Nýja dagblaðið - 30.05.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 30.05.1935, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Útvcgsbanki íslands h.f. Aðalfundur Útvegsbanka islands h,f. verður haldinn í Kaupþings- ■alnúm, Pósthússtræti 2 í Reykjavík, föstudaginn 7. júní 1935, kl. 2 e. h, Dagtkrá: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegs bankans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1934. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdarstjórnar- innar fyrir reikningsskil. 4. Kosning 2 endurskoðunarmanna. 5. önnur mál. Jaröaríör föður okkar, Sigurðar Halldórssonar frá Skarðs- hlíð, fer fram á morgun (föstudaginn 31. þ. m.) og hefst með húskveðju á heimili hans, Laufásveg 47, kl. 1,30. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni. Jarðað verður í yamla kirkjugarðin- um. Kristín Sigurðardóttir. Halldór Sigurðsson. Guðjón Sigurðsson. Karlakór Reykjavíkur Sönéstjóri Sig. Þórðarson Samsöngur í Gamla Bíó í dag (uppstigningardag) kl. 2,30 e. h. með aðstoð hr. óperusöngvara Stefáns Guðmundssonar Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrif- stofu bankans frá 3. júní, og verða að vera sóttir í síð- asta lagi daginn fyrir fundinn. — Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. . Útibú bank- ans, ennfremur Privatbanken i Kjöbenhavn og Hambros Bank, Ltd., London, hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar. fyrir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 3. maí 1935. F. h, fulltrúaráðsins Sv. Guðmundsson. skilyindurnar eru ætíð þær bestu og sterkustu, sem fáanlegar eru Nýj- asta gerðin er með algerlega sjálfvirkri smurningu, og skálar og skilkarl úr riðfríu efni. Samband isl. samvinnuíélaga. Við slaghörpuna: Anna Péturss Aðgöngum. verða seldir í dag frá kl. 10 f. h. í Gamla Bíó Iðnsamband byggingamanna, Kosxtiiig1 gerðadómsformanns fyrir iðnsamband byggingamanna hefst þann 11. júní n. k. á skrifstofu sambandsins í Ingólfshvoli. Framboðsfrestur er útrunninn þann 8. júní kl. 7 að kvöldi. • Kosningarrétt hafa að eins skuldlausir meðlimir. Reykjavík, 29. maí 1935. Fyrir hönd sambandsstjórnar Jón Bergsteínsson, Olafur Pálsson. Island erlendis Kaupmannahöfn í maí. Ný bók um ísland sem ferðamannaland. Nyt Nordisk forlag í Kaup- mannahöfn hefir sent mér bók, sem heitir „Island Rundt. — Rejseskildringer“. Tvær dansk- ar systur, Aase og Marie Jörg- ensen, hafa skrifað þessa bók og segja þar frá ferðum sínum og endurminningum frá íslandi. Ferðuðust þær um ísland árin 1931, 1933 og 1934 og nutu styrks úr dansk-íslenzka sam- bandssjóðnum til að kynna sér jurta- og dýralíf landsins. Systurnar eru mjög hrifnar af Islandi og Islendingum og ráða öllum1, sem hafa tækifæri til ferðalaga, að fara þangað og ekki sízt Dönum, sem ættu flestum öðrum fremur að veita því athygli, hve frábært ferða- mannaland ísland sé. „Danir virðast ekki enn hafa uppgötvað þetta land, sem er svo nálægt og hefir til að bera svo breytilegt landslag, að slíkt fyrirfinnst hvergi nema á Nýja Sjálandi. Gefur nökkursstaðar annarsstaðar að líta jökul- hlaup? Hvar finnast eldfjöll undir voldugum íshettum rétt við angandi birkiskóga og