Nýja dagblaðið - 06.06.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 06.06.1935, Blaðsíða 3
SESS3S8? N Ý J A D A G B TL A Ð I Ð & EL3 NÝJA DA GBLAÐIÐ rtgerandi: „BlaOaútgáfan h-f “ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofumar Laugv. 10. Sfmar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Síini 2323. Ask'riftargjald kr. 2,00 á mán. I lausasölu 10 aurn eint Prentsmiðjan Aeta. B3HRnBaES9EZE^2SSi Ólafuv læriv Greinarstúfur með fyrirsögn. inni: „Ólafur karlinn aumi“ liefir komið Ólafi Thors af stað í Morgunbl. í fyrradag, og nú undir fullu nafni. Segist Ólaf- ur þar vera glaður yfir stofn- un nýja fisksölusambandsins, og þakkar Haraldi Guðmunds- syni með fögrum orðum hjálp j->á, er hann hafi veitt sér og Kveldulfi , báglega stöddum í þessu máli. N. dbl. getur raunar ekki annað séð en að Ólafur sé cþarflega þakklátur. Þegar lögin um fiskimálanefnd o. fl. voru samþykkt í vetur ætluðu þeir Kveldúlfsmenn alveg af göflunum' að ganga, og höfðu í hótunum um að hefna sín grimmilega! — Hvað hefir gerzt síðan ? Það, að stofnað ei' nýtt fisksölusamband, sem er byggt upp eins og 4. gr. þessara laga mælir fyrir og gagnstætt því, sem gamla fisk- sölusambandið var og Kveldúlf- ur vildi hafa það. 1 4. gr. segir, að félagið skuli vera „opið fyr- ir öllum“, sem ráði yfir ákveðnu lágmarks fiskmagni. Þar segir líka, að „æðsta vald í félags- málum sé hjá félagsfundum“ og „við kosningu til félags- funda skal hver þátttakandi hafa atkv^ðisrétt, sem ekki miðast nema að nokkru leyti við fiskmagn. Sama gildir um atkvæðisrétt á félagsfundum“. Og í þessari grein er líka ákveðið, að takmörk skuli fyrir því, hvað einn aðili má fara með mikinn hluta atkvæða. Þannig er nýja fisksölusam- bandið byggt upp, en þannig var gamla fisksölusambandið ekki. Kveldúlfur barðist á móti breytingunni meðan hann gat og þorði. Lögin um fiskimálanefnd o. fl. eru í sínu fulla gildi og framkvæmd, þrátt fyrir stofn- un . þessa nýja fisksölusam- bands, og fisksölusambandið er háð umsjón og eftirliti fiski- málanefndar auk þess sem rík- isstjórnin á tvo fulltrúa í stjórn þess, þá Jón Árnason og Héðinn Valdimarsson. Framsóknarflokkurinn hefir frá upphafi talið það neyðai’- úrræði að nota ákvæði 12. gr. laganna um einkasölu. Yfir því var lýst hér í blaðinu m'eðan þing stóð yfir. Og Framsókn- arflokkurinn hefir líka alltaf talið, að sjálfsagt væri að virða réttindi Kveldúlfs á borð við réttindi annara fiskframleið- enda, en heldur ekki meira. Og N. dbl. hefir talið rétt að reyna, hvort þeir Kveldúlfs- StrandferðiMtundvísi Allir sem nota þurfa sam- göngutæki, er hafa fastar ferðaáætlanir á sjó eða landi, vita, að bezt og heppilegast fyrir alla hlutaðeigendur er að áætlanirnar séu sem bezt haldnar. í nágrannalöndum vorum er allsstaðar, bæði í einkarekstri ! og opinberum rekstri, lagt hið mesta kapp á stundvísi þeirra samgöngutækja, sem fólkið þarf mest að nota. Ferðaáætl- anir samgöngutækjanna eru vitanlega bæði hér og í öðrum löndum lagðar á þann hátt, sem álitið er að almenningi komi að beztu gagni, en sá er munurinn, að erlendis verður fólkið, eftir að ferðaáætlanir hafa verið gefnar út, að haga sér eftir samgöngutækjunum, en samgöngutækin ekki eftir fólkinu, eins og því miður virðist vera álitið nauðsyníegt hér á landi. Ég, sem þetta rita, hefi á undanförnum 6 árum unnið við eitt af helztu samgöngufyrir- tækjurn þjóðarinnar, Skipaút- gerð ríkisins, og þó að ég viti, að þessi