Nýja dagblaðið - 28.05.1935, Page 1
Horfnr í Austur-Evrópu |
Elzti muður íslauds
látinn
að Pilsudski latxmm
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJA DAGBLAÐSINS.
Kaupm.höfn í maí.
Pilsudski marskálkur, hinn
aldraði foringi pólsku þjóðar-
innar, andaðist 12. maí. Síð-
asta áskorun hans til þjóðar
sinnar, var svolátandi: „Látið
rússneskan herafla aldrei kom-
ast gegnum Pólland!“
Þessi fáorða setning er tal-
andi tákn um það viðhorf
heimsmálanna, sem myndaðist
rétt eftir andlát Pilsudski.
Stórveldin hafa slegig hring
um Þýzkaland, til að inniloka
það og í þenna hring vantar
aðeins einn hlekk, Pólland. Eins
og kunnugt er, hafa verið
gerðar ítrekaðar tilraunir til
þess, að vinna Pólland til þátt-
töku í þessum samtökum. Ekki
alls fyrir lögu fór frönsk
sendinefnd til Póllands í þess-
um erindagerðum og þessa
dagana hefir Laval utanríkis-
málaráðherra Frakka, á heim-
leið frá Moskva, reynt að hafa
áhrif á pólsk stjómarvöld í
þessa átt. En allar tilraunir
Helgrima af Pilsudski.
hafa strandað á stefnufastri ó-
vild Pilsudski til Sovét-Rúss-
lands. Pilsudski áleit að kom-
múnisminn væri hættulegri
sjálfstæði Póllands en nokkuð
annað. Hélt hann mjög ákveðið
við þessa stefnu, bæði meðan
Framh. á 2. síðu.
hylltur
Öldungurinn Kristján Ás-
mundsson andaðist að Víði-
gerði í Eyjafirði síðastliðinn
laugardag, fullra 102ja ára að
aldri, — fæddur 7. sept. 1832.
Hann hafði verið veikur um
þriggja vikna skeið, og ekki
haft fótavist síðan hann var
tíræður, en hafði minni og hug
á því sem gerðist fram til síð-
ustu stundar. — FÚ.
Guðm. Einarsson
fpá Miðdal
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJA DAGBLAÐSINS.
Oslo í maí.
íslenzki málarinn, Guðmund-
ur Einarsson, hefir nýverið
opnað sýningu í Kunstforen-
ingen, sem er stærsti listsýn-
ingasalur í Oslo.
Auk þess, sem Guðmundur
Linarsson sýnir þar fjölda
landslagsmynda frá Islandi,
gefur þar líka að líta leirsmíð-
ar ýmsar.
Blöðin hafa getið þessarar
sýningar og álíta að leirmunir
hans séu ekki áberandi lista-
verk. Aftur á moti halda þau
því fram, að hann sé ágætur
málari, sem með frábærum
skilningi birti í málverkum
sínum sérkennilega fegurð og
mikilleik lands síns.
Mörg blöð birta myndir af
n;álverkum Guðmundar Z.
Karlakór Reykjavíkur, er svo
ágætan orðstír hefir undanfar-
ið unnið sér og þjóð sinni á
Norðurlöndum, fylgdi vel á eft-
ir sigrinum, með því að syngja
fyrir Reykvíkinga daginn eft-
ir heimkomuna. Reykvíkingar
létu ekki á sér standa, að
þakka söngmönnunum unninn
orðstír, með því að troðfylla
Gamla Bíó, og láta ótvírætt í
ljós hrifningu sína yfir afrek-
um flokksins, söngstjórans,
Stefáns Guðmundssonar og
að þessu sinni ungfrú önnu
Péturss, er nú var staðgengill
hr. Emil Thoroddsen við slag-
hörpuna.
Fjölda laga varð að endur-
taka, og þó færri en áheyrend-
ur auðheyrilega vildu. Og er
hrifningin var undir það kom-
in á hástig, rétt fyrir hvíldar-
tímánn, að hálfnaðri söng-
skrá, kvaddi Sigurður Skúla-
son meistari sér hljóðs frá
einni stúkunni og ávarpaði
söngstjóra og flokk á þessa
leið:
Ræða Sigurðar Skúla-
sonar.
Háttvirti söngstjóri, Sigurð-
ur Þórðarson.
Virðulegu söngmenn.
Við Karlakór Reykjavikur
hafa verið tengdar glæsilegar
vonir allt frá því, er kórinn
var stofnaður. Þessar vonir
hafa aldrei brugðizt. Kórinn
hefir jafnt og þétt stefnt í átt-
ina til fullkomnunar á því
sviði, sem honum er markað.
Hann hefir jafnan notið mík-
illa vinsælda, og yfir söng hans
hefir frá byrjun hvílt einhver
þokki, sem ekki er auðvelt að
gera grein fyrir. Kórinn er
fyrir löngu kominn í röð beztu
íslenzku karlakóra. En nú fyrst
hefir fengizt örugg vissa fyrir
því, að hann er einnig fylli-
lega hlutgengur meðal beztu
Framh. á 4. gíðu.