straumþungar, ólgandi ár“ ? Einungis á Islandi, segja höf- undarnir, sem líka álíta, að ekki þurfi að vera dýrt að ferð- ast um ísland, ef ferðalaginu sé hyggilega fyrir komið. Sér í lagi eru þær mjög hrifnar af gistihúsinu á Laugarvatni (Laugarvatnsskólanum) og á- líta það óskastað ferðanianna frá öllum þjóðuml En auk þess lofa þær ísland á allar lundir og sér í lagi þá frábæru gest- risni, sem hvervetna hafi mætt þeim. Þær dást mjög að ís- lenzku bifreiðastjórunum, sem með óhagganlegu öryggi aki jafnvel eftir háskalegustu veg- um utan í snarbröttum fjalls- hlíðum og í djúpum gjám ,meðan við hér heima ökum,! hverjir á aðra á frábærum, rennisléttum þjóðvegum". — Það eina, sem höfundunum fellur ekki í geð á íslandi, er hangikjötið og vara þær alla útlendinga við þeirri fæðuteg- u nd. Aftur á móti eru þær mjög meðmæltar skyráti. Bók þessi er yfirleitt prýði- leg auglýsing fyrir Island, sem ferðamannaland og ber ljósan vott um frábæra athygli og eftirtekt. Alls er henni skipt í i4 kafla og fylgir uppdráttur af íslandi og fjöldi mynda. Gunnar Hansen segir álit sitt um íslenzka leiklist. „Berlingske Tidende“ hefir haft tal af Gunnari Hansen eftir að hann kom| heim frá Islandi. Gunnar Hansen segir að nýja íslenzka þjóðleikhúsið sé mjög fögur bygging. Enn- fremur hafi verið dásamlegt, hvernig hinir ungu íslenzku leikarar eftir að hafa unnið allan daginn við verzlanir eðá banka, störfuðu á leikhúsinu langt fram á nætur. Aftulr á móti hafi honum virzt leikhús- gestir undir sömu syndina seldir og annarsstaðar og hafi enga löngun til að horfa á leik- rit, sem krefjast umhugsunar. Gunnar Hansen vill gjarna fara aftur til íslands. — „Is- lendingar séu afbragðs menn, sem beinlínis beri þá á hönd- um sér, sem þeir vita, að hafa áhuga fyrir landinu og eitt- hvað hafa kynnt sér sögu þjóð- arinnar, segir Gunnar Hansen að síðustu. ísland og norræna blaða- mannamótið. Setning norræna blaðamanna- mótsins fór fram í Kristjáns- borg. Eftir að Stauning for- sætisráðherra hafði boðið fund- armenn velkomna, tók til máls einn fulltrúi frá hverju' þeirra fjögurra landa, sem tóku þátt í mótinu. Tryggvi Sveinbjörnsson talaði fyrir hönd Islands og var góður róm- ur gerður að máli hans. Fórust honum m. a. svo orð: „Sú staðhæfing, sem eitt ensku blaðanna hefir birt á eigin ábyrgð um það, að þjóð okk- ar óski eftir að sameinast Englandi, hefir alls enga með- mælendur heima á Islandi. Álít ég skyldu mína að gefa þessa skýringu hér“. Norrænu blaðamennimir hafa tekið þátt í mörgum fundum og hátíðarhöldum víðsvegar um landið, Munu þeir dvelja hér svo lengi, að þeir geti verið viðstaddir þegar krónprins- hjónin koma til Kaupmanna- hafnar eftir brúðkaup sitt í Stokkhólmi. B. S. Skóf atnaður Stærðir: 36 til 41 kr. 5.75 Stærðir: 42 til' 45 kr. 6.50 Strigaskór með gummíbotnum: Stærðir: 22—28 Verð 1.90 do. 29—35 — 2.50 do. 36—42 — 3.00 Karlmannsskór úr leðri 9.00 Skóv. B. Stefáii8sojiar Laugaveg 22 A. — Sími 3628. m Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn. Fjölbreytt- ast úrval. — Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzl. Reykjavíknr. ■_____________________m

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.