stofnun sé ekki álitin verri en aðrar, að því er stundvísi og annað snei’tir, langar mig þó til að skýra nokkru nánar frá tvennu af því, sein flestir munu vera óá- nægðir út af og telja sig hafa undan að kvarta í sambandi við nefnda stofnun. Fyrst er það, hversu óstundvíst strand- ferðaskipin, þrátt fyrir áætl- un og auglýsingar, fara frá Reykjavík, og hitt annað, hversu erfitt útgerðin telur sig eiga með að taka vörur í skip- in, fram undir það að þau fara. En bæði þessi atriði standa í nánu sambandi, eins og ég mun nú skýra. Esja hefir 2 lestarop og Súðin 3. Þýðir þetta það, að sé fullur kraftur á að lesta skipin, geta mest 2 gengi af mönnum unnið við Esju og 3 við Súðina. Reynslan er sú, að séu skipin hlaðfermd af stykkjavöru ,frá Reykjavík, tekur 2 vinnudaga með fullum mannafla að lesta Súðina og VA vinnudag að lesta Esju. Þegar fermt er á margar hafnir, verður að raða þannig í skipið, að sú höfn sem fyrst á að losa, liggi efst og svo koll af kolli. Er þetta framkvæmt á þann hátt, að jægar tekið er á móti vörunum, eru þær flokkaðar i bunka í pakkhúsi eða á hafn- arbakka, hver höfn út af fyrir sig og síðan eru búnkarnir teknir og raðað í skipið, hverj- um við annan. menn geti ekki lært mannasiði með leiðbeiningu annara í fé- lagslegri sambúð. Þakklæti Ó. Th. til atvinnumálaráðherra, bendir á, að hann sé byrjaður að læra. Hann er að læra að sætta sig við löggjöf, sem hann fyrir nokkrum mánuðum var svo reiður út af, að opinbert hneyksli var að. Engar vörur eru sendar með skipunum, án þess að þeim fylgi skilríki (fylgibréf eða ! farmskírteini), er sýni hver sé | sendandi og móttakandi, hvort. fluítningsgjald er greitt eða ó- greitt, hvort nokkur krafa hvílir á vörunum o. s. frv. Skrifstofa útgerðarinar tekur á móti öllum fylgibréfum og farmskírtpinum, flokkar þau niður. á hafnir og skrifar síðan eftir þeim svokallaða hleðslu- seðla, og má vöruafgreiðslan elvki skipa neinum vöriun út,. nema sem komnar eru á hleðsluseðla. Á seðlana er merkt, hvort varan, sem á þá er f.ærð og fylgibréfum hefir verið skilað fyrir, fer um borð. Ef nokkuð vantar, eða ef vörurnar, erui augsýnilega skemmdar, eða illa umbúnar, er sett um það athugasemd á seðlana. . Illeðsluseðlarnir eru tvíritaðir og heldur skipið að lokinni lestun, öðru: eintakinu, sem sönnunargagni, en af- greiðslan hinu. Ég- hefi áður tekið það fram, að um 2 daga þarf til að lesta Súðina og l1/^ dag til að lesta Esju. í auglýsingum um mót- töku á vörum, er því venjulega beðið um, að vörum1 og til- heyrandi fylgibréfum sé skil- að, þegar Súðin hleður 2—4 dögum fyrir burtferð og þegar Esja hleður lVá—3 dögum fyr- ir burtferð. Veitir ekkert af þessum fyrirvara, til þess að skrifstofan geti haft til alla hleðsluseðla og vöruafgreiðslan sé búin að flokka vörurnar og hafa allt undirbúið til þess að lestunin geti gengið greitt og óhindrað. Nú hefir það verið svo öll þau ár, sem ég er búinn að starfa við skipaútgerðina, að almenningur virðist aldrei geta skilið það, að ekki sé hægt að taka á móti vörunf í skipin þangað til þau fara. Skal að- eins eitt dæmi, og það síðasta af mörgum, tekið uni þaðr hvaða afleiðingar þetta sein- læti og skilningsleysi fólks hefir. Súðin átti að fara frá Reyk- javík þriðjudaginn 14. maí s. 1. kl. 9 sd. Vörumóttaka hafði verið auglýst á laugardag og til hádegis (kl. 12) á mánudag. Þá var byrjað að lesta skipið. En lestunin gekk ekki neitt, ýmist af því, að vörurnar voru ekki komnar, eða