Nýja dagblaðið - 23.06.1935, Page 4
4
H ♦ i ▲
DAGBLABXÐ
/ DAG
Sólaruppkoma kl. 2,00.
Sólarlag kl. 10,57.
Flóð árdegis kl. 10,10.
Flóð síðdegis 10.40.
Veðurspó: Sunnan og suðvestan
kaldi. Smáskúrir, en bjart á
milli.
Ljósatími lijóla og bifreiða kl.
9,45-3,05.
Messur:
1 dómkirkjunni: Kl. li guðsþjón-
usta í sambandi við setningu
kirkjuþings. Sr. Eiríkur Bryn-
jólfsson predikar, en sr. Garðar
þorsteinsson verður fyrir altar-
inu. Kl. 5 sía Friðrik Hallgríms-
son.
I fríkirkjunni: Kl. 5 síra Árni Sig-
urðsson.
Helgidagavörður: Óiafur Helga-
son. Ing. 6. ími 2128.
Hoinisóknartími sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ................ 3-4
Landakotsspítalim* ........... 3-5
Vífilstaðaliselið . lZy2-iyz og 3y2-iY2
Laugarnesspítali ........... lZy2-2
Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4
Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9
Kleppur ....................... 1-5
Elliheimilið .................. 1-4
Næturvörður í Laugavegs- og Ing-
ólfsapóteki.
Næturlæknir: Jón Norland, Skóla-
vörðustíg 6B. Simi 4348.
Næturlæknir aðra nótt Daníei
Féldsted, Aðalstr. 9. Sími 3272.
Samgöngur og pósUarðlr:
ísland til Khafnar kl. 8.
Skenuntanir og samkomwi
Gamla Bíó: Æfintýri tónskóld-
anna, kl. 5, 7 og 9.
Nýja Bíó: Orustan, kl. 7 og 9.
Sérstök barnasýning kl. 5.
Dagskri útvarpslnai
Kl. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa
í Dómkirkjunni (síra Garðar þor-
steinsson og síra Eiríkur Bryn-
jólfsson). Settur almennur kirkju-
íundur.
15,00 Tónleikar (frá Hótel ísland).
18,45 Barnatími: Um Siglufjörð
(Friðrik Hjartar skólastj.). 19,10
Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar:
Sönglög eftir Schubert (plötur).
19,50 Aúglýsingar. 20,00 Klukku-
sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi (úr
Dómkirkjunni): Um skipun
prestakalla (síra Friðrik Rafnar).
21,15 Tónleikar: a) Sumarlög
(plötur); b) Endurtekin lög (plöt-
ur). — Danslög til kl. 24.
Steinnökkvann, sem getið var
um í Nýja dagblaðinu, í viðtali
vjð Benedikt Björnsson, skóla-
stjóra, kom „Óðinn“ með til Húsa-
víltur á þriðjudaginn var, og fóru
margir bátar fullir af fólki ó móti
skipunum. Var mikil gleði auð-
sæ yfir því að hafa fengið þenna
dreka heim heilu og höldnu.
Lengdin er um 60 metrar, en
breiddin um 10 metra, þar
sem hann er breiðastur. Verður
þetta bryggjuhausinn, þegar búið
er að gera hann nógu rambyggi-
legan til þess að standa í botn,
eftir að búið er að stevpa innan i
Iiann. Vorður það gert á höfninni
og ekki lagt að bryggjuhausnum
fy-rr en fullfermt er af grjóti, og
jafnhliða þá lokið við þá 30 metra
landgangsins, sem eftir er að
steypa. — Verður þetta góð at-
vinnubót ó Húsavík í sumar.
Æ-fintýri
tónskáldanna
Bráðskemnxtileg og fjörug
tal- og söngvamynd, tekin
af Paramount-félaginu.
Aðalhlutverkin leika:
Jack Oakie, Jack Haley
Ginger Rogers og Thelma
Todd.
Aukamyndir:
Fréttablað og Teiknimynd.
Sýnd í dag kl. 5, 7 og 9.
(Barnasýning kl. 5, Alþýðu-
sýningu kl. 7).
*HLXIl33l áls 3. J.
