Nýja dagblaðið - 06.06.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 06.06.1935, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ I DAG Sólarupprás kl. 2,18. Sólarlag kl. 10,36. Flóð árdegis kl. 8,35. Flóð síðdegis kl. 8,55. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 9.45—3,05. Veðurspá: Norðankaldi. Sennilega skúrir síðdegis. Söfn og skrifstofux: Landsbókasafnið .............. 1-7 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 Náttúrugripasafnið ......... lYz-3 þjóðminjasafnið .............. 1-3 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-0 Bögglapóststofan ......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins.. 10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (skrifstt) 10-12 og 1-5 Skipaútgerð ríkisins .. 9-12 og 1-6 Eimskip ...................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél....9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bæjarins .. 9-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Skrifst. lögreglustjó.ra 10-12 og 1-4 Bæjarstjómarfundur kl. 5 í Kaup- þingssalnum. Bæjarþing kl. 10. Heimsóknartíml sjúkxahúsa: Landspítalinn ................ 2-4 Landakotsspltalinn ........... 3-5 Vífilstaðahælið . 1ZY2-1^ og tyx-V/i Laugamesspitali ........... 12V4-2 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Kleppur .................... 1-5 Elliheimilið ................. 1-4 |Gamla Bifl| Nætur- drottníngin Falleg og áhrifamikil talmynd Aðalhlutverkin leika: Clanderro Colbert og Ricardo Cortes. Áukamynd: Tbe Mill Brothers syngja „When Yuba plays the Rhumba on the Tubau. AnnAll Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins hefst í Sambands- húsinu annað kvöld. þá verður væntanlega flutt skýrsla formanns og ritara um flolcksstarfið á árinu. Jónas porbergsson útvarpsstjóri, sem nú er staddur í Kaupmanna- höfn, talar i danska útvarpið kl. 20,20 í kvöld. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Vestmannaeyjum í gærmorgun á leið til Leith. Goðafoss fór vestur og norður í gærkveldi kl. 10. Dettifoss kom til Hamborgar i fyrrinótt. Brúarfoss var í gær á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Lagarfoss var á Norðfirði í gær- morgun. Selfoss var í gær á leið til Vestmannaeyja frá London. Ferðafélag íslands fer skemmti- för að Krísuvík, um Kaldársel, u hvítasunnudag og á annan í hvíta- sunnu á Skarðsheiði. Farmiðar hjá Eymundsen. Eldur kom upp seint í gær- kveldi í Hafnarstræti 18. Hafði kviknað í bréfarusli í miðstöðvar- klefa, og tókst fljótlega að slökkva. Engar skemmdir urðu. Togaramir. Gyllir og Kópur komu af veiðum í gær. Kári er væntanlegur í dag. Fyrsti fardagur er í dag. 10 landsmálafundir á annun í hvítasunnu. Á sunnudaginn voru haldnir 9 landsmálafundir í Árnes. og Rangárvallasýslu. Hefir Fram- sóknarflokkurinn átt mestan þátt í því að sú venja hefir verið tekih upp að boða marga landsmálafundi samdægurs og hnígur margt til þess að slíkt fyrirkomulag sé hagkvæmara fyrir þá flokka, sem hafa næg- an ræðumannakost. Á annan í hvítasunnu verða haldnir tíu! landsmálafundir, fjórir í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, og sex í Gullbringu- og Kjósarsýslu. 1 Mýra_ og Borgarfjarðar- sýslum verða fundirnir í Borgarnesi, Reykholti, Akra- nesi og að Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd. Hefir miðstjórn Framsóknarflokksins boðað til þeirra funda. í Gullbringu- og Kjósarsýslu verða fundirnir: í Grindavík, Gerðum, Keflavík, Brunnastöð- um, Klébergi og Reynivöllum. Ihaldsflokkurinn hefir boðað til þeirra funda. smíðaborg í heimi. Liggur borgin skammt frá baðstaðnum alkunna Baden Baden. Meira en helmingur íbúa hennar (sem eru um 80 þús.) lifa á skrautgripasmíði. — Kjartan dvaldi þama s. 1. vetur til að kynnast nýjungum i iðn sinni. Mun hann þó hafa lagt aðaláherzl- una á að nema emaileringu í gull og silfur, og er hann fyrsti fs- lendingurinn, sem lærir þessa iðn. Hefir hann nú opnað vinnustofu sina í Hafnarstræti 8. — Er vel íarið, að íslendingar nema nýjung- ar og færa iðnað inn í landið, sem áður hefir verið sóttur til erlendra þjóða. