Nýja dagblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 2
2 N t J A DAOBliABIB Árshá tíð Kennaraskólans verðui h.ildin í Oddfellowhúsinu föstudag- iim 1. f(?biúar og hefst kl. 8V2 nieð sam- eiginlegri kaffidrykkju. Til skemmtunar verðui: Ka-ða, upplestur, eelU>sd!d, kórsiingur, dans. Aðgöngnmiðar seldir á föstudaginn í Kenn- araskólanum og á afgr. Nýja dagblaðsins. í G-erðahreppi í G-ullbringusýslu er laus til ábúðar frá næstu fardögum að -telja. Umsóknir .um ábúð á jörðinni skulu komnar á skrifstofu sýslunnar fyrir 20. febrúar n. k. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósársýslu 20. jan. 1935 Ragnar Jonsson, settur. Hinar margeftirspurðo ágætn J II N 0 8AUMAVÉLAR FREYJU kaffibætisdufiið — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibœti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibœtis- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bæti í stöngum. Notið það bezta, sem usnið er í landinu Harðfisksverkun á Islandi Eftir Helga P. Briem fiskifulltrú; Kunnur vísindamaður n. Líklegast má verka harðfisk hér á Reykjanesskaganum, kringum Hafnarfjörð, á Snæ- fellsnesi, á Vestfjörðum og víð- ar. Hér þykir ekki góður harðfiskur frá Vestmannaeyj- um, en líklega má þó herða þar mikið til útflutnings af fiski þeim, sem aflast eftir rniðja vertíð. Áður fyr var fiskur hertur uppi í berginu þar sem eru! fiskhellar stórir. Var fisk- urinn þar varinn gegn úrkomu, en raki er þar minni en niður við sjóinn. Þó mun allkostnað- Helgi P. Briem. arsamt að flytja íiskinn þang- að. Á Norður- og Austurlandi verða naumast tiltök að herða sumarfiskinn, því þá er hætta bæði af hitum og máðki. Bend- ir sjósókn Norðlendinga hing- að suður, áður en söltun varð almenn, á það, að herzla hafi ekki gefizt þar vel eða verið trygg. Aðalerfiðleikamir á herzlu hér sunnanlands stafa af tog- arafiskinum. Því þeir méga ekki vera of lengi úti, með fiskinn ósaltan, og verða því annaðhvort að hafa mjög stutt- ar veiðiferðir, eða herða það sem aflast síðast í hverri veiði- för. Veit ég þó til, að vel hefir heppnast ag herða togarafisk og vil ég segja frá þeirri til- raun, því hún er að mörgu leyti merkileg. Stóð svo á í vertíðarbyrj un 1917, er búið var að samþykkja að selja tog- arana úr landi, að salt var ekki til. Lét Bjöm Ólafs þá útbúa togarann Maí með hyllum, eins og hann væri að fara á ísfisk- veiðar og lagði af stað 27. ap- ríl. Kom hann aftur til Reykja- víkur 3. maí og var þá með fullt skipið og 35 lestir af slægðum fiski á þilfari. Var síðan fenginn maður utan af Seltjamarnesi, sem vel þekkti til harðfisksverkunar og var .aflinn lagður á land á Viðeyj- arstöðinni, fiskurinn flattur þar og þurkaður þar á reit- unum. Þurkurinn gekk mjög vel og er ég spurði Bjöm hvort ég hafi heyrt rétt sagt frá þessari för hans, kvað hann já við og sagði, að eng- in veiðiför hans hafi svarað betur kostnaði en þessi. Þó gekk salan seint, því þá voru miklir söluerfiðleikar í Miðev- rópu. Seldist fiskurinn því ekki fyr en eftir hér um bil 2 ár. Mun hann hafa selst til Aust- urríkis, en þar og í Ítalíu hafn- aði íslenzki harðfiskurinn að jafnaði, þó seldur væri til Kaupmanniahafnar. ni. Á síðustu tíu árum hefir harðfisksútflutningur Norð- manna nurnið frá 21.750 til ; 38.000 lesta. Venjulega má j reikna, að fiskurinn léttist um ! 