Nýja dagblaðið - 23.05.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.05.1935, Blaðsíða 2
2 N Ý J A D A G BLABI9 Bústaða- skipti Þeir, sera hafa flutt búferlum, og hafa innanstokks- muni sína brunatryggða hjá oss, eru hérmeð áminntir um að tilkynna oss bústaðaskipti hið allra fyrsta, Virðingarfyllst, SjóYátryggingarfélag Islands h.f. BRUN ADEILD Eimskip, 2. hæð. Sími: 1700 (3 línur) Góð mynd verður því að eins góð, að kunnátta sé til staðar við framköllun og kopiering, sem þarf að vera nákvæm og skörp. Látið okkar útlærða myndasmið búa til myndir fyrir yður. F. A. Thiele, Austurstræti 20. Revkjavík - Akurevri ierðir alla þriðjudaga. timmtudaga og laugardaga. Afgreiðsla í Reykjavík á Bitreiðastöð Islands Simi 1540. Bifreiðasiöð Akuveyvav. Prjónavélar Husqvarna- prjöiiavélar eru viðurkenndar iyrir Þó er verðið ótrúlega lágt Samband ísl. samvinnufélaga Asmundur Sveinsson nýkominn frá Paris Framh. af 1. síðu. uggur af kapphlaupinu um víg- búnaðinn. En allir óska eftir friði og engu öðru. Ég heyrði engan óska eftir stríði, en ég er hins vegar viss um að Frakkar eru ráðnir í að taka því með þreki, er að höndurn ber. — Söknuðu menn ekki ferða- mannanna og fjörsins, er þeim íylgdi? — Jú, allir, sem ég- talaði við. En ég hitti líka helzt fyr- ir þá, sem á einhvern hátt hafa atvinnu sína og lífsframfæri í sambandi við ferðamennina. Og allir vilja hafa atvinnu, sem gefur peninga, maður. Ég. heyrði menn tala um', að það þyrfti að fella frankann í verðí og að bæði framleiðendur og verkamenn óskuðu þess og tryðu, að það myndi skapa aukna atvinnu, fjörugra við- skiptalíf. Og að minnsta kosti mundi koma miklu fleira af út- lendum ferðamönnum til Par- ísar. Annars hélt ég að þú vild.. ir spyrja um listirnar en ekki þessi leiðinlegu efni. — Jæja, hvað segir þú þá um iistirnar í París? — Já, ekki er nú ófimlega spurt. Það var aðallega mynd- höggvaralistin, sem ég athug- aði. Söfnin eru auðvitað sömi og áður. Mér þótti furða, hvað lítið þar hafði breytzt og bætzt við. En á smekk fólksins og hugðarefnum listamann- anna er orðin mikil breyting. Iástin er aftur að verða raun- særri, dýpri og kyrrlátari en fyrst eftir ófriðinn og allt fram til 1930. Umbrotin, öfg- arnar og- byltingaandinn er minni. Það er list friðarins, sem aftur er að gróa og ná þroska. Meðal myndhöggvara ?' París gætir nú m'est tveggja neménda Rodins, Maillal og Despian, sem báðir eru orðnir rosknir ménn, og tók hvorugu'r verulegan þátt í öfgunulm fyrst eftir stríðið. Annars finnst mér Rodin*) gnæfa yfir alla franska myndhöggvara, og mér fannst enn meira til um hann nú en nokkru sinni fyrr og ef til vill er það að ein- hverju leyti fyrir áhrif frá andrúmsloftinu í París núna. — Gætti ekki neinna ungra myndhöggvara? *) Rodin dó 1917, nærri áttræð- ur að aldri. t — Nei. Hinsvegar má vel vera, að þeir séu' til og vinni í kyrrþei. Frakkar eru yfirleitt rnjög gætnir að hampa ungum mönnum, og á venjulegum tím- um koma þeirra beztu lista- menn ekki verulega fram' eða ná viðurkenningu, fyrr en á miðjum aldri eða síðar, er þeir hafa náð fullum þroska. — Komstu ekki víðar en til Parísar? — Jú. Á heimleiðinni dvaldi ég 4 daga í Bríissel og hafði stutta viðdvöl í London. Ég sé eftir, að ég kom ekki fyrr til Brússel og var þar lengur. Þar var lika ódýrt að dvelja, vegna verðfellingar belgans. Ég varði öllum tímanum þar til að skoða heimssýninguna. Sumar deild- irnar hafa ekki verið opnaðar enn, en mér vannst ekki nærri tími til að skoða það sem þar var að sjá. Sýningin er að vísu aðallega iðnsýning og vöru- sýning, en þar fór ég fljótt yf- ir sögu. En það er jafnframt alþjóðleg listasýning. Á lista- sýningunni fannst m'ér mest til um frönsku salina og þar næst þá dönsku. (Ég tók nú auð- vitað aðallega eftir höggmynd- unum). Sérstaklega áttu þeir Kai Nielsen og Utzon Frank þar ágætar myndir. Því miður fundust mér mínir gömlu læri- meistarar, Svíamir, vera