Nýja dagblaðið - 07.04.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 07.04.1935, Blaðsíða 4
4 O B L A ð X S N t 1 A D X I DAG Sólaruppkoma kl. 5.30. Sólarlag kl. 7.32. Flóð árdegis kl. 8.00. Flóð síðdegis kl. 8.20. \’eðurspá: Stinningskaldi á aust- an. Úrkomulaust. Ljósatími hjóla og bifreiða k). 8.00—5.00. Messur: í Dómkirkjunni: Kl. 11 sr. Bjarni Jónsson (altarisganga), kl. 2 barnaguðsþjónusta (Friðr. Hall- grímsson), kl. 5 sr. Friðrik Hall- grímsson. í Frikirkjunni: Kl. 2 sr. Árni Sig- urðsson. í Aðventkirkjunni: KL 8 síðd. O. Frenning. í Hafnarfjarðarkirkju: KI. 2 (sr. Garðai' þorsteinsson). Heimsóknartíml sjúkrahúsa: Landspitalinn .... 3~4 Landakotsspitalinn ............ 3-5 Vífilstaðahœlið . 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Laugamesspítali . 12VÍ-2 Naturvörður í Laugavegs- og lng- ólfs-apóteki. Næturlœknir: Hannes Guðmunds- son, Hverf. 12. Sími 3105. Næturlæknir aðra nótt: Ólafur Helgason. Skommtanlr og samkomur: Nýja Bíó: Æskuástir kl. 9. Naín- lausi maðurinn kl. 7. Barnasýn- ing kl. 5. Gamla Bíó: Spænskt blóð kl. 7 og kl. 9. Barnasýning kl. 5. Gamla Bíó: Stefán Guðmundsson heldur söngskemmtun kl. 2. iðnó: Varið ykkur á málningunni kl. 8. Samgðngur og póstferðir: Dronning Alexandrine til Kaupm,- iial'nar. Dagskrá útvarpslns: Kl. 9,50 Enskukennsla. 10,15 Dönskukennsla. 10,40 Veðurfregnir. 15,00 Erindi: Um danzkvæði (dr. Björn K. þórólfsson). 15,40 Tón- leikar: Sígild skemmtilög (plötur). 17,00 Messa í Dómkirkjunni (síra Fr. Hallgrimsson). 18,20 Jiýzku- kennsla. 18,45 Barnatími: Sögu- kafíi (Jóhannes úr Kötlum). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá Austur- læimi, IV (Björgúlfur Ólafsson læknir). 21,00 Tónleikar: Beetho- ven-hljómleikar: a) Coriolan-for- leikurinn; b) Hljómleikur fyrir íiðlu og hljómsveit (plötur). — Danzlög til kl. 24. í kvöld kl. 8: á málningunni! Gamanleikur í 3 þáttum eftir René Faachois Þýðandi: Páll Skúlason Áðgöngumiðar seldir kl. 4-^7 dag- inn fyrir, og eftir kl. 1 daginn, sero leikið er: — Sími 3191. gGamla Gíég Sýnir kl. 9: Spænsht filíl Áhrifamikill og spcnnandi nautaatsmynd fra æfintýra- landinu Mcxiko. Aðalhlutvcrkið lcikur George Raft og hin undur íagra Frances Drake sýnd kl. 7 og kl. 9. Barnasýning kl. 5 MONSIEUR BABY mcð Maurice Chevalier cg Baby le Roy. Anná.11 Skipafréttir. Gullfoss íer til Ab- crdeen, Leith og Kaupmannohaín- ar annaðkvöld. Goðafoss var a Riglufirði í gær. Dcttifoss fór frú Hamborg í gær á lcið til Hull. Brúarfoss er i Reykjavík. Lagar- foss er í Kaupmannahöfn. Selíoss lór frá Leith í gærkvöldi. Framsóknarfélögin halda fund í Sambandshúsinu kl. 8^ annað- kvöld. Hermann Jónasson forsæt- i.sráðherra hefur umræður um þingmál. GlímuféL Ármann biöur þess getið, að þar sem Austurbæjar- skólinn tekur aftur til starfa á