Nýja dagblaðið - 27.02.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 27.02.1935, Blaðsíða 1
Fjárlagaræðan 1935 Rógsiðjan Eysteinn Jónsson. Áður en ég vík að frv. því til fjárlaga fyrir árið 1936, sem hér liggur fyrir til 1. umr., vil ég, svo sem venja hefir verið til, gefa yfirlit um afkomuna á árinu 1934. Er mér jafnskylt að gefa þetta yfirlit þótt núv. ríkisstjórn hafi tiltölulega lítil áhrif getáð á það haft, hvern- ig afkoman varð á því ári. Eins og kunnugt er, er afkoma rík- issjóðs að verulegu leyti ráðin fyrirfram með samningu fjár- laga, en það sem á vantar, að hún sé ráðin með fjárlögum, er afráðið þegar verklegar framkvæmdir eru ákveðnar, en slíkt gerist alltaf framan af ári. Vil ég þá byrja með því, að gefa yfirlit yfir rekstursaf- lcomu ríkissjóðs. En yfirlit þetta hlýtur þó að verða með þeim fyrirvara, að tölur geta breyzt nokkuð við endanlegan frágang reikninganna, þótt ekki ættu þær breytingar að vera stórvægilegar eða hafa mikil áhrif á heildarniðurstöð- una. Eins og rekstraryfirlit og sjóðsyfirlit (sem birt eru á 3. síðu hér í blaðinu), bera með sér, hafa útgjöld ríkissjóðs farið mjög verulega fram úr áætlun á árinu 1934. Veldur þar miklu um, að margir stór- vægilegir útgjaldaliðir, sem á- kveðnir hafa verið méð sérstök- um lögum, voru ekki teknir upp í fjárlögin, og kem ég að því síðar. Ca. 2‘/2 milj, kr. greiðsluh&lli Samkvæmt yfirlitinu' hafa öll útgjöld ríkissjóðs, þar með taldar afborganir af föstum lánum ríkissjóðs, en að frá- töldum fyrningum, orðið rúm- lega 17 milj. kr. 1934, en á fjárlögum voru útgjöldin áætluð kr. 11,6 milj. Eru því umfram- | fluií af Eysíeini Jónssyni I 2 fjármálaráðherra IBS; ' 1 við 1. umræðu fjárlaganna *<æ~~ ... í í sameinuðu Alþingi í gær igreiðslur og greiðslur sam- ■ kvæmt sérstökum lögum, laga- dieimildum og þingsályktunum iUm kr. 5,4 milj. Reksturshall- inn 1934 hefir orðið 1,188 milj. ^kr., en greiðsluhallinn 2,456 milj. kr. En í fjárlögunum var greiðsluhallinn áætlaður kr. 477 þús. Onákvæm fjárlög1 Tekjur ríkissjóðs hafa farið 3,4 milj. kr. fram úr áætlun. Útkoman sýnir það mjög glöggt, að fjáriög ársins 1934 hafa í raun og veru ekki gefið neitt nærri því rétta mynd af þeim greiðslum, sem fyrirhug- aðar voru á því ári. Sýnir þetta enn sem fyr, að ekki er nægilegt að afgreiða lág fjár- lög, ef upphæðir eru of lágt á- ætlaðar og fjöldi greiðslna á- kveðinn utan fjárlaga. Hitt er aðalatriðið, að fjárlögin á hverj um tíma sýni sem réttasta mynd af þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið um greiðslur, og að endanleg út- koma landsreikninganna verði sem næst því er fjárlögin gera ráð fyrir. Er það vel viðeigandi að minnast á það í þessu sam- bandi, að núverandi ríkisstjórn hefir sætt mjög miklu aðkasti fyrir það, að hafa afgreitt fjár- lög frá Alþingi, sem gera ráð fyrir um 14 milj. kr. út- gjöldum árið 1935, og að þessu aðkasti á ríkisstjómin að mæta frá þeim sömu mönnum, „Sjálf stæðismönnum", sem bera á- byrgð á afkomu ríkissjóðs á árinu 1934, og þá því, að út- gjöldin hafa reynzt 3 milj. kr. hærri en fjárlög núverandi stjórnar gera ráð fyrir. Af þesstim 2'/2 mili. kr. ber núverandi stjórn ábyrgð á 261 þús. kr. Það skiptir vitanlega nokkr.t máli, að sem gleggst greinar- gerð fáist fyrir því, að hve miklu leyti núverandi ríkis- stjórn hefir haft áhrif á niður- stöður ársins 1934, og að hve miklu leyti menn eiga aðgang að henni með gagnrýni á af- komu ríkissjóðs á árinu, sem aðrir bera þó vitanlega höfuðá- byrgð á. Eg hefi gert nokkra athugun á því, hve miklu þau útgjöld nema, sem núverandi stjórn og stjórnarflokkar hafa innt af höndum árið 1934, án þess að þeim væri það skylt eftir ákvörðunum, sem áður liöfðu verið teknar. Að vísu getur þetta yfirlit ekki orðið nákvæmt, en það mun verða svo nærri lagi, að engu veru- legu getur skeikað. Hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að greiðslurnar séu sem hér seg- ir: um 100 þús. kr. — 88--------- _20---------- — 128-------- — 150------- — 25-------- 1. Kauphækkun í vegavinnu............... 2. Kjötuppbót .......................... 3. Kostnaður við kjötverðlagsnefnd skv. lög. 4. Síldaruppbót skv. lögum............. 