Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 2
2 If Ý J A DKGBLABIB Adalfnndur LjóamæðratélagB Islands, byrjar þann 21. júui þetta ár, kl. 2 síðdegis í Oddfellowhúsinu, uppi, Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Fyrirlestur flytur prófessor Guðmundur Thoroddsen. Skemmtiferð með Ljósmæðraskólanum eftir fundinn, Stj órnin. Raftæk j aeinkasala ríkisins Símnefni: Símar: Elektromonopol Skrifst. 4526, 4126 og 1929 Vörugeymsla: 4839- Rafmagnsveitur, rafvirkjar og aðrir sem nota þuifa rafvélar og áhöld, raflagningaefni o. s. frv. og hafa að lögum rétt til þess að kaupa hjá oss, eru vinsamlegast beðnir að láta oss vita svo fljótt sem unnt er um allar stærri pantanir sem þeir væntanlega munu gera á þessu ári. — Vegna gíiurlegr&r aðsókn&r endurtekur Bjarni Björnsson skemmtun sína í kvöld klukkan 9 í Iðnó. Aðgöngum. seldir í dag frá kl. 1. BflRRIlTS bðlllff — lögur og eápa — eru ódýrust og bezt. — Fást i mismunandi ílátum. — J. Barratt & Co, Ltd. Tonge Spring Works, Middle Ton, NR. Manchester England. Einkaumboð á Islandi heflr: Samband isl. samvinnufélaga, Reykjavík, Tveuuskouar viðreisu Af óm'ótstæðilegri þörf á hreinu lofti og í leit að lífræn- um framkvæmdum, sem hvort- tveggja skortir nú svo mjög í borginni, tók ég mér ferð á hendur suður að Vífilsstöðum nýlega. Þegar bifreiðin þýtu'r inn eftir Hverfisgötunni, gefur nokkuð á að líta, semj af má læra. Einn af verkamönnum borgarinnar er að ræsta götuna. í hvert skipti sem hann hefur skófluna á loft til að koma skaminu í kerru sína, tekur vindurinn mestan hluta af þess. umj þurra óþverra og þeytir honum út um hvippinn og hvappinn — í andlit þeirra og klæðnað, sem framhjá ganga. * » * Heilsuhælið á Vífilsstöðum er einn fjölmennasti dvalar- staður þeirra, sem' við langvar- andi vanheilsu eiga að stríða — vanheilsu, sem oft á rót sína að rekja til vanhirðingar og kæruleysis einstaklinganna og þess opinbera um likamlega vel. ferð og hreysti almennings. Er raunalegt til þess að hugsa, að hér er alltaf þörf fleiri og stærri sjúkrahúsa. Víst má telja það þjóðinni til sæmdar, að reisa hér stór hús og kosta til þess æmu fé árlega að veita hjálp og dvalarstað þeim, seml misst hafa heilsuna. En sæmra væri að byrgja brunninn áður en bamið er dott ið í hann og vaka yfir líkams- hreysti þeirra, sem enn eru heilbrigðir. Helgasta skylda þjóðfélagsins er ekki að byggja mörg sjúkrahús og stór, heldur að leggja áherzlú á, að þaú verði sem fæst og smæst í framtíðinni, þ. e. a. s. að efla svo líkamshreysti þjóðarinnar, að þeirra verði sem allra minnst þörf. Með hverjum hraustum borgara vex máttur þjóðarinnar, en sérhver vanheill þegn eykur byrðar hennar. Tökum' eitt dæmi af mórg- um1, götumoldviðrið, sem þyrl- ast hefir yfir hér í Reykjavík undanfama daga, og sem efa- laust hefir gróðursett ólyfjan vanheilsunnar í líkama fjöl- margra borgarbúa, ungra og gamalla. Eiturbyrlan götunnar hefir fengið vindinn í lið með sér til að tryggja það, að stóru sjúkrahúsin verði troðfull, mörgu læknamir og hjúkrunar- konumar hafi nóg að starfa í framtíðinni og ennfremur að máttur þjóðarinnar fari þverr- andi, en byrðamar aukist. Ráð- andi öflin í bæjarmálum Reyk- javíkur láta göturykið alveg af- skiptalaust. Ekki svo m'ikið sem að vatni sé ausið á