morgun, vcrði fimleikaæfingar á sömu timum og áður voru, 1. íl. karla kl. 8—9, og 2. fl. kvenna kl. 9—10. Einnig hefst leikfimi bama i Menntaskólanum með morgun- deginum. Fimmtugsaímæli á í cíag Dávíð Kristjánsson kaupmaður Skóla- vörðustíg 13. Davíð er mörgum kunnur norðanlands og austan, iæddur á Seyðisfirði, en stundaði lengi verzlunarstörf og útgerð á þórshöfn. Hann er kvæntur Hall- dóru, dóttur sr. Amljóts heitins Ólafssonar alþm. og prests á Sauðanesi. í gær byrjaði Mbl. að flytja leið- beiningar um kjötrétti, bæði úr kálfa- og lambakjöti. Ekki nefnt hvalakjöt! Er það fagnaðarefni, því þetta liggur beint við að skilja svo, að blaðið ætli nú að hætta að spilla fyrir að fólk noti kjöt sem fæðu. Vonandi er að mjólkur- réttir komi bráðum líka. Og gefi skipulagið á landbúnaðarvörum verulegan góðan árangur, eins og td er ætlazt, þá verða ekki mörg ár þangað til Mbl. þakkar sér að það hafi nú alltaf barist fyrir að koma því á! Togararnir Gullfoss, Gcir og Ói- afur komu af veiðum í gær. Skólahlaupið fer fram í dag og hefst kl. 1. Verður lilaupið frá verzlunarhúsi Jcs Zimscns, eftir Hafnarstræti, Vcsturgötu, Bræðra- Jiorgarstíg austan Melanna, yfir á Suðurgötu, þaðan bcint niður Skothúsveg, yfir Tjarnarbrú á Fríkirkjuveginn og endað við lðn- skólann. Tvcir skólar,, Mennta- skólinn og Iðnsltólinn, taka þátt í hlaupinu að þcssu sinni og cru þrír keppendur frá hvorum skóla. Byrjað, er að rcisa íisktrönurn- ar í Kcflavík og viðar í vcrstöðv- um á Suðurnesjum. Ilcfir Totland, ráðunautur Fiskimálanefndar í herslu fiskjar, dvalið undanfarið í Keflavilt og vcrið að kenna mönn- um þar mcðferð og vcrkun harð- fiskjar. Stefán Guðmundsson söngvari cfnlr til söngsliemmtunar í Gamia Antliony Eden og Mussoliui Framh. af 1. siðu. blaðamenn og sagði við þá, að þó að för sín hefði reyndar verið mjög erfið, þá væri hann rannfærður um, að hún hefði orðið að miklu gagni og þó að enginn gæti efazt um að stjórn- málaástandið í álfunni væri stórkostlega ískyggilegt, þá væru þeir erfiðleikar, sem nú steðjuðu að, enganveginn ó- sigrandi. Mussolini hefir farið úr Róm og dvelst nú á býli sínu út í sveit. Sennilegt er talið, að hann sé að búa sig undir Stresa-ráðstefnuna. Bíó kl. 2 í dag. Stefán er, eins og kunnugt er, nýlega kominn frá Italíu, þar sem hann hefir dvalið í fimm ár og menntast og full- komnast í listinni. Svo mikil er uösóknin að söngskemmtuninni, að aðgöngumiðarnir seldust upp fyrir hádegi í gær. Franska leikritið „Varið ykkur ;í málningunni", sýnir Leikfélagið i fyrsta sinn í kvöld. Leilcritið er sagt bráðfyndið og skcmmtilegt Brynjólfur Jóhannesson leikur að- alhlutverkið. prír enskir togarar komu hingað í gær að fá sér kol og ís, og einn franskur togari kom að fá sér kol og salt. Veðrið í gær. Austan og norð- anátt um allt