Nýja dagblaðið - 28.02.1935, Síða 3

Nýja dagblaðið - 28.02.1935, Síða 3
ir f i a 8 D 4 0 B b A B Fjárlag'aræðan 1935 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson. Hallgrimur Jónasson. R i tst j órn arsk ri f stof u m ar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasðlu 10 aura eint. Prentsmiöjan Acta. 1 tlóð kommúnista Kommúnistar hafa lostið upp miklu ópi síðustu daga, bæði í blaði sínu og með ýmiskonar gluggaauglýsingum. Þessi há- vaði er allur umi einhver voða- verk, sem stjómin væri að vinna gegn þjóðinni, að hún væri að fremja „landráð", að fyrir hennar tilstilli sé erlend- ur banki „herra landsins" og aðrar fregnir eftir því. Vitanlega kippir enginn sér upp við slík skrif né ummæli manna, sem ekki er tekið mark á. En hér eru fleiri með í leikn- um. Bandamenn kommúnista í mj ólkurverkfallinu og fleiri málum, íhaldsmennirnir, þræða fast í slóð liðsmanna sinna. Þeir taka nákvæmlega upp sama ópið í Mbl., sem kom- múnistar í sínu málgagni. Dylgjurnar eru þær sömu, 5- sannindin þau sömu, vesal- mennskan hnífjöfn og tilgang- urinn sameiginlegur. Heimildir íhaldsmanna era ekki slakar. „Sá orðrómur hefir gengið hér í bænum----------“ þannig hljóða forsendur guð- spjallsins. Það er ekki farið dult með heimildina. Tveim dögum áður en Mbl. birtir „orðróminn“ flutti blað kommúnista stað- leysur sínar og upphrópanir. Ihaldsmenn lesa Verklýðsblað- ið, þeir hafa líka lesið götu- og gluggaauglýsingar kommún- istanna — og hvað þurfti meir vitna við. íhaldið hafði fengið hæfilega merka heimild, „orð- rómurinn“ var kominn af stað. Kommúnistar gáfu tóninn, í- haldsmenn sungu eftir „takt- slaginu“. Ríkisstjórnin tekur lán í London, til þess að greiða stutt, óhagstæð lán fyrri ára. Kjörin eru góð, samanborið við aðrar lántökur. Og hver heil- vita maður veit, að hagkvæmt er, eins og nú standa sakir, að breyta stuttum, ósamnings- bundnum lánum, í löng hag- kvæm lán. En bandamannaliðið, íhald og kommúnistar, eru ekki að fást um það, hvað er hag- kvæmt eða óhagkvæmt fyrir þjóðina. Þeirra áhugaefni liggur á öðrrnh sviðum. Það er að rífa niður, spilla og eyði- leggja hvert það viðreisnar- verk, sem almenningur þessa lands þarfnast og á að njóta. Og í þessu síðasta tiltæki eru kommúnistar forsöngvarar í kórnum, en íhaldsmenn syngja undir, samstilltir og Frh. af 2. siöu. því fram, að með því að hafa örugg tök á innflutningnum, ætti að vera kleift, nema út- flutningserfiðleikarnir vaxi þjóðinni yfir höfuð, að koma því til vegar, að ekki verði meira til landsins flutt en hægt er að greiða af árs-framleiðslu landsmanna, og að með því móti beinist kaupgetan frekar að innlendum varningi en verða myndi, ef innflutningurinn væi*i gefinn frjáls. Ríkisstj. heldur því þess vegna fram, að með því að dreifa kaupget- unni innanlands og halda jafn- framt uppi öruggu eftirliti með vöruinnflutningi til landsins, vinnist tvennt: 1) Að atvinnan í landinu aukizt og atvinnuleysið þverri að sama skapi, og 2) Að meiri og betri mark- aður verði fyrir innlendar af- urðir en ella myndi. Auk þessa má svo benda á það, að þótt atvinnan í landinu og .tekjur almennings séu aukn- ar með framlögum úr ríkis- sjóði, þá myndast ekki með því í sjálfu sér nein ný kaupgeta, heldur dreifist sú kaupgeta, sem fyrir er. Það er með öllu ósannað mál, að með slíkri dreifingu kaupgetunnar aukist eftirspurn eftir erlendum varn- ingi. Margt bendir til þess, að með því að miðla þannig þeirri kaupgetu, milli margra, sem áður var hjá fáum, verði fullt svo mikið aukin eftirspurn eft- ir innlendum vörum. T. d. má benda á, að ef teknar eru 2— 300 kr. í skatt af manni með 10 þús’. kr. árslaun, og þessar krónur renna svo sem vinnu- laun til fjölskyldu, sem átt hefir við þröng kjör að búa, eru mikil líkindi til, að fjöl- skyldan, sem þannig verður þessa fjár aðnjótandi, verji því fremur til kaupa á matvæl- um á innlendum markaði, en maðurinn með 10 þús. kr. árs- launin, sem jafnt eftir sem áð- ur getur veitt sér þau innlend matvæli, sem hann girnist, en hefði haft ástæður til