Nýja dagblaðið - 28.02.1935, Page 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
3. ár. Reykjavfk, fimmtudaginn 28. febrúar 1935 48. blað
Svar fjármálaráðherra
víð dylgjum íhaldsblaðanna
út af lántökunni i Englandi
í útvarpsumræðunum um
fjárlagafrv, sagði Magnús Jóns-
son alþm að „sagt væri“ hér í
bænum (Reykjavík) að stjórn-
in hefði gefið út mjög auð-
mýkjandi yfirlýsingu í sam-
bandi við nýafstaðna lántöku
í Englandi. í umræðunum!
skýrði ég nokkuð frá atvikum
í sambandi við lántökuna, sem
ætla má, að valdið hafi sér-
stökum orðrómi meðal stjóm-
arandstæðinga, og mun ég gefa
upplýsingar um þessi atriði
hér, til þess að fyrirbyggja
allan misskilning.
Fyrst er rétt að taka það
fram, að til þess að útboð lána
til almennings geti farið fram
í Englandi, þarf leyfi Englands-
banka.
Er það vafalaust áskilið
vegna þess, að bankinn hefir
miklu betri aðstöðu til þess að
dæma um öryggi lánanna en
einstaklingar þeir, sem skulda-
bréf vilja kaupa.
Það, sem fyrst og fremst
kemur til athugunar við lán-
veitingar til einstakra þjóða,
eru möguleikar hennar til þess
að afla erlends gjaldeyris til
greiðslu afborgana og vaxta af
erlendum skuldum. I þessu sam.
bandi skiptir því verzlunar- og
greiðslujöfnuðurinn við útlönd
langsamlega mestu máli, og
möguleikarnir til þess að halda
greiðslujöfnuðinum. hagstæð-
um.
Eins og ég hefi margoft
bent á, og miðað stefnu mína í
gjaldeyrismálum við, er að-
staða okkar einmitt að þessu
leyti mjög erfig nú sem stend-
ur.
Þrátt fyrir ca. 50 milj. króna
meðalútflutning síðustu tvö ár-
in, 1933 og 1934, hefir hagur
þjóðarinnar útávið stórversnað,
sennilega um nærri 13 miljónir
þessi ár. Hér við bætist svo, að
á síðasta ári misstum við full-
an fjórðung fiskinnflutnings
til Spánar og eigi er annað fyr-
irsjáanlegt en fiskinnflutningur
okkar til Portugals skerðist
mjög tilfinnanlega. Þá er mjög
hætt við, að innflutningur okk-
ar til Italíu rými verulega og
bárust fregnir uni stórfelldar
takmarkanir á þeim innflutn-
ingi einmitt dagana fyrir lán-
tökuna. Það verður því eigi
annað sagt, að afkoma þjóð-
arinnar sé í fullkominni óvissu.
Allt þetta var vitanlega
þeim mönnum ljóst erlendis,
sem fjalla um lánveitingar
hingað til landsins, þegar kom
að því í undirbúningi lántök-
unn að fá útboðsleyfi Englands-
banka, kom það í ljós, af skeyt-
um umboðsmanns ríkisstj órnar-
innar, Magnúsar Sigurðssonar
bankastjóra, að það þótti
nokkru, máli skipta í þessu
sambandi, hver stefna væri hér
ríkjandi í gjaldeyrismálunum,
hvort stefna ætti að því að
koma greiðslujöfnuði þjóðar-
innar í lag. Er þetta kannske
ekki undarlegt, þegar verzlun-
arútlitið er athugað og því
jafnframt gaumur gefinn, að
útflutningur síðustu ára hefir
ekki hrokkið fyrir greiðslum
þjóðarinnar, þótt hagstæður
hafi verið miðaðar við það, sem
í vændum virðist.
Taldi umboðsmaður ríkis-
stjórnarinnar alveg nauðsyn-
legt að fá heimild til þess að
skýra frá hinni ríkjandi stefnu
í þessum máluní og taldi ekki
varhugavert að gefa slílcar upp-
lýsingar.
