Nýja dagblaðið - 07.04.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 07.04.1935, Blaðsíða 2
N t t A Ð&GB1.A01Ð 2 Happdrætíi Háskóla Islands. Dregið verður í 2. flokki 10, april, Vinningar í 2.—10, flokki eru samtala meira en ein miljón A T H U G I Ð: Endurnýjun fer fram til 9. apríl, En með því að endur- nýjunarfrestur er nú liöinn, er umboðsmönnum frjúlst að selja alla miða hverjum sem er. Þér eigið því á hættu, að missa númer yðar, ef þér endurnýjið ekki straks. Útgerðarmenn! Urvals rullupylsur í heilum tunnum. Kjötbúð Reykjavíkur slmi 4769 Framsótnarfélag Reykjavíkur og Félag ungra Framsóknarmanna halda sameiginlegan fund annað kvöld 1 Sambandshúsinu kl. 8,30. Hermann Jónasson forsætisráðherra hefur umræður um þingmál, Nýir meðlimir teknir í félagið. Stjórnir félaganna. - beastai - í sinni röð er spaðkjöt frá okkur. Höfum fyrirliggjandi í heilum, hálfum og okvart-tunnum úrvals dilka- og sauðakjöt úr Dölum. af Hornströnd- um, Langanesi og viðar. Samband ísl. samvinnuíélaga fiimi 1080 (4 linur). 20Stk . K0STAR kr. 135 (xullfoss fer annað kvöld (8. aprfl) um Vestmannaeyjar, til Aberdeen, Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánudag. M.s. Dronning Alexandrine fer í kvöld kl. 8 tfl Kaupm.- hafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi í dag. Fylgibréf yfir vörur komi fyrir sama tíma. Tryggvagötu. Sími 3025. Skipaafgreiðsld Jes Zimsen Tryggvagötu. - Sími 3025. í dag frá kl. 3-4 Tónleikar lrA kl. 4-5. H) a n s a ð. Dóttir okkar elskuleg, Katla Sigurðardóttir, and- aðist f gær. Guðrún Gísladóttir, Sigurður Einarsson. Hverfisgötu 37. |Margrét Jóaasdóttirj frá Gufunesi. Lífið er fljótt; likt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (M. J.). Mannlegu lífi er líkt háttað og lífi blómanna í ríki náttúr- unnar; þau vaxa upp í ólíkum jarðvegi við mismunandi skil- yrði, sum á bersvæði, öinnur í skjóli, sum falla í uppvextinum i'yrir frostnæðingunum, önnur ná fullum þrosk-a. Hversu líkt og við menn. Enn hefir dauð- inn verið mitt á meðal okkar, og höggvið skarð í hópinn. Við eigum erfitt með að trúa því og ennþá erfiðara að skilja það, að þessi unga vinkona okkar, sem fyrir stuttu var kát og heilbrigð og ræddi við okkur um alla heima og geima, liggi nú köld og föl á líkfjölum — dáin — eins og blómið unga. Sigð dauðans hef- ir fellt hana til jarðar. Heila- bólga varð henni að bana, sleit af henni lífið á örskammri stund. Margrét sál. var aðeins 20 ára er hún dó, fædd 4. aprfl 1914, dáin 22. þ. m. og vantaði því aðeins 14 daga á að hún næði 21 árs aldri. Hún var fædd á Efra-Hvoli í Hvolhrepp, dótt- ir merkishjónanna Guðbjargar Andrésdóttur og Jónasar Björnssonar bónda í Norður- Gröf á Kjalarnesi. Ung fluttist hún með foreldrum sínum að Gufunesi í Mosfellssveit og ólst þar upp, og þeim stað unni hún meira en nokkrum öðrum. 15 ára gömul fór hún í Laugar- vatnsskólann og dvaldi þar tvo vetur við nám, síðan fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Eftir það dvaldi hún eitt ár heima hjá foreldrum sínum, unz hún fékk stöðu sem skrifstofumær hjá Sláturfél. Suðurlands og hafði starfað þar eitt ár er hún lézt. Hún var skyldurækin og áhuga- söm við starf sitt, og -henni féll það sérstaklega illa ef eitt- hvað það kom fyrir í hegðun hennar eða framgöngu, sem hún taldi miður eða órétt, sómatilfinning hennar var ákaflega næm og viðkværri. I daglegri framkomu var hún hæglát og prúð; ætíð þægileg, en aldrei ofsakát, en þó glöð í sinn hóp og dálítið glettin þeg- ar því var að skipta. Hún var annars afar dul og fíngerð, og fáskiptin við ókunnuga og þess- vegna héldu margir að hún væri stolt. Fólk með hennar skaplyndi er oft misskilið. Ég var henni svo persónulega 'kunnug að ég skildi hana þó við værum ekki alltaf á sömu slcoðun. Við, sem þekktum har-a bezt, stöndum höggdofa andspænis þeirri alvarlegu stað_ reynd að hún sé horfin að í ullu og öllu úr hópnum. Við vissum að hún átti svo marga drauma og vonir um framtíð- ina — hún elskaði lífið og allt hið fagra í tilverunni og teyg- aði þann fögnuð, sem æska og heilbrigði veitti. Hún var líka auðugri en margir aðrir, því hún átti ágætt heimili og var einkabarn ástríkra foreldra, er áttu þá æðstu ósk að lifa og starfa fyrir hana. Hún var augasteinn þeirra og sólar- geisli, sem nú svo snögglega hefir verið kippt burtu frá þeim. Nú sitja þau ein eftir í húmi sorgarinnar, þegar árin fara að færast yfir þau. Ég hljóðna og mér vöknar um augu — samúðaröldur rísa í sál minni, en gagnvart djúpri og háleitri hryggð, stendur maður svo undarlega lítill og ráðalaus — ég vildi geta rétt þeim höndinu, en ég megna svo lítið, en ég veit að þau eiga heilan sjóð af dýrmætum minningum frá sam- verustundunum og þær er.u ljós, sem milda söknuðinn. Guð styðji syrgjandi foreldra og blessi minningu dótturinnar. — Og við, vinir hennar, vitum að nú muni henni líða vel — því „þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir“. 28. marz 1935. A. B. (í'ilu-cimiilcriiðu eldhúsáhðldin eru komin Þeir, sem beðið hafa eftir þessum vörum, eru vin- samlega beðnir að koma sem fyrst. Birgðirnar eru því miður af mjög skorn- um skammti. H.Biering- Laugaveg 3. Sími 4550.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.