75% í herzlu og nemur þetta því fjórfalt meira magni, ef miðað er við afhausaðan fisk og slægðan. Útflutningurinn á harðfiski frá Noregi til nóv- emberloka 1934 nam 21.615 lestum og skiftist hann svo á lönd: Belgía 427 lestir, Finn- land 464, Frakkland 236, Hol- land 512, Bretland 356, Ítalía 9704, Svíþjóð 1613, Þýzkaland 402, Bandaríki 972, Vestur- Afríka(aðallega Nigeria) 6565, en önnur lönd 344 lestim Markaður er því víða bæði hér í álfu og annarsstaðar og hefir aukizt stórkostlega síð- asta mannsaldurinn bæði í ít- alíu og Afríku, þó honum hafi hrakað þar, sem nú er orðið hægara að fá íiýmeti. Eins markaðar ber þó að geta, sem getur haft nokkra þýðingu. Það er innanlandsmarkaðurinn. Hér á íslandi ætti að vera hægt að selja mjög mikið af harðfiski, ef menn lærðu að bleyta hann upp í lút og sjóða, sem annað fiskmeti. Þykir flestum Islendingum góður , hrár harðfiskur, en bæði kost- ar hann barningu og menn þreytast á að tönnlast á hon- um, ef menn þurfa að flýta sér. Hefir heyskaparfólki því stundum verið gefinn harðfisk- ur útbleyttur í sýru og þykir mörgum hann mjög góður þannig tilreiddur. Á hinu er enginn vafi, að markað má finna fyrir hann hér innan- lands, er við flytjum inn er- lendan kommat fyrir um 3 milj. króna. Er það öldungis ó- eðlilegt, að nokkur þjóð leggi sér aðallega til munns innflutt matvæli, en gangi fram hjá framleiðslu landsins sjálfs, enda eta Islendingar meiri kornmat en flestar aðrar þjóð- ir, og meira en sumar þær þjóðir, sem stunda kornyrkju sem aðal-atvinnuveg. Sérstak- lega er það mérkilegt, að Dan- ir skuli hafa getað fengið iriarkað fyrir rúg sinn hér, því hann verður þar sjaldan full- þroskaður, og í raun réttri Myndin er af dönskum pró- fessor, Marius Fcheming. Hann var um langt skeið forstöðu- rnaður rannsóknardeildarinnar í augnasjúkdómum við Sor- bonneháskólann í París. 1910 fluttist hann til Kaupmanna- hafnar, varð prófessor við há- skólann og yfirlæknir við ríkis- spítalann. Lausn frá störfum fékk hann 1924. Hann átti átt- ræðisafmæli í haust. ekki nema gripafóður. Er hann ekki talinn boðlegur mönnum nokkursstaðar nema á Norður- löndum, og jafnvel í Danmörku sjálfri er hann ekki talinn mölunarhæfur, nema blandaður fullþroska rúgi frá Rússlandi. IV. Hér hefir verið reynt að sýna fram á, að við getum; gert íullkomlega markaðshæfa vöru úr fiskinum, þó saltfisksmark- aðurinn dragist saman af á- stæðum, sem við ekki ráðum við. En það verður að hefjast handa nú þegar um allskonar tilraunir viðvíkjandi herzlu fiskjar og þangað til mun okk- ur tryggast að nota aðallega þær verkunaraðferðir, sem við kunnum hér á landi. Þær til- raunir þurfa ekki að verða B dýrar, og jafnvel þó þær mis- heppnist, ætti að verða hægt að gera sér eitthvert verð úr fiskinum, enda þarf minna að kosta til fiskjarins, ef hann er hertur, en ef hann er saltaður, og auðveldara að gera úr hon- um fiskimjöl, ef allt annað ætl- ar að stranda. Þess ætti þó ekki að þurfa nema um úr- ganginn, því þó markaður væri okkur erfiður til að byrja með, þolir harðfiskurinn mjög vel geymslu, jafnvel árum saman. Fyrir okkur múndi þó hyggi- legra að nota það af fiskinum, sem ekki gengur út fyrir gang- verð, til að selja mjög lágu verði til þeirra þjóða, sem bú- ast má við að finna markað hjá síðar meir. Slík auglýs- ingasala ætti að byrja t. d. í Egyptalandi, og við síðan að færa út kvíarnar, þegar méiri reynsla fæst og meira magn af hertum fiski. Helgi P. Briem.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.