Nýja dagblaðið - 05.05.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 05.05.1935, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAOBLABIB Kaupum flöskur Viðtal við ICrlstmann Guðmundsson 0 Framh. af 1. síðu. frá mánudagsmorgni til föstudagskvölda, en þó aðeins Portvín, Sherry og Akvavit-flöskur. Afengisverzlun ríkisíns Nýborg Bifreiðastjórafélagið Hreyfill Fundur verður haldinn að Hótel Borg mánudag- inn 6. þ. m. (annað kvöld) kl. 12 á miðnætti. Stjórnin Bökunardropar Hárvötn Áfengisverzlun ríkisins hefir samkvœmt lögum einkarétt á tilbúningi ilmvatna, hárvatna og bök- unardropa hér á landi. Áfengisverzlimin hefir ennfremur einkarétt á inn- flutningi frá útlöndum á þessum vörum. Eldri framleiðendum hér á landi á bökunardropum hefir verið veittur tiltekinn frestur til þess að selja birgðir sínar. Frá 1. júní 1935 er verzlunum ófrjálst að kaupa þessar vörur annarsstaðar en hjá Afengisverzl. ríkisins öllum þeim löndum, sem ég hefi I ekki samband við sjálfur. — Að hvaða ritverkum starfið þér nú? — Ég er nú að skrifa stóra skáldsögu, sem kemur út í haust. Auk þess vinn ég jafn- framt ajð 4 stórum verkum, sem' koma á næstu árum. Flest- ar þessar bækur verða talsvert ólíkar því sem ég hefi skrifað fyr; en það eru! allt sjálfstæðar sögur, — án sambands hver við aðra. Tvær þeirra gerast ekki á Islandi. — Ætlið þér að skrifa margra binda samstæð verk iim Island? — Nei, samstæð fleiri binda verk um Island hefi ég aldrei hugsað mér að skrifa. — Annars hefi ég margt á prjónunum annað en hér er tal- ið, en það bíður síns tíma. Meðal annars nokkur leikrita- efni! Kristmann vill vera ís- lendingur með íslenzka hugaun. — Hvort finnst yður, að þér séuð Norðmaður eða Islend- ingur? — Ég er Islendingur, en ennþá skrifa ég einungis á norsku. — Hversvegna urðuð þér rithöfundur? — Ég hefi verið skáld, eða að minnsta kosti v i 1 j a ð vera það, alla mína æfi. En urn eitt skeið, á 16 ára aldri, hætti ég að mestu að yrkja, og gerð- ist verzlunarmaður. Þó gat ég ekki staðist lengi án þess að fást við skáldskapinn; — en skáldskapur og kaupmennska Útvarpsnotendum hefir, síðan Útvarps- stöð íslands tók til starfa, fjölgað mun örar hér á landi, en í nokkru öðru landi álfunnar. Einkum hefir fjölgunin verið ör nú að undanförnu. ísland hefir nú þegar náð mjög hárri hlut- fallstölu útvarpsnotenda og mun eftir því sem nú horfir, bráðlega ná hæstu tölu útvarpsnotenda, miðað við fólks- fjölda. Verð viðfazkja er Iazgra hér á landí en í öðrum löndum. Takmapkið er: Viðfæki inn á hverf heimili Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggiagu um hagkvœm viðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram i tækjum eða óhöpp ber að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lög- um samkvæmt eingöngu varið til rekst- urs útvarpsins, almennrar útbreíðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Viðiækjaverzlun píkisins Lækjargöfu 10 B Simi 3823 hafa einatt verið talin fara illa samán, þó hvorttveggja sé gott og nytsamt starf! — Hefir nokkurt atvik í lífi yðar haft sérstök áhrif á rit- störf yðar? ’ — Það hefir miargt komið fyrir mig, sem hefir haft áhrif á ritstörfin; ég