Ríkisstjómin leit svo á, að
ef gefa ætti á erlendum vett-
vangi einhverjar skýrslur uni
þessi mál, jafnvel þótt aðeins
væri í bréfum á milli umboðs-
manns ríkisstjórnarinnar og
banka, þá bæri að gera það
með vitund utanríkismálanefnd-
ar og Alþingis. Var því skýrt
frá málinu í nefndinni og á lok-
uðum fundi á Alþingi. Var eft-
ir því leitað, að stjórnmála-
flokkarnir stæði saman um að
viðurkenna nauðsyn slíkrar
skýrslu eftir því, sem1 mála-
vextir voru, að dómi umboðs-
manns stjórnarinnar, og þörfin
brýn fyrir lánið, fyrst og
fremst vegna yfirfærsluvand-
ræða, sem stafa af óhagstæð-
um viðskiptajöfnuði síðasta
árs.
Framh. á 3. síðu
Hæstlréttur
Bandaríkjanna
fellir athyglisverðan úrskurð
London kl. 17 27./2. FÚ.
Stjóm Bandaríkjanna tapaði
í dag máli fyrir yfirdómi
Bandaríkjanna og snertir það
málsatriði, sem talið er eitt hið
þýðingarmesta í lagafyrirmæl-
um þeim, sem sett voru að til-
hlutan viðreisnarráðsins. Yfir-
dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu, að ákvæðin um að
vinnusamninga skyldi gera við
félög og félagasambönd einung-
Italir vígbúast
af kappí
gegn Abyssiniu
London kl. 20,30 26./2. FÚ.
Þúsundir manna sækja dag-
lega um það í Italíu að vera
sendir til Abyssiníu, en stjórn-
Ras Tafari
keisari Abyssiníu.
in hefir tilkynnt, að það sé þeg-
ar búið að mynda þær tvær
hersveitir, sem koma eigi
heima fyrir í stað þeirra, sern
sendar hafa verið eða verða
sendar næstu daga, til Abyss-
iníu, og að meira lið verði ekld
kvatt saman.
Vopnaverksmiðjur ríkisins
eru nú í fullum gangi.
London kl. 17 27./2. FÚ.
Sendiherra Abyssiníu í Róm
lýsti í dag opinberlega aðstöðu
stjórnar sinnar til deilumáls
Ítalíu og Abyssiníu. Yfirlýsing-
in er byggð á bréfi frá keisar-
anum í Abyssiníu, þar sem
hann segir, að stjórnin í Abyss-
iníu sé fjarri því að vilja ráð-
ast á land nokkurs annars rík-
is, og að stórkostlegur vígbún-
aður af hálfu ítala í varúðar-
skyni sé því fullkomlega
ástæðulaus. Þá segir hann enn-
fremur, að Abyssinía vilji halda
áfram að vera í Þjóðabanda-
laginú, og gegna skyldum sín-
um sem meðlimur þess. Það sé
mark og mið stjórnarinnar í
Abyssiníu að halda frið við öll
þau ríki er ráða yfir nágranna-
löndum hennar. Engar frekari
fréttir koma af samningunum
í dag og ekki hefir enn frétzt,
að líkur værú fyrir samkomu-
lag.
is, væru ógild og í ósamræmi
við stjórnarskrána. Hinn aðil-
inn í þessu máli var stáliðnað-
arfélag eitt í Bandaríkjunum.
Og hafði stjórnin fundið því til
foráttu, að það hefði á ólög-
mætan hátt reynt að hafa áhrif
á val verkamanna í fulltrúa-
nefnd til samninga.
Allmargar reykvískar konur
hafa gert sér mikið far um að
hindra sölu mjólkur hér í bæn-
um. Segjast þær hafa hafið
þessa baráttu vegna óviðunandi
mjólkursölulaga. Konurnar
segjast vilja bæta fyrir neyt-
eiidum en einkum er þó mjólk-
urverkfallið til þess að sýna
starfsemi bænda og afkomu
þeii'ra samúð og styrk!! Það
sem konurnar ætla að gera með
fundum' sínum og samþykktum
er að minnka mj ólkurneyzlu í
bænum svo verulega að hægt
verði að knýja fram meðal
annars þetta þrennt:
1. Fjölgun mjólkurbúða.
2. Lækkun verðs til neytenda.
3. Hæklíað verð til framleið-
enda.
Hver trúir því, að fjölgun
búða og lækkun til neytenda
komi til leiðar hækkun til
framleiðenda ?