5. Aukastyrkur til mjólkurbúa, (áætlað) 6. Viðbótarstyrkur til jarðskjálftahjálpar 7. Umframgreiðsla á atvinnubótafé......... — 33 8. Kostnaður við skipulagsnefnd ..............— 10 9. Kostnaður við Stokkseyrarbryggju . . .. ■— 7 Hér á móti vil ég svo telja það, að núverandi stjórn og þingmeirihluti hefir aflað rík- issjóði tekna á árinu 1934 með 40% viðbótarskatti, og áætla ég að sú tekjuöflun nemi á árinu um 300 þús. kr. Eftir því sem ég kemst þá næst, hefir núv. ríkisstjóm og þingmeirihluti tekið ákvarðan- ir, sem aukið hafa greiðslu- halla ríkissjóðs 1934 um ca, 261 Samtals 561 þús. kr. þús. kr. af þeim 2,456 milj. sem greiðsluhallinn alls nemur. Ég geri ráð fyrir því, að at- hugasemd kunni að verða gerð um það í þessu sambandi, að fyrv. stjórn hefði einnig aflað ríkissjóði tekna með 40% við- bótarskatti, ef hún hefði setið áfram, og mun það rétt vera. En í því sambandi vil ég benda á það, að fyrv. landbúnaðar- Framh. á 3. síðu. gegn ógerílsneyddu mjólkínni Mcrgunblaðið reynír með lævislegum dylgrjum aft ala á grun um smithættu. Báðir læknarnir á Kleppi og læknir Lauganes- spítala hafa sjálfir keypt mjólk trá Kleppi handa sjaltum sér, konum sínum og börnum. Það er eins og vænta mátti, að ósvífni og fjandskapur íhaldsins gegn Samsölunni, á sér engin takmörk. Þegar „verkfall“ þess mi3- tekst algerlega, þegar mjólkur- neyzlan minnkar svo að segja ekki neitt, en á fyrir sér að vaxa, þá eru góð ráð dýr. íhaldið finnur engin góð ráð. Það finnur raunar engin ráð — og þá eru tekin óráð. Með algerlega fjarstæðum gi'nnsemdum er reynt að vekja óhug gegn ógerilsneyddu mjólk- inni á Kleppi. Meðan íhaldsmaðurinn Ólsen kaupmaður nytjaði túnið á Lauganesi fyrir sitt kúabú og seldi mjólkina í bæinn, meðnn Helgi á Kleppi og læknarnir þar nytja sama tún, nota töður.a handa kúm búsins, og mjólkina, ekki einungis handa sjúklingum1 sínum og starfsfólki, heldur og handa sjálfum sér, börnum sín- um og fjölskyldum, á meðan gerir engin íhaldsfrú né maðnr sig sekan í þeirri heimsku, að tala um smithættu frá töðunni á Lauganesi. En þegar Mjólkursölunefnd ákveður að framleiða á Kleppi ógerilsneydda mjólk eftir ströngustu hreinlætiskröfurn, þá finnur íhaldið upp hinn furðulegasta róg til þess að spilla fyrir sölu ógerilsneyddrar mjólkur, sem frúrnar hafa lát- laust heimtað undanfarið. Þótt ýmsu misjöfnu megi Mjólkursalan í Reykjavík á mánudögum í þessum mánuði hefir verið sem hér segir: Mánud. 2. febr. 12608 ltr. — 11. — 13430 — — 18. — 12920 — — 25. — 13116 — Mjólkursalan fyrsta „verk- íallsdaginn“ var því í full- komnu meðallagi. Um söluna í dag eru ekki komnar fullkomn- ar skýrslur enn. Sýnir þetta þó að allur fjöldi manna hér í bænum lætur ekki íhaldsblöðiu trúa um Helga Tómasson, vill Nýja dagblaðið spyrja íhalds- fólkið, hvort það vilji svara játandi eftirfarandi spuming- um. Telur það, að Helgi Tómas- son álíti sér sæmandi, sem embættismanni, að nota mjólk handa sjúklingum sínum og starfsfólki, ef hann teldi að hætta gæti stafað á um smitun frá holdsveikum sjúldingum? Og þykir íhaldsfólkinu senni- legt, að hann myndi sjálfur drekka þessa mjólk og láta fjölskyldu sína drekka hana, ef hætta gæti talizt á um sýk- ingu af áðurnefndum ástæðum? Og þetta fólk skal enn spurt að þessu: Myndi Maggi Magn- ús læknir á Lauganesi, sjálfur liafa beðið um mjólk frá Kleppi handa sér og sínum, ef hann hefði þá talið hættu á ferðum? En Maggi Magg. hefir keypt þessa mjólk og drukkið, meðan hann fékk hana. Spillingartilraunir íhaldsins eru hinar furðulegustu. En það gætir ekki að einu. Það er með þessu að hlaða glóðum elds að eigin höfði. Verkfallsbrölti þess verður svarað með aukinni mjólkur- neyzlu. Sérréttindakröfur þess til handa Korpúlfsstaðabóndan- um með jafnrétti mjólkur- framleiðenda. Og rógnum um Kleppsmjólkina með fyrirlitn- ingu og viðbjóði i i bænnm og smala þeirra hafa sig að ginnungarfíflum. Bráðabirgðaathugunin í fyrra- kvöld virðist því hafa sýnt minni sölu en raunverulega var. Aukning mjólkurkaupa hefir þann dag verið upp á móti „verkfallinu“. í gær mun salan hafa verið heldur minni. En sýnt er það, að óvinum bænd- anna tekst ekki að vinna það tjón, sem þeir ætluðu. íhaldsmenn, sbr. Morgun- blaðið í gær, gerðu sér vonir um 2000—3000 lítra lækkun í Framh. á 4. aíðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.