Nýja dagblaðið - 27.02.1935, Síða 4

Nýja dagblaðið - 27.02.1935, Síða 4
4 lí f J A DAGBLABIÐ IDAG Sólaruppkoma kl. 7,48. Sólarlag kl. 5,35. Flóð árdegis kl. 11.47. Flóð síðdegis kl. 23,00. Ljósatimi hjóla og bifreiða 5,45—7,40. Gamla Híól kl. sýnír kl. 9: Sadie Mc. Kei Efnisrik og vel leikin tal- mynd, leikin af Joan Crawford Veðurspá: Breytileg átt. Úrkomu- laust. Annáll C. 'W. S. ■ "l*e Brezku samvmnufélög-in eru nú stærstu te-framleiðend- urnir í heiminum. Te-ið frá þeim er nú nýkomið til Kaupfélags Reykja- víkur. Te-ið fæst bæði f venjulegum pökkum og í skrautleg- um öskjum og dósum. Allir sem vilja fá gott te kaupa C. W. S. te. Kanpfólagr Beykjavíkur Bankastræti 2. Sími 1245. Sðfn, skrifstofur o. ÍL Landsbókasafnið ...... 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 TJtvegsbankinn ...... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst...... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan .......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins.. 10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Skipaútgerð ríkisins .. 9-12 og 1-6 Eimskip ...................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél. .. 9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur brejarins .. 9-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rik. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. rikisins 10-12 og 1-5 Lögregluvarðst. opin allan sólarlir. Hœstiréttur kl. 10. Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Landspitalinn ................ 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Vífilstaðahœlið . 12y2-iy2 og 3i/2-4V2 Laugamesspítali ............ 12%-2 Kleppur ..................... 1-5 Elliheimilið ................. 1-4 Fæðingarh., Eiriksg. 37 — 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvítabandsins .......2-4 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Páll Sigurðsson. Garðastræti 9. Sími 4959. Skemmtanir og samkomnr: Gamla Bió: Sadie Mc Kei. Nýja Bíó: Kyrlát ástleitni. Dagskrá útvarpslns: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 12.10 Há- degisútvarp. 12.50 Dönskukennsla. 18,45 Erindi: Um fiskverkun, T (Sv. Árnason fiskimatsstj.) 19,10 Veðurfr. 19,20. þingfr. 19,50 Augl. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (sr. Sigurð- ur Einarsson). 21.00 Lesin dagskrá næstu viku. 21,10 Tónleikar: a) Útvarpshljómsveitin; b) Grammó- fónn: Lög eftir Rossini; c) Danslög Annað kvöld kl. 8 Piltur og stúlka Næst síðasta sinn Lækkað verð Aögöngumiðar aeldir kl. 4—7 dag- uua fyrir, og eftir kl. 1 daginn, aeœ leikið er. — Sími 8191. Skipaíréttir. Gullfoss köm fró út löndum kl. 12 á hádegi 1 gær. Goðafoss var í Reykjavík í gær. Brúarfoss var á Húsavík í gæi’. Dettifoss fór frá Hull i fyrrakvöld áleiðis til Hamborgar. Lagarfoss var í gær á leið tii Leith frá Oslo. Selfoss kom til Aberdeen 1 gær- morgun. Farþegar með e.s. Gullfoss frá útlöndum í gær: Jón Árnason framkv.stj., Halldór K, Laxness og frú, frú M. Leví, Emilia Indriða- dóttir, Árni Friðriksson, fiskifræð- ingur, frk. þuríður Sigurjónsdótt- ir, H. Guðberg, Jóh. Jósefsson al- þingism. til Vestmannaeyja, Ás- grímur Sigfússon og frú, Gunnar Hallgrímsson, Axel Kamper, Jóh. Ludvigsson, Axel Andersen, þoi’- valdur Ámason. Trésmiðafélag Reykjavíkur held- ur fund í K.R.