Nýja dagblaðið - 16.06.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 16.06.1935, Blaðsíða 3
S Ý 1 A D 1 O BLAÐIS 8 1 NtJA DAGBLAÐIÐ| Útgefandi: „Binftai'itgáfan h.f.“ | Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, Sigfús Halldórs frá HöfnunL R i tst j órn arskri fstof uraar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýaingaskrifítofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f lausasðiu 10 aura eint Prontsmiftjan Acta. Erlendir ferðamenn ogAkronelis bæjar- stjóroarinnar Reykjavík er háborg ís- lenzkrar menningar og hefir leng-i verið. Einskonar Aþena við Faxaflóa. Gestur Pálsson færði rök að þessu fyrir mannsaldri síðan, og það hefir a. m. k. ekki breytzt, hvað sem öðru líður. Aþena á Grikklandi átti sér merkilega háborg, sem valda- menn borgarinnar prýddu á all- an hátt, svo að ekki fannst hennar líki. Reykjavík á ís- landi á sér líka Skólavörðu- holtið, þar sem Háskólinn, há- borg sjálfrar háborgarmenn- ingarinnar átti að liggja. Svo varð ekki, en þar er þó vísir til hámenningartorgs. Þar er Listasafn Einars Jónssonar og þar er Leifsstyttan. Slík há- torgsprýði er að vísu ekki beinlínis að þakka valdamönn- uiri Aþenu hér við Faxaflóa. Ríkið og Einar Jónsson gáfu Listasafnið. Og Bandaríki Norður-Ameríku Leifsstyttuna. Forráðaménn bæjarins hafa þó sjálfsagt gefið land undir hvorttveggja. öllum útlendingum, sem nokkurt vit hafa á höggmynda- list eða yndi af henni, verður fyrst gengið til Listasafns Einars Jónssonar; þeim er orðstír hans kunnur um víða veröld. Hugsum oss dálítinn hóp fá sér fylgdarmann þang- að. Þegar kemur að meginhlið- inu, skín í moldarflag, mynd- arlegt flag, sannkallað höfuð- staðarflag, kannske grafið þama af hugulsemi við lista- manninn, svo að hann eigi síð- ur á hættu’ að gleyma sand- byljunum, er stundum léku nálægt æskustöðvum hans, kannske aðeins einn af mörg- um dularfullum þáttum í götu- rykspólitík bæjarstjórnarinnar. Skilji ferðamenn ekki þetta, né hvers vegna verið sé um leið að grafa undan staurun- um í girðingunni um Lista- safnið, þá skýrir fylgdarmað- ur þetta nákvæmlega fyrir þeim. — Sömuleiðis fótbolta- leik strákanna í kring um listasafnið. — Hvernig hann fer að því? — Ja, hann um það; hann rétt ræður hvort hann skilur valdhafana í Reykjavík á íslandi, eða ekki. Þetta gleymist að vísu þeg- ar inn í Listasafnið er komið. En það minnir þá líka þeim mun óþægilegar á sig, þegar „Einkafvrirtækið" er orðið fvlgis- laust í Dala- og Strandasvslu Stjórnaröndstœðingar hætta við að bera upp vantraust á Hólmavíkur- fundinum, því Framsóknarmenn voru í algerusn meirihluta Hötundnr „mcs&gremarinn&r“ reynir að heína iyrir óiarirnar með lygasögum i Morgunblaðinu. I fyrradag voru haldnir þrír fundir í Dalasýslu, einn í Barðastrandarsýslu og einn í Strandasýslu. Voru allir þessir fundir með sama marki og þeir, sem haldnir hafa verið áður. Stjórnarandstæðingar á stöðugu undanhaldi í umræð- unum um afurðasöluna og fjár. málinu, en þau mál voru mest rædd á fundunum, og megin- hluti ræðutíma þeirra fór til að verja afglöp og illvilja, sem þeir hafa sýnt í þessumi mál- um. Á fundunum í fyrradag vakti þó langmesta athygli, hversu gersamlega fylgi „Bænda- flokksins“ er þrotið í Stranda- komið er út úr þessari dóm- kirkju íslenzkrar listar. Og þá koma ferðamenn auga á myndastyttu, víking, sem ber við loft skammt frá, á há- torginu fyrirhugaða. Þeir vilja gjarna sjá þetta listaverk nær. Reykjavík er enn ekki mjög auðug af styttum undir beru lofti. Og forvitnin vex heldur, er fylgdarmaður segir: „Leif- ur Eiríksson, gjöf frá U. S. A., á 1000 ára afmæli Alþing- is, o. s. frv.