land. Allhvasst í Vestm.eyjum og sumstaðar á Vest- urlandi. Hægara á Norður- og Vesturlandi með snjóéljum með 3 —5 stiga frosti. Úrkomulaust á Suður- og Vesturlandi, frostlaust við Suðurströndina, en lítilsháttar frost í uppsveitum. Vinsælustu leikritin. Eltirfarandi leikrit hefir Leikfélagið sýnt oft- ast: Æfintýri á gönguför 108 sýn- ingar, Nýjársnóttin 91, Fjalla-Ey- vindur 55, Lénharður fógeti 44, Kinnarhvolssystur 43, Maður og kona 42, ímyndunarveikin 34, Karlinn í kassanum 32, Tengda- liabbi 30, Galdra-Loftur 30 og Pilt- ur og stúlka 28. Alls hefir Leik- félagið sýnt 155 leikrit og er þvi „Varið yður á málningunni" hið 156 í röðinni. Fiskifloti Færeyinga. Sem stend- ur er fiskifioti Færeyinga um 105 skip. kútterar og skonnortur. Stærð skipanna er mismunandi, fi'á 50—275 lcstir og munu skips- hafnir samtals vera um4000mcnn. Á yfirstandandi vertíð eru skipin nð vciðum við ísland og að ver- tíð lokinni vcrða fleiri þcirra búin til veiða við Grænland. Um 150 skip, sem Færeyingar ciga, hafa Philips Radiotæki og innan skamms munu talstöðvar verða þar almcnnar. Látin er Guðrún Jónsdóltir Bálkastöðum í Hrútafirði 79 úra að aldri. Hún hafði búið á Bálka- stöðum um tugi ára og var hcim- ili hcnnar á þcirri tíð mjög í þjóðbraut og alþckkt fyrir gcst- risni. — FÚ. Fjöldi bifreiða á íslandi. Sam- ivvæmt skýrslu vegamálastjóra voru í scinustu árslok til 1099 bif- rciðar hér á landi, þar af 707 fólksbifreiðar. Vörubifreiðar voru til í öllum sýslum og kaupstöð- um, en í tveim sýslum, Barða- strandarsýslu og Austur-Skafta- fellssýslu, voru engar fólksbifrcið- nr. í Reykjavík voru 525 fólksbif- í'eiðar og 3G8 vörubifrciðar. Bif- reiðum hafði fjölgað um 140 á ár- inu. Um uorska pólitík Framh. af 1. síðu. íram, er hún tók við völdum, að norska jafnaðarmanna- ílokknum sé það vel ljóst, ao hann hafi ekki fullkomiim rneirahluta þingmanna, en valdataka flokksins sé í fullu samræmi við sterkar og vax- andi kröfur almennings í land- inu, um það að stjómarvöldin, með alvöru og festu, beiti sér af alefli fyrir því að ráða bót á þeim vandræðum, sem árum saman hafa lamað framleiðsíu og atvinnulíf Norðmanna. Þess vegna verði fyrsta og mikil- vægasta verkefni ríkisstjórnar- innar, að efla samstarf og bæta skipulag atvinnuveganna, tryggja betri afkomu, styðja þær framkvæmdir sem leitt geta til aukinnar atvinnu og gera allt sem í hennar valdi stendur til að ráða bót á at- vinnuleysinu. Ræða Nygaardsvold. Fyrir nokkru flutti Nygaards. vold ræðu í Stórþinginu og gerði þar nokkuð nánari grein fyrir stefnu nýju ríkisstjórn- arinnar. Sagði hann þar m. n., að hann kæmi ekki auga á nokkra aðra leið út úr þreng- ingum kreppunnar, en þá, a'5 framkvæma hina socialistisku stefnuskrá. Ekki verður þó bú- izt við, að Bændaflokkurinn — sem í raun og veru er