Nýja dagblaðið - 02.07.1935, Blaðsíða 1
NYJA DAGBLAÐIÐ
3. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 2. júlí 1935.
iiiiii ■ iiiiiii
149. blað
Tekjur og eignír Vesfmanna-
eyjakaupsfaðar verða seldar
á nauðungaruppboðí ífyausf
Uppboð
Fyrir tæpum hálfum mánuði
var skýrt frá því hér í blaðinu,
að bæjarfógetinn í Vestmanna-
eyjum hefði neyðst til þess,
sökum margra ára vanskila, að
framkvæma lögtak á eignum
Vestmannaeyjabæjar og aug-
lýsa þær til uppboðs.
Heimildin, sem blaðið hafði
fyrir þessu, var auglýsing frá
bæjarfógetanum sjálfum birt í
Lögbirtingablaðinu 13. f. m.
Níu dögum seinna, 22. f. m.,
skrifar Jóh. Gunnar ólafsson
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
grein, sem birtist síðar í Morg-
unblaðinu, og skýrir þar frá,
að bærinn hafi greitt skuldina,
sem var tilefni auglýsingarinn-
ar, og hafi auglýsingin því ver-
ið kölluð aftur.
Lætur bæjarstjórinn svo í
greininni, að hagur bæjarins sé
í hinum mesta blóma og um-
mæli Nýja dagblaðsins um
greiðsluvandræði, skuldasöfnun
og yfirvofandi fjárhrun bæjar-
ins séu „sprottin af illum hug
til Vestmannaeyja".
Hvað mikið mark er takandi
á þessu gumi bæjarstjórans og
hvort hann skýrir réttar frá
en Nýja dagblaðið sést gleggst
á því, að tveim dögum síðar,
25. f. m., er bæjarfógetinn til-
neyddur vegna kröfu frá veð-
deild Landsbankans að auglýsa
til sölu á nauðungaruppboði all-
ar eignir Vestmannaeyjabæjar
og auk þess allar tekjur bæj-
arins.
Birtast um þetta í Lögbirt-
ingablaðinu 27. f. m. svohljóð-
andi auglýsingar frá bæjarfó-
getanum:
Uppbod
Eftir krttfu Veðdeildar Lands-
bankans verða elgnir og tekjur
Vestmannaeyjasýslu (nú kaupstað-
ar) með ábyrgð sýslunefndar sem
slíkrar, seldar á nauðungarupp-
boði, sem byrjar hér á skrifstof-
unni fimmtudaginn 26. sept. þ. á.,
kl. 14, tii greiðslu á httfuðstóli kr.
6592,ÍO + 47205,96 + 100867,44 +
150793,53 og 15341,82, auk vaxta
og kostnaðar, samkvœmt 5 skulda-
bréfum útg. 20. ág. 1914, 2. okt.
1914, 16. okt. 1915 og 9. sept. 1920.
Skjttl þau, sem varða sttluna,
verða til sýnis hér á skrifstofunni
vikuna nœsta á undan uppboðinu.
Bœjarfógetaskrifstofan i Vest-
mannaeyjum, 25. Júni 1035.
Kr. Liiuiet.
Eftir krttfu Veðdeildar Lands-
banikans verða húseignlrnar
Sjúkrahús og barnaskólahús kjaup-
staðarins með ttilu tilheyrandi,
þar með lóðarróttindum, seld á
nauðungaruppboði, sem byrjar hór
á skrifstofunni fimmtudaginn 26.
sept. þ. á., kl. 13, til greiðslu á
littfuðstóli kr. 9954,00 + 35995,10
og 28700,59, auk vaxta og kostnað-
ar, samkvæmt skuldabrófum útg.
29. marz 1928, 8. m|arz 1929 og 19.
maí 1930.
Skjöl þau, sem varða sttluna,
verða til sýnis hér á skrifstofunni
vikuna næsta á undan uppboðinu.
Bæjarfógetaskrifstofan i Vest-
mannaeyjum, 25. júni 1935.
Kr. Linnet.
