Nýja dagblaðið - 09.05.1935, Page 3

Nýja dagblaðið - 09.05.1935, Page 3
N « J X DSOBLÁ&IB B Skipbrot „einkafyrirtækisins" Magnús Torfason 2. lands- kjörinn þingmaður thefir ritað miðstjórn ,,Bændaflokksins“ bréf, þar sem hann lýsir yfir því, að hann hafi „slitið sam- vinnu við Bændaflokkinn". Og hann færir það fram sem á- stæðu, að flokksmenn hans í Reykjavík hafi efnt til fund- arhalds meðal kjósenda hans í Ámessýslu, án þess að hann sjálfur væri viðstaddur, gert tilraunir til að spilla trausti hans, og fá samþykkta tillögu um að reka hann úr flokkn- unJ. Við slíka ménn telur M. T. sig ekki geta haft sam- vinnu. Rétt þykir að vekja athygli á því, að í bréfi M. T. er komizt svo að orði, að hann „slíti samvinnu“ við flokkinn. Það er ekki þar með sagt, að hann telji sig formlega geng- inn úr flokknum. En í íhalds- blöðum hér í bænum hefir það verið látið í veðri vaka, að með bréfi þessu sé M. T. bú- inn að segja af sér þing- mennsku eða verði a. m. k. að gera það, ef flokksmenn hans fari fram á það. Út af því skal það hér fram tekið, að í stjómarskrá landsins eða lög- um eru engin ákvæði til um það, að hægt sé að taka um- boð af einstökum þingmanni eftir a ð hann hefir fengið kjörbréf á löglegan hátt og kosning hans verið tekin gild af Alþingi, Staðhæfing íhalds- blaðanna um, að M. T. sé far- inn úr þinginu, er því hlægileg fjarstæða og annað ekki. En fyrir það pólitíska verzl- unarfyrirtæki, sem kallar sig „Bændaflokk“ hljóta þessir atbuírðir að hafa mjög aivar- legar afleiðingar. Er varla hugsanlegt annað en að „flokk- ur“ þessi hljóti hérmeð að vera algerlega úr sögunni. Magnús Torfason var sá af frambjóðendum hans, sem langflest atkvæði fékk í kosn- ingunum. Og af þeim þrem mönnum, sem komust inn á Alþingi, er hann sá eini, sem nokkurs pólitísks álits nýtur í landinu. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi að bera sam- an orð og gerðir Jóns í Dal og félaga hans um það leyti, þeg- ar „einkafyrirtækið" varð til fyrir rúmu ári síðan og hins- vegar framkomu þeirra nú í garð Magnúsar Torfasonar og kröfur þær, sem þeir hafa gert og gera til hans. Þegar þeir Jón í Dal og Hannes Jónsson vorú reknir úr Framsóknarflokknum: í des- embermánuði 1933, var það vegna þess, að þeir neituðu að styðja stjómarmyndun Sig- urðar Kristinssonar, sem' mið- stjóm og þingflokkur sam- þykkti einróma, að þessum tveim mönnum undanteknum. Framsóknarflokkurinn fór alls ekki fram á það, að þeir Jón og Hannes segðu af sér þing- mennsku. Það eina, sem flokk- urinn gerði, var að lýsa yfir því, að hann vildi ekki bera á- byrgð á gerðum þeirra, sem flokksmanna og viðurkenndi þá því ekki seml slíka. Hann vildi ekki bera ábyrgð á því, að þessir tveir menn gætu livenær sem þeim sýndist svo, gert flokkinn ómerkan að sam- þykktum hans eða samning- um út á við við aðra flokka um lausn mála. Fyrir Fram- sóknarflokknum máttu þessir tveir dánumenn vera í fullum friði með „sannfæringu“ sína og atkvæðagreiðslur í þingi og annarsstaðar. En hitt þótti ekki ástæða til að eiga á hættu, að þeir rækju erindi íhaldsins innan Framsóknar- fiokksins undir yfirskyni „sannfæringarinnar“. Þe3S vegna voru þeir reknir. Út af þesu hófu þeir Jón í Dal og félagar hans hinar lúalegustu árásir á Framsókn- arflokkinn. Og þegar einka- fyrirtækið var stofnað, byggði það beinlínis tilveru sína á því, að það myndi ekki beita flokkssamþykktum eins og Framsóknarflokkurinn hefði gert. Því var margsinnis lýst yfir í blaði hinnar nýju viðleitni til flokksmyndunar, að flokkurinn myndi engar kröfur gera til þingmanna sinna um það að beygja sig fyrir meirahluta. Þeir ættu ekki að vera bundnir við neitt nema sinn eigin vilja og eng- um að standa reikningsskap nema (eftir á) kjósendum sín- um í því héraði, þar sem þeir hefðu verið í framboði. Samkvæmt þessum yfirlýs- ingum var „Bændaflokkurinn" í raun og veru enginn flokk- ur, enda hefir verið rækilega á það bent af Framsóknar- mönnum. Hann var ekkert annað en samtök nokkurra manna, sem gátu útvegað sér meðmælendur, um að styðja hver annan til að komast á þing. Frambjóðendumir gengu ekki inn á neinar skyldur við flokkinn, eða að hlíta neinum sérstökum samstarfsaðferðum á Alþingi. En hin nýja