Sjötugur
ferjumaður
I dag er Ólafur Guðmunds-
son sjötugur. Hann var síðasti
ferjumaðurinn yfir Þjórsá,
þar sem hún var fjölfömust
— en það var á Sandhólaferju
— áður en brúin kom á ána,
árið 1895. Ólafur var uppalinn
á Sandhólaferju. Ferjumánns-
starfið kom í hlut hans, þegar
hann hafði burði til starfans,
en hann varð snemma mikill
vexti og afrenndur að afli. Er
það eftirtektarverð mynd af
samgönguerfiðleikum allt fram
til síðustu tíma, að það stóðst
á endum, að brúin kom á ána
og þessi þrekmikli víkingsmað-
ur lét af starfi síná farinn að
heilsu, eftir vosbúð og harð-
rétti ferjumannshlutskiptisins,
þrítugur að aldri. En vinnu-
degi hans réði að lögum „dag-
ur á vetri, en sól á sumri“, en
Framh. á 4. síðu.
„Vertu með ílialdinu!
Vertu með íhaldinu!"
er vigorð »bændafiokksins«
Frá Ölfusárfundínum á sunnudaginn
Magnús Torfason sýslumað-
ur boðaði til fundar við ölfus- j
árbrú á sunnudaginn. Hófst
fundurinn kl. 3 og var þá
komið þangað mikið fjölmermi,
bæði úr Árnessýslu og héðan
úr Reykjavík.
Magnús setti fúndinn og
kvaðst hafa boðað til hans, til
að hrekja ranghermi og ósann- -
indi, sem um sig hefðu komið
í blaðinu Framsókn. Myndi
hann því tala nokkra stund
fyrst, en síðan yrði ræðutíma
skift milli flokka.
Svafari og Heimdelling-
um mistekst.
Sýslumaður hafði talað
skamma stund, þegar sköllótt-
ur, sætkenndur strákur fór að
grípa fram í mál hans. Var
því vel tekið af Svafari Guð-
mundssyni, sem óð um gólfið
eins og tryltur maður, og naz-
ista_ og Heimdallsdrengjum,
sem komnir voru úr Reykjavík.
Var það auðsýnn tilgangur
þessara samherja að hleypa
upp fundinum. Sýslumaður bað
strákinn að þegja, ellegar yrði
hann rekinn út. Stráksi lét
sér þó ekki segjast, og gerði
sýslumaður sér þá lítið fyrir,
fór til hans og lét hann finna
að honum' var full alvara. Fór
strákur þá undan í flæmingi, en
þegar kom í mannþröngina við
dyrnar, ætluðu íhaldspiltarnir
reykvísku og Jón Ólafsson
bankastjóri að veita honum
lið. En Ámesingar skárust þá
í leikinn og var strákurinn
látinn út. Jón gamli reyndi áð-
ur að spyrna fæti við sýslu-
manni, en reyndist of fótstutt-
ur. Hlaut íhaldsþingmaðurinn
af þessu framferði fullkomna
óvirðingu, enda drógst hann
fljótt burtu.
Pilturinn, sem stóð fyrir
ærslunum, er sonur Þórðar frá
Hjalla. Hefir hann starfað
mikið í Heimdalli, að sögn ver-
ið í stjóm o. s. frv. Hann var
samflota Sigurði Kristjáns-
syni austur. Seinna á fundin-
um kom hann til fundarstjóra
og vildi tala í tíma „Bænda-
flokksins“. Hefir hann lært af
foringjum sínum, að slá hönd-
um! á reitur og réttindi
„Bændaflokksins“, sem sínar
eigin.
Fundarmönnum þótti mikið
um þessa röggsemi sýslumánns
og fékk hann eftir þetta gott
hljóð. Fara hér á eftir nokkur
atriði úr ræðu sýslumanns,
sem stóð í nær tvo tíma.
Rekinn úr „Bænda.
um“.
Eftir framkomu reykvískra
Bændaflokksmanna í minn
garð á fundinum við Tryggva-
skála, skrifaði ég stjóm
flokksins og sagði slitið við
hana samvinnu, en þar fyrir
sagði ég mig ekki úr flokknum,
því ég taldi mig ekkert hafa
brotið, sem réttlætti þessa að-
för. Nokkru síðar fékk ég svar
'frá miðstjóminni, þar sem hún
segist hafa móttekið „úrsögn“
Fmroh. á Z aiOu.
Vandræðín með eldgosíð
fara helzt vaxandi meðal
þeirra, er lengst hafa viljað
gera sér mat úr hraunleðjunni.
Hvernig sem símað er norður,
vilja engin merki um eldgos
koma í ljós, ekki minnsta glufa
einu sinni.
Seint í gærdag kom meðal
annars þessi fregn frá Skinna-
stað: „... Menn eru nú á einu
máli um það, að eldur þessi
hafi ekki komið úr iðrum
jarðar, en að öðru leyti eru1
menn allmjög ósammála um
hvað valdið hafi eldinum. Eink-
um' er mönnum ráðgáta hvem-
ig á því muni standa, að eld-
urinn stefndi þvert á vindátt“.
Það er þetta með vindáttina.
— En þeim, er brennt hafa
sinu, gæti dottið í hug, að ó-
gætilega hefði verið varpað
frá sér eldspýtu, og eldurinn
þá læst sig um mólendið eftir
því á hverju svæði mestur
feyskjugróður hefði legið inn-
an um skógarkjarrið.