Sjá allir hver fjarstæða
þetta er. Er hér um tvennt að
ræða, annaðhvort óhugsað fálm
eða að eitthvað allt annað ligg-
ur til grundvallar fyrir óróa
kvenna hér í Reykjavík í þessu
máli.
Alþingi hefir nú borizt listi
frá konum hér í Reykjavík.
Á flestum listanna stendur
þetta:
„Samþykkar áskorun til Al-
þingis 18. febr. 1935“. Eða:
„Samþykkar áskorun til Al-
þingis". Á sumum listunum
stendur alls ekki neitt.
Á blöð þessi eru rituð 2619
nöfn kvenna. Þær eru ekki all-
ar húsmæður. Það fullyrði ég.
Skal ég nefna af handahófi
nokkur dæmi um þetta. Frá
einu húsi eru 10 nöfn, þar af
samkvæmt manntalinu 7 hús-
mæður. Frá öðru húsi 5
nöfn, þar af 2 húsmæður. 1
þriðja staðnum 8 nöfn, þar af
4 húsmæður. Látum nú vera þó
starfsstúlkur og lausakonur
séu kallaðar húsmæður svona í
ígripum þegar það þénar.,
Annað í þessu sambandi vil
ég nefna og víta. Svo sem vit-
að er, er fjöldi kvenna hér í
bæ, sem lengri eða skemmri
tíma hafa verið í sveit sem
þátttakendur í framleiðslunni.
Á lista þessum má finna aldr-
aðar húsfreyjur, sem til
skamms tíma hafa tekið þátt í
framleiðslubaráttu austur í Ár-
nessýslu, en taka nú þátt í
samtökum kvenna hér í Reykja-
vík, að eyðileggja merkustu og
nauðsynlegustu afurðasölulög-
gjöf, sem nokkru sinni hefir
orðið til og snertir alveg sér- J
staklega gömlu samherjana í
Árnessýslu. Á listunum eru
nöfn ungra kvenna, sem eiga
feður austan Hellisheiðar og
eiga lífsmöguleika sína fyrst og
fremst undir því að mjólkur-
sölulögin heppnist. Virðist nú
liggja fyrir skýring á þessu.
Heyrzt hefir að konur hafi ekki
vitað undir hvað þær rituðu.
Sumar telja sig hafa skilið
þetta þannig, að um væri að
ræða áskorun um að ganga í
„Húsmæðrafélagið", aðrar um
mjólkurlækkun. Ein unglingð-
stúlka, sem var að safna, var
spurð um tilgang undirskrift-
anna. Hélt hún að verið væri
að vinna að því að koma kon-
um á þing.
Annars býst ég tæplega við,
að þessi tilraun til að eyði-
leggja mjólkursölulögin takist.
Lögin sjálf og framkvæmd
þeirra, sem heilbrigðisráðstöf-
un aðeins, er þess eðlis, að ekki
mun auðvelt að kveða þau nið-
ur hér í Reykjavík, enda hafa
læknarnir ekki látið til sín
heyra gegn lögunum.
Bjarni Bjamason.
Arshátið
samvinnumanna
Víða erlendis er það föst
venja samvinnumanna í borg-
um eða sveitum að koma sam>-
an einu sinni á ári til skemmt-
unar og kynningar. Slíkar sam-
komur eru allsstaðar vinsælar
og eru jafnan fjölsóttar, enda
vel til þeirra vandað og þó stillt
í hóf um kostnað allan, svo að
enginn þurfi af þeirri ástæðu
frá að hverfa, sem annars vildi
þangað sækja. Félagsstarf sam-
vinnumanna beinist hversdags-
lega að erfiðum og umfangs-
miklum úrlausnum félagslegra
vandamála. Þar kynnast þeir
hver öðrum í baráttu og starfi.
Þyldr vel fara á því, að þeir
eigi þess þá kost a. m. k. einú
sinni á ári að skemmta sér,
sitja saman á gleðifundi og
kynnast hver öðrum einnig þar,
sem hvílzt er frá baráttunni og
starfsáhyggjumar fá ekki að-
gang.
Samvinnumenn í Reykjavik
hafa gengizt fyrir slíkum sam-
komum einu sinni á vetri nokk-
ur síðustu ár. Á laugardaginn
kemur verður árshátíð sam-
vinnumanna haldin á Hótel
Borg. Allir samvinnumenn erú
Framh. á 4. aíðu.