götumar. Allar reglur um hreinlæti og sæmilega ræstingu em þver- brotnar og heilsu og lífi fjölda fólks stofnað í bráða hættu. Enginn veit hve margir verða götumoldviðrinu að bráð, en hitt er víst, að með svipuðu „hreinlæti" og hingað til hefir tíðkast hér í borginni, verður ag byggja fleiri Vífilstaðahæli í framtíðinni. Hefir þjóðin efni á því að velferð almennings sé stofnað í hættú fyrir kæruleysi skammsýnna valdhafa og hvað á kæruleysi þeirra eftir að kosta? Hefir landið okkar efni á því, ekki einungis að missa þá krafta, sem verða götu- naoldviðrinu í Reykjavík að bráð, heldur og að bera byrðar þeirra? Hvað kosta öll Vífil- staðahæli fram'tíðarinnar? Þessar og aðrar slíkar hugs- anir vakna í huiga mér á leið- inni að Vífilstöðum, en þegar þangað er komið beinist afc- hyglin að umhverfinu. Um- hverfis hið myndarlega sjúkra- hús sjást nokkrar smærri byggingar og stóra túnið hvanngræna, varpar hlýlegum svip á staðinn. 1 nokkurri fjarlægð staðnæmist augað við ógróna mela og hraun á alla vegu. Þetta er eins og vin í eyðimörk. Hér hefir máttur moldarinnar og afl m'anns- handarinnar unnið þrekvirki til eflingar þeim, sem' staðinn sækja, sér til heilsubótar. Um leið og ég stíg út úr bifreiðinni, berst áfengur töðuilmur að vitum mér. Bjöm Konráðsson ráðsmann á Vífilstöðulm ber þar að í sömu svipan, og spyr ég hann, hverju það sæti að farið sé að slá svo árla sum- ars. — Grasspretta er með af- hrigðum mikil, en sér í lagi eru raklendari hlutar túnsins vel sprottnir, af því að þurrviðri hafa gengið. Við byrjuðum að slá 5. þ. ml og erum búnir að slá 15—20 dagsláttur. Er það nokkru fyrr en venja er til, en fallið mxkið. Aðeins að þurrk- arnir haldist, segir Bjöm og horfir með áhyggjusvip á meinleysislega skýhnoðra í vestri. Þegar við göngum' um vell- ina vaxna hnéháu' töðugresi og í áttina til slægjunnar, spyr ég Bjöm hve stórt túnið sé. — Alls eru 150—160 dagsl. í fullri rækt, svarar hann. Mestur hluti þess var áður óræktarmýri, sem ræst var íram á árunum 1921—23. Var hún ag nokkru unnin með þúfnabana 1922. Síðar var jörðin fullnumin með hesta- verkfærum, henni gefinn áburð- ur og sáð grasfræi og höfrum. Var mýrin öll komin í rækt 1926. Síðan hefir túnið verið stækkað til muna, og hafa holt- in og melamir verið teknir til ræktu'nar. Töðufall hefir verið rúmlega 2500 hestar undanfar- in ár, en gera má ráð fyrir, að heyfengur verði nokkru meiri í sumar, því að spretta er ágæt. — Hvenær var Vífilstaðar búið stofnað? — Búið var sett á stofn 1916 og fór hægt af stað, en hefir með jöfnum og föstuúx skrefum náð því að verða eitt af stærstú kúabúulm landsins. Þegar frá er talinn stofnkostn- aðurinn hefir búið verið rekið sem sjálfstæður liður í starf- rækslu heilsuhælisins. Þegar ríkissjóður 1916 lagði fram 26 þús. kr. til stofnunar búsins, fór méstur hluti þess fjár til að byggja fjós fyrir 18 kýr ásamt tilheyrandi haughúsi og heygeymslu. Einnig vom keyptar 16 kýr. — Hve stórt er búið nú? — Kýmar eru 70, en naufc- gripir alls um 80. Einnig á bú- ið 300 hænsn, 30 svín og 5 dráttarhesta. Fraxoh, á 4. glðu. Sláttur á Vífilsstöðum. Myndin tekin 7. þ. m. Beztn matarkaupin gera þeir, sem kanpa ódýra kindakjötid frá. íshúsinn HBBÐUBBEIÐ. Sími 2678.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.