að eyða þessum krónum til kaupa á miður þörfum varningi frá út- löndum. Einnig finnst mér vel geta til mála komið bein af- skifti í þá átt, að keyptar séu innlendar vörur fyrir hluta af því sem frarn er lagt til styrktar og atvinnuaukningar. Greiðslujötnuðar og lántökur Því hefir verið haldið fram af stjórnarandstæðingum, að ekki myndi mögulegt að halda greiðslujöfnuðinum við útlönd í sæmulegu lagi á meðan nokk- ur innflutningur lánsfjár til landsins ætti sér stað. Virðist það þó liggja í augum uppi, hve fjarstæðar slíkar kenning- taktfullt, eins og vera ber með vel samæfðu „áhugaliði“, eins og kommúnistar kalla samfylk- inguna með íhaldinu. ar eru. Vitanlega stendur það yfirleitt í valdi þjóðarinnar sjálfrar hvort hún notar ný lán, sem tekin eru, til þess að kaupa vörur fyrir eða til þess að létta á eldri skuldum. Séu lánin notuð til þess að létta á eldri skuldum, auka þau vitan- lega ekkert kaupgetuna í land- inu né eftirspurnina eftir er- lendum varningi. Lántökur árs- ins 1935 munu áreiðanlega ekki valda neinum vandkvæðum að þessu leyti, því áð skuldimar við útlönd eftir árið 1934 eru svo tilfinnanlegar hjá bönkumt og öðrum, að fyllilega mun vera not fyrir lánsupphæðirnar eða tilsvarandi upphæðir, til þess að létta á þeim skuldum. — Sogslánið, það er að segja sá hluti þess, sem fer til kaupa á erlendum vélum til virkjun- arinnar, hefir að þessu leyti al- veg sérstöðu, og hefir verið drepið á hana áður. Þrátt fyrir það, að stjómarandstæðingar hafa þannig í öðru orðinu allt- af haldið því fram, að við inn- flutninginn yrði ekki ráðið til neinnar hlítar, hefir það þó alltaf komið fram í hinu orð- inu, að þeir búast við því, að við hann geti að öllu leyti orð- ið ráðið, en þá hefir það fylgt um leið, að ef vöruinnflutning- urinn væri takmarkaður svo, ag framboð erlendra vara væri ekki í réttu hlutfalli við eftir- spumina í landinu, þá yrði ó- bærileg verðhækkun. Ég skal ekki bera á móti því að ef eftirspurnin verður meiri innanlands en hægt er að full- nægja með erlendum vörum, þá kunni vöruselj endur að falla fyrir freistingunni og hækka verð á vörunum, en í þessu sambandi finnst mér þó rétt að taka það fram, að víðast- hvar á landinu starfa kaupfé- lög, sem vafalaust telja það hlutverk sitt að halda verðlagi hæfilegu. Ráðleggingar stjórnarandstæðingpa Um leið og stjórnarandstæð- ingar gagnrýna á þennan hátt, sem1 ég nú hefi rakið, fjár- málastefnu stjórnarinnar, halda þeir því fram, að einungis eitt óbrigðult ráð sé til til þess að halda greiðslujöfnuðinum við útlönd hagstæðum. Ráð þetta sé að takmarka kaupgetuna í landinu með því að skera niður verklegar framkvæmdir. Það þarf ekki að lýsa því með mörgum orðum hverjar afleið- ingar af slíkri fjármála- stefnu myndu verða: Atvinnu- leysi myndi aukast, kaupgeta almennings minnka, markaður fyrir allar vörur, og þar með taldar og ekki sízt innlendar framleiðsluvörur, myndi stór- lega versna, og yrðu það þá ekki einungis verkamenn, sem sypu seyðið af þessari stefnu, heldur einnig bændur, iðnaðar- menn og allir þeir, sem! eiga af- komu sína undir því að vöru- salan innanlands gangi greið- lega. Hygg ég að engum geti blandast hugur um, að það er W skynsamlegri stefna í þessum málum að takmarka innflutn- inginn með sérstökum opinber- um ráðstöfunum, án þess að draga nokkuð úr kaupgetunni hjá almenningi, og fá þannig um leið aukinn og bættan markað fyrir innlendar fram- leiðsluvörur, heldur en að halda greiðsluj öfnuðinum við útlönd hagstæðum með því að þrengja kosti almennings svo mjög, að hann eigi ekki kost vörukaupa, og stórskemma þá um leið markað fyrir innlenda fram- leiðslu og rýra afkomumögu- leika allra þeirra, sem lifa af framleiðslu fyrir innlendan markað. Hitt er annað mál, að svo getur að ríkissjóði sorfið í sambandi við almenna fjárhags- örðugleika, að lækka þurfi framlög til framkvæmda af þeim orsökum. Framh. Syar fjármálaráðherra Framh. af 1. síðu. Stjórnarandstæðingar töldu sig hinsvegar ekki hafa ástæðu til þess að taka slíka afstöðu til málsins. Ríkisstjórnin