“. Þá ganga þeir þangað. Segjum, að þeir virði fyrst fyrir sér framhliðina. Svo ganga þeir aftur fyrir, til þess að horfa inn í stafninn. Þá gefur á að líta og-------jæja, hugsum oss að þeir reki fyrst augun í letrið: Leifr Eirícsson Son of Iceland Discoverer of Vínland The United States of America to the People of Iceland on the one thousandth Anniversary of the Althing A. D. 1930. „---------Bandaríkin til ís- lenzku þjóðarinnar------“. Þeir sjá þarna ekki ómerki- legan vott þeirrar virðingar, sem voldugasta þjóð heimsins ber fyrir gullaldarafrekum minnstu sjálfstæðu þjóðarinn- ar. sem til er. Og hvar skyldi slíkur vottur betur geymdur en í höfuðborg- inni? En þeir sjá meira en áletr- unina. Á henni og umhverfis hana alstaðar sjá þeir mjög áberandi merki þeirrar at- sýslu og Dalasýslu, en þar fékk sá flokkur allmörg atkvæði í seinustu kosningum. Ræðu- menn flokksins fengu alstaðar frámuna slæmar undirtektir. Það var eins og enginn vildi við þá kannast og enginn vildi á þá hlusta. HÓLMAVlKUR- FUNDURINN. Á Hólmavík var fjölmenn- asti fundurinn; fundarmenn töluvert á þriðja hundrað. Ræðumenn voru mættir: Her- mann Jónasson af hálfu Fram- sóknarflokksins, Guðj ón Bald- vinsson af hálfu Alþýðuflokks- ins, Jón í Stóradal fyrir „einka- hygli, sem íbúarnir í menning- arháborg Islands, veita þessum fagra virðingarvotti. Það er samá athyglin, sem hundarnir veita hinum og þessum þúfum, sem á daglegum vegi þeirra verða. Þessi merki eru nú svo ræki- lega brennd inn í granítstein- inn, að líklega er alveg ó- mögulegt að þvo þau burtu, né anganina, sem fylgir vegs- ummerkjunum og sem hver golublær færir að vitum á- horfanda. Slík vegsummerki verða ekki á einni viku eða einum mán- uði, né á einu ári. Sú menning, sem getur framleitt slíkt, verður árum saman að hafa átt sér vísa verndun og alúð valdhafanna í höfuðborg ís- lands. Og vafalaust halda þeir verndarvængnum yfir þessum menningarvotti a. m. k. fram yfir ferðamannagöngur í sum- ar. Og því skyldu þeir ekki rólegir gera það? Öll vegsum- merki á Skólavörðuhæðinni bera bæjarstjórn Reykjavíkur jafn ótvíræðan vott um visst menningarstig, eins og vegs- ummerkin á Akropolis báru yfirvöldum Aþenuborgar vott um annað. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir sjálfsagt gjarnan viljað líkja eftir Forn-Grikkjum. Að- eins bersýnilega ekki treyst sér til að etja kappi við Peri- kles. En frægðin er ekki öll á einn veg. Og þá er eins og bæjar- stjórninni hér hafi þótt for- fordæmi Heróstratesar sáluga auðveldara til eftirbreytni. fyrirtækið“ og Sigurður Krist- jánsson fyrir íhaldið. íhaldsmenn höfðu mikinn viðbúnað fyrir þennan fund, enda eiga þeir á þessum slóð- um aðalfylgi sitt í sýslunni. Höfðu þeir ákveðið að veita forsætisráðherra eftirminnileg- ar móttökur og gera hvorki meii*a né minna en samþykkja vantraust á stjórnina. Þegar kom á fundinn varð minna úr þessum ráðagerðum, því Framsóknarmenn höfðu strax í byrjun greinilegan meirihluta. Fékk forsætisráð- herra hinar ágætustu undir- tektir, og því betri, sem á fund- inn leið. Fór Sigurður Kríst- jánsson hina verstu hrakför í umræðunum og bætti það ekki úr skák, þó að Jón í Dal styddi hann eftir megni. Ætluðu 4—5 íhaldsmenn að koma á stað lófaklappi fyrir Sigurði, en sú tilraun fékk lítinn byr. Jón í Dal fékk engar undir- tektir, en mikla andúð. Sýndu fundarmenn honum þá þolin- mæði í fyrstu, að hlusta á mál hans, en fóru flestir út, þegar leið á fundinn, enda var þá mesti móðurinn runninn af Jóni. Var auðséð, að Stranda- menn vildu ekkert hafa saman við Jón og