-húsinu kl. 8þ2 í kvöld. Ekki í Varðarhúsinu eins og auglýst var í gær. Sælgætisgerðin Víkingur er nú nýfarin að framleiða óvaxtasykur, sem nota má í súpur í staðinn fyrir saft eða annað krydd. Ættu húsmæður að veita þessari nýjung athygli. Framfaramál í Skagafirði. Unn- ið hefir verið með áhuga að und- irbúningi ýmissa framfaramála byggðarlagsins austan Slcagafjarð- ar og hafa Skipulagsnefnd atvinnu- mála vérið sendar tillögur í nokki’- um undirstöðuatriðum. — Svein- björn Jónsson byggingarmeistari á Akureyri dvaldi á Hofsós nokkra daga í sl. mánuði til þess að leið- lieina mönnum um hversu haga skyldi tillögum til framkvæmda. Leizt honum mjög vel á skilyrði til ýmsra mannvirkja. — Pólmi Ein- arsson ráðunautur hefir nýlega mælt og kortlagt til ræktunar allt nágrenni Hofsóss. Kvöldskóli iðnaðarmanna hefir starfað í Vestmannaeyjum í vetur 1 41/2 mánuð. — Alls sóttu skólann 40 nemendur er sátu í tveim deild- um. þar af voru 10 iðnnemar og hitt almennir kvöldskólanemar. — Fjórir iðnnemar hafa lokið fullnað- arprófi, samkvæmt þeim kröfum, sem gerðar eru hér á landi. Tveir þeirra eru rafvirkjanemar, 1 járn- smíðanemi og 1 trésmíðanemi. — Kennt var í skólanum: íslenzka, reikningur, teiknun, enska, danska bókfærsla, eðlisfræði og handu- vinna stúlkum. Að lokum var tek- ið próf í þessum námsgreinum og lialdin sýning á teilcningum og liandavinnu skólans. Hæztu aðal- oinkunnir hlutu: í 1. deild þórunn Jónsdóttir, 9, og í annari deihl þorsteinn Sigurðsson trésmiða- nemi, 9,4 stig. Veðrið í gær. Á Norður- og Aust- urlandi var hæg vestan- eða norð- vestanátt og bjartviðri. Á Suð- vesturlandi var hæg austanátt og úrkomulaust. Minnst frost var í Vestmannaeyjum 6 stig, en mest á Blönduósi 17 stig. Höfnin. þýzkur togari kom i gœr með bilaða vél. Fisktökuskip- ið Haförninn kom í gær. Línuveið- ararnir Stella, Ármann, Sæhrímn- ir og Rifsnes komu af veiðum í fvrradag og höfðu oflað vel. Námsskeið Laugarvatnsskóla Matreiðslunámsskeið fyrir stúlkur, frá 26. apríl til 7. júní. Auk mat- reiðslu og venjulegra hússtarfa, verður kenndur söngur og íþróttir (sund, leikfimi). Dvalarkostnaður kr. 130,00. Garðyrkjunámsskeið fyrir stúlkur og pilta, hefst í byrjun maí, stendur yfir í 6 vikur. Skölastjórinn. Nýja stúdentablaðið, 3. árg. 4. tbl. er komið út. Er blaðið gefið út af „Félagi róttækra Hóskólastúd- enta“, og flytur greinar um ýms vandamál þjóðfélagsins. í þessu hlaði er grein um Stúdentaþingið i Brússel, eftir Gisla Ásmundsson, grein um bannið, eftir Benedikt Tómasson, framhaldsgrein um bók- menntir og bókmenntamat, eftir Eirík Magnússon, Stundin mikla, saga eftir Otto Erdmann, þýdd af Rngnari Jóhannessyni, og grein eft- ir Jóhann Sveinsson frá Flögu, sem heitir Sérmenntun kennara og „þjófalyklarnir". Er blaðið rögg- samlega skrifað og ágætt að efni. ísfisksalan. Belgaum hefir ný- lega selt í Grimsby fyrir 1061 sterlingspund. Ófrétt um afla. Árshátíð samvinnumanna verður lialdin að Hótel Borg næstk. laug- ardagkvöld. Aðgöngumiðar fást á afgreiðslu Nýja dagblaðsins og í Kaupfélagi Reykjavíkur. Viðtal við Ragnhildi. Maður nokkur hringdi í gær til Ragnhild- ar í Háteigi og spurði hvort hann mætti koma og fá mjólk. „Ekki get ég útvegað öllum bænum mjólk", svaraði Ragnhildur ill- hryssingslega með sínum hása karlmannsrómi. „En ég vil ógjarn- an gefast upp og fara að skipta við þetta „pakk“ aftur“, sagði maðurinn. þá var þögn í síman- um nokkra stund. „Jæja, komdu þá upp eftir með fötu á morgun", sagði Ragnhildur og var samtalið þá á enda. Einn af þeim ihaldsmönnum er þátt taka í „mjólkurverkfallinu", er Pétur Magnússon þingmaður Rangæinga og hefir hann minnk- að mjólkurkaup sín um meira en helming. Einnig hafa sumir fram- bjóðendur „Bændaflokksins“ fyrir austan Hellisheiði lagt drjúgum að sér með mjólkursparnaðinn síð- ustu daga. Ætli þessiiv menn geri þetfa af umhyggju fyrir kjósend- u m