Skipaíréttir. Gullfoss kom fró
Leith og Kaupmannahöfn í fyrra-
kvöld. Goðafoss fór frá Hamborg
í gær á leið til Hull. Bnlarfoss
kom til Leith í gærmorgun og fór
þaðan í gærkvöldi ó leið til Kaup-
mannahafnar. Dettifoss var á Ak-
ureyri í gær. Lagarfoss fór frá Fá-
skrúðsfirði í fyrrakvöld kl. 10 á
leið til útlanda. Selfoss fór fró
Vestmannaeyjum í fyrradag kl. 5
á leið tii Aberdeen.
Strokufangamir, Magnús Gísla-
son og Friðþjófur Óskarsson, voru
fluttir austur að Litla-Hrauni i
gær, en Vernharður Eggertsson
varð eftir hér í fangahúsinu. Hefir
forstöðumaðurinn á vinnuhælinu
neitað að taka við honum, þvi að
hann reyni að spilla föngunum.
Norræna stúdentamótið verður
sett í Kaupmannahöfn í dag. þátt-
takendur eru um 1400.
Ejnar Fors Bergström ritstjóri
og frú hans, er með honum kom,
dvelja á Laugarvatni til miðviku-
dags. Fara þau þó til Norðurlands,
en koma aftur snemma í júlí, og
staldra þó við nokkra daga.
Almennur kirkjufundur. í dag
hefst annar almenni kirkjufund-
urinn með guðsþjónustu í dóm-
kirkjunm. Til hans boðar undir-
húningsnefnd sú, er kirkjufundur-
inn í fyrra kaus. Lítur út fyrir,
að hann muni verða allfjölsóttur,
því að daglega berast fregnir um
að fulltrúar safnaða og prestar
séu væntanlegir til borgarinnar
næstu daga. Nokkrir eru þegar
komnir. Kirkjufundurinn verður
haldinn í samkomuhúsi K. F. .U
M. og er öllum almenningi heimilt
að sitja hann, meðan húsrúm
leyfir, þó að atkvæðisrétt og mál-
frelsi hafi aðeins fulltrúamir og
prestar. Að gefnu tilefni skal það
fram tekið, að fyrverandi prestar
hafa full fundaréttindi, og væntir
undirbúningsnefndin, að þeir sæki
fundinn sem flestir. Sömuleiðis
væntir nefndin, að almenningur
fylgi störfum fundarins með áhuga
og góðri sókn. Fyrir fundinn munu
verða lögð mörg mól og merk, þótt
hér verði þeirra eigi getið. — Dag-
skráin birtst hér i blaðinu í gær.
V. S.
Leiðrétting. í nokkru af upplagi
Dvalar hefir 3. lína í sögunni, Og
lyftan féll, ruglazt. Á að vera:
ásthrifinn þangað inn á undan
— Góðfús lesari er beðinn að at-
huga þetta.
Gamanvísnasafn Bjarna Bjöms-
sonar. Vísur þær, sem hann syng-
ur nú, ásamt beztu visum þeim,
sem hann áður hefir sungið og
cru nýlega komnar út í einni
heild og mun alla þó, sem hlust-
að hafa á Bjama langa til að
eignast þær. Svo sem: „Vísur urn
útvarpsráðið“, Minnisvarðavísurn-
Island erlendis
Framh. af 1. síðu.
breiðsla ný-íslenzkra bók-
mennta, myndlistar og hljóm-
listar mjög stuðlað að þeirri
vaxandi athygli, sem landinu
er veitt erlendis. Að vísu
skortir enn mikið á, að Island
nútímans sé orðið svo þekkt út
um heim, sem vera ber, en
þekkingin fer vaxandi. Og það
er höfuðatriðið.
Vil ég nú íiefna nokkur
dæmi, sem nýlega hafa fram
komið og bera vott um vax-
andi áhuga meðal erlendra
manna á íslenzkum málefn-
um.
Þekktur Englendingur
skrifar athyglisverða
grein um tsland.
Bæði ensk blöð og eins
,,Berlingske Aftenavis" birtu
samtímis merkilega grein um
ísland eftir enska bókaútgef-
andann Mr. Stanley Unwin.