vildi gjaman, að flokkamir gætu staðið sam- an um að gera það, sem nauð- synlegt teldist í þessu máli til þess að forðast harðvítugar innanlandsdeilur. Þó alls ekki til þess að hlífa sér við að taka á móti aðfinnslum, heldur vegna þess að hún gat búizt við, að stjórnarandstæðingar mundu snúá öllu til liins verra í ádeil- um sínum, þannig, að til ein- hvers skaða gæti orðið fyrir traust landsins, ef trúnaður yrði á væntanlegar fullyrðing- ar þeirra lagður, — og alltaf niá búast við að einhverjir leggi á slíkt trúnað. Af þessari sömu ástæðu hefi ég ekki talið rétt að hefja umræður um þetta, fyr en Magnús Jónsson fór að hafa þetta mál í flimtingum. Þegar gengið hafði verið úr skugga um afstöðu flokkanna, tók ég þá ákvörðun, að fela Magnúsi Sigurðssyni að skýra frá eftir- farandi í sambandi við lántök- una, og eru ummælin tekin orð- rétt úr skeyti því, er ég sendi honum í enskri þýðingu: „— Það er stefna mín og áð- ur yfirlýst að koma lagi á inn- flutning og útflutning íslands í því skyni að gjaldeyrisástand komist á öruggan grundvöll og á meðan forðast frekari erlend- ar ríkislántökur eða að hjálpa til við erlendar lántökur ís- lenzkra þegna, með því að veita ríkisábyrgð“. Það kann vel að vera, að stjórnarandstæðingar telji á- stæðu til að nota þetta mál til árása á mig og geri tilraunir til þess að vekja tortryggni í þessu sambandi Var ekki laust við(!) að á þessu bæri í grein í Morgunblaðinu í gær. En sjálfir verða þeir að bera á- byrgð á því tjóni, sem þeir kunna að valda með fullyrðing- um sínum. Hinsvegar get ég sagt það, að ég finn ekkert „auðmýkjandi“ í því, að láta skýra frá stefnu þeirri, sem Niðmetningurinn á Helgavatnl og whisky-eiðarnir Mig langar til að biðja Nýja dagblaðið að spyrja Valtý Stef- ánsson um niðursetninginn á I-Ielgavatni. Valtýr á að geta vitað ýmislegt um þann mann. Hann var eftir því sem kunn- ugir herma, einskonar fjólu- ræktannaður á þeirri tíð. Hann hafði ákaflega samsett inn- ræti, þar sem- meginhlutinn af þeim eiginleikum, sem gerir menn hataða og fyrirlitna af samtíð smni, byggðu upp hans litlu en fégjörnu sál. Mönnum finnst eiginleikar þessa niðursetnings endurspegl- ast í þeim andlega niðursetn- ingi, sem stýrir penna íhalds- ins. Mér finnst, að það gæti meir en komið til mála, að reyna með sagnfræðilegri „blóðprufu“ að rekja alla þræði erfðra eig- inleika milli þessara tveggja niðursetninga. Mér finnst þetta gæti verið alveg eins upp- byggilegt eins og margt af því sem V. St. setur í blað sitt. Þá langar mig að spyrja V. St. um framburð Thor Jen- sens og Lorenz um kálfamjólk- ina á Korpúlfsstöðum. Ég sé að eitthvað er athugavert við framburð þeirra feðga. Þeir segja fyrir rétti, að afgangur- inn af litlu flöskunum hafi runnið í skólpræsið. En síðar sannast, að þessi mjólk fór ein- mitt í kálfa þeirra feðga. — Hvemig er framburðurinn úm kálfamjólkina? Og hvað er um eiðana? Mér finnst að í svona máli eins og þessu um kálfamjólk- ina, að þar gæti komið til mála viss tegund af eiði: Að blindfylla einhvem háttsettan aðstandanda Korpúlfsstaða- kálfanna í þrjá daga, með ó- menguðu whisky, og láta hann svo rétta upp þrjá fingur — einn fyrir hvem ölæðisdag. Ég spyr V. St. í fullri einlægni, hvort honum finnist ekki senni- legt, að einmitt svona eiður gæti einna bezt uppljómað svikamálið um litlu flöskum- ar? „Vinur“ flialdsins. ég hefi haft í gjaldeyrismálun- um frá því ég tók við störfum fjármálaráðherra, og ekki finnst mér það sennilegt, að ráðstafanir þær í gjaldeyris- málum, til þess að minmca vöruinnflutning og þar með stöðva skuldasöfnunina við út- lönd, sem ég hefi gert, hafi vakið tortryggni og valdið fyr- irspumum. Hitt þykir mér lík- legra, og mun fara nánar út í það síðar ef frekara tilefni gefst, að skuldasöfnun síðustú ára, þrátt fyrir sæmilega hag- stæða verzlunarfélags, ásamt versnandi útflutningshorfum, sem fyrir lágu upplýsingar uin, hafi gefið hlutaðeigendum til- efni til umhugsunar og fyrir- spurna. Eysteinn Jónsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.