. Eins og spáð var hér í blaðinu áður en farið var að sýna þessa mynd á Nýja Bió í’eyndust vinsældir henn- ar miklai’. Hefir hún hvað eftir annað verið sýnd fyrir troðfullu húsi tvisvar á dag. Enda er sér- staklega létt* og skemmtilcgt yfir henni og söngurinn hvað eftir ann- að yndislegur. Er blaðinu ókunn- ugt um hvort hún verður sýnd áfram, nema í kvöld verður hún sýnd kl. 9. það má segja um þessa kvikmynd, að hún „létti skap og liressi". Vélháturínn Svalan á Akranesi strandaði í fyrrinótt í Lambhúsa- sundi, þcgar hann var á heimleið úr í’óðri. þetta gerðist milli klukk- an tólf og eitt í fyrrinótt, og voru þá allir hinir bátamir komnir heim. Báturinn fór upp á syðri flötina, en þar eru skei'. Brim geklc við- stöðulaust yfir bátinn, og héldu mennimir sér sem fastast i hann, þar til hjáip kom úr landi, en var um fimmleytið um morguninn. Var þá vaðið út í bátinn með taug, og bátverjar dregnir í land, en þeir voru fimm. Björgun reynd- ist erfið vegna dimmviðris og myrkurs. Flandin og Laval leggja af stað til Englands. Kalundborg kl. 17 30./1. FÚ. Frönsku ráðherramir Flan- din og Laval leggja af stað frá París í Englandsför sína á morgun. íé jiðsðir mem Framh. af 1. síðu. kvarða Thorsfeðga. Samsalan hefði hag af því og þá bændur almennt, en sérréttindi hinna „útvöldu“ væri að engu orðin. — Nú voru góð ráð dýr. Þeir höfðu byrjað samninga við slíka menn, sem eldtert vildu láta þá græða fram yfir aðra, jafnvel tapa. Láta þá fara að vinna að hag annara, og vera í íélagi með bændunum, sem framleiða „samsullið“. Það var annað en þeir áttu að venjast. — Þá var hlaupið í Mbl. Ekki er hætta á að það gleypi ekki við öllu úr þeirri átt, hversu vanhugsað og fjarstætt, sem það kann að vera. Fólkinu er sagt, að þeir hafi setið í samn- ingum, nótt og dag við vonda menn og „ósiðaða“ menn, semí ekki vilji viðurkenna, að Thor Jensen eigi að vera rétt- hærri en aðrir bændur. Þeir hafi vakað og stritað nótt og dag til að berjast fyrir hag al- mennings gegn þessumi þorpur- um, sem svo vilji neyða Thor Jensen til að selja mjólk sína of háu verði!! Þeir hafi að vísu selt „barnamjólk“, sem engin barnamjólk væri, fyrir 60 aura hvern lítra. — Nú séu óþarfar kröfur settar og þá eigi þeir að selja þessa mjólk fyrir 45 aura lítrann- Þétta er talin bein hækkun!! Þannig er dómgreind lesenda' Morgunblaðsins svívirt upp í opið geðið á þeim. Það á að vera hægt að selja mjólkina, lægra með auknu eft- irliti, þynnt mjólk og of litlar flöskur hljóta að hækka verð mjólkur!! Með slíkum rökum skrifa þeir í Mbl. og senda mjólkur- sölunefndinni svar sitt. Og þeg- ar þeim er, með hógværum' en rökföstum orðum, bent á sam- hengið, og sannleikann í þessú öllu, — þá eru þag fúkyrði ein og strákslegar árásir á mig persónulega, sem á að breiða yfir ófarirnar í augum þeirra, sem trúa á „Kveldúlf“ og kýr hans. — Þetta er að skrifa sem „siðaðir menn“ á Thorsfeðga- vísu. — Máske eru einhverjir, sem dást að slíkri „siðmenn- ingu“ og „sannleiksást“, og telja þetta viti sinu og skilningi samboðið. En þeir eru áreiðan- lega fáir hér á landi nú á tím- um, sem teljá siðuðum mönn- um samboðnari rithátt og orð- bragð Thors og sona hans, sem birtist til mín í Mbl. í fyrra- dag, en bréf það, sem Mjólkur- sölunefndin skrifaði þeim, þar sem hún benti reiðilaust en rök- fast á veilur þær, sem svar þeirra fæli í sér. (Vil ég biðja menn að bera hvortveggja saman). Þeir eru áreiðanlega enn færri, sem telja 45 au. meira en 60 au., — of litlar flöskur verðmeiri en rétt mæld- ar, og möguleikann til að þynna mjólk kostnaðarsamari en ör- yggi fyrir ósvikinni vöru. — Ég þori óhræddur að leggja það undir dóm almennings i land- inu, og það jafnvel þeirra, sem áður hafa trúað á drenglyndi, Nýja BI6 Hjarta mitt hrépar á þig- Stórfengleg þýzk tal- og söngvamynd með hljómlist eftir Robert Stolz og úr ó- perunum Tosca eítir Puccini. Aðalhlutv. leika og syngja hinn heimsfrægi tenorsöngv- ari JAN KIEPURA og kona hans MARTHA EGGERTH. Myndin verður sýnd í kvöld kl. 7 og kl. 9. Odýrn atAglýBÍBgfarnar. Kawp og sala 0 Iiárfléttur alltaf í miklu úr- vali. Kaupum afklippt hár. Hár- greiðslustofan Per-a, Berg- staðastræti 1. LUMA ljósaperurnar eru komnar aítur. Kaupfélag Reykjavíkur. Nú næstu daga verða seldir á annað hundrað ísl. leirmunir fyrir hálfvirði eða minna í Listvinahúsinu. Munirnir eru lítið eitt gallaðir í bræðslu. Hrísgrjón með híði, selur Kaupfélag Reykjavíkur. LEIKNIR, Þingholtsstræti 3, gerir við skrifstofuvélar, pen- ingakassa, grammófóna, sauma- vélar o. fl. Selur notaðar ritvél- ar og saumavélar. Tækifæris- verð. Sími 3459. Fasteignasala Helga Sveins- sonar er í Aðalstræti 8. Inng. frá Bröttugötu. Sími 4180. 1 KetiRNlf! Orgelspil. Get bætt nokkr- um nemendum1 við í orgelspil. Upplýsingar Vitastíg 11. eða sími 9061. M. Karldóttir. snilld og höfðingsskap í hugs- un hjá þeim Thorsfeðgum. En að lokum vil ég segja þetta: Þegar ég gekk fram í því, og þoldi aðkast fyrir, að semja við þá Thorsfeöga, um þetta vel- íerðarmál allra mjólkurfram- leiðenda hér sunnanlauds, þá gerði ég það, vegna þess að ég taldi það skyldu m:na, að láta þar einkis ófreistað, — og jafn- framt taldi ég ekki ólíktlegt, — eða að minnsta kosti ekki vera með öllu útibkað, að þess- ir „siðuðu menn“ ættu að ein- hverju enn saiuleið með öðrum mönnum í því hvað væri heið- arleikur í þessu og hagur al- mennings, svo að, þeir myndu e. t. v. setjast hér á strák sinn, og vera „siðaðir“ og samvinnu- fúsir menn. Nú sé ég að þeir höfðu rétt, sem töldu slíkr. viliutrú, — og mun ég ekki láta hana leiða mig afvega eftirleiðis. Reykjavik, 29. jan. 1935. Sveinbjörn Högnason. I

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.