Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ '] i IDilG Sólarupprás kl. 2.07. Sólarlag kl. 10.49. Flóð árdegis kl. 2.30. Flóð síðdegis kl. 2.57. Ljósatixni hjóla og bifreiða kl. 9,45.-3,05. Veðurspá: Stinningskaldi á norð- austan. Úrkomulaust. Söfn oq skrilstofux: Landsbókasafnið .............. 1-7 Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasaínið .............. 14 Náttúrugripasafnið ......... 1 %-3 Þjóðminjasafnið .............. 1-3 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ........ 10-12 og 14 Utbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-C Bögglapóststofan ......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins.. 10-12 og 1-6 Landssiminn .................. 3-9 Búnaðarfélagið ....... 10-12 og 14 Fiskifélagið (skrifst.L) 10-12 og 1-5 Skipaútgerð ríkisins .. 9-12 og 1-6 fiimskip ..................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 14 Samb. ísl. samv.fél....9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. íiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bœjarins .. 9-12 og 14 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 14 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 14 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Skrifst. lögreglustjó.ra 10-12 og 14 Lögragluvarðst. opin allan sólarhr. Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Landsspítalinn ............... 34 Landakotsspit&linn .......... 3-5 VHilstaðahnlið . 12*4-1% og 3%4% Sjúkrahús Hvitabandsins .... 24 Foðingarh., Biriksg. 87 .. 1-8 og 8-9 Kleppur ..................... 1-5 EUiheimilið .................. 14 Næturvörður í Laugavegs- og Ing- ólfsapóteki. Næturlæknir: Kristín Ólafsdóttir, Tjamargötu 10. Síml 2161. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Ræningjabærinn kl. 9. Gamla Bió: Kötturinn og fiðlan kl. 9. Skemmtun Bjama Björnssonar i Iðnó kl. 9. gamgðngur og póstferðir: Lyra tíl Færeyja og Bergen. ísland vamtanlegt frá Færeyjum og Bergen. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Tón- leikar: Lög fyrir ýms hljóðfæri (plötur). 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Frá útlöndum (Vilhjálmur p. Gíslason). 21,00 Tónleikar: a) Útvarpshljómsveitin; b) Wagner- hljómleikar (plötur); c) Danslög. Kolaskipið Thom Hope kom hingað í gærkvöldi. Veðrið. í gær var norðaustan átt um allt land. Á Vestfjörðum var bjartviðri, en viða nokkuð hvasst. Dálítil rigning var á Aust- fjörðum. Hiti var 3—7 stig á Norður- og Austurlandi, en 9—13 stig suðaustanlands. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Svanhvít Backmann og Axel Smith raflagningameist- ari. Köttnrinn og íiðlan Bráðskemmtileg tal- og söngvamynd. Aðalhlutverkin leika: Jeanette MacDonald og Ramon Novarra Ann&ll Skipafréttir. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er á leið til Hull og Hamborgar. Dettifoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Brúarfoss er á leið vestur og norð- ur. Lagarfoss var á Haganesvík í gær. Selfoss fer til Breiðafjarðar og Vestfjarða í kvöld. Blaðið Einherji skýrir frá því, að fjöldi húsa sé nú í smíðum á Siglufirði og eru þau einltum uppi um breklcurnar. Byrjað er að grafa fyrir fyrirhuguðum verka- mannabústöðum við Norðurgötu. Verða það átta íbúðir, byggðar í sumar. Verzlunarjöfnuðurinn. Fyrstu sex mánuði ársins hefir útflutn- ingurinn numið 14.7 milj. kr. en innflutningurinn 17.9 milj. kr. — Innflutt umfram útflutt því 3.2 milj. kr. Á sama tíma í fyrra var útflutningur 12.7 milj. kr., en inn- flutningurinn 17.9 milj. kr. Inn- flutt umfram útflutt þá 5.2 milj, króna. Mjólkursfamsalan auglýsir á öðr- um stað í blaðinu, að framlengd- ur hafi verið fresturinn til n. k. laugardags, að skrifa sig íyrir „kaldhreinsaðri" mjólk. Bjarni Bjömsson endurtekur skemmtun sína í Iðnó í kvöld kl. 9. Hefir hann skemmt oft undan- íarið fyrir troðfullu húsi og bendir það til að Bjarni hafi upp á sitt- hvað skemmtilegt að bjóða. Mokafli var á Súgandafirði mestan hluta maímánaðar. Var fiskurinn mjög skammt undan landi og fengu menn beztu hluti meðan aflinn hélzt. íslendingurinn Otto Wathne Bárðarson hefir nýlega verið kos- inn forseti yfirkennarafélags í Califomíuríki. Er félagið skipað yfirkennurum í unglingaskólum ríkisins, en Mr. Bárðarson er yflr- kennari Sunset-skólans í Comel. Hann er útskrifaður frá háskólan- um í Washington og er mikill í- þróttamaður. Hann er sonur Sig- urðar Bárðarsonar homópata, sem mun kunnur ýmsum hér heima. Ottó W. Bárðarson er allramanna gervilegastur. Lét eitt stórblað á Kyrrahafsströnd svo um mælt, að aldrei fyrr hefði maður verið sót.t- ur í smábæ í slíka stöðu. Hann kom til íslands með Heimferðar- nefndinni 1930. Max Pemberton kom af veiðum í gær með 48 lifrartn. Hættir hann nú veiðum, en allir hinir togararnir eru hættir úður. Primula kom frá útlöndum í gær. Ætlar Sameinaða að hafa hana í förum hér við land í stað Botníu, sem s.eld hefir verið til niðurrifs. Sigurður Nordal prófessor fór utan með Goðafossi í gærkvöldi. Fjöldi ísiirðinga fór í ferðalög um hvítasunnuhelgina. Sumir fóru til Reykjaness og voru þar um kyrrt, en aðrir fóru í skíða- ferð norður á Snæfjallaströnd. Hraðfiskverkun á Vestíjörðum. þorleifur Guðmundsson frá Há- eyri og Oskar Tótland, ráðunautur Fiskimálanefndar um herzlu fiskjar til útflutnings, hafa ferð.- ast vestanlands undaníarið, við að reisa fiskhjalla og leiðbeina um verkun stokkfiskjar. Hjallar eru nú komnir upp í Súðavík, Amar- dal, Hnífsdal, Bolungarvík og á ísafirði. Á annað hundrað smá- lestir fiskjar hefir verið hengt upp, ekkert þó á ísafirði vegna fiskleysis. Tótland lýst vel á fisk, sem hengdur hefir verið upp vest- anlands og segir hann líta betur út, en frá Lofoten síðasta vetur. Bæjarstjóm ísafjarðar ætlar að gera Hávarð ísfirðing út á sild- veiðar í sumar. Hannibal Valdi- marssyni ritstjóra hefir verið íal- ið að annast undirbúning og framkvæmd útgerðarinnar í sam- ráði við skipstjóra og fjárhags- nefnd. Eftirtaldir stúdentar fóru utan með Goðafossi i gærkvöldi og er ætlun þeirra, að sækja norræna stúdentamótið í Kaupmannahöfn: Nanna Ólafsdóttir, Unnur Jóns- dóttir, M. Östergaard, Katrín Smári, Ingibjörg B. Björnsdóttir, Anna Thorlacius, Fanney