held ég megi segja að flest sem hendir mig hafi einhver áhrif á þau, að meira eða minna leyti. En þ ö r f i n a til að skrifa hefi ég alltaf haft, og hún hefir ráðið mestu um það, að ég gerðist rithöfundur. — Það hefir auð- vitað haft mikla þýðingu fyrir mig að lifa í Noregi og skrifa á norsku. Mér þykir vænt um Noreg og norska þjóð. Ég hefi lært mikið af Norðmönnum, og þeir hafa tekið mér vel. Fyrir það kann ég þeim miklar þakkir. Ef ég færi héðan al- farinn, mundi ég áreiðanlega lengi þrá þetta fagra land, og það fólk, sem1 ég hefi verið á meðal meiri hluta æsku minnar. Á hinn bóginn er ég íslendingur, og verð því ís- lenzkari sem ég eldist og þrosk- ast meir. Og ég vona að hugur og hjarta beri míns heima- lands mót, bæði nú og síðar. K. G. talar um bók- menntirnar „heima“ og „gömlu kunningjana“, sem líka voru skáld. — Hvaða áht hafið þér á nýjustu bókmenntum, sem skrifaðar eru á íslenzka tungu? — Ég þekki af harðri eigin leynd kjör íslenskra rithöf- unda á Islandi. Þau: erU ekki glæsileg; — en munu þó hafa skánað nokkuð síðan ég fór úr landinu? — Það er alveg undravert, hvað við eigum miklar og góðar bókmenntir, þegar tekið er tillit til þess hvað sölumarkaðurinn er lítill, og kostur skáldanna þröngur. — Halldór Kiljan Laxness er lithöfundur, sem sérhver þjóð mundi stolt af að eiga; eng- inn annar skáldsagnahöf., sem a íslenzku ritar, þolir neinn samanburð við hann. Stíll hans og málsnilld eru framúrskar- andi. — Guðmundur Hagalín þykir mér góður, þegar hon- um tekst upp, og margir hinna yngri hafa efnilega skáldgáfu. — „Síðasta fullið“ eftir pró- fessor Sigurð Nordal, og prósa- ljóð hans: „Hel“, er hvor- tveggja dýrmætur skáldskapur, og ekki má gleyma þulunni hans, sem kom í „Iðunni“ hér á árunum. Annars eigum við á íslenzku 1 ý r i k, sem margar þjóðir geta öfundað okkur af: Einar Benediktsson, Stefán frá Hvítadal, Davíð frá Fagra- skógi, Tómas Guðmundsson, Jón Magnússon, — fyrir nú utan allt hið eldra, og að ógleymdum snilldarþýðingum1 Magnúsar Ásgeirssonar á út- lendum1 ljóðum. — En mikið hefir farið í súginn af góðum gáfum á íslandi. Oft hugsa ég um gamla kunningja, sem) voru mér samtíða í Reykjavík; ýmsir þeirra höfðu frumlega I dag trá kl. 3’/»—5: Tónleikar. Nýjung! Nýjung! Herpusöló Míbb Perresa Gullfoss fer á þriðjudagskvöld (7. maí) kl. 8 um Vestmanna- eyjar beint til Kanpmanna- hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir húdegi í dag. Goðafoss fer á miðvikudagskvöld (8. maí) í hraðferð vestur og norður. Freðfiskur Nú er hann kominn á markaðinn beinlausi freðfiskurinn frá Súg- andafirði. Lúða. Steinbítsriklingur. Þorskur. Páll Hallbjörns Laugaveg 55 Sími 3448 og ríka skáldgáfu', en hvað varð þeim úr henni? Fátækt og umkomuleysi neyddi þá inn á. aðrar brautir, og skáldskap- inn urðu! þeir að leggja á hill- una. Þó hafa tveir þeirra gefíð út góðar bækur síðar, þeir Sigurður Gröndal, og Guð- mundur Frímann; — hinn síð- arnefndi undir dulnefni. — Þeir gætu báðir orðið góð skáld, ef þeir hefðu næði til að helga sig ritstörfum. Og svo mun um marga fleiri, segir Kristmann Guðmundsson að síðustui. Z.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.