Nýja dagblaðið - 05.05.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 05.05.1935, Blaðsíða 3
N Ý J X DAGBtABlB 8 Ihaidið er búið að hækka út- svör oé neyzluskatta á bæjar- búum um meira en helming síðan NÝJA DA6BLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gisli Guðmundsson. Ritstjómarskrifstofumar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 & mán. f lausasölu 10 aura eint. PrentsmiSjan Acta. Viðreisnaráætlun ihaldsins: Fleira tólk i bætrn — minni tramleiðeln Morgunblaðið birtir í fyrra- dag tillögu, sem bæjarstjórnin samþykkti fyrir skemmstu, þar sem gerð er sú krafa til ríkisstjórnarinnar, að hún geri „allt sem í hennar valdi stend- úr til að greiða fyrir íbúðar- byggingum í Reykjavík á yfir- standandi ári“. Er krafa þessi m. a. rökstudd með því, „að fólksfjölgunin í bænum út- heimtir nú árlega 300—400 nýjar íbúðir, ef brýnustu þörf- á að vera fullnægt“. Mönnum hiýtur að koma í hug við þessa samþykkt bæjar- stjórnarinnar, að hún telji sig hafa skapað þá aðstöðu, hvað snertir atvinnu, ódýrt húsnæði og sanngjamt verðlag lífsnauð- synjanna, að hægt sé að bæta við 400 nýjum fjölskyldum, sem tryggð séu sæmlleg lífs- kjör, í viðbót við þær, sem fyrir eru. Hér skal aðeins minnst á eitt þessara atriða, atvinnuna. Um það verður ekki deilt, að útgerðin er sú atvinnugrein bæjarins, sem1 hann á alla sína framtíð undir. Iðnaðurinn, sern hér er að vaxa upp og byggir afkomu sína á viðskiptum við bæjarbúa, verzlunin og allur aimar atvinnurekstur bæjarins, á framtíð sína uhdir afkomu! útgerðarinnar. Við árslok 1933 voru íbúar bæjarins taldir 31.689, en í árs. lok 1934 eru þeir 32.966. Þeim hefir fjölgað um 1300 á sein- asta ári. Útgerðarflotinn hefði bví þurft að aukast töluvert til að fullnægja þeim vexti. En hefir það orðið? Hér fer á eftir skýrsla um tölu þeirra skipa, sem gengu á veiðar héðan á vetrarvertíð- inni í fyrra og svo nú í ár. 1984 1935 Togarar 22 22 Línugufuskip 6 5 Mótorbátar 14 15 Trillubátar 12 5 Upplýsingar þessar hefir blaðið fengið hjá Fiskifélaginú. Aðkomuskipin, sem hafa lagt hér upp aflai sinn, eru' mun færri nú en í fyrra. 1 fyrra lögðuj hér upp 3 línu- gufuskip og 11 mótorbátar, nú 1 línuveiðari og 4 mótorbátar. Þessa,r tölur sýna, að útger'ð- in í vetur hefir verið minni en í fyrra og atvinnan, sem hún skapar í landi, verður ennþá Árið 1929 voru útsvörin á gjaldendum í Reykjavíkurbæ kr. 1 milj. 629 þús. Síðan hafa þau farið hækkandi ár frá ári. Og þegar allt var að lenda í vandræðum, fann íhaldið upp á því, að taka stórar fúlgur af reksturságóða bæj arfyrirtæk j - anna og verja þeim til dag- legra útgjalda. Þess vegna hef- ir verð á gasi, vatni og rafmagni heldur ekki verið lækkað. Rafmagnið er nú selt almenningi með 80% álagn- ingu á sjálfan framleiðslu- kostnað þess. En þessi neyzlu- tollur, sem íhaldið tekur af bæjarfyrirtækjunum er kominn upp í 293 þús. kr. á þessu ári. Sjálf útsvarsupphæðin er áætluð á þessu ári 3 milj. 185 þús. kr. Samtals útsvör og neyzluskattar (af bæjarfyrir- lækjunum) því kr. 4 milj. 478 þús. Viðbótin — útsvör og neyzlu. skattar — síðan 1929 er því hvorki meira