Hann er forstjóri fyrir Ge-
orge AJlen & Unwin Ltd., sem1
er eitt voldugasta bókaútgáfu-
félag í London og ennfremur
formaður The Publishers As-
sociation of Great Britain and
Ireland. Forsögn greinarinnar
er svolátandi: „tsland — para-
dís ferðamanna". Er hún öll
óslitin lofgjörð um Island og
íslendinga.
1 upphafi greinarinnar skýr-
ir Mr. Unwin frá því, að sögu-
sagnir annai’ra manna, en sér-
staklega Bryce lávarðar, hafi
skapað hjá sér ómotstæðilega
löngun eftir að kynnast land-
inu. Síðan segir hann frá ferð
sinni til íslands. „Hvernig eru
tslendingar?" segir hann. „Það
er aðeins hörmulegt að þeir
skulu ekki telja nema 100 þús.
Hörmulegt vegna þess, hvað
þeir eru geðfelldir, gestrisnir
og alúðlegir. Alþingi þeirra
hefir staðið í meira en þúsund
ár og getúr engin þjóð stært
sig af að eiga svo gamalt
þing. Þeir bönnuðu hólmgöng-
ur með lögum 60 árumj áður
en Vilhjálmur bastarður lagði
England undir sig. Jafnvel á
smæstu bændabýlum eru bóka-
söfn og oft bækur á mörgum
tungumálum.“
Þvínæst skýrir Mr. Unwin
m. a. frá hinum mikla sögu-
fræðilega áhuga íslenzku ,þjóð-
arinnar, íslenzkum eldfjöllum
og heitum uppsprettúm. Getur
jafnframt lækningamáttar hins
heita vatns o g þýðingu þess
fyrir garðrækt. Ennfremur
segir hann frá því, hve lax-
veiði þar sé skemmtileg. Um
landið hafi verið lagðir vegir
með ærnum kostnaði osf. Lýk-
ur hann greininni með þessum
orðum: „Sá sem ferðast til ís-
lands mun aldrei iðrast þeirrar
farar. Ef einhver spyr síðar
hvers vegna hann sé svo hrifinn
af landinu, mun honum verða
ógreitt uni svar, því að ástæð-
umar eru svo margar“.
ar“, „Hvað amar að?“, ,Sól úti,
sól inni“, „Sogsvísurnar", „Jón í
hjáleigunni", „Sumir gera það
aldrei", „Sjómannasöngur", „Alveg
eins og ég“, „Framfarimar í
Reykjuvík11 o. fl. ógætt. Sumar
(,Laxfoss“
Frekja eða misskilningur?
Heyrzt hafa nokkurar
óánægjuraddir yfir nafni hins
nýja skips Borgfirðinga, af því
það rninni of mikið á skip
Eimskipafélags íslands. En það
hefir annað eins skeð og að öll
skip, sem annpst siglingar að
og frá landinu og umhverfis
það, yrðu eign eins félags, sem
þjóðin í heild réði yfir, en ekki
nokkurir fjármagns yfirráða-
menn. Og það félag héti Eim-
skipafélag tslands. Mun mörg-
um finnast það ekki ótrúlegur
draumur og ef hann skyldi ræt.
ast, myndu margir mæla, að
Borgfirðingar hefðu verið
framsýnir. En þótt svo yrði
ekki, þá er varla hægt að lá
Borgfirðingum með réttu, þó
að þeir kalli hið nýja skip sitt
eftir einum af sínum fögru
fossum. Ýmis skip, annarra
manna eign, hafa fyr og
síðar verið kölluð fossanöfnurríj
meira að segja sömu fossa-
nöfnunum og skip Eimskipa-
félags tslands. Ég tala nú ekki
um hús, verzlanir o. fl. o. fl.,
sem hefir heitið og heita
nafni, sem endar á „foss“. —
Einu sinni þekkti ég foreldra,
sem létú alla syni sína heita
Óskar. Nágranna þeirra fædd-
ist sonur nokkru seinna, sem!