all- íhaldssamur flokkur — muni lengi styðja stjórnina á þeirri braut. Það er vitað, að flokk- arnir hafa enga samninga gert um samvinnu á þingi. Þess vegna er gert ráð fyrir, að stjórnin muni verða varfærin en stefnuföst í framkvæmdum sínum, þangað til Stórþings- kosningar hafa farið fram næst, en það verður 1936. En þá muni — ef jafnaðarmenn fá hreinan þingmeirahluta — verða hafizt handa um rót- tækari framkvæmdir í sam- ræmi við stefnuskrá flokksins. Það er talið alveg útilokað, að nýja jafnaðarmannastjórn- in hljóti sömu örlög og stjórn Homsruds 1928 — en hún varð aldrei nema 18 daga göm- ul. Nú er jafnaðarmannaflokk- urinn miklui öflugri og fylgi lians fer hraðvaxandi og auk þess eru allar aðstæður mjög umbreyttar. Til þess að ráða bót á ástand- :nu, gerir stjórnin m. a. ráð fyrir að stofna til atvinnu- bótavinnu í stórum! stíl og sé íjár til þess aflað með útgáfu ríkisskuldabréfa. Ennfremur að stytta vinnutímann og skifta stórbýlum í sveitum landsins Nygaardsvold forsætisráðh. hefir mikinn áhuga fyrir sam- vinnu Norðurlanda. Farast honum svo orð um hana: Með sameiginlegum átökum! geta NorðurlÖnd orðið það varnar- virki, sem brýtur af sér æðis- cang einræðisstefnunnar,bjarg- ar frelsishugsjóninni og vernd- ar friðinn, til gagns, til örygg- is og til frelsis, bæði fyrir nú- lifandi og óbornar kynslóðir. Z- Nýja Bló Æskuástir hrífandi fögur tékkncsk kvikmynd töluð é dönsku, sýnd kl. 9 . NAFNLAUSI MAÐURINN sýnd kl. 7 (lækkað verð). BARNASÝNING KL. 5 þá verða sýndar Boslto-Mic- key Mouso o g skrappy teiknimyndir, fræðimyndir o. fL 9 Odýrn § aug-lýsingarnar Fasteignasala Helga Sveins- sonar er í Aðalstræti 8. Inng. frá Bröttugötu. Sími 4180. Ibnvöta, hárYÖtn og hrein- ia-tisvörur fjölbreytt úrva] hjá Knuufélmtn P-frvk íavfknr. Freyju kaffibætir er beztúr. Ef þið hafið ekki notað hann áður, þá reynið hann nú um helgina. því ekki er sizt þörf að fá gott kaffi á sunnudögum. Á Framnesveg 52 eru sauni- uð peysuföt ásamt fleiru. — Vönduð \dnna. ódýrt. Stúlka óskast, hálfan daginn í létta vist. A. v. á. Beztar, ódýrastar viðgerðir á allskonar skófatnaði t. d. sóla og hæla kvenskó íyrir kr. 4,00. Kjartan Árnason, Njálsgötu 23. Sími 3814. Tilkynninp r Málverkasýning Grete Linch Scheving og Gunnlaugs Óskars Scheving er í húsi Garðar.s Gíslasonar, Hverfisgötu 4. Opin daglega 11—9. Aðgangur 1 kr. Bókasafn „Anglia“ í brezka konsúlatinu er opið í dag kl. 6—7 e. h. Nýja bifreiðast. Sími 1216. í Aðventkirltjunni verður guðsþjónusta í kvöld kl. 8. Ræðuefni: Andatrúin. Hvaðan er hún? Hvað segir Heilög Ritning? Allir hjart- anlega velkomnir! O. Frenning. Freyja alltat bezt! Borðbúnaður úr silfurpletti, sérlega vandað- ur og smekklegur, hjá llAKALDI Ií IIAOAN Austurstræti 8. Sími 8890.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.