né minna en 1 Pálmi Jósefsson og Sigurður Thorlacius rita í 100 tbl. Nýja dagblaðsins „athugasemd" tii þess að koma í veg fyrir „rangar hugmyndir“, er það geti gefið, sem mílliþinganefnd í launamálum vitnar í viðtöl við íræðslulaganefnd á s. I. sumri. Gefa þeir fullkomlega í skyn, að launamálanefnd fari rangt og villandi með mál. Ég var minni, vegna fækkunnar að- 1,'omuskipanna. Meðan slíku fer fram hefir meirihluti bæjarstjórnarinnar okkert aðhafst til að auka at- vinnu bæjarbúa. Þrettán hundruðum, sem bættust við á síðastl. ári, hefir ekki verið sé3 fyrir neinum atvmnumögu- leikum. Þeim hundruðurh manna og kvenna, semj áður höfðú litla eða enga atvinnii, ekki heldur. Hvergi hefir bólað á úrræðum og framkvæmdum1 bæj arstj órnarinnar. En í fyrra- dag heimtar hún íbúðir fyrir 400 nýjar fjölskyldur. Aukinn íólksfjöldi, minni atvinna, það er stefna íhaldsins í bæjar- stjóminni. Framtaksvöntún, vanmáttur og ábyrgðarleysi eru einkenni þess flokks, sem nú stjómar málefnum Reykja- víkurbæjar. Og svo hafa íhaldsbroddarn- ír ekki annað þarfara að gera en að bítast um, hver þeirra eigi að verða borgarstjóri. 1929 milj. 849 þús. kr. eða um 113% af útsvarsupphæðinni eins og hún var 1929! Þetta er vel að verið á fimm árum. Og hér erui að verki þeir menn, sem sérstaklega þykjast bera hag Reykvíkinga fyrir brjósti! Ef skattar ríkisins á lands- lýðinn hefðu hækkað hlutfalls- lega eins mikið á síðustu árum og skattar íhaldsins á Reyk- víkinga, þá ættu útgjöld fjár- laganna nú að vera um 30 miljónir í stað þess, aðþaueru um 14 miljónir. Og svo þykist íhaldið vera á móti opinberum útgjöldum. Hafa Reykvíkingar almennt gert sér ljóst, hvílíkt fals og fláræði býr á bak við sparnað- aryfirlýsingar mannanna, sem stjórna bænum? Hér em „rauðu flokkarnir" í minna- nluta í bæjarstjórn og geta engu ráðið. Ihaldið á alla dýrð- ina. Og verkin tala. ritstjóri að áliti launamála- nefndar, og tek ég þessa ádrepu1 til mín. Ég er því óvan- ur, að mér sé borið það á brýn að fara rangt og villandi með mál, enda tek ég því með fullri óþökk. Það sem þeir félagar telja, að sérstaklega geti gefið rang- ar hugmyndir í nefndarálitinu er, að þar „er því haldið fram, að fræðslulaganefnd hafi lagt til, að kennurum skyldi fækka á þann hátt, að komia skyldi bekkjarkennsla í kaupstaða- skólum og vinnudagur kennara 0 kennslustundir“. Um þetta segja þeir svo: „Þessar nefndir héldu aldrei sameiginlega fuúdi. Fræðslu- laganefnd hefir því aldrei látið neitt álit í ljós á þessum atrið- uml Það atriði, að vinnudagur kennara skuli vera 6 stundir, er án efa mjög fjarri vilja kennara. — Það eina álit, sem launamálanefnd gat byggt á, var fræðslufrumvarpið sjálft? Svo mörg og þó fleiri eru þau orð. Hvergi er sagt í nefndar- áliti launamálanefndar, að nefndimar hafi haft sameigin- lega fundi, og þurfti ekki fyrir það að sverja. Hinsvegar kvaddi launamálanefnd for- mann fræðslulaganefndar á sinn fund, og einstakir nienn úr nefndunum ræddust oft við. Sérstaklega ræddi ég oft við þá Bjöm H. Jónsson og Sigurð Thorlacius og þori ég að full- yrða, að hugmyndinni um bekkjarkennslu í stað fag- kennslu