Sigur- geirsdóttir, Guðlaug Sigurðardótt- ir, þórunn Hafstein, ísleifur Áma- son, Alfred Gíslason, Ragnar Ás- geirsson, Hermann Guðbrandsson, Óskar Bergsson, þorsteinn Bjöms- son Jón J. Símonarson, Gunnar Pálsson, Erlendur Bjömsson, Gunnar Möller, Friðþjófur John- sen, Bjöm Ólafs, Eggert Steinþórs- son, Gunnlaugur Pétursson, Björn Sigurðsson, Ketill Gíslason, Ár- mann Jakobsson, Ingólfur Blön- dal, Snorri Ólafsson, Bjöm Jó- hannsson, Sveinn Bergsveinsson, Friðrik Kristófersson. Farþegar með Brúarfossi vestur og norður í gær: Helga Wolff, Sig. Dahlmann, Jóhanna Bjöms- dóttir, Jóhann Kristjánsson og frú, Ingibjörg Sigurgeirsson, Hannes Kristjánsson, sr. Albert Kristjáns- son og Jón Jónsson læknir. Vatnajökulsför. Á annan í hvíta- sunnu komu til Víkur í Mýrdal þeir dr. Andrea de Pollitzer, ít- alskur maður, og förunautar hans, tveir austurrískir menn, úr 13 daga ferðalagi um Vatnajökul. Fóru þeir upp á jökulinn 26. f. m. og komu til baka að Kálfafelli síðastliðinn laugardag. þeir íélag- ar fengu mjög gott veöur á jökl- inum og láta hið bezta yfir för- inni. — FÚ. Iðnsýningin á AkureyrL 11. þ. m. var byrjað að skipa niður Iðn- sýningu Akureyrar, sem á að hefjast 16. þ. m. og haldast til 10. ágúst. Sýningin verður í Bama- skóla Alcureyrar. Fyllir hún þar 6 kennslustofur og 2 ganga. Tvær stofurnar og annan ganginn hafa eingöngu verksmiðjur Kaupfélags Eyfirðinga og Samband ísl. sam- vinnufélaga. Ein stofan er œtluð Sveinbirni Jónssyni. Verða þar sýnd meðal annars aluminiumam- boð hans og dráttarkarlinn, sem er nýjung, er Sveinbjöm hefir fundið upp. Sú stofa er einnig ætluð öðrum jámsmíðaverkstæð- um bæjarins. Aðrir helztu sýnend- ur eru: Smjörlíkisgerð Akra og skóverkstæði Jakobs Kvarans. — Sýningarnefnd skipa 5 menn: Kristján S. Sigurðsson formaður, Guðmundur Guðlaugsson, Indriði Helgason, Baldvin Ryel og Stef- án Ámason. — FÚ. Piccard hefir undanfarið haldið áfram tilraunum sínum um há- loftsflug og rannsóknum í háloft- inu. Hann hefir nú komizt í 10% rnílu hæð og segist enn muni halda rannsólcnum sínum áfram í enn þá stærri og öflugri belg, en bann hafi nú. — FÚ. í norðangarðinum undanfama daga hafa tré og plöntur í görð- um hér í bænum skemmst mjög mikið. Heim að Vífilsstöðnm Framh. af 2. síðu. — Þarf ekki mikinn húsa- kost við rekstur búsins? — Jú, vitanlega. Fjósið er byggt fyrir 72 kýr ásamt til- heyrandi haughúsi. Hlöðum- ar rúma um 2000 hesta af töðu. Einnig á búið stórt hænsnahús, svínastíú og skemmu, þar sem hin niarg-, brotnu jarðyrkju. og hey- vinnutæki eru geymd. Vélam- ar létta mjög undir búrekstr- inum og þarf ekki nema 8—10 manns til að annast alla starf- rækslu búsins og framkvæmdir þær, sem það hefir með hönd- um. — Fer ekki rúestur hluti af- urða búsins til neyzlu) heima fyrir? — Jú. Hér em venjulega nokkuð á þriðja hundrað manns í heimili, svo að næg þörf er ferskra og hollra landbún- aðarafurða. Eflaust munu fáir gera sér fulla grein fyrir því, hve þýðingarmikill þáttur búið er í hinni raunhæfu starfsemi heilsuhælisins — að veita þeim nýtt lífsþrek, sem eiga í bar- áttu við