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyíjabúðinni Iðunn. Næturlæknir Jóhann Sæmundsson, Hringbraut 134. Sími 3486. Skemmtonir og samkomnr: Skemmtun Bjama Björnssonar í Iðnó kl. 9. Nýja Bíó: Gull, kl. 9. Gamla Bió: Næturdrottningin, kl. 9. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Tónleik- ar: Norðurlandakórar (plötur). 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (síra Sigurður Einars- son). 21,00 Tónleikar: a) Útvarps- hljómsveitin; b) Endurtelcin lög (plötur); c) Danslög. Farþegar með Goðafoss frá Reykjavík vestur og norður í gœr- kveldi: Frk. Anna Péturs, Sigrið- ur Blöndal, Elín Tómasdóttir, Alda Brynjólfsdóttir, þómnn Jörgensen, Gunnar Jörgensen, Margrét Jóns- dóttir, Ágústa Gísladóttir, Kristján Guðlaugsson, Jón Grímsson, Skúli Skúlason, Björn Kristjánsson, Ósk- ar Ámason, Páll Einarsson, Gunn- ar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Gunnar Pálsson o. m. fl. Munið að gera afgreiðslunni strax viðvart, ef vanskil verða á blaðinu. Snjóél norðanlands. í gær var norðaustan átt um allt land. Á Norður- og Austurlandi var yfir- leitt 2—3 stiga hiti og lítilsháttar snjóél sumstaðar, þó festi hvergi snjó. Á Suðvesturlandi var 6—12 stiga hiti. Á Suðurlandi gekk til suðaustan áttar á stöðu stað og urðu þar nokkrar smáskúrir. Mest úrkoma var mæld á Kirltjubæjar- klaustri, 4 mm. í dag er opnuð búð á Laugavegi 34, sem selur aðallega smurt brauð, sbr. augl. á öðrum stað í blaðinu. Ferðaskrifstofa íslands auglýsir í blaðinu í dag ferðir til Borgar- fjarðar og dvöl yfir hvítasunnuna i sumargistihúsunum þar. Allt fyrir 22—25 krónur. Er þetta góð og ódýr ferð fyrir þá. er vilja fara i burtu úr göturykinu yfir hátið- ina og njóta vorsins í einu fegursta og vinsælasta héraði landsins. Bjami Björnsson endurtekur skemmtun sína í Iðnó í kvöld. Hjónaband. Nýlega hafa verið gefin í hjónaband ungfrú Hulda Benediktsdóttir og Ragnar Lövdal trésmiður. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag kl. 5 í Kaupþings- salnum . Kjartan Ásmundsson gullsmið- ur, sem dvalið hefir í Pforzheim í Suður-þýzkalandi undanfarið er nýlega kominn heim. En Pforz- heim er frægasta gull- og silíur- Alþýðublaðið býr til þau fjar- stœðu ósannindi í fyrradag, að „einkafyrirtækið" sé að vinna fylgi og Alþýðuflokkurinn sé að vinna unga fólkið frá Framsókn- arflokknum. Sannleikurinn er sá, að „einkafyrirtækið" hefir misst flesta fylgismenn sína, margir eru orðnir Framsóknarmenn og nokkr- ir komnir til ihaldsins. Sveitafólk- inu finnst að flokksskripi eins og „einkafyrirtækið“ eigi jafnlítið er- indi út í sveitimar og Alþýðu- flokkurinn. Æskan í sveitunum veit, að átökin eru og verða milli íhaldsins og Framsóknarflokksins og þessvegna unnu Framsóknar- menn seinustu kosningar, þó að nokkrir eldri menn hyrfu til „einkafyrirtækisins“. Væri gaman fyrir Alþýðublaðið að geta sagt það sama, þegar kommúnistar stofnuðu flokk, að þá hefði Al- þýðuflokkurinn ekki misst nema gamla menn. þeirri fjarstœðu, að Alþýðufl. vinni unga fólkið frá Framsóknarflokknum er óþarfi að svara, enda afsannast hún a sin- um tíma. Er ótrúlegt, að Alþýðu- blaðsrithöfundunum eigi ekki eft- ir að verða flökurt af þeim sögu- burði, því einu heimildirnar eru skröksögur í Stormi og Framsókn. VEGGMYNDIR, Rantmar og innramm- anir, bezt á Freyjugötu 11. Sími 2105. Strandfeiðir Nýja Bíó I og stnndvísi Framh. af 3. síðu. skipa því út fyr en rétt áður en skipin fara og er því óhjá- kvæmileg eftirvinna við útskip- un á þessari vöru, ef skipin fara seint að kvöldi. i Gull Stórfengleg þýzk tal- og tón- mynd frá Ufa. Aðalhlutverk leika, Briiritte Helm og Hans Álbert Nú er gamla sagan um gull- gerðarmenn sögð í nýrri Enginn skyldi nú ætla, að nokkuð hefði verið