Þessar auglýsingar taka af
öll tvímæli. Þau staðfesta orði
til orðs öll fyrri unimæli Nýja
dagsblaðsins um stórfelld
greiðsluvandræði kaupstaðar-
ins og að allt bendi til þess að
íjárhagslegt hrun sé yfirvof-
andi.
Nýja dagblaðið telur það
ekki gert af illum hug til Vest-
mannaeyinga þó skýrt sé frá
því, að þeir hafi misstigið sig
við að fela forustuna þeim
floklci, sem reyndur er að af-
glapafullri og ábyrgðarlausrí
fjárstjórn, bæði í Vestmanna-
eyjum og annarsstaðar. Það er
gert af góðum' vilja og í þeirri
trú, að Vestmanneyingar og
aðrir láti slík fordæmi sér til
varnaðar verða og selji ekki
lengur framtíð sína og frelsi í
hendur Kveldúlfstrúarmanna:
mikilmennanna í orði, en
ábyrgðarleysingjanna á borði.
Sigurður Kristinsson
forstjóri
Sambands íslenzkra samvinnu-
vinnufélaga er í dag 55 ára
Sigurður Krlstinsson.
gamall. Skortir þá um eitt ár
til þess, að hann hafi samfellt
í þrjá tugi ára unnið í þágu
samvinnufélaganna í landinu.
Hann gekk í þjónustu Kaupfé-
lags Eyfirðinga árið 1906 og
veitti því forstöðu frá árinu
1918 til ársins 1923, að hann
gerðist forstjóri Sambands ísl.
Dómsmálaráðherra
leggur til við konung, að hæstaréttardómur-
inn í 9. nóv.-málunum verði skilorðsbundínn
Dómsmálaráðherra hefir 29.
f. m. skrifað konungi og lagt
til að hæstaréttardómurinn í
7. júlí- og 9. nóvember-málun-
um verði gerður skilorðsbund-
inn.
Svo sem kunnugt er, var úpp-
hafiega I.öfðað mál gegn 31
manni og sýknaði undirréttur
3, en dæmdi 25 skilorðsbundið.
Tíu menn óskuðu eklti áfrýj-
unar, og vísaði fyrv. dómsmála.
ráðherra ekki máli þeirra til
Hæstaréttar. — Hinir óskuðu
hinsvegar áfrýjunar og þyngdi
Hæstiréttur dóminn og dæmdi
18 þeirra óskilorðsbundið.
Fyrir tillögu sinni færir
dómsmálaráðherra m. a. þessi
rök í bréfi sínu til konungs:
„ ... Dómfelldu voru dæmd fyr-
ir brot gegn 101. og 113. gr. sbr.
52. gr. hinna alménnu hegn-
ingarlaga og 1. gr. sbr. 96. gr.
lögreglusamþykktar Reykja-
víkur. Auk þess að vera dæmd-
ir fyrir framangreind brot, var
Þorsteinn Pétursson dæmdur
fyrir brot gegn 205. gr. hinna
almennu hegningarlaga og Er-
lingur Klemensson fyrir brot
gegn 102. gr. hegningarlag-
anna.
Þrír hinna ákærðu vorú |
dæmdir skilorðsbundið íHæsta- !
rétti og hafa nöfn. þeirra ekki
verið talin hér upp.
Það er allra þegnsamlegust
skoðun mín að náða, beri dómj-
felld skilorðsbundið.
Dómfelld voru ákærð fyrir
að hafa stofnað til óeirða í
sambandi við fundi bæjar-
stjómar Reykjavíkur 7. júlí og
9. nóv. 1932. Voru atvinnu-
bótavinna og launakröfur
verkalýðsins til umræðú á
fundum þessum. Róstumar,
sem' urðu 9. nóv., voru miklu
liarðvítugri en róstumar 7.
júlí. Spruttu þær af því, að
meiri hluti bæjarstjórnar
Reykjavíkur ætlaði sér að koma
fram stórkostlegri og alveg
óvenjulegri launalækkun. Áðúr
höfðu verkamenn þeir, sem
lækka átti kaupið hjá, 108
krónur á mánuði fyrir tveggja
vikna vinnutíma, en þessi lágu
laun vildi méiri hluti bæjar-
stjórnar lækka um 30%. Var
þetta af verkafólki skoðað sem
upphaf að almennri kauplækk-
un og olli meiri og almennari
hugaræsing hjá verkalýð
Reykjavíkur en nokkuð annað,
sérstaklega þar sem meiri hluti
bæjarstjómarinnar beitti sér
fyrir lækkuninni. Hafa og
margir þeirra, er dæmdir vom
í máli þessu, hvorki fyrr né
síðar gerzt brotlegir við lög.