sínum? Trúloíun sína hafa opinborað ungfrú Guðrún Davíðsdóttir á Arn- bjargarlæk og Pétur Bjarnason bóndi, Gmnd í Skorradal. Rógsiðjan Framh. af 1. síðu. fyrradag og miklu meira í gær og er auðséð á því, að vonir íhaldsins og áform með mjólk- urverkfallinu hafa gersamlega brugðizt. Mjólkursölunefnd tók það til athugunar á fundi, sem hún hélt í gær, hvað gera skyldi til að mæta þessari svívirðilegu fyrirætlun íhaldsins um það, að eyðileggja afkomu fátækra bænda. Gerði nefndin eftirfarandi ákvarðanir; Unnið úr afgangsmjólk „Mjólkursölunefnd ályktar aö gangi mjólkursalan saman, sem nemur meira en mjólkurmagn því, sem nú er flutt austan yfir Hellis- heiði, þá verði dregið úr mjólkur- flutningum frá Korpúlfsstaðabúinu og verði því búi falið að vínna úr þeirri miólk, sem ekki yrði mark- aður fyrir óunna“. Kaup á mjólkurstöð Mjólkurfélagsins „Mjólkursölunefnd ályktar, að tcknir séu upp samningar um kaup eða leigu á mjólkursiöð Mjólkurfélags Reykjavíkru, og fer þess á leit við framkvæmdarstjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur, að hann undirbúi þelta mál íyrir fund Mjólkursölunefndar næstkom- andi fösludag". Ráðstafanir til að hnekkja atvinnurógi ihaldsblaðanna „Mjólkursölunefnd ályktar að íela íormanni að leita állts lög- íræðinga um hvort ekki heyri undir atvinnuróg og geii því lil- cfni til að höfðað sé skaðabóta- mál A hendur félagi þvi og ein- staklingum, er beitast gegn cðli- legrl mjólkumeyzlu í bænum. Enníremur er formanni falið að leita álits lögfræðinga um, hvorl ckki sé tilefni til að höfða skaða- Nýja Bíó | Kyriát (En stilte Flirt). Bráðskemmtileg sænsk tal- og söngvamynd. # Odýru $ auglýsingarnar Frímerkja-album ódýr. Nr. 39. Alheims 19,5X24,5 cm. 2500 merki 2,75 óbundið, 3,25 bundið. Nr. A Alheims 12X15 cm. 32 síður 0,90. Einstiksbæk- ur: Diana: 10X16 cm 12 straufur 1,20. Plutu: lOþ^Xl^ cm. 18 straufur 1,60. Prímus: Límpappír 1000 stykki 0,50. Sekundir: Límpappír 1000 stykki 0,75. — Sendist í ónot- uðum frímerkj um. Magnús Jónsson, Lokastíg 15, Reykja- vík. Efni til útrýmingar „Kakkalökkum“ fæst í Kaupfél. Reykjavíkur. Hinir ágætu sjálfblekungar, Orthos, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. Viö erum eina verzlunin á landinu, sem hugsar aðal- lega um íslenzkan búning, og hefir saumastofu eingöngu fyr- ir hann. Höfuni því fyrirliggj- andi: Silldklæði, Ullarklæði, Peysu- fatasilki, Upphlutasilki, Upp- lilutsborða, Knipplinga, Gull- leggingar, Peysufata. og upp- hlutafóður og allt tillegg, Kven- brjóst, Hvítar Pívur, Svartar Blúndur, Skotthúfur, flöjel og prjónaðar, Skúfa, Skúfasilki, Vetrarsjöl, Kasimirsjöl, Frönsk Sjöl, Kögur á Sjö.l, Slifsi, Slifsisborðar, Svuntuefni, Upp- hlutaskyrtuefni. — Hvergi betra úrval í þessum vörum. Spegilflöjel og Prjónasilki í peysuföt væntanlegt bráðlega. Vörur sendar gegn póstkröfu um allt land. Verzlunin „DYNGJA^. Spínalin hið vitaminauðuga fæst í apó- tekum. Kjöt af fullorðnu 40—50 aura V2 kg. Niðursoði?i kinda- kjöt afar ódýrt. Kjötbúðin Njálgötu 23, sími 2648. bótamál á hendur Morgunblaðinu og Vísi fyrir aðgerðir þeirra í sam- bandi við hið svonefnda mjólkur- verkfall“. Ihaldið má vita það, að þeir menn, sem hafa í höndurn framkvæmd þessara mála, munu í engu láta fjandskap þess hafa áhrif á gerðir sínar, en halda jafnt sem áður áfram því endurbótastarfi, sem hafið hefir verið og komið er vel á veg. Rógur þess verður á þann eina hátt tekinn alvarlegur, að það fær að sæta ábyrgð þeirra skemmdarverka, sem það hefir reynt að vinna til óþurftar fá- tækuni bændum.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.