Nýja dagblaðið - 16.06.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 16.06.1935, Blaðsíða 1
Allsherjarmót I.S.I. Allsherjarmót í. S. I. hefst á morgnn. Hafa íþróttamenn tekið að sér að halda veglegan afmælisdag Jóns Sigurðssonar forseta. Hátíðahöldin byrja kl. IV2 e. h. með því að Lúðrasveitin leikur á Austurvelli og kl. 2 heldur mannfjöldinn þaðan, og verður staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar og lagður á það blómsveigur. Þar flytur Ásgeir Ásgeirsson fyrv. ráð- herra ræðu. Kl. 3 verður mótið sett á Iþróttavellinum og eftir það hefst keppni í iþróttum og heldur hún áfram kl. 8.15 sd. Verður keppt í þeim íþrótta- greinum, sem taldar eru1 hér á eftir. Islenzkt met og heims- met tilgreint, einnig keppenda- fjöldi. 100 m. hlaup: Isl. mpt (Garðar S. Gíslas.) 11.0 sek. Heimsmet 10.3 sek. Keppendur 9. Iiástökk: Isl. met (Helgi Eiríksson) 1.755 m. Heimsmet 2.06 m. Keppendur 11. 5000 ,m. hlaup: Isl. met (Jón Kaldal) 15 mín. 23 sek. Heimsmet 14 mín. 17 sek. Keppendur 12. Spjótkast: Isl. met (Ásg. Einarsson) 52.41 m. Heimsmet 76.66 m. Þátttakendur 6. 4X100 m. boðhlaup: ísl. met (K.R.) 47.3 sek. Heimsmet 40 sek. 4 sveitir keppa. 110 m. grindahlaup: Isl. met (Ingv. Ólafsson) 18 sek. Heimsmet 14.2 sek. Þátttakendur 6. 400 m. hlaup: ísl. met Stefán Bjamars.) 54.6 sek. Heimsmet 46.2 sek. Þátttakendur 6. Auk þess keppa 7 stúlkur í langstökki og 2 stúlknasveitir frá Ármanni þreyta 5X80 m. boðhlaup. Á undan íþrótta- keppninni sýnir úrvalsflokkur drengja úr Ármanni fimleika undir stjórn Vignis Andrés- sonar. Sprenging vopnasmiðjunnar London kL 16, 16/6. FÚ Sprengingin í Þýzkalandi virðist ekki hafa kostað eins mörg mannslíf og álitið var í gær. 1 dag var talið að um 50 lík væru fundin, en hundrað manns særðir. Björgunarstarf- ið er mjög erfitt og hættulegt, því það kviknaði i rústum verksmiðjunnar og var erfitt að slökkva eldinn. Mörg lík sem hafa náðst úr rústunum1, eru óþelckjanleg og hálfbrunnin. Hávaðinn af sprengingunni heyrðist í 50 mílna fjarlægð og í Wittenberg sprungu rúður í fimm mílna fjarlægð frá verksmiðjunni. Samskot hafa verið hafin um allt Þýzkaland og hefir Hitler gefið 100 þús- und mörk frá þýzka ríkinu. Sama þðfið f Kína London kl. 16, 16/6. FÚ. Á ástandinu í Kína hefir ekki orðið nein breyting frá því í gær. Landsstjórinn í Chili héraðinu hefir lagt niður embætti sitt, og Japanar halda enn áfram að senda her til Norður-Kína. Japanar telja, að stjórnin í Nanking hafi fallizt á kröfur þeirra, en Kínverjar mótmæla því. Kínverski sendiherrann í London átti í gær tal við Sir Samuel Hoare utanríkismála- ráðherra Breta, um hið alvar- lega ástand í Kína. Á m'ánu- daginn verða þessi mál rædd í enska þinginu. Um kvöldið sýnir Gunnar Salomonsson aflraunir 0g reip- dráttur verður þreyttur milli úrvalsliðs úr Ármanni og lög- reglunnar. Verða vafalaust margir „spenntir", serh sjá þá athöfn. Enginn dans verður á pallin- um, en dansað verður í Iðnó eftir kl. 101,4 síðd. Á Allsherjarmótinu er keppt milli félaga. Það félag, sem fær hæsta stigatölu, vinnur farandbikar og nafnbótina „Bezta íþróttafélag lslands“. K. R. er nú handhafi bikars- ins. Eitt íslenzkt met verður a. m. k. sett á þessu móti. Það er í sleggjukasti. Úrvals-leikUmlsflokkur drengja úr Glímufélaglnu Ármann, er sýnir á Alisherjarmóti í. S. L Úrslitasprettur í 80 metra hlaupi kvenna á Allsherjarmótinu 1932. Guðrún Sigurðardóttir (Á.) kemur fyrst að marki. verður haldið