því til fyr- irstöðu, að Skipaútgerðin gæti látið strandferðaskipin fara kl. b að kvöldi frá Reykjavík, en svo reyndist þó að vera. Póst- urinn gat ekki verið tilbúinn. Fyrst var þetta reynt nokkrum1 sinnum, skipin lágu lengur eða skemur og biðu eftir póstinum eftir hinn auglýsta burtferðar- tíma. Farþegarnir voru sáróá- nægðir og að síðustu neyddi póststjómin Skipaútgerðina til að ákveða burtfarartíma skip- anna kl. 9 að kvöldi. Skipaút- gerðin fær nú alltaf að borga eftirvinnukaup við útskipun á benzíni og á póstinum. Þetta kostar Skipaútgerðina út af fyrir sig nokkur þúsund krón- ur á ári, en hvað er það þegar fólk þarf ekki að koma send- ingum sínum í póst fyrr en rétt áður en skipin fara. Ég vil spyrja þig, lesari góður, hvar það muni þekkjast í heiminum annarsstaðar en á íslandi, að skip og önnur slík samgöngu- tæki geti ekki farið sinna ferða á hvaða tím'a dags sem! er, af þvi að pósturinn sé ekki tilbúinn. mynd og umhverflð byggt upp með hinni alkunnu tækni Þjóðverja. • Odýrn • auglýsingarnar Vönduð silkistakkpeysa og tveir upphlutir með hvítu og giltu silfri til sölu. Állt með hálfvirði. Til sýnis á Klappar- stíg 27, sími 3238. Belti, kragar og hnappar úr skinni og margt fleira til skrauts á kjóla. Hanskasauma- stofa Guðrúnar Eiríksdóttur, Austurstræti 5. Gulrófnafræ. Gauta-gulrófur og rússnesku gulrófurnar (Krasnoje Sel- skoje) sem aldrei tréna, fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Hreinar léreftstuskur eru keyptar daglega á kr. 1.00 pr. kg. Prentsm. Acta, Laugaveg 1.--------Sími 3948. Mér er það ljóst, að hafnar- verkamönnunum í Reykjavík veitir ekki af því að fá meiri vinnu, en þeir hafa að jafnaði og í sjálfu sér kemur það í góðar þarfir fyrir þá, að mikil vinnulaun séu greidd í Skipa- útgerð ríkisins og öðrum stofn- unum', sem veita þeim að stað- aldri atvinnu, en þetta er að- eins ekki hin rétta aðferð til að halda uppi atvinnu. I fyrsta lagi er það, að Skipaútgerðin er ekki atvinnubótafyrirtæki. Og í öðru lagi, þó að svo væri, þá leiðrétti það á engan hátt að hafa óhagkvæmar vinnuað- ferðir við stofnunina. Nauð- synleg verkefni bíða alstaðar úrlausnar og þess vegna á að haga þannig vinnu við hverja stofnun, hvort sem hún er til atvinnubóta eða ekki, að vinn- an gefi sem mestan og beztan árangur. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Smurt brauð, margar teg- undir. Laugavegs Automat. Góðar og ódýrar sportbuxur selur GEFJUN, Laugaveg 10. Sími 2838. II TilkynninEa r \\ Til Stykkishólms alla mánu- daga og fimmtudaga. Bifreiða- stöðin Hekla. Sími 1515. Nýja bifreiðast. Sími 1216. 1 1 Hnsnæði Maður í vel launaðri stöðu óskar eftir 4 herbergja íbúð hér í bænum um mánaðamótin júlí—ágúst n.k. A. v. á. II Atvinna D Ég hefi skrifað þessa grein fyrst og fremst til þess að sýna, hvaða þýðingu það hefir fyrir rekstur strandferðaskip- anna, að vörum í strandferða- skipin sé skilað til útgerðar- innar með nægum fyrirvara, áður en skipin fara. Ég veit að margir af þeim, sem gera útgerðinni þann óleik að skila seint vörum, gera það óafvit- andi og aðeins af því, að þeir ekki vita um nauðsyn þess fyr- ir útgerðina, að vörum sé skil- að á þeim tíma, sem hún aug- lýsir. Vildi ég því að þessi grein gæti orðið einhverjum ti leiðbeiningar. Guðjón F. Teitsson. Vantar kaupakonu, vana hey- skap, og dreng til snúninga, 10 —14 ára. Upplýsingar hjá Geir F. Sigurðssyni lögregluþjón, Leifsgötu 21, frá kl. 6—8 síðd. Sturla og Friðrik Jónssynir hafa boöið bænum forkaupsrétt að erfðafcstulöndunum Vatnsmýrar- blctti V & VIII, ennfremur Briems- fjósi ásamt skepnum og áhöldum. Bæjarráðið hefir enn enga ákvörð- un tckið, en óskað eftir nánari sundurliðun á þessum eignum. Byggingarsamvinnufélagið ,,Fé- lagsgarður“ hefir fengið leyfi byggingamefndar til að reisa 27 hús. Verða 4 hús félagsins við Túngötu, en 23 hús verða við Há- vallagötu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.