hann lét líka heita óskar, án
þess að* tala við hina foreldr-
ana um það! — Blöndal,
Hjaltalín o. fl. eru fræg ættar-
nöfn vissra ætta, þó hafa ýms-
ir óskyldir einstaklingar leyft
sér að skíra börn sín Blön-
dal, Hjaltalín o. s. frv. Og
enginn heimskað sig á að
heimta, að skímarnafnið yrði
tekið af þeim. Væri þar þó
fremúr ástæða en um „fossa“-
nafnið. Svona mætti lengi
halda áfram1 að telja upp rökin
í sömu átt. — Og eitt er m. a.:
Mönnum þykir vænt um fagra
staði á æskustöðvum sínum, og
vilja gjarnan flytja kenndir
þær, sem1 bundnar erú við þá
í gegnum örnefni þeirra, yfir á
þá nýsköpun, sem þeir sjálfir
erú valdir að. — Laxfoss í
Norðurá er einn af „gimstein-
um“ hins fagra Borgarfjarðar-
héraðs, og skipið „Laxfoss“
verður vonandi giftudrjúgur
tengiliður milli þess og höfuð-
staðarins. Líklegt er, að vin-
sældir hins nýskapaðla „Lax-
foss“ verði engu minni en nafna
hans í Norðurá. Og að ekki
eingöngu höfuðstaðarbúar og
Borgfirðingar úni í framtíðinni
vel hinu fagra nafni skipsins,
heldur einnig hluthafar í Eim-
skipafélagi íslands kunni hið
bezta við nafnið á þessum hálf-
bróður sinna „fossa".
V. G.
vísurnar eru snjallar, en hinar
alls ekki verri en annar skáld-
skapur, sem þykir íullgóður og
selst vel. En aðalkostur vísna-
safnsins er, að það ber með sér
hreim hins ógleymanlega Bjarna,
enda er mynd hans sem einskon-
ar filmstjörnu framan á bókinni.
Bókin er 64 síður og kostar aðeins
1 kr. Hún fæst hjá öllum bók-
sölum. Krossfiskurlnn.
Ntte Bfi
M.
Sýnd í kvöld kL 7 (lækkað
verð) og kl. 9.
Barnasýning kl. 5.
þó verða sýndur bráð-
skemmtilegar myndir, teikni
myndir, fræðimyndir o. fl.
m Odýrn #
au f singarnar
Notaður peningaskápur ósk-
ast til kaups. A. v. á.
Nokkur þúsund í veðdeildar-
bréfum er til sölu. — Tilboð
leggist inn á afgreiðslu blaðs-
ins fyrir 25. þ. m. merkt „Veð-
deild“.________________________
5 manna bifreið í ágætu
standi er til sölu nú þegar með
tækifærisverði. Jón Arinbjöms-
son, Laugaveg 68. Sími 2175,
heima 6—8 síðd.
Lítið notaður dívan óskast til
kaups. A. v. á.
Saltfiskbúðin er vel birg af
nýjurn fiski. Sími 2098.
Smurt brauð, margar teg-
undir. Laugavegs Automat.
Góðar og ódýrar sportbuxur
selur GEFJUN, Laugaveg 10.
Sími 2838.
Hreinar léreftstuskur
eru keyptar daglega á kr. 1.00
pr. kg.
Prentsm. Acta,
Tapað-Fimdið
Tapast hefir ljósgulur ketl-
ingur. Ef einhver skyldi verða
hans var, er hann beðinn að
koma honum eða gera aðvart í
Skólastræti 1, niðri.
Q
Ö
Húsnæði
Þriggja herbergja íbúð ósk-
ast 1. sept. A. v. á.
D
II
Atvinna
Bílstjóri (piltur eða stúlka)
óskast hálfs mánaðar tíma.
IJppl. hjá Helga Lárussyni
kaupfélagsstjóra.
I
Sumarpeysur
nýkomnar, frá 3,25. Sum-
arblússur. Kragar. Hnapp-
ar. Clips.
Ódýrir sumarkjólar. —
Góð, hentug pils.
Fallegar, nýtízku slæð-
ur. — Allt með sann-
gjömu verði.
NINON
Austurstræti 12.
Opið 11—121/2 og 2—7.