i Rvík 1940 FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Kaupmannahöfn í júní. Norrænt rithöfundamót hef- ir undanfarið staðið yfir í Helsingfors I Finnlandi. Mætti Gunnar Gunnarsson skáld þar fyrir hönd íslenzkra rithöfunda. Fyrir hönd rithöfundasam- bandsins norska mættu: Peter Egge formaður sambandsins, Sigrid Undset, Ronald Fangen, og Arnulf överland. Fyrir hönd Svía mættu: Marika Stiern- stadt, fonnaður sænska rithöf- undasambandsins, Katrín Roye, Eivind Johnson og Vilhelm Moberg. Hartvig Jacobsen for- maður danska rithöfundasam- bandsins, Thit Jensen, Bruun- Rasmussen, Sven Clausen, Leck Fisoher, Johannes Buch- holtz, Holger Rutzebeck og Hans Wemer sóttu mótið fyr- ir hönd Dana. Yrjo Soinis og margir aðrir þekktustu rithöf- undar Finna voru mættir, og ennfremur forstjórar stærstu bókaútgáfufélagarma á Norður- löndum. Fyrir mótinu lá m. a., að ræða um réttaraðstöðuna milli rithöfunda og bókaútgefenda, hvort endurskoða skuli Bemar- samninginn, og ennfremur á hvern hátt rithöfundar eigi að vinna gegn afnámi prentfrels- isins í einvaldslöndunum. Kom sú skoðun fram á mötinu, að prentfrelsið væri lífæð bók- menntanna og rithöfundar Norðurlanda yrðu allir að leggjast á eitt gegn allri rit- skoðun. Gunnar Gunnarsson færði fundinum kveðju ísl. rithöf- unda og boð til norrænna rit- höfunda að kom'a til Reykja- víkur 1940, en þá er ákveðið að næsta rithöfundamót verði haldið. Rithöfundar Norðurlanda hafa áður haldið fundi með sér í Osló, Stokkhólmi og nú í Helsingfors, en ekkert mót hef- ir enn verið haldið í höfuðstað Island. Boð Gunnars Gunnars- sonar vakti því mikla ánægju á fundinum, og má gera ráð fyr- ir, að rithöfundar frá öllum Norðurlöndum komi til Reykja- víkur 1940. Sennilega verður sérstakt skip tekið á leigu til íararinnar og norsku, sænsku, dönsku og finnsku fulltrúarn- ir verði allir samferða til Reykjavíkur. B. Má auka viðskipti Breta og íslendinga? Viðtal við Mr. Eric Cable ræðismann. FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Kaupmannahöfn í júní. Nýja dagblaðið hefir haft tal af enska ræðismanninum hér í borginni, Mr. Eric Cable, verzlunarfulltrúa Englendinga á Islandi og Danmörku, og rætt við hann um viðskiptasamband Englendinga og íslendinga 0g önnur málefni, sem snerta kynningu þessara tveggja þjóða. Mr. Eric Cable er vel kunn- ugur staðháttum á Islandi. Var hann ræðismaður Englend- inga þar 1914—1919. Hefir hann jafnan síðan haldið við kynningunni og bæði áður og eftir að hann varð ræðismaður Breta í Kaupmannahöfn 1933, hefir velvild Mr. Cable til Is- íslands komið í ljós. — Ég kem til Reykjavíkur 22. þ. m. í embættiserindum ...------- sem verzlunarfulltrúi, segir Mr. Cable við fréttaritara Nýja dagblaðsins. Svo mikil framför hefir orðið á Islandi síðan ég bjó þar, að ekki er nægilegt að byggja skoðun sína á þeirri kynningu, sem ég aflaði mér þá. Sökum þess, að þessi feikna framför heldur stöðugt áfram, er nauðsynlegt fyrir mig að ferðast árlega til ís- lands og kynna mér hina, um- fangsmiklu þróun. Auk þess sem það er hugðarefni að fylgj- ast með öllum nýjungunum, er mér líka mikil ánægja að því að koma til íslands, því að ég svo heppinn ag eiga þar marga vini. — Ég get ennfremur glaðst yfir því, að eiga íslenzka vini vestur í Ameríku. Rétt eftir stríðið hitti ég marga íslend- inga í Portland, og gat frætt þá um ástandið á Islandi með- Framh. á 4. aíðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.