flokk hans að sælda, og hafa á báðum hina mestu skömm. Þau atkvæði, sem „Bændaflokknum" voru greidd í Strandasýslu í fyrra, voru greidd Tryggva Þórhallssyni, en ekki flokknum og málstað hans. Verður hrun „Bænda- flok‘ksins“ á þeim slóðum að- eins skýrt á þann hátt, aúk þess, sem þjónsmennskan og ættartengslin við íhaldið hafa komið gleggra í ljós og haft sín áhrif. Ályktanirnar, sem draga má af Hólmavíkurfundinu, era þessar: Stórfellt hrun „Bænda- flokksins“, vonleysi og uppgjöí íhaldsins, sem kemur fram í því að hætta við vantraustið, og öruggt fylgi meirihlutans við núverandi þingm. Stranda- manna og Framsóknarflokkinn. HEFND SIGURÐAR, Morgunblaðið var í gær fullt af lygasögum um hrak- farir, sem Hermann Jónasscn átti að hafa farið á þessum fundi. Eru sögurnar komnar frá Sigurði Kristjánssyni, sem verið hefir í illu skapi út af ó- förunum1. Er þetta gott dæmi um ósannsögli Sigurðar en heimsku Valtýs, sem hefir í barnaskap sínum haldið, að menn fengjust til að trúa því, að Hermann forsætisráðherra hafi beðið lægra hlut í orða- skiptum við Sigurð Kristjáns- son! FUNDURINN 1 KRÓKSF J ARÐ ARNE SI. Fundarmenn voru um 40 og langflestir Framsóknarmenn. Jörundur Brynjólfsson var mættur af hálfu Framsóknar- flokksins og Garðar Þorsteins- son og Árni Þórðarson af hálfu íhaldsflokkanna. Garðar var daufur og sár- vorkenndu fundarmenn honum, vegna þess að hann breytti það skynsamlega, að ætla mátti, að honum væri sárnauð- ugt að verja hinn slæma mál- stað. Ami Þórðarson taldi forar- málið (50. þús. kr. styrkur til safnþróa) mesta stórmálið, sem kom fram á seinasta þingi. Þótti fundarmönnum það gott dæmi um hugsjónir og fram- farahug „flokksins". Annars héldu fundarmenn sig mest úti, meðan Árni talaði, og óskuðu þess, að norðangarðinn lægði, svo maðurinn gæti sem fyrst komizt til Reykjavíkur, því þar ætti sá „bóndi“ vel heima. FUNDURINN Á LAUGUM. Á fundinum á Laugum í Dalasýslu voru um 80 manns. Jónas Jónsson var fyrir Fram- sóknarflokkinn, Björn Blöndal fyrir sósíalista, Pétur Ottesen og Gisli Biynjólfsson fyrir íhaldsflokkana. Framsóknarmenn voru í öfl- ugum meirihluta. Ræðum Jón- asar var alltaf tekið með dynj- andi lófakappi, en enginn hreyfði hönd til að klappa fyr- ir Pétri og Gísla. Þótti fundar- mönnum líka sáralítið til uni þann síðamefnda og hlustuðu venjulega ekki nema sárfáir á mál hans. Pétur Ottesen var í mjög örgu skapi; og reyndi lítið til að verja afglöp íhaldsins í fjármálum og afurðasölumál- um. Reyndi hann nú heldur ekkert til að afsaka mjólkur- verkfall Péturs Magnússonar, enda er vörn hans í því máli á Reykholtsfundinum orðin fræg, honum til lítils sóma. Pétur reyndi helzt að beita illkvitnislegum rógburði og Gróusögum. Þannig sagði hann, að Jónas Jónsson og Sig- urður Jónasson byggju í dýrum „villum“. Þegar honum var bent á, að Jónas Jónsson hefði í mörg ár búið í sambandshús- inu og Sigurður Jónasson í gömlu húsi, svaraði Pétur því einu, að Sigurður ætti nýtt vörugeymsluhús við höfnina! Þá sagði Pétur, að verkfall- ið við Sogsvirkjunina hefði verið gert vegna þess, að Héð- inn Valdimarsson ætti 60% í bílum Vörubifreiðarstöðvar- innar „Þróttur”. Þá var Pétri sagt, að bílamir væru í eigu einstakra bílstjóra. Pétur svar- aði aftur, að bílstjórarnir myndu skulda Héðni mikið fyrir benzin. Þá var Pétur upp- lýstur um það, að olíufélögin lánuðu ekki benzín. Og þá þagnaði Pétur. Þannig var öll hans mála- feersla. Skætingur og rógur, en hvergi minnsti vottur um hug- sjónir og áhugamál. FUNDURINN Á NESODDA. Þar voru mættir Hannes Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.