hreyfði Sigurður fyrst við mig og 6 stunda kennslú- skylda á dag var honum heldur ekki þymir í holdi í fyrra sumar. Gunnar M. Magnúss segir að vísu í ágreiningsatrið- um sínum, að þetta uin 6 stunda kennsluskylduna hafi borið að skilja þann veg, að kennarar kenndu 6 stundir suma daga eða jafnvel suma mánuði, en færri stundir ann- an hluta starfstímans (álit launanefndar, bls. 186), og er það að því leyti rétt, að 6 stúnda kennslúskyldan átti ekki að vera nema 6 mánuði ársins. En fyrst þessi „athugasemd“ er fram komin, skal ég geta þess, að ég er svo varfærinn maður, að ég hefði ekkert eftir þessum góðu mönnum haft, ef það hefði ekki verið skjal- fest. En skjalfest er það í nefndaráliti fræðslulaganefnd- ar og tillögunum um skiptingu landsins í skólahverfi. Pálmi og Sigurður taka það að vísu fram, að fræðslulaganefnd hafi talið þær tillögur „svo ófull- komnar og mikið frumsmíð, að hún lét ekki birta þær með frv. því, er hún samdi og fjöl- ritað var“. En hún taldi þær þó nógu góðar handa launa- málanefnd til rökstuðnings því, að launakjör kennara m'ætti bæta, ríkinu að kostnaðarlitlu mteð betri skipulagningu, og nógu góðar handa Alþingi til rökstuðnings því, að ekki þyrfti að vera mjög kostnaðar- samt að færa skólaskyldu nið- ur í 7 ára aldur. Og þó að þær tillögur séu ekki vélritaðar með frv. nefndarinnar, eru þær prentaðar með því í þingtíð- indum 1934 (þingskjal 345), lítið eitt breyttar frá því, er launamálanefnd fékk þær í hendur. — Þessar tillögur, sem að öllu eru byggðar á „kennslu- skipun“ þeirri, sem fræðslu- laganefndin setur upp á bls. 18 í sínu „vélritaða“ nefndaráliti geta ekki staðizt, nema gert sé ráð fyrir bekkjarkennslu og — 6 kennslustunda vinnúdegi kennara í 6 mánuði ársins (1. okt. — 15. des. og 15. jan. — 30. apríl. 1 kaupstaðaskðlun- um er hverjum kennara ætlað að kenna 24—30 barna flokki 10—14 ára 4 stundir á dag og öðrum flokki barna, 7—9 ára, 2 stundir á dag. Þetta geta allir séð í plöggum fræðslu!- nefndarinnar (þingskjal 345, 1934), ef þeir hafa vit og vilja til að sjá það. Það er rétt, hjá Pálma og Sigurði, að fræðslulaganefnd byggir sínar tillögur á því, að böm séu skólaskyld 7—14 ára, enda tekur launanefnd það skýrt fram í áliti sínu. Hins- vegar gerir launamálanefnd engar tillögur til breytinga um almenna skólaskyldu barna frá því sem er, enda kom slíkt ekkert við verkefni hennar. Hún leggur heldur ekkert móti slíkum breytingum, en vill af réttlætisástæðum, að framlag ríkisins til barnafræðslunnar sé miðað við sama aldursmark um allt land. En þetta er annað mál en bekkjarkennsla og 6 stunda vinnudagur kennara, og kemur því öldungis ekkert við. Það „getur gefið rangar hug- rnyndir um álit fræðslulaga- nefndar“, að blanda þeim mál- um saman. Arnór Siguirjónsson. í baksturinn er bezt að nota I Gerdutt Egjfjaduft | Kardemommur Það verður enginn vonsvikinn sem notar LJ ÓMA-vörur! Stranglega bannaðar allar heímsóknir á FœðÍDjarbeimilið, Eiríksgötu 37 aí börnum (vegna kíghóstahœttu), Helga M. Níelsdóttir ljósmóðir LJÓMA Athugasemd vw athugasemd

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.