stjóm- arskrá og kosningalög veitti þeim flokksréttindi m. a. til uppbótarsæta. Við því var ekkert að segja. Það var full- komlega löglegt, þótt hins- vegar væm engar sérstakar líkur til að þessir mennmyndu starfa saman sem flokkur á Alþingi. En hér voru undirmál á bak við. Jón frá Dal, Haimes frá Hvammstanga og Þorsteinn Briemi vom fyrirfram ráðnir öandamenn íhaldsins. Ihaldið lánaði Hannesi nægilega mörg atkvæði í Vestur-Húnavatns- sýslu til að tryggja honum kosningu og „einkafyrirtæk- inu“ uppbótarsæti. En ýmsir af frambjóðendum flokksins lýstu því ákveðið yfir í sínum kjördæmum, að þeir ætluðú sér að vera í andstöðú við í- haldið. Magnús Torfason sagði það skýrt á fundum í Ámes- . sýslu, að hann ætlaði sér að • viima „til vinstri". Og Pétur Eggerz sagði í Eyjafirði, að hann gæti helzt hugsað sér samvinnu við Framsóknar- flokkinn. Svona loforð voru kjósendunum gefin á þessum stöðum og víðar, og kjósend- umir trúðu þvi, að jafnvel þótt einhverjir, sem kosnir yrðu, kynnu að reynast íhalds- sinnaðir, þá yrði engin tilraun gerð til að fá þá, sem frjáls- lyndir væru, til að breyta um afstöðu. En íhaldið reiknaði skakkt. Það hafði búizt við, að Jón frá Dal myndi verða uppbótar- þingmaður, en ekki Magnús Torfason. Þegar á þing kom í haust byrjar svo sá eftirtektarverði leikur, sem nú hefir leitt af sér algert skipbrot „einkafyr- irtækisins“. Af þeim þrem mönnum, sem komizt höfðu ! inn í þingið, reyndust tveir í- haldsmenn og einn frjálslynd- ur. Og þá byrja hinar ákveðnu og harðvítugu tilraunir íhalds- flokksins til að láta íhalds- mennina tvo (Hannes og Þorstein) beygja Magnús Torfason til auðsveipni. Fyrst átti að koma M. T. upp í efri deild og gera hann þar áhrifa- lausan. Sú tilraun endaði á þá leið, að Þ. Br. féll á sjálfs sín bragði. Og M. T. tók afstöðui til málanna eins og hann var vanur á fyrri þingum. Hann var í flokki, sem1 aldrei hafði ætlað að gera flokkssamþykkt- ir. Hann skipti sér ekki af Hannesi og Þorsteini, og hón- um datt vitanlega ekki í hug að þeir færu ofan á allt sem á undan var gengið, að grípa til meirahluta valdsins í flokkn- um. En dag nokkurn gerist svo það undarlega fyrirbrigði, að þingmaður úr íhaldsflokknum stendur upp í neðri deild og skýrir frá því, að í „Bænda- ílokknum“ hafi verið gerð „flokkssamþykkt“ um að vera á móti frv. stjórnarinnar um einkasölu á biíreiðum. Menn rak í rogastanz. Ætlaði „einka- fyrirtækið“ að fara að segja sínum minnahluta fyrir verk- um um það, hvemig hann ætti að greiða atkvæði? Og stóð stjórn íhaldsflokksins svona á- berandi á bak við það, sem gerðist á flokksfundum „Bændaflokksins“ ? M. T. hlýddi ekki. Hann var þar í sínum fulla rétti. Því að hér var verið að brjóta þá grundvallarreglu, sem „einka- iyrirtækið“ var byggt á. En almenningur átti eftir að sjá fleiri u ndur af þessu tagi. Menn áttu eftir að sjá það svart á hvítu, að íhaldið NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáían h.f.“ Ritstjóri: Gísli GuÖnmndsaon. Ritstj ómarskrifstof umar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjaid kr. 2,00 á mán. 1 lausasölu 10 aura eint. PrentsmiBjan Aeta. taldi sig eiga „einkafyrirtæk- ið“. Það sáu menn, þegar for- maður Sjálfstæðisflokksins, Ól- afur Thors, birti nýársboðskap sinn í Morgunblaðinu og krafðist þess, að Magnús Toríason yrði rekinn úr „Bændaflokknum“ og látinn víkja úr þingmanssæti sínu á Alþingi(!) — fyrir það að hafa fylgt sannfæringu sinni og neitað að hlýða fyrirskip- unum frá Sjálfstæðisflokkn- um. Menn munu fljótlega sjá það orsakasamband, sem er á milli þessarar ákveðnu kröfu Ólafs Thors og ferðar þeirrar, sem þeir Jón frá Dal og Svafar Framh. á 4. Rfðn. Hnsmaður! Gleymið ekki heilræði danska læknisins, dr. Johanne Christ- iansen, um að nota sem mest mjólk, skyr, usta og smjðr, Ef yður er annt nm heilsu yð- ar, barna yðar og heimilis- manna. Baðsápa Handsápa Sólsápa Stangasápa Krystalsápa Gólfáburður Skóáburður Tannkrem Næturkrem Dagkrem o. fl. Sjafnarvörur eru langódýrustu hreinlætisvörurnar miöad við gæði. Búnar til úr beztu iáanlegu hráefnum, með fullkomnustu nýtísku-vélum Spyrjið kaupmann yðar ávalt tyrst um SJAFNAB • V0RUR t *

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.