hvíta dauðann. Við túnfótinn blasir við okk- ur hraun í skjóli hálfgróinna mela. Kjammikill skógargróð- ur er á góðum vegi með að hylja úfna hraunkambana, svo að yfir slær grænni slikjú. — Þetta land á sína sér- stæðu sögu, segir Bjöm. Til forna hafa hinir lágu, öldóttu hálsar og grunnu daladrögin hér umhverfis verið alþakin fögrum og þróttmiklum birki- skógum. Mannshöndin, búfén- aður og tímáns tönn hiifa. sam- eiginlega höggvið sitt strand- högg, svo þar sem áður vorú skógar og gróðurlendi, er land- ið nú blásið og bert. Þegar heilsuhælið var stofnað fyrir aldarfjórðungi síðan, vorú síð- ustu leifar skóglendisins að líða undir lok. Litlu síðar var hafizt handa um! friðun nokk- urs hluta þess lands, sem næst liggur heilsuhælinu. Eins og þér sjáið er skógurinn þegar orðinn þróttmikill og fallegur og hefir tekið svo miklum framförum', að undru'm sætir. Með sama áframhaldi má vænta þess, að eftir nokkra áratugi hafi nokkur hluti hins forna skóglendis aftur náð sinni fomú fegurð. --------Ég hefi kvatt Vífil- staðahæli. Hvíta húsið og liraungróðurinn er úr augsýn, Bifreiðin er á leið til Reykja- víkur. En huganum verðúr reikað til baka — til þessa heimkynnis hvíta dauðans, — þar semj háð er tvennskonar viðreisnarstarf- semi, tvenn barátta. Hvor um sig í nánu sambandi við hina og báðar með rætur sínar í syndum liðins tíma. Allri bar- áttu1 fylgja sigrar og ósigrar, en það er styrkur þeimt sem heyja baráttu við líkamleg sár, að sjá sár jarðarinnar gróa í hverju spori. Reykjavík blasir við af öskjuhlíðinni. Svartur ryk- mökkurinn vefst um húsþökin. Gróðrarilmurinn hörfar undan Nýja Bíól Rsningjabsrinn | Rænii m Bráðskemmtileg og spenn- 1 andi amerísk tal- og tón- mynd. Aðalhlutverkið leik- ur hinn fagri og karlmann- legi Cowboykappi George O’Brien. Aukamynd: FerSalag um Frakkland. Fögur fræðimynd í 1 þætti. Böm fá ekki aSgang. 0 Odýrn § aufflýsingarnar Ka«p og sala Notað svefnherbergissett til sölu afar ódýrt. Vörusalan Týsgötu 3. — Allskonar notað- ir munir teknir til sölú. Rabarbari fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Hreinar léreftstuskur eru keyptar daglega á kr. 1.00 pr. kg. Prentsm. Acta, Laugaveg 1.-------Sími 8948. HILLUPAPPÍR fœst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Belti, kragar og hnappar úr skinni og margt fleira til skrauts á kjóla. Hanskasauma- stofa Guðrúnar Eiríksdóttur, Austurstræti 5. Smurt brauð, margar teg- undir. Laugavegs Automat. Góðar og ódýrar sportbuxur selur GEFJUN, Laugaveg 10. Sími 2838. Tilkynningar Ferðaskrifstofa Islands Austurstræti 20. Sími 2939. Beztar, ódýrastar viðgerðir á allskonar skófatnaði t. d. sóla og hæla kvenskó fyrir kr. 4,00. Kjartan Ámason, Njálsgötu 23. Sími 3814. Til Stykkishólms alla mánu- daga og fimmtudaga. Bifreiða- atöðin Hekla. Sími 1515. Nýja bífreiöaat. Siml 121«. úr silfurpletti, sérlega v&ndaö- or og emekklegur, hjá HÁRALDUR HAGAN Aosturstrætá 8. Sími 8890. og göturykið legst að vitum mér — eins og ránfuglsvængu'r, reiðubúinn til ag veita sár eða bana. 9. júní 1935.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.