að verða eftir tímanum. Og yfir- leitt fannst mér ekki m'argt um myndhöggvaralist annara en Frakka og Dana þama á sýningunni. Annars þótti mér sýningin stór-merkileg. Allar Norður- landaþjóðimar, nema við ís~ lendingar, höfðu þarna mynd- arlegar sýningardeildir. Ég held, að það hljóti að hafa ver- ið misskilningúr á þessari miklu auglýsinga. og markaðs- leitaöld, að taka ekki þátt í sýninguhni. Ég sá þar ekkert frá Islandi, nema ef telja mætti útgáfur Ejnars Mu'nks- gaards á fomum íslenzkum handritum, sem þama voru til að sýna „Udviklingen af det danske Sprog“. Annars vil ég taka það fram1, að ég segí ekki frá þessu af áreitni við Dani eða Munksgaard, því að útgáf- urnar eru ágætar og sýna virð- ingu fyrir ísl. fornmenningu, heldur segi ég frá þessu til að benda á, að þess er engin von, að aðrir verði til að *halda uppi virðingu okkar, ef við gerum það ekki sjálfir. HvalYeiðar Norðmanna í bættu staddar Svíap hafa í hyggju að koma uppöflugum hvalveiðaflota FRÁ FRÉTTARITARA nýja dagblaðsins. Osló í maí. Það hefir vakið nokkuin ugg meðal norskra hvalveiða manna, að ákveðið hefir verið að stofna nýtt og öflugt hval- veiðafélag í Svíþjóð. Lætur fé- lagið smíða risavaxig hval- veiða-móðurskip í Bremen. Verður m'óðurskip þetta 33 þús. ionn (deadweight) að stærð og að öllu leyti svo vandað sem kostur er. Aúó þe;ss á samtímis að byggja 9 hvajveiðaskip og verður hvert þeirra með 1200 I. H. K. vél. Byggingarkostnað'_ ui móðurskipsins: og hvalveiða- skipanna mun verða um’ 13 milj. kr. Eiga sl> ápin öll að vera fullgerð 1. júlí 1936. Norskir hvalveiðamenn halda því fram, að nú þegar séu starfrækt fleiri móðurskip og hvalveiðaskip en heppilegt rnegi telja og sé hætta á því, að hvalnum verði útrýmt, nema því aðeins að veiðarnar verði takmárkaðar nú þegar. Einnig er álitið að þessi nýi og óflugi hvalveiðafloti múndi hafa slæm áhrif á verðlag vör- unnar, því framleiðslan er þeg- ar meiri en heppilegt verður talið. Norska ríkisstjórnin hefir skrifað þessu nýja sænska hvalveiðafélagi og ráðlagt því ákveðið að hætta við byggingu rnóðurskipsins. S|am|tímis ráð- leggur stjómin norskum hval- veiðafélögum að bindast sam- tökum um frekari takmörkun veiðanna. Ef hvalveiðafélögin verða ekki á eitt sátt í þessu efni, hefir stjórnin í hyggju að koma í kring lögskipaðri tak- mörkun hvalveiðanna. Norsku hvalveiðafélögin hafa áður ákveðið að takmarka veiðamar við 200 þús. föt á ári, en nú er þetta ekki álitið nægilegt. Auk þess verður ástandið miklu alvarlegra, þegar sænska félagið nýja hefur starfsemi sína, því álitið er að fram- leiðsla þess geti orðið um 200 þús. föt á ári. Fjöldi norskra hvalveiðaskipa eru algerlega hætt veiðúm og gert er ráð fyrir að þeim fari fjölgandi. Z. Norðmenn hraddir um maíjesíldapmapkað sinn í Þýzkalandi FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Osló í maí. í fyrra var töluvert fram- leitt af matjessíld í Noregi til að selja á þýzkan markað. Var r.ægur markaður fyrir þessa vöru í Þýzkalandi, því gæði síldarinnar voru yfirleitt mikil. Verð norskrar matjessíldar í Þýzkalandi var hátt saman- borið við það, sem t. d. skozk matjessíld var seld. Kom þetta mikið til af því, að innflutn- ingur norskrar mat j essíldar var frjáls. Þ. e. a. s. að yfir- færsluleyfi fengust alltaf tafar_ laust. En aftur á moti |,var miklum erfiðleikum bundið um innflutning skozkrar matjes- síldar sökum greiðsluhafta. Nú er útlit fyrir að norsk matjessíld muni falla töluvert í verði á þýzkum markaði. Þó er gert ráð fyrir, að márkaðar verði hagkvæmur þar áfram, ef lögð verður áherzla á að vanda verkun síldarinnar. Norðmenn byrjuðu í fyrra, að selja til Þýzkalands matjes- síld, sem þeir veiddu við Is- land. Fékk vara þessi ágæta dóma. Er því gert ráð fyrir, að Norðmenn geti á þessu ári selt mikið af matjessíld, sem veidd sé við strendur Islands, á þýzkum markaði. L Z.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.