Undirdómarinn, sem rann-
sakaði málið, sýknaði þrjá, en
dæmdi alla hina, sem ákærðir'
voru í undirréttinum1, að þrem-
ur undanskildum, skilorðs-
Framh. á 4. síðú.
sanivinnuféiaga. En því starfi
hefir hann gegnt síðan.
Sigurður er kominn af góð-
kunnum bændaættum1 eyfirzk-
um og þingeyskum. Ættir þess-
ai’ hefir auðkennt óvenjulegur
félagsmálaþroski. Sigurður er
eigi fjarskyldur ættingi Jakobs
Iiálfdánarsonar og Benedikts á
Auðnum, sem mega teljast
frumher j ar kaupf élagsstef n-
unnar hér á landi. Lífsskoðun
Sigurðar og æfistarf, eins og
bræðra hans tveggja hefir allt
verið vígt og helgað mannúð-
legu umbótastarfi samvinnu-
stefnunnar.
Árin 1920 og 1921, þegar
yfir dundi hið ægilega verðfall
landbúnaðarafurða, samfara
harðindum, reyndu mjög á sam-
vinnufélögin í landinu og for-
stjórn þeirra. Hatursmenn sam-
vinnustefnunnar neyttu þá
jafnframt færis, til þess að
beita þau álygum og rógi. Sig-
urður Kristinsson veitti þá
forstöðu stærsta kaupfélagi
landsins. Þeim', sem þetta ritar,
er kunnugt um það, að hann
lagði þá fram til viðnáms og
viðreisnar félagi sínu miklu
meira starf, en hófi gengdi, en
jafnframt svo giftudrjúgt, að
Kf. Eyf. hefir, með áframhalds.
starfi hins ágæta forstjóra
þess, Vilhjálms Þór, ekki ein-
göngu haldig velli, heldur átti
að fagna jöfnum og stórstígum
vexti.
Forstjórastarf Sigurðar Krist-
inssonar síðan árið 1923 hefir
jafnframt verið starf hins
þunga en allsvarðandi viðnáms.
Landsmönnum öllum er kunn-
ugt um' það, að kreppa land-
búnaðarins hefir farið sífellt
harðnandi. Og sú kreppa kemur
fyrst og fremst niður á sam-
Framh. á 4. síðu.
„Ægi“ heppnast hjörgunin
„Lincol®sh!re“ náð af skerinv í gær
Eins og kunnugt er af blaða-
fréttum, strandaði enski togar-
inn Lincolnshire á skeri suður
í Skerjafirði í vetur.
Vátryggingarfélagið, sem
Lincolnshire var vátryggður
■hjá, sendi mann hingað upp, til
að athuga, hvort ekki mundi
takast að bjarga togaranum'.
Kom hingað, Doust kapteinn í
sjóhemum enska, en hann er
sérfróður um björgunarmál.
Áleit hann að svara mætti
kostnaði, að reyna að ná slíip-
inu út.
Var nú hafizt handa um
björgun skipsins og síðan 17.
apríl hefir strandvamarskipið
Ægir unnið nær hvíldarlaust
að björgunarstarfinu.
Fyrsta vinnan fór í það að
sprengja grjót í þeim tilgangi
að velta skipinu við, eða a. m.
k. að koma því á réttan kjöl.
Var til þessa varið miklum
tíma og erfiði, en þó tókst ekki
að velta skipinu við. Var því
horfið að því ráði, að láta 1000
tómar og botnslegnar túnnur
Framh. á 4. síðu.