ekki var búiö að skila fylgibréfum og ganga frá sendingu þeirra. Þann dag allan 0g fyrrihluta næsta dags, þegar skipið átti að fara, dreif svo inn óhemja af vörum, á allar hafnir, sem skipið átti að koma á. Útgerðin reyndi, eins og venjulega, að verðá við beiðni fólksins, um að .taka vörur, svo lengi sem álitið var, áð þær rúmuðust, og til þess að reyna að vega á móti ó- stundvísi fólksins, var látið vinna eftirvinnu við hleðslu frá kl. 6—10 á mánudags- lcvöldið. Þegar kom svo fram á Sími 2390, |390| Á Skó- og gúmmíviög:erdastofunni á Þórs^ötúoí23 fáið þið beztu og ddýrustu skóviðgerðirnar.„ni)/,?ói { Sæki og sendi um allan bæinn. -at.e Virðingarfyllst uj6oV Hjörleifur Kristmannsson Sími 2390. . . i.i Areiðanlega ódýrustú skö- og gíimmiviðgerðir í bænumr Gssir nýkomnar — ómissa di á hvitasunnuborðið. — íslmsid Herðubreid Simi: 2678. keppa í kvöld kl. 8,30. Mótaneindin. burtferðardaginn, var sýni- legt, að ekki mundi klárast lestunin og var því ákveðið, að fresta burtferð þar til á há- degi daginn eftir (miðviku- dag). En til þess að öruggt þætti, að skipið yrði þá tilbú- ið, var álitið tryggara, að láta vinna eftirvinnu á þriðju- dagskvöldið til kl. 10, eins og daginn áður, og sýndi það sig eftir á, að þess var þörf. Ilvaða óþægindi og kostnað hafði það svo í för með sér í umrætt skipti, að fólk ekki skilaði í tæka tíð vörum þeim, sem fara áttu með Súðinni? 1. Það, að fjöldi farþega var gabbaður niður að skipi kl. 9 á í þriðjudagskvöld. 2. Vinnutafir hjá útgerðinni, i sem svarar allri yfirvinnunni, með 60 menn í 8 klst. á 2 kr. um klst., samtals kr. 960.00. 3. Hafnir, sem fermast áttu í einu lagi, lentu á mörgum stöðúm í skipinu, svo að stór- aukinn vinnukostnaður var að losa þær. Sumstaðar olli þetta rangri losun, skemmdum eða algerðri týnslu á vörum og verður útgerðin vafalaust síð- arméir fyrir meiri eða minni skaðabótagreiðslum vegna þessa. Allir vita að strandferðirnar eru reknar með tapi og hér hefir verið bent á einn af þeim liðnum, sem veldur því, að svo þarf að vera. Ým'sir kunna að segja, að það sé hart, að þeir, sem eiga að sjá rekstri Skipaútgerðarinnar borgið, skuli standa ráðalausir gagn- vart jafn einföldum atriðum, eins og hér er um að ræða, það ætti þó að vera hægðarleikur að hætta að taka á móti vör- um í skip, svo snemma, að út- skipunin o. s. frv. gæti orðið eðlilega ódýr og skipin farið á réttum áætlunartíma. En þetta er ekki eins auðvelt, eins og margur skyldi ætla. Fólk hér er að ýmsu leyti svo vant alls- konar seinlæti, að það tekur það mjög óstinnt upp, ef ein- hver vill allt í einu fara að kenna því að lifa öðru vísi, og það getur haft í för með sér hinar verstu afleiðingar fyrir þann, sem vill ganga á undan að reyna slíkt. Viðkvæðið er: „Þetta fáum við þarna og þarna og ef við ekki fáum það hér líka, þá skulum við sjá hvern- ig fer“. Ég vil að lokum taka eitt dæmi, til að sýna hvernig það seinlæti, sem ég hefi minnst á hér að framan, virðist eins og að hafa grafið um sig hér á íslandi. Það hafði einu sinni verið á- kveðið, að fastur burtferðar- tími strandferðaskipanna frá Reykjavík, skyldi vera kl. 6 að kvöldi. Var þetta miðað við ]mð, að ekki skyldi verða eftir- vinna við útskipunina síðasta kvöldið. 'Nú er það eins og menn vita, að alltaf er sent meira eða minna af benzini með bverri einustu ferð strand- íerðaskipanna, en samkvæmt hafnai-reglugerðinni má ekki Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.